Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989.
15
Rásað frá raunveruleikanum
í sjónvarpsþætti sunnudags-
kvöldið 23. apríl lýsti skáldið Sig-
urður Pálsson okkur, þessum
frjálsu og leitandi mönnum nútím-
ans, sem rásandi sauðum. Við
hlypum milli sjónvarps- og út-
varpsrása í leit að tilbreytingu. All-
ar væru rásirnar raunverulega
eins. Og við sætum uppi með rót-
leysið og flakkið.
Verndað umhverfi
Á vissan hátt lifum viö í vernd-
uðu umhverfl. Það á jafnt viö um
þá sem lifa við góð efni og hina sem
eiga til hnífs og skeiðar en ekkert
umfram það. Ástandið er óháð
efnahag. Við sitjum fyrir framan
skjáinn og horfum á þróun þjófé-
lagsins í hálftíma á dag. Þar er að
vísu ekki hægt að rása nema tak-
markað. En lögmálið gildir samt.
Viö horfum á íslendin'ga berjast
um krónurnar, sem ekki eru til,
fylgjumst með þeim safna skuld-
um, hlustum á lærða menn lýsa því
hvernig okkur vegni smám saman
verr og verr. En við sitjum heima,
og í raun er þetta annað fólk, sem
er að berjast um krónurnar sem
ekki eru tíl, önnur þjóð sem er að
safna skuldum.
Og þegar orrustan um krónurnar
hefur staðið nokkra daga, þegar
útjöskunin á íslensku efnahagslífi
hefur verið tuggin ofan í okkur af
einum sérfræðingnum á fætur öör-
úm, þá afberum við þetta ekki leng-
ur og skiptum um rás. Þaö eru
grundvallarmannréttindi að fá að
vera í friði fyrir eigin vandamálum.
Sjónvarpið, hinn nýi alvaldur, er
afþreying. Þar má ekki þreyta með
Kjallariim
Tómas I. Olrich
menntaskólakennari
endurtekningum. Þá er skipt um
rás. Þar má ekki vera bólugrafinn,
fólur, hrukkóttur, þá er skipt um
rás. Stjórnmálamenn, sem áður
gengu með tóbaksdós í vasanum,
ganga nú með púðurdós ef ekki
varalit til að vera við því búnir
hylja þennan ósóma sem náttúran
hefur gert úr þeim, ef sjónvarpið
birtist í öllu sínu veldi. Á skjánum
má ekki stama, skipta skapi, vera
í of dökkum fötum, hallærislegur,
þreytulegur, mannlegur. Þá rásum
við, helst yfir í Dallas, þar sem all-
ir rása hvort eð er, úr drenglyndis-
mönnum í drullusokka, úr lifend-
um í dauða og úr látnum í lifend-
ur, þar sem enginn man neitt né
lærir neitt, þar sem allir halda við
alla og svíkja alla og eru klókir,
vinsælir, eilífir og ódauðlegir, eins
og Steingrímur Hermannsson.
Þeir sem á bak við myndavélina
standa eru líka rásandi menn eins
og við sem á horfum. Þegar sýnt
er frá sölum Alþingis beina þeir
þreyttu sjónvarpsauga sínu frá
leiöigjörnum ræðumönnum og
súmma á eitthvað, sem augað gleð-
ur, geispandi þingmann eða dott-
andi, eða hvert það lítilfjörlegt sýn-
ingaratriði sem býðst. Og það er
rétt hjá þeim að rása. Því lífið er
ekki að vera heldur virðast. Lífið
er á skjánum. Lífið er ekki í ræðum
þessara manna, sem fjargviðrast
um fiskverkun, fiskverð, gengis-
skráningu, vexti og verðbætur, við-
skiptahalla, útflutning og aðra svo-
leiðis eymd.
Gráskeggjaði gáfumaðurinn
Skilgetiö afkvæmi þessa afþrey-
ingaglaða og dreymandi nútíma
var gráskeggjaði gáfumaðurinn og
rithöfundurinn sem kom fram í
sama þætti og Sigurður Pálsson og
taldi óþolandi með öllu að bók-
haldarar einokuðu skjáinn með
endalausu rausi um eigin bók-
haldsafglöp: þeim væri- nær að
halda heim og reka sín fyrirtæki
án taps í stað þess að vera að þreyta
þjóðina á báðum rásum með
barlómi yfir því sem þeir ættu
óunnið í eigin fyrirtækjum.
Þessi snjalla skoðun var hafm ti
1 skýjanna af Þráni Bertelssyni í
DV 29.4., en hann vill líka skrúfa
fyrir grátklökku bókhaldarana og
snúa sér að því að gera þjóðfélagið
okkar „réttlátara, manneskjulegra,
þægilegra og skemmtilegra".
Getur þjóðin ekki fengið frið fyrir
þessum mönnum sem krefjast þess
að fá rekstrargrundvöll? Er ekki
hægt aö skipta um rás þegar geng-
isfellingakórinn hefur of hátt? Það
er hvort eö er ekki ný bóla að þess-
ir menn geti ekki rekið fyrirtæki.
Þau hafa verið á núllinu eöa fyrir
neðan þaö árum saman. Viðskipta-
hallinn hefur líka staðið svo til
óslitinn áratugum saman. Hverjum
dettur í hug að í honum sé afþrey-
ing? Skiptum um rás.
Geta menn ekki fengið að lifa á
fiski, fiskiðnaði, frystihúsum og
verkafólkinu sem þar starfar án
þess að sitja undir þreytandi upp-
lýsingum um það hvernig þessum
aðilum reiðir af? Það er að sjálf-
sögöu bæði „þægilegra og
skemmtilegra" að vita ekki af
vandræðunum.
Leiðigjarnt ti lengdar
Til lengdar er líka leiðigjarnt að
horfa á þessa þungbúnu Pólverja
og Lettlendinga, sem krefjast frels-
is og lýðræðis. Þeir eru raunar
búnir að kreQast þess áratugum
saman. Og Tíbetvesenið allt saman
stendur enn. Og Palestínuplágan
og áflogin í Suður-Afríku. Þessi
hávaðasami alheimskór,. sem kyrj-
ar um frelsi og mannréttindi sínum
hása rómi, er ekki hótinu betri en
gengisfellingarkórinn. Það eina
sem er áþreifanlegt í þessum voða-
legu hljómkviðum lífsins er hvað
þær eru tilbreytingarlausar, dóna-
legar og uppáþrengjandi þegar þær
eru komnar inn á gafl hjá viðkæmu
fólki, sem vill lifa réttlátu, mann-
eskjulegu, þægilegu og skemmti-
legu lífi.
Geta menn ekki fengið frið til að
rása frá raunveruleikanum og
stunda menningu og hugsjónir í
umhverfi, sem er verndað gegn at-
vinnulífi, taprekstri, rekstrar-
grundvelli, frelsisbaráttu, mann-
réttindabrotum og öðrum álíka
leiðindum? Má ekki stofna flokk
um það að stinga höfðinu í
sandinn?
Það á svo eftir að koma í ljós
hvort vandamálaliðið í skipunum,
frystihúsunum og verksmiðjunum
fær að vera í friöi fyrir okkur,
menntamönnunum og menningar-
vitunum. Nú þessa dagana kveöur
við hátt harmagrátur bandalags
okkar háskólmenntaðra. Varla er
svo frumsýnd íslensk kvikmynd að
ekki komi fram einhverjir grát-
klökkir bókhaldarar og kvarti und-
an lélegum rekstrargrundvelli
kvikmyndaframleiðenda á íslandi.
Og í hvert sinn, sem lýðveldið út-
hlutar listamannastyrkjum, upp-
hefst söngurinn um iélegan rekstr-
argrundvöll rithöfunda, skálda og
annarra hugsjónamanna.
Tómas I. Olrich
„Má ekki stofna flokk um þaö aö stinga
höfðinu í sandinn?“
Ósannindi Davíðs Oddssonar
Hroki og yfirgangur Davíðs
Oddssonar í deilunni um Fossvogs-
dalinn er með eindæmum. Þessi
orðhákur Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík kemur fram í fjölmiðl-
um með rangfærslur og beinar lyg-
ar um samskipti sveitarfélaganna,
samskipti sem hingað til hafa geng-
ið vel og hvergi verið Reykjavíkur-
borg til tjóns. Síður en svo.
Hlýtur það að vera umhugsunar-
efni að maður í slíkri stöðu skuli
geta komist upp með að ausa Kópa-
vogsbúa auri fyrir það eitt að hafa
sjálfstæða skoðun varðandi mál
sem um er deilt. Jafnframt hljóta
allir þeir sem vilja mótmæla lagn-
ingu hraðbrautar um dalinn að
sýna viljann í verki og mæta á bar-
áttufund í Fossvogsdal nk. laugar-
dag kl. 14. Þar mun andstaðan við
áform borgarstjóra speglast.
Skuldum ekkert
Annaöhvort er Davíð Oddsson
vísvitandi að ljúga til um bakgrunn
þessa deilumáls eða hann hrein-
lega veit ekki betur. Hann hefur
margítrekað haldið því fram að
Kópavogskaupstaður hafi greitt
Reykjavíkurborg fyrir svæði undir
hraðbraut í Fossvogsdal. Þar eru
rakalaus ósannindi á ferð sem auð-
velt er fyrir hvern sem er að hrekja.
Sumarið 1973 var í burðarliðnum
sá samningur sem Davíð vísar
mjög til og virðist hann ekki hafa
lesið þann gjörning sem undirrit-
aður var um haustið. Þar voru gerð
makaskipti á landi sveitarfélag-
anna. Reykjavíkurborg fékk rúm-
lega 30 hektara úr lögsögu Kópa-
vogs þar sem hét Selhryggur og
hluti Seljahverfis stendur á í dag.
Á móti fékk Kópavogur því sem
næst jafnstórt svæði úr lögsögu
Reykjavíkur þar sem nú er Smiðju-
hverfi. í þessari grein samningsins
var ekki minnst einu orði á Foss-
vogsdal enda málið með öllu óskylt
Kjallarinn
Valþór Hlöðversson
bæjarfulltrúi i Kópavogi
þessum makaskiptum.
Það sem Davíð reynir að hengja
hatt sinn á er sú staðreynd að
vegna þess að Reykjavíkurborg
hafði skipulagt Seljahverfið langt
inn í land Fífuhvamms í lögsögu
Kópavogs urðu Reykvíkingar aö
greiða eigendum þess tiltekna fjár-
hæð. Sá samningur var Kópavogi
með öllu óviðkomandi enda runnu
þeir fjármunir ekki í bæjarsjóð
Kópavogs. Ekki ein einasta króna.
Kópavogskaupstaður skuldar því
ekki Reykjavíkurborg eitt eða neitt.
Dalurinn er í Kópavogi
Það sem svíöur Davíð Oddssyni
í auga er sú staðreynd að Fossvogs-
dalur er innan lögsögumarka
Kópavogs og í eigu þess sveitarfé-
[i 11 r: í f J ■ i. : i! r £ U : I) ^ "
lags. Milli 80 og 90% af hraðbraut
borgarstjórans myndu liggja í landi
Kópavogs ef hann nær sínu fram.
Ef borgin hefði ekki á sínum tíma
úthlutað lóðum nánast að mörkum
sveitarfélaganna væri nægt rými
fyrir þetta umferðarmannvirki
Reykvíkinga á þeirra eigin landi.
Af þessum ástæðum þarf aö troða
brautinni upp á Kópavogsbúa sem
eru staðráðnir allir sem einn í því
aö koma í veg fyrir það slys.
Davíð Oddsson er vanur að beita
svipunni á sína undirsáta og fá sínu
framgengt meö hótunum ef ekki
vill betur. Það sem hann flaskar á
í þessu máli er sú staðreynd að
hann er að fást við fullvalda sveit-
arfélag sem hefur góðan málstaö
að verja og döngun og þor til að
berjast fyrir honum.
Borgarstjórinn er ekki vanur
slíkum viðbrögðum og þess vegna
stappar hann niður fótunum og
hefur uppi hótanir eins og óþekkur
krakki sem ekki fær sitt fram.
16 ára undirbúningur
Því hefur verið haldið fram að
Kópavogskaupstaður hafi rasaö
um ráö fram þegar bæjarstjórn
ákvað á síðasta fundi sínum að lýsa
sig óbundna af samkomulaginu frá
1973. Borgarstjóri og hans skutil-
sveinar vita það fullvel að allt frá
árinu 1975 hafa bæjaryfirvöld í
Kópavogi marglýst því yíir að þau
myndu aidrei fallast á Fossvogs-
braut. í ljósi þessarar staðreyndar
eru viðbrögð Davíðs borgarstjóra
með eindæmum furöuleg.
r i; j 3 ( ■ •: nu-i liiiu .m1 “
Ástæðurnar fyrir yfirlýsingu
bæjarstjórnar eru margar. Meðal
annars hefur skipulagsstjórn ríkis-
ins neitaö að staðfesta aðalskipulag
bæjarins fyrr en deilan hefur verið
til lykta leidd. Þess vegna var nauð-
synlegt fyrir Kópavogsbúa að setja
skrið á máhð því ella hefði það get-
að legið í láginni mörg ár til við-
bótar. Slíkt hefði verið með öllu
óþolandi.
í annan stað hefur íþróttafélagi
Kópavogs nýlega verið úthlutað
fimm hektara íþróttasvæði í Foss-
vogsdal. Þar eru þróttmiklir félag-
ar sem eru staðráðnir í að byggja
upp framtíðaraðstöðu á næstu
árum. Með óstaðfest skipulag frá
réttum yfirvöldum gæti það reynst
erfitt. En um það varðar ekki Dav-
íð Oddsson.
Einstætt svæði
Fossvogsdalur er einstætt útivist-
arsvæði til afnota fyrir alla þá sem
unna útivist. Davíð Oddsson er
meira að segja velkominn að ganga
þar um með hundinn sinn - í bandi
þó.
Dalurinn hggur nánast í miðju
höfuðborgarsvæðisins. Hann er
einstakur griðastaður tugþúsunda
fugla og vermireitur trjáplantna af
margvíslegum tegundum. Síðast en
ekki síst tengir hann saman útivist-
arsvæði allt frá fjöru til fjalla,
svæði sem ná frá Tjörninni í
Reykjavík, um Vatnsmýri, Öskju-
hlíð, Nauthólsvík og upp í Elliða-
árdal og upplönd höfuðborgarinn-
ar.
Það væri því glapræði aö leggja
þennan hlekk undir malbik, sér-
staklega þegar sýnt hefur verið
fram á að hægt er að leysa um-
ferðarvandamál höfuðborgarbúa
með öðrum og miklu ódýrari hætti.
Hvers vegna, Davíð?
Kópavogsbúar eiga bágt með aö
skilja offors borgarstjórans í þessu
máli. Þeir skilja ekki hvers vegna
hann leggur þetta ofurkapp á mál-
ið. Er ekki nóg að gert með skerð-
ingu á Tjörninni í Reykjavík þótt
ekki sé verið að bæta um betur og
eyðileggja Fossvogsdalinn aö auki?
Fossvogsdalur er Kópavogsbúum
dýrmætur. Lagning brautar er hins
vegar ekki þeirra einkamál - síður
en svo. Brautin myndi í fyrsta lagi
eyðileggja stærstu uppeldisstöð
trjáplantna í landinu þar sem er
ræktunarstöð Skógræktarfélags
Reykjavíkur.
í ööru lagi myndi brautin orskaa
gifurlega mengun frá útblæstri bif-
reiða sem lenti fyrst og fremst á
Reykvíkingum í Fossvogshverfl
þar sem vindar eru suðlægir á þess-
um slóðum.
í þriðja lagi kemur framhald
brautarinnar til vesturs, svokallað-
ur Hlíðarfótur, til með aö liggja
utan í Öskjuhlíö, einu dýrmætasta
útivistarsvæði Reykvíkinga. Um
leið verða Nauthólsvík og önnur
strandsvæði skorin frá hlíðinni.
í fjórða lagi kemur brautin til
með aö troðast yfir Vatnsmýrina
og tengjast inn á Sóleyjargötu og
Fríkirkjuveg. Þar með verður
þrengt að Hljómskálagarði og
Tjörninni með ruddalegum hætti.
Nei, Davíð Oddsson, hér er ekki
aðeins um hagsmunamál Kópa-
vogsbúa að stríða. Baráttan er haf-
in fyrir þeim gildum sem setja ósp-
illta náttúru og mengunarlaust
mannfélag í Öndvegi. Kópavogs-
búar hafa fengið það sögulega hlut-
verk að vera brimbrjótar í þeirri
baráttu. Og þótt litlir menn hafl
uppi stór orð er víst að við munum
sigra í þeirri orrustu með hjálp
þeirra þúsunda Reykvíkinga sem
eru orðnir langþreyttir á tilburðum
skammsýnna stjórnmálamanna til
nauðgunar á móður náttúru.
Valþór Hlöðversson
„Baráttan er hafin fyrir þeim gildum
sem setja óspillta náttúru og mengun-
arlaust mannfélag 1 öndvegi.“