Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
11
Utlönd
Stjórnin í Argentínu lýsti í gær
yfir þrjátíu daga neyðarástandi í
kjölfar, óeirða sem brotist hafa út í
sambandi við stuld á matvælum víðs
vegar um landið. Einn maður hefur
beðið bana og að minnsta kosti fjöru-
tíu og einn slasast í óeirðunum.
Að sögn lögreglunnar hafa átta
hundruð þjófar verið handteknir
vegna þjófnaðar, flestir í Buenos Air-
es og næst stærstu borg Argentínu,
Rosario, sem er í um 300 kílómetra
íjarlægð norðvestur af höfuðborg-
inni.
Óeirðirnar eiga rætur sínar að
rekja til efnahagsástandsins í
landinu sem hefur aldrei verið verra
on nú. Verðbólgan hefur farið úr
böndunum, kaupmátturinn er ein-
ungis einn þriðji af því sem hann var
í febrúar og skortur er á nauðsynja-
vörum og lýfjum.
Talsmaður forsætisráðuneytisins
sagði að haldinn yrði neyðarfundur
í þinginu í dag þar sem rætt yrði um
umfang neyðarástandsins. Áður hef-
ur slíkt ástand heimilað yfirvöldum
að draga til baka ýmisleg réttindi
borgaranna, umsvifalausar hand-
tökur og fjöldasamkomur hafa verið
bannaðar. Síðast var lýst yfir neyð-
arástandi í Argentínu árið 1985 eftir
fjölda sprengjutilræða sem öfga-
mönnum til hægri var kennt um.
Yfirlýsingin um neyðarástand var
gefin út tæplega sólarhring eftir að
Alfonsin forseti tilkynnti neyðarað-
gerðir til þess að vinna bug á efna-
hagskreppunni. Boðaði hann hærri
skatta og niðurskurð í útgjöldum rík-
isins.
í gær kom til mestra átaka í
Rosario þegar lögreglumenn og her-
menn beittu táragasi og skutu
Lögreglumenn á verði fyrir utan stórmarkað í Rosario í Argentínu í gær
eftir að hundruð íbúa fátækrahverfa fóru í ránsferðir um verslanir borgarinn-
ar. Símamynd Reuter
gúmmíkúlum til að dreifa óeirða- og einn maður var skotinn til bana.
seggjum. Ellefu manns hlutu skotsár Reuter
Neyðarástand
í Araentínu
Erfiðleikar framundan
í kanadískum
fiskveiðimálum
Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa:
Ef koma á í veg fyrir að Labrador-
þorskstofninn undan austurströnd
Kanada dragist enn frekar saman
verður að minnka veiöar úr stofnin-
um niður í 190 þúsund tonn á næsta
ári. Þetta kemur fram í bráða-
birgðaáliti sérstakrar vísindanefnd-
ar sem Tom Siddon, sjávarútvegs-
málaráðherra Kanada, skipaði fyrr á
þessu ári.
Nefndinni var gert að endurskoða
stofnstærðarmælingar og veiðiáætl-
anir fiskifræðinga og skýra þá
minnkun á Labradorstofninum sem
orðið hefur síðustu tvö árin.
Tillögur nefndarinnar um kvóta
fyrir næsta ár eru í samræmi við
áætlanir fiskifræðinga. Ef farið verð-
ur eftir þeim þýðir það að þorskafl-
inn verður 76 þúsund tonnum minni
á næsta ári en árið 1988 þegar veidd
voru 266 þúsund tonn úr Labrador-
stofninum. Miðað við aflabrögð á
austurströndinni samsvarar sá nið-
urskurður rekstri um fimmtán tog-
ara og nokkurra fiskiskipa. Niður-
skurður á þorskkvóta á þessu ári
hefur þegar leitt til lokunar á einu
frystihúsi og tímabundinna rekstrar-
stöðvana í fimmtán frystihúsum tii
viðbótar. Það má því gera ráð fyrir
að nokkur þúsund manns missi
vinnuna á næsta ári en atvinnuleysi
er í dag með því mesta sem gerist í
Kanada.
í áliti nefndarinnar kemur einnig
fram að ef Kanada ætlar að halda
fast við þau yfirlýstu markmið að
veiöa innan við 20 prósent af heildar-
stofninum á hverju ári þyrfti enn
róttækari niðurskurð á veiðum. En
í ljósi mikilvægis þorskveiðanna fyr-
ir Nýfundnalendinga og íbúa Nova
Scotia mælir nefndin gegn slíku.
Ástæður fyrir rýrnun á Labrador-
stofninum telur nefndin vera marg-
þættar. Mælingar og gagnasöfnun
hafa batnað á undanfórnum árum
en þrátt fyrir það telur nefndin að
vitneskja fiskifræðinga sé ekki ná-
kvæmari en svo að reikna megi með
að minnsta kosti 20 prósent fráviki á
stofnstærðar mælingum.
Ásókn í Labradorstofninn hefur
einnig verið meiri en ráðlegt er talið.
Á það við bæði um Kanadamenn
sjálfa og veiðar Evrópubandalags-
þjóða utan 200 mílna landhelgi
Kanada. Sérstaklega er Kanada-
mönnum þyrnir í augum veiðar
Spánverja og Portúgala sem þeir
saka um að veiða langt umfram þann
kvóta sem Evrópubandalagið úthlut-
ar. Samkvæmt fréttum frá Brussel
notaði Brian Mulroney, forsætisráð-
herra Kanada, tækifærið á leiðtoga-
fundi Nato nú í gær og ræddi þessi
mál við forsætisráðherra Spánar. í
fréttatilkynningu frá sjávarútvegs-
ráðherra Kanada kemur fram að
sambandsstjórnin mun á næstu
mánuðum þrýsta á Evrópubandalag-
ið eins og kostur er með það fyrir
augum að draga úr ofveiði banda-
lagsþjóöanna á kanadískum fiski-
stofnum.
Kanadamenn hafa miklar áhyggjur
af þróun mála á austurströndinni.
Sambandsstjórnin í Ottawa hefur
skipað sérstaka ráöherranefnd sem
gera á tillögur um aðstoð við þau
svæði sem minnkandi þorskafli kem-
ur hvað harðast niður á. Hversu
mikil sú aðstoð verður er þó óvíst,
sérstaklega í ljósi þess mikla niður-
skurðar á ríkisútgjöldum sem boðað-
ur er á næsta ári.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og Eliahu Ben-Elissar, formaður
utanríkismála- og varnarmálanefndar þingsins, ræddust við i gær. Eftir fund
þeirra gagnrýndi Shamir árásir ísraelskra landnema á araba og ísraelska
hermenn. Símamynd Reuter
Shamir gagnrýnir
árásir landnema
Israelskir landnemar gerðu árás á
arabískt þorp á Vesturbakkanum í
gær. Skutu þeir til bana tánings-
stúlku, særðu tvo Palestínumenn og
kveiktu'í húsi og bílum. Árásin var
gerð samtímis því sem Yitzhak
Shamir, forsætisráöherra ísraels,
sem venjulega styður landnema,
gagnrýndi harðlega auknar árásir
þeirra á araba og ísraelska hermenn.
Kvað Shamir landnema ekki hafa
völd til að taka lögin í eigrn hendur.
Landnemar, sem gagnrýna yfir-
völd fyrir að veita þeim ekki nægjan-
lega vernd, hafa gert árásir á arabísk
þorp svo til á hverjum degi eða kvöldi
undanfamar tvær vikur. Hafa þeir
skotið á íbúana, skemmt eigur þeirra
og varpað bensínsprengjum.
Stúlkan sem beið bana í gær var
sextán ára. Tuttugu og fimm ára
gamall arabi var einnig skotinn til
bana á Vesturbakkanum í gær er
hann ók um á dráttarvél. Samkvæmt
fyrstu fregnum heryfirvalda áttu
hermenn ekki hlut að máli.
Tuttugu og sjö ísraelskir friðar-
sinnar, sem handteknir voru í síð-
ustu viku fyrir að mótmæla gegn
eyðileggingu ísraelskra hermanna á
arabískum heimilum, hafa nú gagn-
rýnt yfirvöld fyrir mismunun með
því að sýna landnemum linkind.
Reuter
SEÐLABANW
ISLANDS
HVERVANN?
344.454 kr.
Vinningsröðin 27. maí:
121-111-X11-122
12 réttir = 241.199 kr.
7 voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 34.457,-
11 réttir = 103.255 kr.
193 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 535-
Tilhamingju!
ekki bara heppni