Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JðNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Ógeðfelldur fundur Þaö var óvanaleg sjón sem blasti viö sjónvarpsáhorf- endum í kvöldfréttum vikunnar. Ólafur Ragnar Gríms- son, ijármálaráðherra og formaður Alþýöubandalags- ins, mætti háðsglósum og frammíköllum háskólamanna í verkfalli og átti undir högg að sækja gagnvart reiðum og óstýrilátum fundarmönnum. Hann var skotspónn biturra orða og aðkasts og mátti una því að fundarmenn gengju út undir ræðu hans. Ólafur var allt í einu orðinn persónugervingur handsamlegrar ríkisstjórnar sem hafnar launakröfum og kjarabótum til handa fjöl- mennri stétt. Óhætt er að segja að shk staða korni spánskt fyrir sjónir. Venjulegast eru foringjar Alþýðubandalagsins í öðru hlutverki. Venjulegast eru þeir í hópnum sem ger- ir hróp og köll að stjórnvöldum, tekur undir kröfurnar og segist vera málsvari launamanna og kjarabaráttu. Almennt er viðurkennt að kennarar og raunar margt háskólamenntað fólk séu meðal dyggustu stuðnings- manna Alþýðubandalagsins. Þess heldur hlýtur það að vera mikil þraut fyrir formanninn að gegna nú því hlut- verki að vera sökudólgurinn í augum sinna eigin banda- manna. Vel má vera að andstæðingar Alþýðubandalagsins gráti krókódflstárum þegar Ólafur er púaður niður á kennarafundi. Það kann að hlakka í mörgum sem hing- að tfl hafa setið undir árásum frá Alþýðubandalaginu og áróðrinum um fjandskap íhaldsins og auðvaldsins gagnvart launakröfum allra tíma og allra stétta. Þar kom vel á vpndan. En Ólafi er vorkunn og í þetta skipti verður Al- þýðubandalagið ekki sakað um ábyrgðarleysi. Vandi ríkisvaldins, sem viðsemjanda háskólamanna, er sá að erfitt, ef ekki útflokað, er fyrir ríkið að semja um hærri og meiri launahækkanir til þessa hóps, en önnur stéttar- félög hafa samið um. Kröfur kennara og annarra há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna kunna að vera rétt- mætar í sjálfu sér en pólitísk og efnahagsleg skflyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi til að taka þær tfl greina að svo stöddu. Það er ekki ákvörðun Ólafs Ragnars eins. Það er ekki við hann einan að sakast. Sennflega hefur það verið óskynsamlegt og ótíma- bært hjá Ólafi Ragnari að mæta tfl fundar fyrir framan sjónvarpsvélarnar og æsta verkfallsmenn. Sá fundur gat aldrei orðið til annars en að spilla fyrir. Ólafur gerði það eitt að ögra verkfallsliðinu og bjóða hættunni heim. Það breytir hins vegar ekki því að framkoma fundar- manna, eins og hún kom sjónvarpsáhorfendum fyrir sjónir, var tfl skammar og þeim ekki sæmandi. Háðs- glósur, hæðnishlátur og heimskuleg frammíköll eru fyr- ir neðan virðingu menntaðs fólks sem vfll láta taka sig alvarlega. Hitinn í fundinum verður ekki afsakaður með örvæntingunni og taugaveikluninni, sem greinilega rík- ir í herbúðum verkfallshópsins. Á hinn bóginn er ljóst að þessa deflu verður að setja niður. Hún er komin á háskalegt stig. Fundur Qármála- ráðherra og kennaranna segir betur en öll orð, að hér ráða ekki lengur rök heldur tilfmningar, hér eru menn ekki í deflu heldur stríði. í hópi deiluaðila, beggja meg- in borðsins, eru vonandi áhrifamenn sem verða að taka fram fyrir hendur öfganna og orðhákanna. Illska má ekki ráða ferðinni. Til þess er of mikið í húfi. Ekki að- eins starfslaun einnar stéttar, heldur samskipti siðaðra manna. Ellert B. Schram Heim frá Afganistan. - Herdeild úr sovéska hernum kemur til Kushka, við landamæri Afganistan og Rússlands. Ógöngur í Af ganistan Nú þegar sovéski herinn er far- inn frá Afganistan hefur áhugi umheimsins á því landi aö miklu leyti gufað upp. Stríðið í Afganistan leit út á þann veg að þar væru Sov- étmenn að undiroka nágrannaríki sitt með hervaldi og afskipti þeirra voru sögð ástæðan fyrir stríðinu. Á því byggðist áhuginn. Raunveru- leikinn er miklu flóknari, eins og nú blasir við, eftir að sovéski her- inn er farinn en stríðið geisar áfram. Stríðið í Afganistan var í raun- inni hafið löngu áður en Sovét- menn komu þangaö og allt útlit er fyrir að það haldi áfram enn um sinn, en nú eru það aðrir utanað- komandi aðilar sem eiga hagsmuna að gæta. - Nú eru það Pakistanar sem ráða mestu um gang stríðsins, og það er pakistanska herráðið í samvinnu við bandarísku leyni- þjónustuna CIA sem leggur á ráðin um hemað skæruiiða gegn stjóm- inni í Kabul. Þegar sovéski herinn fór í febrúar var því víða spáð að stjómin í Kab- ul félh innan nokkurra daga eða vikna en annað hefur komið á dag- inn. Skæruliðar hafa sáralítið unn- ið á í hemaði sínum síðan í febrú- ar, þvert á móti hefur þeim tvisvar mistekist að ná á sitt vald stórum borgum í Afganistan til að gera að höfuðstaö nýrrar sfjómar sinnar. Á sama tíma eykst sundrung þeirra á milh og þaö kemur æ skýr- ar í ljós að skæruliðahreyfingamar era svo sundraðar og sundurleitar að vel er hugsanlegt að stjómin í Kabul haldi velli þrátt fyrir allt. Forsaga Innrás Sovétmanna hófst um jól- in 1979 en byltingin, sem leiddi til hennar, hófst sex áram fyrr þegar Noor Mohammed Taraki steypti Daud forseta úr stóh 1973 og inn- leiddi marxíska stjómarstefnu. Sú stefna mætti stöðugt vaxandi mót- spymu, einkum vegna þess að sjálf grandvaUaratriði marxismans ganga þvert á lögmál og hugsunar- hátt múslíma. Einn Uður í þeirri stefnu Takakis að koma á marx- ísku stjómarfari var aö reyna að draga sem mest úr áhrifum íslams og íslamskra múUa í þjóðfélaginu og þetta framar öUu hleypti upp- reisninni af stað. Þeir múllar, sem mest beittu sér gegn stjórninni, vora sums staðar handteknir og -6tundum líflátnir. Þegar sú skoðun varð almenn með- al Afgana að stjómarstefnan væri óguðleg risu upp skæruliðáhópar um aUt land í heilögu stríði, Jihad, til að berjast fyrir málstað Guðs. Á þessum nótum fór borgara- stríðið í Afganistan af stað. Takaki sagði af sér 1979 eftir að hann hafði gert samning um hemaðaraðstoð við Sovétmenn, af heUsufarsástæð- um, en við tók Hafisulla Amin. Aniin sá ékkíTram úr erfiðleikum Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður sínum í baráttunni við heittrúaða múslíma og leitaði eftir aöstoð Sov- étmanna. Sovétmenn treystu ekki Amin heldur fengu hörðustu stuðnings- menn sína til að ræna völdum og koma honum frá. í stað Amins kom Babrak Karmal og þá fyrst sendu Sovétmenn her til Áfganistan. Að formi tU kom sovéski herinn sam- kvæmt beiðni. Þetta breytti að sjálfsögðu engu, nema því að Sovétmenn héldu því alltaf fram að þeir væra friðar- sveitir í Afganistan en ekki innrás- arlið. Þeir hófu þegar miklu stór- feUdari hemaðaraðgeröir en áður höfðu sést í Afganistan og tókst á skömmum tíma að sameina flest- alla íbúana í fjandskap viö sig og hrekja rúmar þrjár mUljónir manna í útlegð tU Pakistan. Þegar þeir fóru var Afganistan að öllu leyti verr sett en þegar þeir komu og núverandi forseti, Naji- bulla, engu nær en Takaki í því að koma á þeim marxisma sem stríðið snerist upphaflega um og andstætt því að áhrif íslams hafi minnkað hafa þau aukist ef eitthvað er. Samtímis hafa andstæður skerpst á milli greina íslams, shía múslímar vUja ekki lúta forystu súnníta, sem era meginþorri skænUiðaherjanna, og hin ýmsu þjóðarbrot, einkum Pathanar og Balúchar, vUja fara sínar eigin leiö- ir. Afganistan hefur aldrei verið samstætt ríki og miðstjómin í Kab- ul hefur aldrei verið sterk. Pakistan og heittrúarmenn AUt síðán 1979 héfur herstjóbnin í Pakistan mótað stefnu skæruliða- sveitanna og dreift vopnum til þeirra í samráði við CIA. Nú eru þaö Pakistanar sem ráða því með hemaðaraðstoð sinni hver af skæruliðaforingjunum verður ofan á í þeirri valdabaráttu sem þegar er hafin. AðalfyUdngar skæruhða eru sjö og af þeim hefur ein, undir forystu Gulbuddin Hekmatjars, fengið allt aö fjórðung aUra hergagna frá Bandaríkjunum fyrir miUigöngu Pakistana. Annar leiðtogi, Bur- hanuddin Rabbani, hefur fengið álíka. Pakistanar ráða mestu um hvaða skæraUðar fá hergögn og 'með því að styðja Hekmatjar styðja þeir stækasta heittrúarmanninn meðal þeirra. MikUl urgur er meðal annarra skæruUðahópa vegna þessa og stuðningurinn við einn leiðtoga stendur í vegi fyrir samstöðu um nýja stjórn þegar og ef samstaöa næst um hana. SkæruUðar era taldir ráða yfir meginhluta lands- ins en stjómin í Kabul ræður öUum helstu borgunum. TUgangurinn með umsátrinu um Jallalabad er talinn sá að gera hana að höfuðborg stjómar skæruUða. Ef tækist að koma á shkri stjórn í þeirri borg er talið að Bandaríkja- menn mundu viðurkenna hana og það mundi styrkja mjög stöðu skæruhða gagnvart NajibuUa og her hans. Bandaríkin og Najibulla Bandaríkjamenn geta með her- gagnaaðstoð sinni haft úrslitaáhrif á niðurstöðuna. Pakistanar eiga mikUla hagsmuna að gæta, ekki síst vegna þess að þeir vilja losna við þær milljónir afganskra flótta- manna sem bíða þess aö geta snúið heim. Nýtt borgarastríð skæruUða innbyrðis mundi seinka því. En eina von Najibulla liggur einmitt í nýju borgarastríði. Ef svo færi, sem er vel hugsan- legt, eru taldar líkur á að hann gæti klofið skæruliða enn frekar og komist að samkomulagi við sumar fylkingar þeirra uin sérfrið. Ef svo fer era aUar horfur á að stríðið í Afganistan standi í mörg ár enn. Það voru ekki Sovétmenn sem áttu upptökin að því og ástæð- ur stríðsins hurfu ekki úr landi með þeim. Gunnar Eyþórsson „Pakistanar eiga mikilla hagsmuna að gæta, ekki síst vegna þess að þeir vilja losna við þær milljónir afganskra flóttamanna sem bíða þess að geta snú- ið heim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.