Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. Spumingin Ætlar þú aö ferðast innanlands í sumar? íris Mjöll Gylfadóttir nemi: Já, en ég er ekki búin aö ákveða hvert ég fer, það fer eftir veðri og vindum. Kristín Jónsdóttir húsmóðir: Ég ætla austur á Borgarfjörð eystra. Sigurjón Þórisson bifvélavirki: Um helgina skrapp ég austur að Álfta- vatni og ég hef hug á því að ferðast eitthvað meira innanlands í sumar þó ég hafi ekki ákveðið hvert ferð- inni er heitið. Rögnvaldur Gíslason efnaverkfræð- ingur: Það verður eitthvað lítið sem ég ferðast innanlands í sumar því ég ætla að eyöa fríinu á sólarströnd. Gunnar Herbertsson verkfræðingur: Ég veit það ekki en ætli maður ferð- ist ekki eitthvað innanlands í sumar. Álfhildur Hallgrímsdóttir húsmóðir: Ég hef ekki efiii á því að feröast í sumar, hvorki um ísland eða til út- landa. Lesendur __________________________________________________pv Biðlaun alþingismanna svæfð: Þannig fór um sjóferð þá Friðrik Friðriksson skrifar: Nokkuð hefur verið rætt um bið- launakerfi það sem tíðkast enn hjá þingmönnum sem fara í önnur störf beint af Alþingi og fá greidd margra mánaða þinglaun þótt komnir séu í önnur störf. Maður hefur fylgst með þessari umræðu eins og gefur að skilja, lesiö greinar, hlustað á frétta- þætti og horft á viðtöl í sjónvarpi. AUt ber þar að sama brunni. AUir þingmenn, sem rætt er við, segjast vera sammála því að breyta þurfi biölaunakerfinu. Fjórir þingmenn (einn úr hverjum flokki) báru fram frumvarp á Alþingi til laga um þing- fararkaup alþingismanna og átti nú að breyta einni málsgrein í lögunum þannig að réttur þingmanns til bið- launa félli niður ef hann afsalaði sér þingmennsku og hyrfi til annarra launaðra starfa. Ekki veit ég hvort þingmennimir tóku þetta upp hjá sjálfum sér eða hvort þetta voru sam- antekin ráð þingflokka þeirra, svona rétt til að deyfa umræðuna í bili. Þykir mér þó hið síðara líklegra. Þá ályktun dreg ég af því að ekki var frumvarpið drifið í gegn og af- greitt fyrir þinglok. Ég tel það líka til marks um heilindin á bak við framlögn frumvarpsins að ekki skyldu fj órmenningarnir, sem báru fram frumvarpið, leggja á það áherslu sjálfir að fá það samþykkt. Það má segja eins og kom fram í einhverju lesendabréfi í DV fyrir stuttu að þangað til frumvarp þetta veröur samþykkt „trúir maður ekki á orð þeirra“. En kannski er bara ekkert ætlunin að samþykkja frum- varpið og því hafi það verið sett í salt eða hreinlega svæft. Frumvarpið er alla vega ekki lengur í sviðsljósinu því störfum Alþingis er lokið í bili og því má segja eins og karlinn forð- um: Þannig fór um sjóferð þá. Samkvæmt upplýsingum, sem les- endasíða DV afiaði sér, var umrætt frumvarp afgreitt hinn 17. maí til nefndar (fjárhags- og viðskiptanefnd- ar) í neðri deild og komst ekki út úr nefnd. Það segir hins vegar ekkert um það hvort frumvarpið verður tek- ið upp að nýju. Öll slík frumvörp, sem þannig afgreiðslu fá, þarf nefni- lega að flytja upp á nýtt. Hvort það þýðir að frumvarpiö hefur þar með verið svæft kemur svo í ljós á næsta þingi. Jón Helgason, Guðrún Agnarsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Salome Þorkelsdóttir og Margrét Frímannsdóttir. Þau báru fram frumvarp til laga um breytingu á biðlaunakerfi alþingismanna. - Taka þau málið upp í byrjun næsta þings? Laxafóður og litarefni Dropinn er að verða dýr. - Kannski ráð aö menn „minnki" skammtana! Bensínveröshækkun framundan: Hvað gera bifreiðaeigendur? Jón Kr. Dagsson skrifar: Fyrir nokkru birtist greinarkom í lesendadálki DV, ritað af „kaup- manni“, um litarefni í laxafóðri. Grein þessi er rituð af óskaplegri fá- vísi, af aðila sem ekki virðist hafa mikið vit á því sem hann er að fjalla um. Þar sem ég starfa við fiskeldi tel ég mig knúinn til að rita fáein orð um litarefni í laxafóðri. Þaö þurfti ekki verkfall náttúrufræðinga til að upplýsa að notað er litarefni í laxa- fóður. Það hefur verið gert allar göt- ur frá því aö eldi laxfiska hófst um síðustu aldamót. Allir þekkja vel hinn fallega rauða holdlit laxins, hann er eitt af því sem gert hefúr lax að eftirsóttri vöm um allan heim. Þessi rauöi litur stafar af litarefni sem nefnist ASTAXTHIN. Litarefni þetta fær laxinn úr fæð- unni, svo sem rækju og öðmm skyld- um krabbadýnun, sem em hluti af fæðu hans í sjónum. Ef laxinn fær ekki þetta litarefni verður hold hans hvítt, líkt og þorsk- fiska. Kaupmaðurinn ætti að vita það manna best að ekki þýddi að bjóða viðskiptavinum hvítan lax. Þessu gerir laxabóndinn sér grein fyrir, og Leifur Karlsson skrifar: Þeir em margir sem taka undir orö Helgu Guðmundsdóttur og Skúla Guðmundssonar sem greinar birtust eftir í DV fóstudaginn 19. maí sl. Þaö er löngu tímabært að við hættum þessu óskiljanlega „frænddekri" við Svía. Þeir em búnir að sýna okkur það svo oft hvem hug þeir í reynd hafa til íslands og íslendinga yfirleitt að það ætti enginn að þurfa að mis- skilja. Það er mikið rétt hjá Skúla Guð- mundssyni að við hefðum fyrir löngu átt aö beina áhuga okkar til landa eins og Hollands, Luxemburg eða Sviss. - Svíar em með eindæmum leiðinlegir og gæti það hugsanlega stafað af hinum langa kafla í sögu þeirra þar sem „stóri bróðir“ stjóm- ar öllu mannlífi og hræsni og sýndar- mennska hefur fest rætur með þjóð- inni. Þannig fara Svíar enn í hópum til annarra landa, svo sem Spánar og Danmerkur, til að drekka þar og svalla, svo að herra „Nilström" í næsta húsi veröi ekki var viö neitt. því er spurningin; hvernig er hægt að gera hold laxins rautt? Lengi vel var uppistaðan í laxa- fóðri svokallað blautfóður sem í var blandað rækjuskel, en hún inniheld- ur umrætt Utarefni. Þannig tókst að fá hold eldislaxins til að verða rautt. - í seinni tíð hefur þurrfóður (uppi- staðan er loðnu/síldarmjöl) færst mikið í vöxt. í slíkt fóður þýðir lítiö að blanda rækjuskel, ef árangurinn á að veröa viðunandi. Því hafa helstu fóðurframleiðend- umir (Ewos og Skretting) hafið fram- leiðslu á ASTAXANTHIN, meö hreinum efnafræðilegum aðferðum. Samanburður á þessu efnafræðilega framleidda efni og hinu náttúrlega hefur leitt í ljós að þar er nánast enginn munur á. í þessu sambandi má líkja þessu við þau vítamín sem fólk fær. Annars vegar með fæð- unni, hins vegar í þeim vítamínum sem þaö getur keypt í pilluformi. - Um er að ræða nánast sömu efnin. „Kaupmaðurinn“ ætti frekar að haifa áhyggjur af gervilitarefnum í sælgætinu, sultunum og gosdrykkj- unum en hinu náttúrlega litarefni í laxfiskafóðri. Allur sá gauragangur sem þeir hafa þyrlaö upp, t.d. í sambandi við „kaf- báta“ í skerjagarðinum og „djúp- sprengjuárásir“ sænska hersins, var orðinn svo hlægilegur aö þeir hafa alveg hætt að segja frá þeim. Hvorki sænski herinn né sænska lögreglan, rannsóknarlögreglan eða Svíar í það heila tekið hafa afrekað nokkuð sem skiptir sköpum í heim- inum. Og þótt þá þyrsti í athygli al- heimsins geta þeir verið vissir um að fáir minnast einhvers sem þeir hafa gert fyrir heiminn. Þeir eru hins vegar lúmskir vopnasalar, þrátt fyrir allt hlutleysistalið. Það er einnig rétt hjá Helgu Guð- mundsdóttur aö við getum svo sann- arlega verið án Svía og þörfnumst einskis frá þeim. Við ættum reyndar að sniðganga með öllu hvers konar vörur sem frá þeim koma - ef nokk- urt þjóðarstolt er eftir í okkur. það væri svo sem eftir öðru að sá utan- ríkisráöherra okkar er nú situr hefði ekki manndóm til annars en að þagga niður hina grófu sænsku móðgun í okkar garð! Þór hringdi: Nú er í bígerö enn ein bensínverðs- hækkunin á skömmum tíma. Ef hækkunin er slík aö verð á bensín- lítra fer um eða yfir 50 krónur þá er hreinlega útséð um að nokkur bíll verði í einkaeign að fáum misserum liðnum. - Hvað eru stjómvöld að hugsa? Reikna þau með að menn taki þessu þegjandi? Jafnvel þótt menn taki þessu nú þegjandi þá lætur hér eitthvað und- an, svo mikið er víst. En það er kannski þaö sem ríkisstjómin ætlast tfi, að menn leggi bílum sínum eða selji þá úr landi? Um annaö verður vart að velja, leggja bílnum eða flytja Helgi skrifar: Fyrir nokkrum ámm var sýnt í sjónvarpinu (RÚV) frá tónleikahaldi í Montreux í Sviss. Þetta hét að mig minnir „Gullpálminn í Montreux" og var einhvers konar tónleikahald með frægum hljómsveitum þar sem leikin vom vinsælustu lögin á þeim tíma. Þarna voru hljómsveitir eins og Spandau Ballet, söngvaramir Cindy Lauper, Clifif Richard, Elton John, Bob Stewart og margir aðrir. Ég hef reynt að hafa upp á þessu hjá kunn- ingjum sem tóku þetta upp á spólu en þeir em löngu búnir að þurrka hann úr landi og fá hann seldan á bílasölu erlendis því hér mun enginn markaður verða fyrir bíla, hvorki nýja né notaða, eftir að eldsneytis- kostnaöur er orðinn óyfirstíganlegur ásamt öllum þeim sköttum og skyld- um sem bifreiðaeigendum er gert að greiða auk eldsneytis. Ég skora á FÍB og aöra bifreiðaeig- endur að taka nú saman höndum og safna undirskriftum (það er þaö eina sem dugar) gegn yfirvofandi bensín- veröshækkun og afhenda ríkis- stjóminni svo að hún sjái alvöru málsins. - Eða hvaðan ætti ríkiskass- inn að fá peninga ef bílaeign lands- manna rýmar verulega? þetta út. Þátturinn var hins vegar mjög góður og sjaldan hafa fleiri frægar hljómsveitir eða betri (að mínu mati) verið saman komnar á einum stað í svona þætti. Ef einhver hefur hugmynd um hvar þessi þáttur kynni að leynast vildi ég kaupa eitt eintak eöa greiða fyrir aö fá upptökuna lánaöa til end- urupptöku. - Lesendasíöa DV hefur lofað að annast móttöku á slíkum upplýsingum og þá væri ekki annað en hringja í símann hjá þeim á DV milli kl. 10 og 12 á virkum degi og legja inn skilaboð. Óskiljanlegt frænddekur Lýst eftir videospólu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.