Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Síða 31
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. 43 LífsstQl Smygl á nautakjöti jókst mikið í verkfallinu Staðhæft er að smygl á nautakjöti hafi aukist mikið meðan á verkfalli dýralækna stóð. „Það er alltaf eitthvað af smygluðu nautakjöti í umferð en meðan á verk- fallinu stóð jókst það að miklum mun. Þetta eru lundir og fillé sem flutt eru inn fryst og gæðin því dálít- ið misjöfh," sagöi kjötiðnaðarmaður, sem rqkur sitt eigið fyrirtæki, í sam- tali við DV. „Það sem ég þekki til þá fer þetta smyglaða kjöt frekar lítið í verslanir heldur fyrst og fremst á veitingastaði.“ Samkvæmt opinberum tölum um nautakjötsneyslu má ætla að þjóðin hafi neytt 500 tonna af nautakjöti þann tíma sem verkfall BHMR stóð. Ef marka má birgðaskýrslur Fram- leiðsluráðs hefur neyslan numið 300 tonnum. Því hefur verið haldið fram að mismunurinn, 200 tonn, hafi kom- ið ólöglega inn í landið eða verið svo- kölluð heimaslátrun. Ekki varð bein- línis skortur á nautakjöti því ávallt voru til steikur á veitingahúsum og flestar verslanir áttu frosið nautakjöt þó skortur væri á fersku hakki. Magnið talið í gámum Fyrir rúmu ári var kjötvinnslum á höfuðborgarsvæðinu boðið að gerast dreifingaraðilar og kaupendur að smygluðu nautakjöti og var magnið tahð í gámum. Viðmælandi DV var einn þeirra sem var boðið þetta og sagðist hann ekki hafa þegið boðiö vegna þess að honum þótti kjötið ekki nógu gott en það var boðið á sama eða svipuðu verði og annað kjöt. Hér var eingöngu um að ræða niðurhlutað nautakjöt frá Argentínu sem keypt er hjá kjötheildsölum í Evrópu. Smyglarar velja yfirleitt ódýrasta flokkinn til að auka hagnað sinn. Kjötið er geymt í frosti sem Neytendur rýrir gæði þess. „Ekki þar fyrir að íslenskir neyt- endur hafa flestir aldrei smakkað annað en illa verkað beljukjöt svo þeir finna ekki gæðamuninn," sagði kjötiðnaðarmaðurinn sem ekki vildi láta nafns síns getið. Smyglog heimaslátrun „Þegar ég tók við búðinni þá erfði ég viðskiptasambönd við bændur fyrir austan fjall sem höfðu séð fyrri eiganda fyrir heimaslátruðu nauta- kjöti. Ég hins vegar kaus að halda þeim viðskiptum ekki áfram. Þetta er eitthvað sem bændur hafa slátrað bakvið hlöðu eða í bílskúrnum og þetta er varla nógu góð vara,“ sagði kaupmaður í stórri hverfisverslun í Reykjavík í samtali við DV. „Auðvitað gæti maöur tekið sjens á því að kaupa skrokk af bónda, það er engin leið að sjá það í kjötborðinu þegar búið er að hakka og hluta nið- ur, hvort kjötið kemur frá Samband- inu eða einhverjum öðrum. Innflutta nautakjötið er dekkra og grófara og því auðveldara að þekkja það,“ sagði kaupmaðurinn. Meiri freisting eftir söluskattinn Þeir aðilar sem DV ræddi við um þessi mál voru sammála um að, síðan söluskattur var lagður á matvæh, væri freistingin mun meiri fyrir kaupmenn og veitingamenn að kaupa kjöt utan kerfisins. Smygl á nautakjöti hefur ahtaf átt sér stað í einhverjum mæh en tók stóran kipp meðan verkfah dýralækna stóð. Heimaslátrun hefur og aukist tals- vert og stutt er síðan sjá mátti aug- lýsingu í einu dagblaðanna þar sem auglýst var eftir heimaslátruðu kjöti. Eins og gefur að skhja er mjög erf- itt að fá upplýsingar um það hvort slíkt kjöt er í miklum mæh selt í búðum eða á veitingastöðum. Mun- urinn á opinberum birgðaskýrslum og áætlaðri neyslu er nógu mikih til þess að óhætt er að fuhyrða að meira sé um shkt en ætla mætti. Manna á meðal er það haft eftir veitingamanni í Reykjavík sem rekið hefur stóran veitingastað í fjölda ára að væri aht nautakjöt, sem þar hefur selt í áranna rás, af íslenskum naut- um þá væri ekki einn einasti naut- gripur eftir á lífi í landinu. -Pá Tómatar: Tvær tegundir í sama poka Eins og sést á myndinni eru greinilega tvær tegundir af tómötum í sama pokanum. DV-mynd BG Húsmóðir úr Hafnarfirði kom th neytendasíðunnar og var ekki ánægð með poka af tómötum sem hún hafði keypt í versluninni Arnarhrauni. Hún taldi að tvær tegundir væru saman í poka og væri önnur íslensk en hin hohensk. Helga Kristjánsdóttir, verslunar- stjóri í Arnarhrauni, sagði að versl- unin hefði fengið eina tegund frá dreifingaraðhanum og ef eitthvað rugl væri um að ræða væri við þá að sakast. Bananar h/f seldu Amarhrauni tómatana. Þar fengust þær upplýs- ingar að trúlega væri um íslenska bufftómata að ræða í bland. 27. maí var innflutningi á hohensk- um tómötum hætt. Verðið var 459 kr. kg. -Pá Hættuleg hylki í versluninni Hrekkjusvín á Lauga- vegi fást hth hylki sem líta nákvæm- lega út eins og lyfjahylki. Hylkin eru úr plasti og innihalda htla segul- magnaða járnkúlu sem gerir það að verkum og hylkin loða saman. Hylkin eru seld sem einhvers kon- ar leikfóng og kosta 5 krónur stykk- ið. Áhyggjufuhar mæður hafa haft samband við neytendasíðu DV og vhjað vekja athygli á þeirri hættu sem bömum getur stafað af hylkjun- um. Hætta er talin á að börn gleypi hylkin í misgripum fyrir meðul og auk þess er það tahð slæmt fordæmi að lyf séu leikfóng. Hylkin líta nákvæmlega eins út og lyfjahylki en innihalda litla segulmagn- -Pá aðajárnkúlu. - DV-myndKAE VEITINGASALURINN ER ALLTAF OPINN ALLA DAGA - ALLT ÁRIÐ Fyrsta flokks hótel í næsta nágrenni við flugvöllinn. / SlMI 92-1 5222 KEFLAVIK HAFNARGÖTU 57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.