Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989.
35
Afmæli
María Benediktsdóttir
María Benediktsdóttir frá Ljósa-
landi í Skagafirði, Digranesvegi 54,
Kópavogi, er sjötug í dag. María er
fædd í Skálholtsvík í Hrútafirði og
ólst upp á Óspakseyri í Strandasýslu
frá því að hún var þriggja ára. Hún
var í námi í Kvennaskólanum á
Blönduósi 1938-1939 og var vimiu-
kona á Mælifelli 1939-1941. María
giftist 12. janúar 1941 Jóhanni
Hjálmarssyni, f. 27. nóvember 1919,
fyrrv. b. á Ljósalandi í Lýtingsstaða-
hreppi og húsverði í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð. Foreldrar Jó-
hanns voru Hjálmar Jóhannesson,
b. á Grímsstöðum, og kona hans,
Guðrún Jónsdóttir. Synir Maríu og
Jóhanns eru Sigurgeir Jens, f. 27.
október 1940, bifreiöarstjóri hjá
Bílanausti hf. í Rvík, kvæntur Fríðu
Sigurðardóttur; Jóhann Pétur, f. 27.
nóvember 1943, bifreiðarstjóri hjá
Strætisvögnum Akureyrar, kvænt-
ur Ingiríði Valdísi Þórðardóttur;
Snorri, f. 17. janúar 1945, húsvörður
Grunnskólans á Sauðárkróki,
kvæntur Stefaníu Sigfúsdóttur,
rannsóknarmanni á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki, foreldrar Lilju Maríu
Snorradóttur gullverðlaunahafa í
sundi á ólympíuleikum fatlaðra í
Seoul; Ingimar, f. 9. október 1949,
trésmiður og skrifstofumaður hjá
Byggingafélaginu Hlyn hf: á Sauðár-
króki, kvæntur Kristínu Helgadótt-
ur hjúkrunarfræðingi; Frosti, f. 27.
apríl 1952, þjóðháttafræðingur,
kvæntur Steinunni Guðnýju Jóns-
dóttur lækni; Jökull Smári, f. 27.
apríl 1952, trésmiður og bifreiðar-
stjóri hjá Strætisvögnum Uppsala-
borgar, kvæntur Guðnýju Jóhönnu
Sveinsdóttur, matreiðslumanni við
Kungsgardets-sjúkrahúsið í Uppsöl-
mn; Hjálmar Rúnar, f. 19. nóvember
1959, trésmiður í Rvík, kvæntur
Erlu Dagnýju Stefánsdóttur, og
Benedikt Emil, f. 19. nóvember 1959,
byggingameistari í Rvík, kvæntur
Valgerði Mörtu Gunnarsdóttur.
Systkini Maríu eru Emma, gift Ás-
geiri Bjamasyni, alþingmanm í Ás-
garði; Haraldur, iðnaðarmaður í
Rvík, og Benedikt Ragnar, bifreiðar-
stjóri i Rvík. Systur Maríu, sam-
mæðra, em Ingibjörg, gift Guðlaugi
Sæmundssyni, og Guðborg, gift Ey-
þóri Einarssyni, b. á Kaldbak í
Hrunamannahreppi.
Foreldrar Maríu voru Benedikt
Ingimundarson, b. í Skálholtsvík í
Hrútafirði, og kona hans, Lilja
Magnúsdóttir. Benedikt var sonur
Ingimundar, b. á Staðarhóli í
Saurbæ, Jónssonar, b. í Fjósakoti,
Sigmundssonar, b. á Fremri-
Brekku, Andréssonar. Móðir Sig-
mundar var Sigríður Jónsdóttir, b.
á Breiðabólstað á Fellsströnd, Guö-
mundssonar. Móðir Benedikts var
Jakobína Magnúsdóttir, b. í Þurra-
nesi í Saurbæ, Einarssonar, b. á
Kvenhóh, Einarssonar. Móðir
Magnúsar var Helga Sigurðardóttir,
b. á Frakkanesi, Einarssonar og
konu hans, Kolfinnu Magnúsdóttur.
Móðir Jakobínu var Guðný Jóns-
dóttir, b. á Þurranesi, Jónssonar og
Guðrúnar Jóhannesdóttur.
Móðursystir Maríu er Guðný,
móðir Brands Jónssonar, fyrrv.
skólastjóra Heyrnleysingjaskólans.
Önnur móðursystir Maríu var
Ragnheiður, amma Þorgeirs Ást-
valdssonar. Lilja var dóttir Magnús-
ar, b. í Miðhúsum í Hrútafirði, Jóns-
sonar, b. í Skálholtsvík, Þórðarson-
ar, b. í Heydal, Jónssonar, b. á
Kirkjubóh í Tungusveit, Þórðarson-
ar, föður Knstínar, langömmu
Magnúsar Óskarssonar borgarlög-
manns. Móðir Magnúsar var Guðný
Magnúsdóttir, b. í Skálholtsvík,
Magnússonar. Móðir Magnúsar
Magnússonar var Sigríður Jóns-
dóttir, b. í Tjaldanesi, Sveinssonar
og konu hans, Elínar Einarsdóttur,
móður Gríms Thorkelíns leyndar-
skjalavarðar. Móðir Guðnýjar var
Guðrún Andrésdóttir, b. á Kol-
beinsá, Guðmundssonar, ogkonu
hans, Guðrúnar Björnsdóttur, b. í
Guðlaugsvík, Ulugasonar. Móðir
Lilju var Ólöf Magnúsdóttir, b. á
Óspakseyri, Jónssonar, alþingis-
manns í Ölafsdal, Bjarnasonar á
Hraunum í Skagafirði, Þorleifsson-
ar. Móðir Magnúsar var Anna, syst-
ir Einars, föður Indriða rithöfundar.
Anna var dóttir Magnúsar prests í
Glaumbæ, Magnússonar, ogkonu
hans, Sigríðar, systur Benedikts,
María Benediktsdóttir.
langafa Einars Benediktssonar
skálds. Sigríður var dóttir Halldórs
Vídalíns klausturhaldara á Reyni-
staö. Móðir Halldórs var Hólmfríður
Pálsdóttir, Vídalíns, lögmanns í
Víðidalstungu. Móðir Páls var Hild-
ur Arngrímsdóttir lærða, vígslu-
biskups á Melstað, Jónssonar. Móð-
ir Ólafar var Guðrún Jónsdóttir,
alþingismanns í Keldudal í Skaga-
firði, Samsonarsonar, og konu hans,
Guörúnar Sigurðardóttur.
María verður að heiman í dag.
Páll B. Oddsson
Páll Björgvin Oddsson bygginga-
meistari, til heimihs að Espigerði
18, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára
ídag.
Páll fæddist að Hóh í Hjaltastaöa-
þinghá og ólst upp á Jökuldalnum.
Barnaskólafræðslu sína fékk hann
í farskóla en stundaði síðar nám við
Iðnskólann í Reykjavík 1925-28 og
hefur verið trésmíðameistari frá
1941.
Páll hefur lengst af starfað við
húsasmíði en síðustu starfsárin hef-
ur hann stundað líkkistusmíði hjá
Kirkjugörðum Reykjavíkur. Hann
hefur verið búsettur í Reykjavík í
rúmsextíuár.
Páll hefur verið félagi í KFUM sl.
fimmtíu ár og starfað með Gídeonfé-
laginu frá stofnun. Hann starfaði og
æfði á sínum yngri árum með
íþróttafélaginu Ármanni. Þá hefur
hann verið félagi í Landsmálafélag-
inu Verði í fjölda ára.
Páll er tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Alda Jenný en þau slitu
samvistum eftir átta ár.
Páll og Alda Jenný eignuðust tvær
dætur. Þær eru Oddný Þorgerður,
f. 27.6.1932, húsmóðir í Reykjavík,
á þrjú börn, og Sigrún Hanna, f.
22.6.1934, d. 1987, húsmóðir í
Grindavík, átti fjögur börn.
Páll kvæntist 20.11.1942 Margréti
Theodóru, f. 13.5.1907, d. 13.8.1967.
Eignuðust þau einn son og eina dótt-
ur. Þau eru Elín, f. 28.5.1944, hús-
móðir í Noregi og á hún fjögur börn;
og Jón, f. 1.3.1947, vélvirki í Reykja-
vík og á hann tvö börn. Langafabörn
Páls eru nú fjögur talsins.
Systkini Páls urðu sex talsins og
eru tvö þeirra á lífi. Þau eru Gísli,
f. 1895, lengi vinnumaður á Jökuldal
og að Hofi í Vopnafirði, nú til heimil-
is að elliheimilinu á Vopnafirði, og
Guðrún, f. 3.12.1907, lengstafverka-
kona í Reykjavík og þar búsett nú.
Foreldrar Páls voru Oddur Guð-
mundsson, lengst af vinnumaður í
Fljótsdal og Jökuldal, f. 9.4.1862, d.
5.11.1922, og kona hans, Þorgerður
Bjarnadóttir frá Valþjófsstað, f.
1868.
Bróðir Odds var Guðmundur kík-
ir. Faðir Odds var Guðmundur, b. á
Hraunbóli, Erlendsson, b. á Gríms-
stöðum, Sigurðsson, b. á Grímsstöð-
um, Hákonarson Sigurðssonar.
Móðir Erlends var Hallfríður Er-
lendsdóttir. Móðir Guðmundar var
Ingibjörg Þórarinsdóttir. Móðir
Odds var Þorbjörg, dóttir Bjarna,
b. á Suður-Fossi í Mýrdal, Jónsson-
ar, og konu hans, Sigríðar, systur
Magnúsar, langafa Helga, föður
Jóns, alþingismanns í Seglbúðum.
Systir Sigríðar var Þórunn, amma
Jenetta Bárðardóttir
Páll B. Oddsson.
Jóhannesar Kjarvals. Önnur systir
Sigríðar var Guðríður, langamma
Sveins á Fossi í Mýrdal, afa Sveins
Runólfssonar landgræðslustjóra og
Brynju Benediktsdóttur leikstjóra.
Þriðja systir Sigríðar var Guðný,
amma Eldeyjar-Hjalta, afa Hjalta
Geirs Kristjánssonar, fyrrv. for-
manns Verslunarráðs. Þórunn var
dóttir Jóns, b. og hreppstjóra á
Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar.
Móðir Sigríðar var Guðrún Odds-
dóttir, systir Guðríðar, langmömmu
Helga Bergs bankastjóra. Bróðir
Guðrúnar var Sigurður, langafi
Guðbrands, föður Ingólfs forstjóra,
og langafi Þorfinns, afa Ómars
Ragnarssonar.
Ti\ hamingju með daginn __—Ólafur Sigurlinnason, nr ' Sogavegi 112, Reykjavík. 93 ara Fjóla Bárðdal,
Páfl Jónasson, Stlghúsi við Eyrargötu, Eyrarbakka. ívressunom, DK.arusure|jtu. Jóhanna B. Austtjörð, Ránargötu 16, Akureyri.
85 ára 50 ára
Magnúsína Vilhjálrasdóttir, Hólmgarði 56, Reykjavik. Bjarni Hólm Fríraannsson, Sólheimum, Bessastaöahreppi. Sigurjðn Birgir Ámundason,
80 ára Heiðarási 15, Reykjavík. Jónína Jónsdóttir, Velli 1, Hvolhreppi. Ingimundur Gunnarsson, Þórðarstöðum, Hálshreppi.
Elísabet Kristjánsdóttir, Hrepphólum, Hrunamannahreppi. Guðrún Magnúsdóttir, Stekkium 7, PatreksfirðL Einar Einarsson, Hraunbæ 15, Reykjavík.
40 ára
Hafdís Laufdal Jónsdóttir,
75 ára Drápuhlíð 47, Reykjavík. Ásgeir E. Sigurðsson, Norðurgötu 49, Akureyri. Snœfríður Njálsdóttir, Árbót, Aðaldælahreppi. Jóhanna Jóhannsdóttir,
Lúðvik Geirsson, Melabraut 5, Seltjamamesi.
70 ára Fálkagötu 6, Reykjavik. Ingvar Vagnsson, Hlíðarenda, Bárðdælahreppi. Guðjón Einarsson, Mýnesi n, Eiðahreppi.
Páll A. Finnbogason, Háteigsvegi 52, Reykjavík.
60 ára Einholti 14B, AkureyrL Eyjólfur Magnússon, Skildinganesi 4, Reykjavik. Bára Garðarsdóttir, Garðavegi 11, Hvammstanga.
Arnfinnur Scheving Arnfinnsson, Vesturgötu 157, Akranesi.
Jenetta Bárðardóttir, innheimtu-
stjóri hjá Gámaþjónustunni hf. í
Reykjavík, til heimilis að Jakaseli
2, Reykjavík, er fertug í dag.
Jenetta fæddist í Ólafsvík og ólst
þar upp. Hún flutti til Reykjavíkur
1965 og starfaði þar við verslunar-
og þjónustustörf til 1974. Hún flutti
síðan til Ólafsvíkur 1975, tók við
Hótel Sjóbúðum 1976 og rak þær til
1980. Jenetta flutti aftur til Reykja-
víkurijanúar 1981 og hóf störfþar
sem rekstrarstjóri hjá Aski. Hún var
síðan dehdarstjóri hjá SÍS í verslun-
inni Torginu en hefur starfað hjá
Gámaþjónustunni frá 1986.
Jenetta giftist 2.11.1985 Benóný
Ólafssyni, framkvæmdastjóra hjá
Gámaþjónustunni hf., f. 25.4.1955.
Foreldrar Benónýs: Ólafur Guð-
mundsson, f. 23.6.1920, fulltrúi hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og
kona hans, Elín Elíasdóttir, f. 12.11.
1913, d. 13.3.1971.
Börn Jenettu eru Áslaug Arnar-
dóttir, f. 15.3.1968, d. 7.4.1986; Elsa
Lára Arnardóttir, f. 31.10.1970; Ás-
laug Dagbjört Benónýsdóttir, f. 28.5.
1986, og Benóný Jens Benónýsson,
f. 11.10.1988.
Systkini Jenettu er Auður, f. 11.4.
1942, gift Eyþóri Lárentínussyni
verkstjóra en þau búa í Stykkis-
hólmi og eiga þrjú börn; Friðrik
Bergmann, f. 25.7.1943, d. 5.5.1981,
en kona hans var Þórdís Hjálmars-
dóttir, bjuggu þau á Dalvík og eign-
uðust fimm börn; Garðar Eyland, f.
28.2.1945, gjaldkeri hjá Steintaki,
kvæntur Guðbjörgu Sveinsdóttur
skrifstofustjóra en þau búa í
Garðabæ og eiga þrjú börn; Sigurð-
ur Skúli, f. 1.9.1950, hótelstjóri við
Jenetta Bárðardóttir.
Hótel Stykkishólm, kvæntur Jó-
hönnu Hauksdóttur hár-
greiðsludömu og eiga þau þrjú börn,
auk þess sem Sigurður á barn frá
því fyrir hjónaband; og Jóhanna, f.
13.6.1954, gift Lárusi Hólm verk-
fræðingi en þau eru búsett í Reykja-
vík og eigatvöbörn.
Foreldrar Jenettu eru Bárður
Jensson, f. 16.10.1918, formaður
Vérkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafs- -ít
vík, og Áslaug Aradóttir, f. 6.8.1924,
húsmóðir.
Bárður er sonur Jens Guðmunds-
sonar, sjómanns frá Ögri í Helga-
fellssveit, og Mettu Kristjánsdóttur
frá Búðum á Snæfellsnesi. Foreldr-
ar Jens voru Guðbjörg og Guð-
mundur Jónsson.
Áslaug er dóttir Ara Bergmann
Einarssonar sjómanns og Friðdóru,
dóttur Friðriks Friörikssonar og
Alfífu Jónsdóttur. Foreldrar Ara
Bergmann voru Einar Kristjánsson
og Guðbjörg Dagsdóttir.
Andlát
Kristján Friðsteinsson
Kristján
Friðsteinsson
Kristján Friðsteinsson, löggiltur
endurskoðandi, til heimilis að Faxa-
túni 23, Garðabæ, er sextugur í dag.
Hann og kona hans, Emilía Emils-
dóttir, hafa opið hús fyrir vini og
vandamenn að Síðumúla 35,3. hæð,
milli klukkan 17 og 19 í dag.
Halldór Ari Bjömsson
Halldór Ari Björnsson múrara-
meistari andaðist í Reykjavík 3. maí
sl.
Halldór Ari fæddist í Bolungarvík
17. ágúst 1910. Foreldrar hans voru
Björn Halldórsson, b. að Hamri í
Nauteyrarhreppi, ogÁgústína
Margrét Aradóttir frá Uppsölum í
Álftafirði vestra.
Halldór var kvæntur Clöru Guð-
rúnu Isebarn en þau skildu. Börn
þeirra: Ehn, gift Birni Skafta
Björnssyni; Margrét Ágústína, gift
Pétri Maack, og Björn Halldór,
kvæntur Ólöfu Ásgeirsdóttur.
Halldór læröi múrsmíði hjá Guð-
mundi St. Gíslasyni múrarameist-
ara og lauk sveinsprófi í iðninni
1936. Hann gekk í Múrarafélag
Reykjavíkur sama ár en meistara-
réttindi öðlaðist hann 1939.
Halldór Ari Björnsson.
Halldór verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, föstudaginn
12.5., og hefst athöfnin klukkan
15:00.