Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989. 5 dv Viðtalið að við- fangsefni Nafn: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Aidur: 35 ára Staða: Formaður íslands- deildar Amnesty Internationai „Maöurimi, umhverfi hans og samfélag er mitt áhugamál í víð- asta skilningj,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. sem nýlcga tók vift formennsku í tslandsdeild Am- nesty Intemational. íslandsdeild- in er byggö upp af sjálfboöaliöum og aðeins með einn launaðan starfsmaim í hálfu starfi. Hér á landi eru nálægt níu hundruð fé- lagar i samtökunum. Jóhanna er mannfræðingur að mennt og starfar sem stundakennari í mannfræði viö Háskóia íslands og kennir einnig félagsfræði viö MS. Hún segist fyrst hafa kynnst Amnesty samtökunum í Þýska- landi þar sera hún stundaði nám. Gegn mannréttinda- brotum „Amnesty berst fyrir hag þeirra sem fangelsaðir eru vegna skoð- ana sinna. iitarháttar, kynferðis, uppruna, tungumáls eða trúar- bragða og hafa hvorki beitt né hvatt til ofbeldis. Með aðgeröum, svo sem bréfasendingum, þrýst- um við á yfirvöld í þeim tilgangi að fá fanga lausa eða að þeir fái réttláta dómsmeðferð. Samtökin snúast einniggegn dauðarefsingu og pyntingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, sama hvaða fangar eiga hlut að máli. Jóhanna er fædd og uppalin í Reykjavík. Að loknu stúdents- prófi frá MH starfaði hún í nokkra mánuði í bókaverslun en hóf síðan nám viö Háskólann í Freiburg og lauk magisterprófi í mannfræði árið 1983. Mannfræði og llstir „Mannfræðin skarar margar fræðigreinar og er bæöi skemmti- leg og forvitnileg. Ég les mikið af fagbókum en einnig skáldverk sem hafa manninn að viðfangs- eftii. Sumir rilhöfundar vinna ekki ólíkt mannfræðingum, það er aö segja þeir reyna að lýsa veruleika fólks og gera öörum þann veruleika skiijanlegan. Áð- ur en ég hóf kennslu starfáði ég tvö ár að bókaútgáfu og fékk f því starfi vissa útrás fyrir bók- menntaþörf mína.“ Jóhanna segist einnig hafa ánægju af tónlist, leiklist og kvik- myndum, enda túlki þessar list- greinar, sem ogaðrar, manninn. „Á námsárum mínum í Freiburg starfaði ég í litlu leikhúsi sem sýndi aJIs konar leikverk en raik- ið eftir yngri þarlenda höfunda. Leikhúsið var það lítið að óg seldi miöa, sælgæti og vaktaði mynd- listargalleri á efri hæðinni. Viim- an f leikhúsinu var afskaplega skemmtileg og spennandi en nú nægir mér aö vera áhoifandi" Jóhanna er gift Áskeli Mássyni tónskáldi og eiga þau eina dóttur, Margréti, 4 ára. -JJ Fréttir Flugnager sækir í Búsetablokkina „Húsið er þakið htlum flugum upp eftir öllu í góðu veðri. Þær hafast ekki við nema í skjóh en ef rignir fara þær inn undir svalimar. Þær virðast aðeins sækja í þessa blokk meðan önnur hús hér í nágrenninu fá að vera í friði. Þetta er háifógeð- fellt og menn vita ekki hver ósköpin ganga á,“ sagði einn íbúi í Búseta- blokkinni í Grafarvogi við DV. DV hafði samband við Erling Ólafs- son, skordýrafræðing hjá Náttúru- ffæðistofnun. Hann sagði aö fólk hefði hringt í sig úr Grafarvoginum út af þessu og virtist sem fleiri bygg- ingar en Búsetablokkin hefðu orðið fyrir barðinu á flugnagerinu. Hann sagði að fólk þyrfti að koma með sýni til sín svo hann gæti greint hvaða kvikindi þetta væru. Sagði hann að þarna gæti jafnvel verið mý á ferð eða þangflugur en vildi ekki tjá sig sérstaklega þar sem hann hafði ekki séð sýni. Því gat hann heldur ekki getið sér til um hvort hinn skærguli litur blokkarinnar drægi flugumar að sér. Flugurnar munu vera alveg meinlausar. Hjá Búseta var manni kunnugt um flugumar og gat sér helst til um að Uturinn drægi flugumar að sér. -hlh Ljósmyndari DV heimsótti Búsetablokkina á föstudag og náði mynd af henni þar sem hún var þakin flugum. Ver- ið getur að prentunin valdi því að þær sjáist ekki greinilega. DV-mynd Brynjar Gauti Látum ekki aðra ráða afkomu okkar - segir Hörður Guðmundsson hjá Emi án nokkurrar opinberrar fyrir- Það sem er fleygur í samstarfi fé- fyrir þrjú félög, eða jafnvel fjögur, á greiðslu og okkar Mf er engu minna laganna er tilkoma Amarflugs inn á sama svæðinu. Það væri miklu skyn- virði fyrir Vestfirðinga en líf Flug- svæðið. Við gætum unnið betur sam- samlegra að hér væri eitt félag að leiða. an en nú er gert en það er ekki pláss vestan og eitt úr Reykjavík.“ Siguiján J. Sigurðssan, DV, ísafirði „Samstarf er fyrir hendi, það má kannski bæta það, en við getum ekki látið flugfélag í Reykjavík ráða því hvað við vbinum og þar með afkomu okkar. Ég er þó hlynntur því að taka þátt í viðræðum því samvinna er nauðsynleg," sagði Hörður Guð- mundsson hjá Flugfélaginu Emi í samtali viö DV þegar hann var spurður álits á hugmyndinni um við- ræðuhóp sem myndi koma á að nýju samstarfi Ernis og Flugleiða. „Við flytjum farþega, póst og vörur fyrir Flugleiöir frá Isafirði og áfram til staða á Vestfjörðum og sendum Flugleiðum reikninga fyrir þannig að samstarfið er til staðar,“ sagði Hörður. „Farþegar Flugleiða hafa getað ferðast með okkur með sömu farseðl- um og öfugt en í vetur hættu Flug- leiðir fyrirvaralaust að taka okkar miða. Flugleiðir eiga ekki hlut í okkar flugfélagi og þeim er illa við að eiga samstarf við okkur á jafnréttis- gnmdvelh. Ef þeir fá að stjórna og ráða tekjum okkar eins og þeir gerðu þegar við vorum með afgreiðsluna hjá okkur eru þeir ánægðir. Það sam- starf hætti um leið og Otterinn kom í maí í fyrra og þá fengum við að vita að við værum óæskilegir. Við erum að berjast fyrir lífi okkar hér, höldum uppi einu þróttmesta sjúkra- flugi á landinu og samgöngum við dreifðar byggðir hér vestra algerlega Ávöxtunarmálið hjá saksóknara Rannsóknarlögreglan hefur sent tii ríkissaksóknara niðurstöður vegna rannsóknar á hugsanlegum refsi- lagabrotum fyrrum forráðamanna verðbréfafyrirtækisins Ávöxtunar. Ríkissaksóknari mun síðan taka ákvörðun um framhald málsins - það er hvort ástæða verður til ákæru á hendur forráðamönnunum fyrrver- andieðaekki. -sme UTSALA ÚTSALA ÚTSALA SELJUM T.D.: Ledurjakka á Herra frá kr. ÍO.OOO,- Sída ledurjakka á konur frá kr. 15.000,- Rúskinns blazerjakka frá kr. 11.500,- OG MARGT FLEIRA ALLT NÝLEGAR VÖRUR VERSLANIRNAR LEÐURLÍNAN, LAUGAVEGI 17, SÍMI 23560 LEÐUR H/F, SNORRABRAUT 27, SÍMI 13833

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.