Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
Spumingin
Lesendur
Finnst þér að það
eigi að leyfa
frjálsan innflutning
á kartöflum?
Theódór Friðjónsson bifvélavirki: Já,
alveg hiklaust þó að þær íslensku séu
svo sem ágætar.
Þorbjörg Stefánsdóttir, stöðvarstjóri
hjá Pósti og síma: Nei, ekki á meðan
við framleiðum nóg af þeim hér á
landi.
Brynjólfur Eiríksson ellilifeyrisþegi:
Ekki á meðan það er nóg framboö
af íslenskum kartöflum.
Helena Bergmann nemi: Að sjálf-
sögöu, ef það gæti orðið neytendum
til hagsbóta.
Þorgerður Gunnarsdóttir tölvunar-
fræðingur: Já, alveg hiklaust, þær
íslensku eru orðnar svo lélegar.
Einar S. Bjarnason tæknimaður: Ég
bý á Akureyri og þær kartöflur sem
eru á markaðnum þar eru mjög léleg-
ar, auk þess sem þær eru aíltof dýr-
ar. Því finnst mér að það eigi aö leyfa
innflutning á kartöflum.
Ferðaskrifstofuvandi og fleira fár:
Spáin rætist furðufljótt
Anna Guðný Aradóttir, (ramkvæmdastjóri Útsýnar. „Hún reyndist spámönn-
um í viðskiptaheiminum sannspárri," segir hér m.a.
Jóhann Guðmundsson skrifar:
Hún ætlar að rætast furðufljótt
spáin sem framkvæmdastjóri Útsýn-
ar lét frá sér fara í sjónvarpsviðtali
fyrir nokkru um að á næstunni yrðu
aðeins starfræktar þijár ferðaskrif-
stofur. Um þetta var nokkuð íjallað
af spámönnum í viöskiptaheiminum.
Þeir sögðu sem svo að þetta gæti
nú svo sem alveg staðist en ekki á
þessu ári og varla því næsta - það
gæti komið að þessu síðar! Ekki
reyndust þeir miklir spámenn. Hin
unga kona, framkvæmdastjóri Út-
sýnar, varð sannspárri. Og það svo
um munar. Viðskiptafræðingamir
okkar, sem margir hverjir hafa átt
ríkan þátt í því að setja hér allt í
hnút, em nefnilega ekki framsýnir.
í fyrsta lagi sjá þeir oft ekki nema
það sem þeir vilja sjá og i öðru lagi
er þeim einfaldlega ekki gefiö (a.m.k.
ekki öllum) mikið fjármálavit. Slíkt
vit er meðfætt en lærist ekki, hversu
lengi sem setið er á skólabekk.
Nú er það opinbert að hjá ferða-
skrifstofum stefnir í aflt að 25% sam-
drátt í utanlandsferðum vegna minni
kaupmáttar almennings. Það hlýtur
því eitthvað að láta undan, ekki síst
einhverjar af hinum rúmlega 30
skrifstofum sem hafa haft lifibrauð
af að selja mjög takmörkuðum hópi
(jafnvel þótt aflir landsmenn, 250
þús. að tölu, væm inni í myndinni)
ferðir til útlanda.
Margt af því fólki, sem á annað
borð ætlar til útlanda nú, kaupir ein-
faldlega miða hjá flugfélögunum
beint eða skipafélögunum og fer svo
á eigin vegum afganginn af ferðinni
eftir að komið er á leiðarenda með
farkostinum, enda mun ódýrari
ferðamáti. Auðvitað verða hér ferða-
skrifstofur áfram en bara eitthvað í
líkingu við þaö sem spá Útsýnar-
framkvæmdastjórans sagði.
Og það er fleira sem er aö rætast
þessa dagana. Þjóðhagsstofnun spáir
miklum afTóllum í lífskjörum á þessu
ári og líka þeim næstu. Það verður
því ekki á vísan að róa í þeim lifsstíl
sem hér hefur viðgengist síðustu ára-
tugi og enginn hefur viljað sjá af. En
kröfurnar em að baki í biU. Nú er
það alvaran og aðlögunin sem tekur
við hér. Þeir sem ekki eru tilbúnir
að kyngja þeim staðreyndum munu
fá smjörþeflnn svo að um munar, því
miður.
„Þegnskylduvinna, eina varanlega átakið í landgræðslu," segir hér m.a.
Átak í landgræðslu:
Dreifir happdrættismiðum
Siguijón skrifar:
Það ætlar ekki af okkur lands-
mönnum að ganga í happdrættismál-
um. Nú em flest samtök sem ein-
hvers mega sín í mannahaldi og
skrifstofuaðstöðu í óðaönn að senda
út happdrættismiða. Áhugamanna-
félög um þörf og óþörf verkefni eru
að loka umslögunum og frímerkja til
að senda landsmönnum í von um að
ná inn peningum til starfsemi sinnar.
Nú síöast mátti lesa það í blöðum
aö „Átak í landgræöslu" mundi á
næstunni senda öllum íslendingum
á aldrinum 16 til 75 ára happdrættis-
miða sem ættu aö vera til styrktar
Landgræðslu rikisins. Fjöldi vinn-
inga væm í boði, eins og venjulega,
og heildarverðmæti um 25 milljónir
króna.
Til að öllu sé nú til skila haldið eru
fengnir svokallaðir „bakhjarlar" en
það eru ýmis fyrirtæki eða stjóm-
endur þeirra. Ekki fannst mér nú
þetta vera nein gulltrygging, ef
dæma má eftir upptalningunni í frétt
sem ég las í Morgunblaðinu sl. mið-
vikudag. En sennilega eiga hinir
glaðlegu heiðursmenn sem á mynd-
inni birtust og fylgdi með greininni
að lokka íslendinga á aldrinum frá
16 ára til 75 ára til að leggja sitt af
mörkum. - Eða hvað?
Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti,
að mér finnst miklu vænlegra til ár-
angurs landgræðslu að fara þá leið
sem forusta Sjálfstæðisflokksins fór
í tilefni afmælis flokksins - aö taka
hreinlega flugvél á leigu og dreifa
áburöi yfir örfoka og gróðurvana
svæði heldur en dreifa happdrættis-
miðum tfl landsmanna. En kannski
er rennt jafnblint í sjóinn með árang-
ur af hvorutveggja!
En hvers vegna má aldrei ræða þá
lausn sem kannski er eina varanlega
átakið, aö skylda ungt fólk til þegn-
skylduvinnu við uppgræðslu lands
síns? Er þegnskylduvinna okkur eitt-
hvaö erfiðari biti í hálsi en öðram
þjóðum? Dettur mönnum aldrei ann-
að í hug en HAPPDRÆTTI þegar eitt-
hvaö á að framkvæma?
„Body Design“ vöruman
Fegrunarvörur - ekki lyf
Óskar Jónsson framkvæmdastjóri
skrifar:
Af gefnu tileftii, vegna rang-
færslna umsjónarmanns neytenda-
dálksins Lífstíls í DV þann 18. maí
sl um vöru okkar og þjónustu, vil
ég taka fram eftirfarandi:
„Verð á „Allt Body-Design“ kúr-
um er núna kr. 2.690 fyrir þriggja
vikna meðferð og framhaldsmeð-
ferð en slik meöferð er tekin á 5-8
daga fresti. Rétt er að taka fram að
„Body-Design" er skráð, toflaö og
innflutt sem fegrunarvara ein-
göngu en ekki lyf. Áhugasamir geta
ef þeir vfija lesiö aflt um rannsókn-
ir og verkun „Body-Design“-kerfis-
ins 1 bókinni .JResearch into the
functioning of the Body-Design sy-
stem" en hún er fáanleg hjá Belís
heilsuvörum hf.
Aöstandendur Belís heilsuvara
hf. kjósa að kalla þá sem versla við
fyrirtækiö viðskiptavini og frábið-
ur sér niðrandi nafngiftir blaða-
mannsins.
Hin virku efni í „Body Design"
eru unnin úr jurtum og grösum
með lækningamætti. Fjaflað hefur
verið um lækningamátt umraeddra
jurta í tímaritum og skrám. í slík-
um tímaritum íjallar íjöldi virtra
visindamanna um lækningamátt
þeirra jurta sem eru hin virku efni
í „Body Design“ sem er náttúruleg
og lífræn aðferö til staöbundinnar
grenningar."
Klofningur Borgaraflokks
Fyrrv. borgaraflokksmaður skrifar:
Nú hafa borgaraflokksmenn tapaö
tveimur þingmönnum á Alþingi og
það góðum mönnum eins og Inga
Birni Albertssyni og Kolbrúnu Jóns-
dóttur, varaþingmanni á Reykjanesi.
Minni eftirsjá tel ég í Hreggviði Jóns-
syni.
Með þessa tvo fyrrnefndu efnilegu
og ungu stjómmálamenn kemst
þetta nýja afl langt, þótt ég óttist að
þessi tvö fari í framboð fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í næstu kosningum.
Litla möguleika tel ég fyrir Júlíus
Sólnes í Borgaraflokki aö bjóða sig
fram í Reykjaneskjördæmi eftir að
hafa misst Kolbrúnu, varaþingmann
sinn, yfir til Inga Bjöms. Júlíus verð-
ur að átta sig á því að hann komst
inn á þing fyrir vinsældir og vorkunn
við Albert Guðmundsson.
Ég tel einnig að Kolbrún eigi mikið
fylgi á Reykjanesi og þá í Hafnarfirði
þar sem hún er vel kynnt kona vegna
atvinnu sinnar. Ég óska hinum nýja
flokki, Frjálslyndum hægri mönn-
um, alls hins besta og vona að hann
bjóöi fram í eigin nafni en ekki und-
ir forystu Sjálfstæðisflokksins eins
og sumir spá.
Það sem koma skal
Gunnar Sverrisson skrifar:
Þaö er að verða algengt um og
uppúr helgi að dagblöðin séu meö
lýsingar á ófögrum atburðum hvaö
hegðan sumra unglinga snertir. í
Morgunblaðinu 21. maí sl. birtist
frásögn um að vagnstjóri einn hafi
lent f átökum viö fjóra unglinga
uppi í Breiðholti og enginn í vagn-
inum hafi þorað aö hreyfa legg né
hð bílstjóranum til hjálpar vegna
hræðslu viö þessa unglinga.
Nokkra eftir að ég hafði lesiö
þetta kom mér f hug, þar sem þetta
er nú ekki svo óalgengt, aö ekki
þyrfti mikið til aö koma unglingum
undir áhrifum vímuefna úr jafn-
vægl Ég held að unga kynslóðin
sem vex upp í dag sé varla miklu
verri allsgáö en aðrir sem vora á
þessum aldri hér áöur fyrr.
Þaö sera mér finnst að þyrfti til
að koma í þessum eftaum er aö
skylda vagnstjóra hjá SVR til að
sæRja sérstök námskeið þar sem
kennd væra nauðsynleg atriöi í
sálarfræöi og rétt viðbrögð gagn-
vart aöstæðum sem upp kunna að
koma, jafnvel til að kæfa þær í
fæðingu. Einnig mætti taka fyrir
ýmislegt annað sem þessu tilheyr-
ir.
Ég er þess fullviss að ef viðkom-
andi vagnstjórar heföu meiri þekk-
ingu á málum sem geta skapast við
neftadar aðstæður gætu þeir fýfl-
ilega ráöiö við þær og jafnvel haft
áhrif til góðs á viðkomandi ung-
menni. Það er oftast of seint að
byrgja branninn þegar bamiö er
dottið ofan í.
Þaöer hins vegar augljóslega eitt-
hvað að sem lagfæra þarf og það
sem fyrst þegar hluti ungmenna
tekur upp þá háttu sem hér era til
umræðu. Um það þyrfti að fjafla
ítarlega af færara mönnum, þjóð-
félaginu til hags og farsældar.
Vinstra liöiö 1 Borgaraflokknum:
Rógur á Albert
Jóna skrifar:
Það er undarlegt hvað þetta vinstra
lið í Borgaraflokknum er iðið við að
koma sér í fjölmiöla til að rægja
manninn sem kom því á þing. - Svo
aö segja í allan vetur hefur þetta fólk
ekki gert annað en að rægja Albert
Guðmundsson og notað til þess bæði
hljóðvarp og blöð.
Einnig ræöst það á Inga Björn og
Hreggvið Jónsson, með villandi og
beinlínis ósönnum upplýsingum um
tildrög þess að þeir yfirgáfu Borg-
araflokkinn. Það var ekki skrýtiö
þótt þeir yfirgæfu apparat sem veit
aldrei hvort það er á bandi ríkis-
stjórnarinnar eða ekki.
Formaðurinn sagði á fundi hjá
Borgaraflokknum í Þórskaffi um
daginn að hann væri orðinn „þreytt-
ur á sífelldum rógi“. Hann hlýtur
að eiga við róginn frá sínum eigin
liðsmönnum því ég hefi ekki séð í
fjölmiðlum eitt aukatekið orð frá
Inga Bimi né Hreggviöi um sína eig-
in félaga.
Ég vona að orð Aðalheiöar Bjarn-
freösdóttur á þessum sama fundi eigi
eftir að sannast, aö „rógburðurinn
hitti þá sem honum beita“.
Ég vil benda þeim Inga Birni og
Hreggviði á að það hefur veriö eftir
því tekið aö þeir hafa ekki svaraö
þessu skítkasti nema á hógværan
hátt. Ég mun styðja Fijálslynda
hægriflokkinn, vegna þess að þar era
menn sem greinilega vita hvað þeir
vilja og era samkvæmir sjálfum sér.