Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. 23 Víkingur og FH verða bæði í eldlínunni á sunnudag, Vikingar mæta Þórsurum fyrir norðan en FH fær KA í heimsókn. Myndin er úr bikarleik liðanna í fyrra, Víkingurinn Trausti Ómarsson sækir að marki FH-inga sem eru fjölmennir fyrir. Landsleikur í kvöld-1. deild á sunnudaginn Knattspyrnuvertíðin er að fara af stað af fullum krafti og að baki eru opnunarleikir tímabilsins, úr- slitaleikur Reykjavíkurmótsins og meistarakeppnin. Komandi helgi ber tvo aðra áfanga í skauti sér, fyrsti landsleikurinn er á dagskrá í kvöld og fyrstu leikirnir í 1. deild- ar keppninni verða háðir á sunnu- daginn. ísland - England kl. 20 íslenska landsliðið mætir liði Englands á Laugardalsvellinum í kvöld og hefst viðureignin kl. 20. Sjö ár eru síðan enskt landslið kom hingað til lands og að þessu sinni tefla enskir fram b-liði sínu, sem þó er skipað mörgum kunnum köppum sem hafa staðið sig vel með félögum sínum í vetur. Þetta er lokaverkefni íslenska landshðsins fyrir hina þýðingar- miklu leiki sem framundan eru í heimsmeistarakeppninni, gegn Sovétmönnum í Moskvu þann 31. mai og Austurríkismönnum á Laugardalsvellinum þann 14. júní. Stórleikur á KR-velli Keppni í 1. deild hefst á sunnu- daginn og þá fara fram þrír leikir af fimm í fyrstu umferð. Hefjast þeir allir kl. 14. Þar ber hæst viöur- eign gömlu erkifjendanna KR og Akraness en liðin mætast á gras- velli KR-inga. Þessi félög háðu löngum einvígi um meistaratignina hér á árum áður en í dag er þeim frekar spáð baráttu um þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Bæði lið eru skipuð ungum og efnilegum leikmönnum og má buast við fjör- ugum leik. Á Akureyri mætast Þór og Vík- ingur á malarvelli Þórsara en langt er í þá stund að hægt verði að leika á grasi fyrir norðan. Reiknað er með að Þórsarar eigi erfitt upp- dráttar í sumar og styrkur Víkinga er nokkuð óræður þannig að óger- legt er að spá í úrslit. Loks eigast við á Kaplakrika í Hafnarfirði lið FH og KA. FH leikur í 1. deildinni á ný eftir árs dvöl í 2. deild en KA kom á óvart í fyrra og náði þá 4. sæti í 1. deild í fyrsta skipti. Akureyringarnir eru heldur sigurstranglegri í þessari viður- eign. Hinir tveir leikirnir í 1. umferð eru ÍBK - Valur í Keflavík á mánu- dagskvöldið og Fram-Fylkir á þriðjudagskvöldið. Stigamót í Leirunni Annað stigamót golfara á þessu tímabih verður háð hjá Golfklúbbi Suðurnesja á Hólmsvelh í Leiru á laugardag og sunnudag. Keppnin er 54 holu höggleikur og keppt verður í meistaraflokki karla, for- gjöf 5 og lægri. Keppnin hefst kl. 8 að morgni laugardags og verða leiknar 36 hol- ur þann dag en síðari umferðin hefst kl. 13. Á sunnudag verður byrjað kl. 10 og leiknar síðustu 18 holurnar. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Golfklúbbi Suður- nesja fyrir kl. 18 í dag og rástímar liggja fyrir kl. 20 í kvöld. Annað mót um helgina fer fram hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnar- firði. Það er opna Panasonic-mótið en þar verða leiknar 18 holur með og án forgj afar álaugardag. -VS Bækur til sölu Lögbókin þín e. Björn Þ. Guðmundsson, Náttúrufræð- ingurinn 1931-1984, Hver er maðurinn 1-2, ib., Tíma- ritið Prentarinn 1910-1965, Tímaritið Mímir, tímarit íslenskunema 1962-1977, vandað skinnband, Saga Reykjavíkur e. Klemens landritara, Arbækur Reykja- víkur 1786-1936 e. dr. Jón Helgason, Fortidsminder og nutidshjem paa Island e. Daniel Bruun, Grundriss der isl. Geologie, hin nauðafáséða bók próf. Þorvaldar Thoroddsen í lúxusbandi, Om Islands Geologi e. dr. Helga Pjeturss, Byggð og saga, undirstöðurit próf. Ólafs Lárussonar, Völuspá, útg. Eiríks Kjerúlfs, Um skipulag bæja e. próf. Guðmund Hannesson, Die Vög- el Islands 1-2 e. Timmermann, Fasteignamat Reykja- víkur 1932, fjölrit, Forlagaspár Kírosar, Dularmögn Egyptalands e. Brunton, Bókaskrá Olafs Klose, bóka- skrá um safn Poestions, Hver er sinnar gæfu smiður e. Epiktet, bókin Mannasiðir, handbók Jóns lands- bókavarðar um göfuga háttu og framkomu, Saga Skag- strendinga og Skagamanna e. Gísla Konráðsson, Handrit um ætt Páls Melsteðs, ritað hefur Gísli Konráðsson eigin hendi, Deildir Alþingis e. dr. Bjarna Benediktsson, Fjölnir 1-9, allt sem út kom, Horfnir góðhestar e. Ásgeir frá Gottorp/I. bindi, Endurtekn- ingin e. Sören Kirkegaard, þýðing Þorsteins Gylfason- ar, Vídalínspostilla. IX. útg., Hólum 1776, Síldarsaga íslands e. Matthías frá Móum, Hrynjandi íslenskrar tungu e. Sigurð Kr. Pjetursson, Föðurtún e. Pál Kolka, Helgafell, tímaritið, ib. 1.-7. árg. komplet, margar frum- útgáfur e. Halldór Laxness, Jökul Jakobsson, Ástu Sig- urðardóttur, Gunnar prest Benediktsson o.fl. o.fl. ný- komið. Udtog af afgangne LAVMAND POVEL VIDALINS Afhandling om ISLANDS OPKOMST, under Titel Deo, Regi, Patriæ. .. Soröe 1768, skýrsla lögman’ns um landshagi þess tíma, alskinnsband, gamalt. Nýkomið: Hundruð undirstöðurita um stríð, styrjalda- sögu, Þriðja ríkið, Adolf Hitler, Göbbels, Hess, Göring, frumútgáfur rita eftir ýmsa höfunda frá tímum þriðja ríkisins, rit um söguleg efni, araba, múslím, gyðinga, dulhyggju, occultisma, mystík, hundruð ævisagna um erlenda menn og konur nýkomnar. Við höfum nýlega flutt verslunina í Hafnarstræti 4, áður Bókaverslun Snæbjarnar - og höfum greint bækurnar allar niður í aðgengilega flokka svo næsta aðgengilegt er nú að finna það sem hugurinn girnist. Kaupum og seljum allar bækur, íslenskar og erlendar, gamlar og nýlegar, gömul íslensk og erlend póstkort, gömul myndverk, íslenskan tréskurð og verkfæri frá eldri tíð. Höfum til sölu myndir eftir hertogann af Sankti Kildu, Karl Einarsson Dunganon, Jóhannes Kjarval, gamlar koparstungur, erlendar og íslenskar, og ótal margt ann- að forvitnilegt. Gefum reglulega ú.t bóksöluskrár um íslenskar og er- lendar bækur og sendum þær ókeypis til allra sem þess óska utan Reykjavíkursvæðis. Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn. BÓKAVARÐAN HAFNARSTRÆTI 4, SÍMI 29720 * V ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA AÐ VERA ÓSKEMMD og þau þarf aö hreinsa reglulega. -Slitin þurrkublöð margfalda áhættu í umferðinni. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.