Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Blaðsíða 1
Þriggja þátta röð um Jóhannes Pál páfa í Sjónvarpinu: Leið Karol Wojtyla í páfastól 1978 voru margir á því að kaþólska kirkjan væri á tímamótum. Páll páfi VI. var nýlátinn eftir langa- sjúkdómslegu og eftirmaður hans, Jóhannes Páll I., dó eftir aö hafa verið aðeins þrjátíu og þrjá daga í embætti. Kaþólikkar voru trúir sinni kirkju en þrýstingur þeirra sem vildu breytingar var mikill og sögðu þeir hinir sömu að kirkjan fylgdi ekki tuttugustu öldinni. Svar kardínálanna var að brjóta fimm hundruð ára reglu og kjósa páfa sem ekki var ítalskur, pólskan kardínála frá Krakow, Karol Woj- tyla, sem um leið var yngsti maður- inn til að hljóta kosningu í nærri eitt hundruð ár. Þannig leit Karol Wojtyla út þegar hann var barn en I fyrsta þættinum er sagt frá uppvexti hans. Þeir þrír þættir, sem sjónvarpið sýnir á miðvikudags-, fimmtudags- og mánudagskvöld, segja frá sér- stakri ævi Wojtola og þeim vanda- málum sem kaþólska kirkja á við að etja og mun eiga í nánustu fram- tíð. Kvikmyndahópurinn, er stendur að gerð myndarinnar Papa Woj- tyla, fékk aðgang að Vatikaninu og fór með páfanum í ferð hans til Suður-Ameríku. Þá heimsóttu þeir æskustöðvar hans í Póllandi og áttu viðtöl við fólk sem umgekkst hann þar og koma margir fram sem ekki hafa talað fyrr opinberlega um kynni sín af páfanum. Unnið var að gerð myndarinnar í átta mánuði og útkoman er heim- ildamynd um þá miklu persónu sem stýrir 800 hundruð milljónum kaþólskra manna. í fyrsta þættinum er svarað spurningunni. Hver er Karol Woj- tyla og hverjir voru áhrifavaldar hans í æsku. Skýrður er áhugi hans á leiklist, sagt frá skrifum hans og hvemig dauði foreldra hans haföi áhrif á að hann gerðist liðsmaður kirkjunnar. Þá er sagt frá því hvernig hann fór að því að halda í trúna, fyrst undir heljarógn nas- ismans og síðan í samfélagi sem stjórnað var af kommúnistum. í öðrum þætti er sagt frá kosn- ingu hans í páfaembættið og starfi hans hingað til. Þá er rætt við þekkta kardínála um persónuna sem er undir þykkri skikkju páfa- Fylgst er með Suður-Ameríkuferð páfans sem farin var fyrir ári. embættisins. Rýnt er í trúarkenn- ingar hans og hvemig hann kemur á móts við söfnuð sinn. í þriðja þættinum er fylgst með páfanum í starfi, hvernig hann ht- ur á verkefni sitt sem boðberi trú- arinnar. Farið er með honum í ferðalag til Suður-Ameríku, þar sem hann heimsækir Uruguay, Bohvia og Parguay, þar sem hann heilsar upp á einræðisherran Stro- essner. Þá er einnig htið baksviðs á það mikla fyrirtæki sem því fylg- ir að gera páfann út í ferðalög. Og myndin um Jóhannes Pál II. endar á 68 ára afmæli hans. Vera litla þykir djörf í Rússlandi þótt íslendingar séu sjálfsagt vanir djarfari myndum. Natalie Négoda leikur hina ungu Veru og hefur hún vakið mikla athygli á Vesturlöndum. Sjónvarp á laugardagskvöld - Vera litla: Rússnesk kvikmyndagerð á tímamótum A russneskum kvikmyndadögum, sem haldnir voru í desember síðast- hðnum, voru sýndar nokkrar nýjar kvikmyndir sem vöktu talsverða at- hygh. í einstaka kvikmyndum var tekið á málum sem hefði verið óhugs- andi að drepa á fyrir daga Gor- batsjovs. Kom á þessari kvikmyndahátíð berlega í ljós að það er vor í rúss- neskri kvikmyndagerð og þarlendir leikstjórar og handritshöfundar hafa mun frjálsari hendur við gerð kvik- mynda sinna en áður. Meðal þeirra kvikmynda, sem sýndar voru í desember, var Vera htla sem þá var mest sótta kvik- myndin 1 Sovétríkjunum og beið fólk í löngum biðröðum að komast til að sjá þessa umtöluöu mynd. Vera htla var langt frá að vera besta kvikmyndin á kvikmyndahá- tíðinni. Það sem gerir hana aftur á móti merkilega er að þar eru ástar- senur í djarfara lagi þótt Vestur- landabúum þyki þær ekki mjög djarfar. I fyrsta skipti í rússneskri kvikmynd afklæddi kvenmaður sig á hvíta tjaldinu. Á undanfórnum mánuðum hefur Vera htla verið tekin til sýningar á Vesturlöndum og meðal annars í Bandaríkjunum og vakið athygh. Hefur óvenjulega mikið verið fjallað um hana í fjölmiðlum og hefur hún yfirleitt fengið jákvæöa dóma þótt sumum þyki hún of langdregin, hlut- ur sem hefur verið draugur rúss- neskrar kvikmyndagerðar í langan tíma. Eins og nafnið bendir til er aðalper- sónan Vera. Hún er ung stúlka sem er að ljúka skóla og að byrja líf sitt á vinnumarkaðinum. Hún er félags- lynd og hefur gaman af að skemmta sér. Á dansleik einum hittir hún Ser- gei sem er háskólastúdent. Hún á í smáástarævintúri með honum. Hún verður því hissa þegar Viktor, bróðir hennar, segir að Sergei hafi sagt að þau æth að gifta sig. Viktor, sem er læknir í Moskvu, kemur heim og sameinast öll fjöl- skyldan gegn Sergei. Það verður til þess að Vera skipar sér viö hlið Ser- gei og nú fyrst fer ást þeirra að blómstra. Foreldrar Veru eru drykkfehdir og í einu drykkjuæðinu særir faðir Veru Sergei alvarlega með hnífi. For- eldrar hennar og bróðir neyða hana til að segja lögreglunni að það sé Sergei að kenna. í örvæntingu reynir Vera sjálfsmorð. Aðalhlutverkin leika Natalia Négoda og Andrei Sokolov og hefur leikur Négoda vakið mikla athygli og hún verið töluvert í sviðsljósinu og meðal annars verið birt viðtöl viö hana í ýmsum tímaritum. Þá má geta þess að myndir af henni prýddu síður maíheftis Playboy. Négoda hefur þegar fengið tilboð um að leika vest- antjalds. Tíminn mun leiöa í ljós hvort sovésk yfirvöld leyfa henni að fara. -HK Stöð 2 á föstudagskvöldum - Bemskubrek: Hvemig var að vera 12 ára 1968? Bernskubrek (The Wonder Years). vann Emmy-verðlaunin 1988 sem besti gamanþáttur í sjónvarpi. Þessi hugljúfa myndasería gerist 1968 í Bandaríkjunum. Fréttir af Vietnam- stríðinu tröllríða sjónvarpinu. Há- skólastúdentar fara um í hópum til að mótmæla stríðinu og bandaríska þjóðin syrgir enn þá Martin Luther King og Kennedy forseta sem myrtir voru. Hippa- og blómatískan er í hámarki og foreldrar hafa áhyggjur af síðu hári barna sinna. Þetta er umhverfið sem sögumað- urinn í Bernskubrekum, Kevin Arn- old, htur tíl baka til. Hann lýsir því þegar hann var að alast upp á venju- legu milhstéttarheimih. 1968 var Arnold tólf ára. Hann er yngstur þriggja systkina. Eldri bróðir hans virðist aðeins hfa fyrir það eitt að pína Arnold. Systir hans, Karen, er að vakna til lífsins og fær hugmynd- ir sem meira segja hún verður undr- andi á. Móðir hans er sem fædd fyrir það milhstéttarlíf sem fiölskyldan lif- ir og faðirinn er stjómsEunur og fiar- lægur. Áhorfendur komast fljótt að því að Arnold á það til að ýkja þegar hann hugsar til baka. Hann man aðeins sína hhð á málinu sem er ekki alltaf Útrás í sumarfrí Ötrás, útvarp framhaldsskóla- að hugsa en rekstur útvarpsstöðv- nema, hefur nú hætt starfsemi i ar. Áætlað er að stöðin taki aftur bih. Skólar era hver af öðrum að tii starfa um leið og skólar byrja ljúka starfsemi þessa dagana og næstahaust nemendur hafa um margt annað -HK Fred Savage leikur aðalhlutverkið í Bernskubrekum. sanngjörn gagnvart öðrum. Vinur hans, Paul, kemur mikið við sögu. Þeir eru þegar farnir aö líta á stúlkur öðrum augum en áður og er greinilegt að hin sársaukafullu en um leið ánægjulegu unghngsár eru framundan hjá vinunum. Sá sem leikur Amold heitir Fred Savage. Þrátt fyrir ungan aldur er hann enginn nýgræðingur í leikhst- inni. Hann hefur leikið aðalhlutverk í nokkrum kvikmyndum, má þar nefna The Boy Who Could Fly, Prin- cess Bride og Vice Versa. Hann hefur aldrei lært leikhst en gengur aftur á móti vel í skóla. Hann býr í Chicago og er elstur þriggja systkina. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.