Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Side 11
11 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. dv Útlönd Enn barist á herteknu svæðunum Harðir bardagar brutust út á milli ísraelskra landnema á herteknu svæðunum í ísrael og Palestínu- manna í gær í kjölfar dauða tveggja ísraelsmanna í Jerúsalem á mið- vikudag. Óeirðirnar í gær áttu sér stað í borginni Heron á vesturbakk- anum. ísraelar kveiktu m.a í mosku Palestínumanna. Talið er að a.m.k. fjórir hafi slasast í þessum bardög- um. ísraelsher lokaði svæðinu fyrir blaðamönnum. Atburðurinn, er kom af stað þess- um bardögum, átti sér stað í Jerúsal- em á miðvikudag. Palestínumaður myrti tvo ísraela og særði aðra þrjá á verslunargötu í vesturhluta Jersú- salem en þetta atvik er hið alvarleg- asta í borginni síðan uppreisn Palest- ínumanna á herteknu svæðunum hófst. í gær voru tveir Palestínumenn skotnir til bana á herteknu svæðun- um. Annar þeirra var skotinn vegna gruns um að hann væri í slagtogi með ísraelsku leynilögreglunni. Hann er sextándi Palestínumaður- inn sem myrtur er grunaður um að aðstoða ísraelsmenn. í sjónvarpi í ísrael í gær var sagt frá því að herinn myndi refsa fjórum háttsettum hermönnum vegna árás- ar á þorpið Nahalin í síðasta mánuði en þá voru fimm Palestínumenn myrtir. Palestínumenn hafa kallað Vinir og vandamenn bera Kalman Vandi, einn þeirra er myrtir voru í Jerús- alem á miðvikudag, til grafar. árásina fjöldamorð og mörg alþjóða- samtök fordæmt hana. Yfirvöld í ísrael tilkynntu í gær að áætlanir um kosningar á herteknu svæðunum yrðu lagðar fyrir þingið innan 10 daga. PLO, Frelsissamtök Palestínu, sem og leiðtogar Palest- ínumanna á herteknu svæðunum, hafa hafnað kosningum á meðan ísraelskur her er þar. Reuter 16 GERÐIR Fyrir minni fjölskyldur og einstaklinga ER-5420 18 lítra ofn, 500 wött. 9 hitastillingar. 45 mín. klukka Örbylgjudreifing og snúningsdiskur (má nota án disks) Verð kr. 18.900.- Stgr. kr. 17.900 ER-5720 18 lítra ofn, 500 wött. Tölvustýrður. 9 hitastillingar 99 mínútna tímastilling. Sekúndu nákvæmni Klukka. Hraðþíðing. Verð kr. 22.900.- Stgr. kr. 21.700 Fyrir venjulegar fjölskyldur ER-7720 27 lítra ofn, 650 wött. Hápólerað stál að innan. Deltaware örbylgjudreifing. Snúningsdiskur (Nota má ofninn án disksins) Tölvustýrður. Hraðþíðing Verð kr. 33.900.- Stgr. kr. 32.200, Leiðtogi innfæddra myrtur Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Morðin á Jean-Marie Tjibaou og Yeiwene Yeiwene, tveimur helstu leiðtogum innfæddra á eyjunni Nýju Kaledóníu í Kyrrahafi, hafa vakið upp hræðslu manna um að erfitt verði að framfylgja friðarsamning- unum sem gerðir voru í París í fyrra- sumar milh innfæddra og hvítra. Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, hefur þegar sent ráð- herrann, sem fer meö mál franskra landsvæða utan Evrópu, til Nýju Kaledóníu og mun líklega sjálfur halda þangað síðar til að vera við- staddur útfor mannanna tveggja. I Frakklandi og á eyjunni sjálfri eru menn enn sem steini lostnir yfir þessum atburðum. Tjibaou og Yeiwene voru myrtir af andstæðingum meðal innfæddra í gærmorgun að evrópskum tíma þar sem þeir voru viöstaddir athöfn til minningar um að eitt ár er hðið frá dauða nítján innfæddra sem her- menn felldu i árás á helli nokkum þar sem lögreglumönnum var haldið í gíslingu. Morðinginn er þekktur öfgasinni meðal innfæddra og hafði setið í fangelsi í kjölfarið á gíshngu lögreglumannanna. Hann var felldur af hfvörðum Tjibaou en aðstoðar- menn hans handteknir. Með þessum morðum missir sjálf- stæðishreyfing innfæddra foringja sína og er erfitt að benda á aðra sem gætu komið í staðinn. Tjibaou var þekktur fyrir persónuleika sinn og samningshæfileika og var ásamt Je- an-Marie Lafleur, leiðtoga hvítra á eyjunni, og Rocard forsætisráðherra, höfundur að friðarsámningunum sem tryggja eiga tíu ára tímabil frið- ar og uppbyggingar með aö lokum ahsheijaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði eyjunnar. Eftir áralangt ofbeldi var litið á þennan samning sem stór- merkilegt skref og allt útlit fyrir að með viðræðum hefði tekist það sem ekki var hægt með vopnum. Að Tjibaou og Lafleur skyldu ræða sam- an kom mjög á óvart og fyrir Michel Rocard, þá nýtekinn við embætti, var þetta mikill persónulegur sigur. Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum fyrir börn 7-12 ára og unglinganámskeið í ágúst. Innritun er hafin á skrifstofu SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði. Sími: 65-22-21 Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur, og fleira. ■ ' 'h- . I . " ' 1J, !IL' . ■ . . .. ER-7820 27 lítra ofn, 650 wött. Hápólerað stál að innan. Tölvustýrður. Hraðþíðing. Tímastilling fram í tímann. Deltaware örbylgjudreifing. Klukka. Sekúndu nákvæmni Verð kr. 35.900.- Stgr. kr. 34.100.- Fyrir þá sem hafa lítið pláss en vilja stóran ofn ER-8830. Surfa touch. Nýjasta í örbylgjuofnum. 27 lítra ofn, 650 wött. 9 hitastillingar. Tölvustýrður. 99 mínútna og 99 sekúndna stilling. Hápólerað stál að innan. Hraðþíðing. Snúningsdiskur. Verð kr. 38.900.- Stgr. kr. 36.955.- ER-8930. Surfa touch. Nýjasta í örbylgjuofnum 27 litra ofn, 650 wött. Tölvustýrður. Fullkomin vigt er í ofninum. Lyktarskynjari ákveður hvenær matreiðslu er lokið. Hraðhitun. Hraðþíðing. Verð kr. 46.900.- Stgr. kr. 44.900, Fyrir þá sem vilja grill og blástur er þetta ofninn ER-9630 - ER-9530 örbylgjuofn með innibyggðum hitablæstri og grilli. [ þessum ofnum má baka og steikja og fá samskonar brúningu og í venjulegri eldavél. Sjálfhreinsibúnaður. Verð ER-9530 kr. 46.900.- Verð ER-9630 kr. 52.900.- ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR OG FJÖLDI UPPSKRIFTA FYLGJA Og þér er boðið á kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara sérmenntaðri ( matreiðslu í örbylgjuofnum, án aukagjalds. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði KYNNTU ÞÉR TOSHIBA ÞÁ SÉRÐU MUNINN. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.