Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. 41 Meiming Allt hafði annan róm áður í páfadóm Komin er út bók Önnu Sigurðar- dóttur, Allt hafði annan róm áður í páfadóm, sem er saga nunnu- klaustranna tveggja á íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu. Anna hefur ekki setið auðum hönd- um undanfarin ár. Árið 1984 sendi hún frá sér Úr veröld kvenna - Barnsburður, sem birtist í II. bindi ritsins Ljósmæður á íslandi og ári síðar kom út rit Önnu, Vinna kvenna á fslandi í 1100 ár. Slíkum afköstum hæfir ekki annað orð en afreksverk. Anna er löngu þjóð- kunn fyrir ritstörf sín og afskipti af kvenfrelsisbaráttu síðustu ára- tuga. Hún stofnaði Kvennasögu- safn íslands 1. janúar 1975 og hefur veitt safninu forstöðu frá stofnun, lagt því til húsnæði á heimili sínu og lagt af mörkum ómælda vinnu í þágu þess endurgjaldslaust. Eng- inn hefur lagt eins mikinn skerf til rannsókna á sögu íslenskra kvenna og Anna og þar með ómetanlegan skerf til sögu íslensku þjóðarinnar. Hún var gerð að heiðursdoktor við Heimspekideild Háskóla íslands 1986. Bókinni skiptir Anna í ijóra sjálf- stæða þætti eða bækur, eins og hún nefnir þá. I. bók nefnist Kirkjubæj- arklaustur, II. bók nefnist Reyni- staðarklaustur, III. bók Allt hafði annan róm áður í páfadóm og IV. bók María Guðsmóðir og helgar meyjar á íslenskum slóðum. Meg- intexta fylgir heimildaskrá og nafnaskrá - mannanöfn og staða- heiti. Anna gefur skýringu á skipt- ingunni: „í fjórum sjálfstæðum bókum, þó samanbundnar séu, er hægt að geta um sömu atriðin svo oft sem efni standa til.“ Eins og Anna getur í formála er saga klaustranna ekki fyrirferðarmikil í íslandssögubókum. Stundum þeg- ar sagt er frá klaustrunum á ís- landi er bætt við: „Auk þess voru tvö nunnuklaustur.“ Það þarf því ekki að draga í efa, að mikil vinna við leit að heimildum liggur hér að baki. Tvö nunnuklaustur á íslandi Kirkjubæjarklaustur af reglu heilags Benedikts var sett á stofn 1186 af Þorláki, biskupi i Skálholti, og þremur árum síðar var ííalldóra Eyjólfsdóttir vígð abbadís. Rekur Anna sögu klaustursins þar til það var lagt af 1554. Nefnir hún til sögu 13 abbadísir og príora og nafn- greinir að auki 19 aðrar systur. Í lok þáttarins er kaíli um örnefni og þjóðsögur, sem fylgt hafa Kirkjubæjarklaustri. Auk boðorðs heilags Benedikts um klausturlíf: Að biðja og vinna eru klaustur- heitin þrjú: Hlýðni, skírlífi.og fá- tækt. Hvaða konur gengust undir slík heit? Því svarar Anna svo, að þær hafi flestar verið af höfðingja- ættum og ekki komið tómhentar í klaustrin. Oft gengu líka efnaðar ekkjur í klaustur. Abbadísir nutu valda og virðingar, þær þurftu að vera vel menntaðar í kristilegum fræðum til aö geta veitt klaustur- systrum tilhlýðilega uppfræðslu. Að auki stjórnaði abbadísin dag- legu lffi í klaustrinu, jafnt bæna- haldi sem vinnu. Lesandi undrast geysileg afköst nunnanna í handa- vinnu þegar þess er gætt hve mik- ill tími fór í bænagjörðir á degi hverjum. í máldaga Kirkjubæjar- klausturs 1397, sem Vilkin biskup lét gera, kemur fram hve ótrúlega mikið var til af biskups- og presta- skrúðum, altarisklæðum og dúk- um. Systurnar hafa ekki slegið slöku við hannyrðir. Þær gerðu t.a.m. 1400 refla í stóru stofuna í Skálholti fyrir Vilkin biskup. Bæk- urnar, sem til voru í klaustrinu, voru líka handaverk systranna, sem hafa sjálfar skafið kálfskinnið og mýkt og skrifað á. Einn þáttur í klausturstarfmu var að tekin voru börn og unghngar til upp- fræðslu. Gissur Einarsson, síðar biskup, fékk t.a.m. sína fyrstu upp- fræðslu hjá fóðursystur sinni sem var síðasta abbadís í Kirkjubæjar- klaustri. Rúm öld leið frá því að Kirkju- bæjarklaustur var stofnað þar til nunnuklaustur var reist á Norður- landi. Það var Reynistaðarklaust- ur, sett 1295, einnig af reglu heilags Benedikts. Á tímabilinu, sem klaustrið var við lýði, voru þar níu abbadísir eða príorissur auk þess sem Anna nafngreinir 17 aðrar systur. Gissur jarl Þorvaldsson gaf jörðina Stað til klausturs skömmu fyrir dauða sinn 1268, en klaustrið komst ekki á fót fyrr en rúmum aldarfjórðungi síðar, og var sett af Jörundi biskupi Þorsteinssyni á Hólum og Hallberu Þorsteinsdóttur abbadís. Hallbera var af Oddaverj- um komin, Sæmundur Jónsson í Odda var langafi hennar. Hún var abbadís í þrjá áratugi og naut mik- illar virðingar. Nuhnurnar hafa orðið skáldum yrkisefni. Davíð, skáld frá Fagraskógi, orti um Hall- beru og Guðmundur Ingi Kristj- ánsson, skáld frá Kirkjubóli, orti um lögmannsdótturina Solveigu Hrafnsdóttur sem var síðasta abba- dís í Reynistaðarklaustri. Hún gerðist nunna til að „frelsa for- dæmda sál“ föður síns, sem látist hafði í banni nokkrum árum fyrr. Anna getur þess í formála að auk biskupasagna sé íslenskt fo'rn- bréfasafn . aðalheimildin um klaustrin. Notar hún oft orðrétt bréf eða bréfkafla og tilvitnanir. Allt hafði annan róm áður í páfadóm í III. bók, Allt hafði annan róm áður í páfadóm, er víða komið við og margt „fróðlegt og forvitnilegt klaustur- og kirkjuefni". í upphafi er fjallað um einsetu og suður- göngu og við tekur kafli um klaust- ur utan íslands, á Bretlandseyjum, Norðurlöndum og Ungverjalandi. Heilög Birgitta stofnaði reglu og klaustur í Vadstena á 14. öld, en hún hefur verið nefnd fyrsta kven- frelsiskona Svíþjóðar og mikið skrifað um hana hin síðari ár. í Danmörku voru stofnuð tvö Birg- ittuklaustur og eitt í Noregi og Finnlandi. Þangað lögðu leið sína íslenskir höfðingjar, því að Þorleif- ur, sonur Ólafar ríku Loftsdóttur og Björns Þorleifssonar, dvaldi i klaustrinu í Noregi og Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup var þar meðan hann beið vígslu. Fróðlegt er að heyra um menntun kvenna á miðöldum og hinn fræga nunnu- klausturskóla í Herfurðu, þar sem Skálholtsbiskuparnir ísleifur Giss- urarson og Gissur sonur hans fengu prestsmenntun sína. Á slík- um menntastofnunum kvenna á miðöldum voru skrifaðar bækur og af þeim lærði fólk að lesa. í klaustrunum varð til kirkjutónlist og sálmar ortir og sungnir. Anna greinir frá Ingunni Arnórsdóttur, nemanda og kennara í Hólaskóla, sem kenndi mörgum, sem urðu „vel menntir undir hennar hendi“. Og hún nefnir tíu kvenrithöfunda í Evrópu, sem uppi voru frá því á 10. öld og fram á 16. öld, sem allar höfðu verið í klaustri einhvern tíma á ævinni. Hugleiðingar sínar um störf klaustursystra byggir Anna á jarteinasögum í Biskupa- sögum. Abbadísir voru valdamiklir stjórnendur, sem höfðu- með hönd- um umfangsmikil stjórnarstörf vegna jarðeigna sem klaustrin áttu. Fróðlegur kafli er um söng, helgar tíðir og prócessíur. Anna bendir á að hljóðfæri voru ekki notuö í kirkjum lengi fram eftir öldum og nunnuklaustrin á íslandi eignuð- ust aldrei orgel eða annað hljóð- færi. Þess vegna byggðist guðs- Bókmenntir Sigríður M. Erlendsdóttir þjónustan á söng systranna. Elliheimili eru nútímafyrirbæri, en Anna greinir frá þvi hvernig klaustrin voru heimili af því tagi - athvarf fyrir gamalt fólk sem gat gefið því eignir gegn samastað og umönnun til æviloka. Það var nefnt próventa, og segir Anna að þessi siður að gefa próventu sína hafi haldist fram undir síðustu alda- mót. Á biskupssetrunum var margt um próventufólk og venjuleg heim- ili tóku líka próventufólk, aðallega eftir að klaustrin voru lögð niður um miðja 16. öld. Þriggjaaida hlé í síðasta kafla þessa þáttar hverf- ur Anna frá miðöldum og fjallar um nunnur á íslandi á 20. öld. Meira en þrjár aldir liðu þar til aftur voru nunnur á íslandi, en Úórar systur fluttu til íslands skömmu fyrir aldamótin síðustu. Þær voru af reglu heilags Jósefs. í rúm 75 ár ráku St. Jósefssystur Landakotsspítala, en þær voru um 40 talsins þegar þær voru flestar. St. Jósefssystur ráku líka sjúkra- hús í Hafnarfirði og fjórar systur komu til Stykkishólms 1935 af reglu heilags Franciskusar og reka þar sjúkrahús, leikskóla, sumardvalar- heimili og prentsmiðju, þar sem prentað er allt sem kaþólska kirkj- Anna Sigurðardóttir. an þarf að láta prenta. Karmel- klaustur var stofnaö í Hafnarfirði 1939 og var starfrækt þar til 1983, þegar systurnar yfirgáfu klaustrið og settust að í klaustri í Hollandi. Pólskar systur komu þangað skömmu síðar af skipun heilagrar Theresu. Loks er kafli um fjórar íslenskar nunnur. IV. bók fjallar um Maríu Guðs- móður og helgar meyjar á íslensk- um slóðum. Þar greinir m.a. frá heilagri Barböru og kapellunni og fleiri verndardýrlingum. Anna birtir þar ennfremur þrjú gömul kvæði um helgar meyjar, sem óvíða er að finna á prenti. í bókar- lok eru Maríukvæði ort á ýmsum tímum frá 13. öld til 20. aldar. Anna vitnar vel til heimilda og tilvísanir eru í lok hvers kafla fyrir sig. Heimildaskrá ber vott um hve víða hún hefur leitað fanga. Gott myndefni gefur bókinni aukið gildi og nákvæm myndaskrá fylgir. Það koma margir við sögu eins og skrá á níunda hundrað mannanafna er til marks um. Og það er áleitið umhugsunarefni, hve margar kon- ur, innlendar jafnt sem erlendar, eiga sín athafnaár í ritstörfum og útgáfu á efri árum. Anna Sigurðardóttir: Allt hafði annan róm áður i páfadóm. Nunnuklaustrin tvö á íslandi á miðöld- um og brot úr kristnisögu. Kvennasögusafn íslands, Reykjavík, 1988, 412 bls. Nafnaskrá og myndir. Sigríður Th. Erlendsdóttir 0i'*aglinga SmS ættar þuað gera í sumar? Nú slendur yfir dreifing á sumarstarfs- bæklingi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Að vanda er í bæklingnum að finna upplýsingar um nánast alla þá starfsemi sem félög, samtök og stofnanir í Reykjavík gangast fyrir nú í sumar. Bæklingnum er dreift til allra nemenda grunnskólanna í borginni og eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel ásamf börnum sínum þá möguleika sem þar er að finna. Innritun í starf á vegum íþrótta- og tómstundaráös hefst á sérstakri innritunarhátíð í Laugardalshöll laugardaginn 20. maí kl. 13.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.