Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Side 3
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989.
19
Dansstaðir
Abracadabra,
Laugavegi
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Amadeus, Þórscafé,
Brautarholti, simi 23333
Dansleikur föstudags- og laugardags-
kvöld.
Ártún,
Vagnhöfða 11
Gömlu dansamir föstudagskvöld kl.
21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3.
tHjómsveitin Danssporið leikur fyrir
dansi bæði kvóldin.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Sól og sandur föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Casablanca,
Skúlagötu 30
Danstónlist á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Duus-hús,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek fögtudags- og laugardags-
kvöld.
Glæsibær,
Álfheimum
Hljómsveitin í gegnum tíðina leikur
gömlu og nýju dansana föstudags- og
laugardagskvöld.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld með ýmsum uppákomum.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, lieykjavík, simi
82200
Dansleikir föstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl.
19-1.
Hótel ísland
Dansleikur föstudags- og laugardags-
kvöld
Hótel Saga,
Súlnasalur
v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221
Þjóðarspaug í 30 ár, skemmtidagskrá
með Ómari Ragnarssyni, Hemma
Gunn. og Helgu Möller á laugardags-
kvöld. Hljómsveitin Einsdæmi leikur
fyrir dansi.
Cuba,
Borgartúni 32
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld. Aldurstakmark 18 ár.
Tunglið og Bíókjallarinn,
Lækjargötu 2, sími 621625
Dansað frá 10-3 á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Vetrarbrautin,
Brautarholti 20, sími 29098
Lúdósextett leikur fyrir dansi um
helgina.
Zeppelin
rokkklúbburinn,
Borgartúni 32
Royal Rock, húshljómsveit, leikur
fyrir dansi um helgina.
Ölver,
Álfheimum 74, s. 686220
Opið fimmtudags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Á tonleikunum í Gamla bíói koma einkum fram eldri nemendur Tón-
menntaskólans.
Leikfélagið Baldur, Bíldudal:
••
••
í kvöld verður frumsýnt leikri-
tiö Bör Börson eftir Johann Falk-
berget hjá Leikfélaginu Baldri,
Bíldudal. Flestir sem komnir eru
yflr miöjan aldur ættu aö kannast
við söguna af norska grósseran-
um og generalagentinum Bör
Börsyni, svo rómaður var lestur
Helga Hjörvar á sögunni í útvarp-
inu á árunum rétt eftir seinna
stríð.
Þetta er í annaö sinn sem Bíld-
dælingar setja Bör Börson á sviö.
Þaö var fyrir réttum 25 árum að
kvennadeild Slysavamafélagsins
á Bíldudal safnaði saman hópi af
fólki tU aö freista þess aö setja
Bör Börson upp. Þaö tókst svo
vel aö í leikferð með þá sýningu
fæddist leikfélagið Baldur.
í þessari afmælissýningu á
verkinu taka þátt flórtán leikarar
ásamt fjölda aöstoöarmanna, alls
um tuttugu manns. Til gamans
má geta að einn leikarinn í sýn-
ingunni nú lék einnig í sýning-
unni fyrir aldarfjórðungi. Það er
Hannes Friðriksson veitinga-
maður og formaður Baldurs.
Aðrir sem fara með helstu hlut-
verk eru: Öm Gíslason, Ottó
Valdimarsson, Logi Hannesson,
Védís Thoroddsen, Guðmundur
Þórðarson og Bylgja Agnarsdótt-
ir.
Leiksljóri er Þröstur Guð-
bjartsson. Hann hefur starfað
jöfnura höndum sem leikari og
leikstjóri síðastliðin tíu ár. Síöast
leikstýrði hann fmmuppfærslu á
leikgerö Jóns Hjartarsonar á
Sálminum um blómið eftir Þór-
berg Þórðarson hjá Leikfélagi
Hornartjarðar en það var sýnt í
tilefni aldarafmælis skáldsins.
Gestaleiksýning í Norræna húsinu:
Ekki mér að kenna
Dagana 8. og 9. maí mun Flamin-
iateatret frá Sandfjord í Noregi
sýna leikritið „Det var ikke min
skyld“ í Norræna húsinu. Sýning-
arnar hefjast kl. 16 báða dagana.
Aðgangur er ókeypis. Leikstjóri er
Jorunn Vesterlid og leikarar eru
Cecil Froshaug og Vera Rostin
Wexelsen.
Leikritið er byggt á samnefndri
skáldsögu eftir norska rithöfund-
inn Aase Foss Abrahamsen. Það
fjallar um litla stúlku sem sér vin-
konu sína deyja í umferðarslysi.
Hún fyllist sektarkennd og veitist
erfitt að vinna úr áhrifum þessa
voveiflega atburðar. Fullorðna
fólkið vill henni vel en viöbrögö
þess eru þó á þann hátt að hún ein-
angrast með vandamálin.
Flaminialeikhúsið hlaut styrk til
fararinnar frá Norræna dans- og
leikhúsráðinu.
Viðar Alfreðsson
í Heita pottinum
Gamla bíó:
Vortónleikar
Tónmenntaskólans
Það verður mikið um að vera í
Casablanca í kvöld. Hvorki meira
né minna en ellefu manna hljóm-
sveit leikur fyrir dansi.
Hljóðfæraleikararnir, sem vilja
kenna sig vdð astraldjass, kalla
hljómsveitina Júpiters og segja
hana vera hljómsveit 7 heimsálfa
og fimm úthafa.
Stórsveitin leikur flestar tegund-
ir tónlistar, salsa, rokk, djass og í
raun allt nema bíbopp. Til að leggja
áherslu á það eru einkunnarorð
hennar „bú á bíbopp".
Viðar Alfreðsson leikur í fyrsta skiptið í heita pottinum á sunnudagskvöldið.
Hinn landskunni trompetleikari
Viöar Alfreðsson mun næstkom-
andi sunnudagskvöld leika í Heita
pottinum í Duus húsi við Fisch-
erssund. Þetta verða fyrstu tónleik-
ar trompetsnillingsins í Heita pott-
inum en á síðastliðnu ári kom hann
fram á djasshátíðinni á Egilsstöð-
um og hafði þá ekki spilað opin-
berlega í nokkur ár.
Tónlistarferill Viðars Alfreðsson-
ar spannar meira en þrjá áratugi.
Hann lék í dans- og djasshljóm-
sveitum í Reykjavík seint á sjötta
áratugnum. Var síðan vdð nám í
Þýskalandi og Englandi og starfaði
að því loknu í nokkur ár í London.
Heim kom hann 1970 og lék nokkur
ár í Smfóníuhljómsveitinni, en á
síðustu árum hefur hann kennt úti
á landsbyggðinni og er nú skóla-
stjóri Tónlistarskóla Mývetninga.
Fyrir tæpum áratug kom út
hljómplata með Viðari. Viðar spilar
og spilar hét hún og hafði að geyma
bæði djass og léttklassíska tónlist.
Þeir sem spila með Viðarti í Heita
pottinum eru Kristján Magnússon,
píanó, Tómas R. Einarsson, kontra-
bassa og Guðmundur R. Einarsson
á trommur. Tónleikarnir hefiast
kl. 21.30.
astraldjasssveit
Tónmenntaskóli Reykjavdkur er
nú að ljúka 36. starfsári sínu. í skól-
anum voru um 500 nemendur.
Kennarar voru rúmlega fiörutíu
talsins.
Meðal annars störfuðu við skól-
ann tvær hljómsveitir með rúm-
lega fimmtíu strengjaleikurum og
tvær lúðrasveitir með um fimmtíu
blásurum. Auk þess var léttsveit
starfrækt í skólanum. Mikið hefur
verið um tónleikahald á vegum
skólans í vetur og vor.
Síðustu vortónleikar skólans
verða haldnir í Gamla bíó (íslensku
óperunni) á laugardag, 6. maí, og
hefiast kl. 14. Á þessum tónleikum
koma einkum fram eldri nemendur
skólans. Á efnisskránni verður ein-
leikur og samleikur á ýmiss konar
hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Meðal hljómsveitarmeðlima er Abdul ásláttarleikari.
Casablanca
Ellefu manna