Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 19. MAl 1989. Kris Kristofferson hefur leikið i nokkrum vestrum og er því vanur að bera kúrekahattinn. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Bíóborgin: Hættuleg sambönd Hættuleg sambönd (Dangerous Liasons), sem Bíóborgin sýnir þessa dagana, hefur vakiö mikla athygli og hrifningu áhorfenda, enda er hér um að ræða einstaklega vel heppnaða kvikmynd sem gerð er eftir þekktu leikriti. Myndin gerist í Frakklandi rétt fyrir byltinguna og segir frá spillt- um og lævísum aðh sem skemmtir sér við að koma saklausum á kald- an klaka. Aðalpersónumar eru tvær, Valmond vísigreifi og Ma- dame de Merteuil, og er erfitt að gera upp á milli hvort er spilltara. Það em John Malkovich og Glenn Close sem leika skötuhjúin og gera það snilldarlega. Þá er Michelle Pfeiffer einnig mjög góð í hlutverki eins fómarlambs þeirra. Langt er síðan sést hefur jafnsam- stilltur leikur. Leikstjóri er Stephen Frears sem hefur á undanfornum árum leik- stýrt þremur breskum úrvals- myndum, My Beautiful Laund- rette, Prick up Your Ears og Sammi and Rosie Get Laid. Allar eru þær miklar gæðamyndir. -HK Regnboginn: Réttdræpir Vestrar em ekki í tísku í dag og em því fáar kvikmyndir úr villta vestr- inu gerðar. Það vih þó svo til að tvö kvikmyndahús sýna vestra þessa dagana. I Bíóhöllinni er verið að sýna Ungu byssubófana (Young Guns) sem segir frá afdrifum hins fræga útlaga Bihy The Kid og félaga hans og í gær hófust sýningar í Regnboganum á glænýjum vestra sem nefnist Réttdræpir (Dead or Alive). Aðalhlutverkið leikur Kris Kristofierson sem er þaulvanur vestraleik- ari og lék meðal annars aðalhlutverlað í dýrasta vestra sem gerður hefur verið, Heavens Gate. í Réttdræpir leikur hann búgarðseigandann Noble Adams sem ásamt sonum sínum hefur leit að glæpahóp sem ferðast um og drepur menn ef peningar em í boði. Leikstjóri er John Guihermin sem er gamah í hettvmni. Hann hefur leikstýrt kvikmyndum aht frá 1950 og á að baki nokkrar ágætar spennu- myndir eins og The Blue Max, The Bridge of Remagen, The Towering Infemo og einnig leikstýrði hann Death on a Nhe þar sem Peter Ustinov birtist fyrst í hlutverki Hercule Poirot. -HK Eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá Frank Drebin lög- regluforingja þegar hann heimsótti Englandsdrottn- ingu, eins og sjá má á þessari mynd. Háskólabíó: Beint á ská Söguhetjan í gamanmyndinni Beint á ská (The Naked Gun) er lögregluforinginn Frank Drebin. I upphafi myndarinnar er hann að koma heim th Los Angeles eftir erfiða ferð í útlöndum. Við heimkomuna uppgötvar hann ráðagerð um morð og um leið að eiginkona hans hefur gifst öðmm meðan hann var í burtu. Drebin lætur það ekki á sig fá, enda lögreglumaður fyrst og fremst, og hans takmark er að finna verðandi morðingja og dulbúinn sem ópemsöngvari tekst honum það á horna- boltaleik... Aðalhlutverkið leikur Leshe Nielsen sem hefur leikiö í meira en sextíu kvikmyndum. Nielsen er leikari sem sjaldan hefur farið með aðalhlutverk en er einn af þess- um traustu karakterleikurum. Er Drebin lögreglufor- ingi sjálfsagt hans stærsta hlutverk. -HK Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, Reykjavik Sýningarsalur og vinnustofur að Stang- arahyl 7. Þar eru til sýnis og sölu olíumál- verk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leir- munir eftir myndlistarmennina Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Armanns, Elínborgu Guðmundsdóttur, Margréti Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdótt- ur. Opið alla virka daga kl. 13-18: Árbæjarsafn, simi 84412 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 í safiii Ásgríms Jónssonar hefur verið opnuð sýning á vatnslitamyndum Ás- grims og stendur hún til 28. maí. Á sýn- ingunni eru 27 myndir frá ýmsum skeið- um á hinum langa listferli Ásgríms. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Pétur Bjamason sýnir verk sín í Ás- mundarsal. Sýningin er opin kl. 14-20. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4a í dag verður opnuð sýning 10 finnskra málmlistarmanna. Sýningin ber yfir- skriftina Intimate piecec. Verkin á sýn- ingunni eru afrakstur vinnu nemenda á málmlistarbraut Listiðnaðarháskólans í Helsinki á nýliðnu vormisseri. Í hópnum eru gull-, silfur- og steinsmiðir og efnivið- urinn því margbreytilegur. Að auki er ein veflistarkona í hópnum. Sýningin stendur til 4. júni og er opin kl. 12-18 alla virka daga en kl. 14-18 um helgar. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Bjöm Roth opnar fýrstu einkasýningu sína hérlendis í FÍM-salnum laugardag- inn 20. maí kl. 15-17. Bjöm sýnir olíumál- verk og vatnslitamyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 og kl. 14-18 um helgar. Sölugallerí FÍM er í Kjallaranum. Gallerí 15, Skólavörðustíg 15 Ingvar Þorvaldsson sýnir vatnslitamynd- ir. Sýningin stendur til sunnudagsins 21. maí. Opið er virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Jóhannes Jóhannesson sýnir olíumál- verk. Sýningin er opin virka daga kl.10- 18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 23. mal. í kjallaranum í Pósthússtræti 9 er úrval smámynda og margt góðra verka eldri meistara. Kjallarinn er opinn á sama tíma og sýningin. Grafik-galleríið í Austurstræti 10 (uppi á lofti í Pennanum) er hins vegar opið á sama tíma og Penn- inn. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustig 2, textílgallerí, er opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí List, Skipholti 50B Arthur Ragnarsson sýnir í Gallerí List. Flestar myndanna em til sölu. Opið virka daga kl. 10.30-18 og 10.30-14 á laugardög- um. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar Gunnlaugur St. Gíslason sýnir um 40 vatnslitamyndir og nokkrar grafíkmynd- ir. Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga og stendur til 28. maí. Katel, Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu em verk eftir innlenda og er- lenda bstamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Vorsýning Myndlista- og handíöaskóla íslands stendur yfir á Kjarvalsstöðum til 21. maí nk. Sýningin er opin alla daga kl. 11-18. Sýnd em lokaverkefni útskrift- amemenda sem að þessu sinni em 49. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Laugardaginn 20. maí kl. 14 verður opnuð sýning á myndverkum eftir Gunnþór- unni Sveinsdóttur frá Mælifellsá í Skaga- firði Myndimar á sýningunni, um 70 tals- ins, em flestar málaðar með þekjulitum á pappír. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-20. Sýningunni lýkur 18. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Borgartúni 1 Þar stendur yfir sýning á Ijósmyndum er vom sýndar á kvennaráðstefnunni í Osló sumarið 1988. Sýningin verður opin virka daga kl. 8.30-18 og um helgar kl. 13-18. Sýningunni lýkur 21. maí. Sýning í Odda, niija hugvísindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Sérfræðingur segir gestum frá „mynd mánaðarins" á fimmtudögum kl. 13.30- 13.45 og er það ókeypis. Þar stendur nú yfir sýning á úrvali íslenskra landslags- verka í eigu safnsins. Sýningin spannar þessa öld, allt frá verkum frumheijanna til yngstu listamanna okkar og er sýning- in afar fjölbreytt bæði að myndefni og tækni. Mynd maimánaðar er Bátur á heimleið eftir Gunnlaug Ó. Scheving. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er veitingastofa hússins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af- mæli listamannsins er haldin yfirlitssýn- ing á 50 verkum Siguijóns. Þar á meðal em myndir sem aldrei hafa áður veriö sýndar á íslandi. Safnið og kaffistofan em opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Tekið er á móti hópum eftir samkomu- lagi. Norræna húsið við Hringbraut í sýningarsölum stendur yfir sýning á teikningum og vatnslitamyndum eftir sænsku listakonuna Ilon Wikland en hún hefur myndskreytt allflestar bækur Astrid Lindgren. Á sýningunni em 55 myndir og stendur hún til 11. júní og er opin daglega kl. 14-19. í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning á myndum eftir sænsku listakon- una Siri Derkert sem hún gerði við sögu Halldórs Laxness, Úngfrúin góða og hús- ið. Auk þess em á sýningunni tíu litlar myndir í lit, sem teiknaðar vom á íslandi 1949. Sýningin stendur til 4. júní og er opin kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Aðgangur er ókeypis. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Hafsteinn Austmann opnar málverka- sýningu laugardaginn 20. maí kl. 14-16. Á sýningunni em málverk og vatnslita- myndir sem málaðar em á síðustu tveim- ur árum. Þetta er tólfta einkasýning Haf- steins en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar kl. 14- 18. Henni lýkur 7. júní. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Stofnunar Áma Magn- ússonar er í Ámagarði við Suöurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriöjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11-16. Myndlistarsýning í SPRON í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, útibúinu að Álfabakka 14, Breiðholti, stendur yfir sýning á verkum eftir Bene- dikt Gunnarsson listmálara. Sýningin mun standa yfir til 26. maí nk. og er opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 9.15-16 og fóstudaga kl. 9.15-18. Sýningin er sölu- sýning. Sýning í Hveragerði Gunnar V. Randmp sýnir í Félagsheimili Ölfusinga, Hveragerði (við hliðina á Ed- en). Myndimar em málaðar með olíu og em alíar til sölu. Sýningin er opin kl. 15-21 alla daga og lýkur henni sunnudag- inn 21. maí. Málverkasýning á Hótel Selfossi Jón Ingi Sigurmundsson opnar mál- verkasýningu á Hótel Selfossi laugardag- inn 20. maí kl. 14. Á sýningunni em 20 olíu-, vatnslita- og pastelmyndir. Þetta er fjórða einkasýning Jóns Inga en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélags Árnessýslu. Sýningin stendur til mánudagsins 29. maí. Listkynning í Alþýðu- bankanum á Akureyri Alþýðubankinn hf. og Menningarsamtök Norðlendinga, Menor, kynna myndhst- armanninn Jónas Viðar Sveinsson. Á listkynningunni em 6 verk, öll unnin í akrýl á striga á árunum 1987-1989. List- kynningin er í afgreiðslusal Alþýðubank- ans á Akureyri, Skipagötu 14, og er opin á afgreiðslutíma bankans. Kynningunni lýkur 30. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.