Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
3
Fréttir
>
>
Giröingin í Bláa lóninu ekki á réttum stað:
Litfla stúlkan, sem brenndi
sta, var komin á hættusvæði
„Stiilkan haíði aldrei komiö
hingað áður og flaut á vindsæng*
inni án þess að gæta að hvert hún
var komin. Hún flaut alveg að girð-
ingunni. Fór hún þá niður í vatnið
til að komast aftur til samferða-
fólks síns en lenti þá í heitum
vatnsstraum og brenndi sig. Fólk,
sem er niðri í vatninu, finnur strax
ef vatnið fer að hitna eitthvaö og
nær að snúa við. Þeir sem fljóta á
vindsæng flnna hins vegar ekki
hve heitt vatnið er orðið og eíga á
hættu að fara of langt út á lónið.
Annars er ítrekað við alla baögesti
að fara varlega, sérstaklega við þá
sem eru á vindsæng,“ sagði ína
Björk, baðvörður við Bláa lónið, í
samtali við DV.
DV sagði í gær frá 10 ára stúlku
sem brenndi sig ilia í Bláa lóninu
á laugardag. Samkvæmt frásögn
raóðurinnar var hún nærri girð-
ingunni og því eðlilega ekki á
hættusvæði samkvæmt hennar
skilningi. Girðingin, sem er í lón-
inu, var sett upp af hitaveitunni á
sínum tíma. Að sögn baðvarðar er
hún ekki alveg á réttum stað þar
sem heitir straumar ná af og til út
fyrir hana. Því á að setja upp flot-
. girðingu um &-8 metra frá girðing-
unni svo fólk á vindsængum fljóti
ekki óafvitandi inn á hættusvæöi.
,JÞað stendur tii að merkja allt
miklu betur til að koma í veg fyrir
að atburðir eins og þessi geti átt sér
stað. Hér hefur fólk í tugþúsunda-
tali baðað sig án óhappa síðan baö-
húsið var sett upp. Með endurbætt-
um merkingum viljum við tryggja
að svo verði áfram.“
-hlh
Rannsókn stóra kókaínmálsins:
Þriðji maðurinn
í gæsluvarðhald
á laugardaginn
- gæsluvarðhald annars manns framlengt
Einn maður, til viöbótar við þá tvo
sem fyrir voru, var úrskurðaður í
gæsluvarðhald vegna rannsóknar á
stóra kókaínmálinu á laugardag.
Manninum var gert að sitja í gæslu-
varðhaldi í tíu daga. Úrskurðurinn
var kærður til Hæstaréttar. Sama
dag var kveðinn upp úrskurður um
framlengingu gæsluvarðhalds yfir
öðrum af þeim tveimur sem verið
> hafa í gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknar málsins.
Rannsóknin hefur reynst mjög
) umfangsmikil og erfið. Vitað er að
kókaínið var flutt til landsins frá
Bandaríkjunum á síðasta ári. Lög-
reglan hefur lagt hald á 430 grömm
af kókaíni. Niðurstöður úr rann-
sóknum um hreinleika efnisins hggja
ekki fyrir. Tabð er að efnið sé mjög
sterkt. Oftast er þaö þynnt niður fyr-
ir sölu og í mörgum tilfellum er það
aðeins um 20 prósent kókaín þegar
það hefur farið um hendur allra
milhliða. Verðmæti efnisins skiptir
milljónum ef ekki tugum mihjóna
króna.
Rannsóknin hefur reynst afar erfið
og meðal annars hefur lögreglan
yflrheyrt fjölda manns og leitað víða.
Meðal annars var gerð mikil húsleit
í Hjónagöröum Háskóla íslands við
Suðurgötu.
-sme
Lúðan var engin smásmíði og gnæfir yfir Jón Olgeirsson verkstjóra hjá
Korra. DV-mynd Jóhannes.
Risalúðu
landað á
Húsavík
Jóhannes Sigurjónsson, DV, Húsavik:
Geiri Péturs ÞH-344, einn Húsavík-
urbáta, hefur aflað vel þaö sem af er
þessu ári. Á dögunum fékk hann
mesta afla sinn til þessa, 90 tonn, og
er það í fyrsta sinn sem báturinn
fyllir sig frá því hann var keyptur til
Húsavíkur sumarið 1987 af útgerðar-
fyrirtækinu Korra hf.
Fullfermi af þorski vakti þó
kannski ekki eins mikla athygh og
annar afli sem Geiri Péturs kom með
að landi fyrir nokkru og var þó að-
eins um einn fisk að ræða. Geiri land-
aði sem sé heljarmikilli lúðu sem
reyndist 125 kíló aö þyngd og var 2,20
metrar á lengd. Þetta er með stærstu
lúðum sem landað hefur verið á
Húsavík.
Helgarskákmót:
Jón L. og
Þröstur
efstir
Þeir Jón L. Árnason og Þröstur
Þórhallsson urðu efstir og jafnir á
helgarskákmóti sem fór fram nú um
helgina í Vestmannaeyjum. Þeir
fengu 6 vinninga en hálfum vinningi
neðar voru þeir Áskell Örn Kárason
og Karl Þorsteinsson. Sturla Péturs-
son fékk öldungaverðlaunin og auk
\ þess fegurðarverðlaun.
Þá lauk með þessu móti einni fimm
móta keppni. Flest heildarstig hlaut
Jón L. Næsta helgarskákmót verður
áDjúpavogi23.th25.júní. -SMJ
W
Þetta eru tölurnar sem upp komu 27. maí.
Heildarvinningsupphæð var kr. 4.636.212,-.
1. vinningur var kr. 2.134.062,-. 1 var með fimm tölur réttar.
Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 370.725,- og skiptist á 3 vinn-
ingshafa. Fær hver þeirra kr. 123.575,-
Fjórar tölur réttar, kr. 639.431,-, skiptast á 101 vinningshafa, kr. 6.331,- á mann.
Þrjár tölur réttar, kr. 1.491.994,-, skiptast á 3002 vinningshafa, kr. 497 á mann.
Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt.
Keflavík ■ Amsferdam ■ HONG KONG
Auðvelt og þœgllegt með Arnarflugi og KLM ■ Kostar
minna en þú heldur