Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989. 5 e»v Viðtalið Fréttir Lyfjagrös og lithimnur Nafn: Ása Ólafsdóttir Aldur: 43 ára Starf: Myndlistarmaður „Ég er óttalega mikil dellu- manneskja og skemmti mér óskaplega vel við það sem nær tökum á mér,“ segir Ása Ólafs- dóttir myndlistarmaður. Ása er ein þriggja listamanna sem hlutu tólf mánaða starfslaun mennta- málaráðuneytisins. Hún vinnur nú að undirbúningi tveggja sam- sýninga; önnur er Biennalinn í Rostock í Austur-Þýskalandi þar sem hún mun sýna ofin mynd- verk. Hin er íslensk farandsýning sem hefst í Bretlandi í haust og verður þar í landi í nokkra mán- uði. „Einnig hef ég áhuga á að fara með einkasýningu um landið. Starfslaunin gera mér kleift að einbeita mér í næði án þess að hafa áhyggjur af því hvernig ég eigi að framfleyta mér og mín- um.“ Tyinna og lita band Ása vinnur ekki eingöngu að myndvefnaði heldur einnig að teikningum og collagemyndum. Hún er félagi í tveimur félögum myndlistarmanna; Félagi ís- lenskra myndhstarmanna og Textílfélaginu. Ása situr í einni nefnd sem tengist norrænu sam- starfi í rayndlist og segir það mjög gefandi. Hún tvinnar sumt en lit- ar allt sitt band; vegna eigin sér- visku, segir hún. Það gefur henni möguleika á að velja liti og blæ- brigði eftir þörfurn. Eins og áður segir telur Ása sig dellumann- eskju og hefur dundað við ýmis- legt. Hún vinnur lyfjagrös og les úr lithimnum aupa. Hún segir sig engan sérfræðing, þetta krefi- ist mikillar fæmi og sé ekki á færi allra. Hrafninn uppáhaldsfuglinn Ása hefur mikla ánægju af bók- menntum og þá sérstaklega upp- lestri. Við vinnu sína spilar hún spólur með lestri íslenskra og erlendra bóka og segir það af- skaplega róandi. „Mér finnst yndislegt að komast burt úr bænum og vera úti í nátt- úrunni. Fuglar vekja áhuga minn og má oft sjá þá í verkum mínum. Uppáhaldsfuglinn minn er hrafn- inn - hann er ekki ósvipaöur mannfólkinu; stundum stríðinn og_ófyrirleitinn.“ Ása er fædd og uppalin í Kefia- vík og tók þar gagnfræðapróf. Síðan vann hún við ýmis störf en aðallega fiskvinnslu. Á þessum árum voru fáir möguleíkar í boði í smærri bæjum en þegar til Reykjavíkur kom tjölgaði þeim. „Þá gerði ég mér ljóst að ýrrús- 'lcgt er í boði ef maður ber sig eftir því,“ segir Ása. Hún settist í Myndlista- og handíðaskólann 24 ára og lauk nárai úr textildeild. Síðan bjó hún í níu ár í Svíþjóð og þar af eyddi hún tveimur í framhaldsnám. Ása á eina dóttur sem heitir Tinna og er sextán ára. -JJ Suðureyri: Heimamenn leigja eignir Bylgjunnar Siguijón J. Sigurðsson, DV, Véstíjörðum: Stekkur hf. heitir nýtt fyrirtæki heimamanna á Suðureyri sem mun leigja eignir Bylgjunnar hf., en hún var lýst gjaldþrota fyrir skömmu. Þessar eignir eru kúfiskskipið Villi Magg ÍS, verksmiðjuhúsnæði og tæki Ætlunin er að halda áfram sömu starfsemi, þ.e. veiöum á kúfiski til beitu en einnig hyggjast eigendur Stekks hf. halda áfram að kanna markaði fyrir kúfisk til manneldis í Frakklandi. Skiptafundur veröur haldinn 11. júlí og þá verður tekin ákvörðun um áframhaldiö, hvernig veröur staðiö aö sölu og hvort heimamenn gera þá jafnvel tilboö í eignirnar. Skuldir Bylgjunnar eru um 195 milljónir en eignirnar voru metnar í fyrra á 171 milljón. Rekstrartap síðasta árs var tæpar 53 milljónir en árið 1987 var tapið aðeins 2,7 milljónir. Stærsti lánardrottinn er Byggöa- stofnun, sem á vel yfir helming allra skuldanna, og þar á eftir koma Fisk- veiðasjóður og Útflutningssjóður. Þessir fjórir aðilar eiga samtals kröf- ur í þrotabúið að upphæö 130 milljón- ir króna. Byggðastofnun á 52% fyrir- taékisins og einstaklingar og fyrir- tæki á Vestfjörðum 48%. íkveikja á Litla-Hrauni Eldur var kveiktur í vinnuskála útivist fanga bönnuð á meðan við fangelsið á Litla-Hrauni síðast- rannsóknin fór Jíram. Útivist og liðinn mánudag. Rannsókn á upp- vinna var aftur með eðlilegum tökum eldsins er lokið og kom í Ijós hætti á fimmtudagsmorgun. að um íkveikju var að ræða. Ekki hefur tekist að hafa uppi á þeim „Þetta er mjög alvarlegt mál, að fanga sem kveikti eldinn. kveikja eld hér þar sem eru 56 vist- menn við erfxðar aðstæður. Vinnu- Eldurinn var kveiktur á mánu- skálinn skemmdist lítillega en lag- dag, eins og fyrr sagði, og rannsókn erinn skemmdist mun meir,“ sagði lauk á miðvikudag. Á meðan rann- Gústaf Iilliendahl, forstöðumaður sóknin fór fram var öll vinna í á Litla-Hrauni. vinnuskálum stöðvuð og eins var -sme MICRA ; fx} -,Y « 'l-'% *< ■ \ ■ ..vi jj m |'|jj | g í'fú' ;':v 4»'; f L; • 1000 cc 4ra strobka vél • Beinskiptur, 5 gira 'KSHÖj • Framhjóladrifinn, að sjálfsögðu ' * vnSwi • Eyðslugrannur með afbrigðum 'iú • Sóllúga _ 'jl' C • Samlítir stuðará^*^ „ • 3fá<ára ábyrg^#£»£j X .. éumMmT mm ÆWM ENNOKKR h-l hJ CQ Ingvar | Helgason Sævarhöfða 2, sími 67-4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.