Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989. Frjálst,óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Á undraskjótan hátt Þótt ríkisstjórninni hafi vegnað illa á mörgum svið- um, er verst afhroðið, sem efnahagur þjóðarinnar hefur beðið á veturlöngum valdaferli hennar. Ekki eru dæmi til, að ástæðulaus kreppa hafi beinhnis verið framleidd af mannavöldum á svo undraskjótan hátt. Þessi ósigur er þyngri á metaskálunum en ósigur rík- isstjórnarinnar fyrir samtökum háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna, svo að dæmi sé tekið til samanburðar. Á því sviði olli ríkisstjórnin ekki nýju tjóni, heldur glopr- aði niður nýfengnum árangri í almennum samningum. - Ríkisstj órnini hafði tekizt að ná skynsamlegum kj ara- samningum við mestan hluta starfsfólks síns og að fá þá samninga viðurkennda hjá aðilum vinnumarkaðar- ins. Það vakti vonir um stöðugt efnahagslíf á næstu misserum og einkum þó um viðráðanlega verðbólgu. Samningarnir við háskólamenn kollvörpuðu þessu. Þeir rufu friðinn, sem náðst hafði við samtök ríkisstarfs- manna og heildarsamtök launþega. Forsendur fyrri samninga fuku skyndilega á brott. AUt fer því aftur á hvolf á þeim vígstöðvum á næstu misserum. Ríkisstjórnin færðist með þessu aftur á núllpunktinn, en ekki niður fyrir hann. Hún eyðilagði nýfenginn ár- angur, en spillti ekki ástandi, sem var fyrir valdatöku hennar. Slík er aftur á móti niðurstaðan af ofnotuðu handafh hennar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Líkur benda til, að ríkisstjórnin muni á þessu ári setja íslandsmet í söfnun skulda í útlöndum, þótt hún hafi tekið sér fyrir hendur að stöðva skuldasöfnunina. Á fóstudaginn var hér í blaðinu reiknað út, að skulda- aukningin gæti numið rúmlega 20 milljörðum á árinu. í fyrra námu erlendar skuldir okkar rúmlega 41% af árlegri framleiðslu landsmanna. Þegar er ljóst, að þær fara á þessu ári upp í tæplega 48%. Gera má ráð fyrir, að talan verði komin yfir 51% fyrir næstu áramót. Þetta er gífurlegur haharekstur á aðeins einu ári. Innlendur sparnaður hefur brugðizt ríkisstjórninni, einmitt vegna hamslausra tilrauna hennar til að lækka vexti og sauma þannig að hugsanlegum kaupendum spariskírteina. Menn hafa ekki keypt ný skírteini í stað hinna eldri, sem þeir hafa fengið leyst út. Ríkisstjórnin gengur með þá sérkennilegu hugsjón í maganum að geta í haust komið raunvöxtum af spari- skírteinum úr 7% niður í 5% og geta um leið unnið upp 600 milljón króna fjármissi úr skírteinakerfmu og náð þar á ofan tveggja milljarða aukningu í því! Þessi þverstæða er skýrt dæmi um, að hagræn hugs- un ræður hvorki ferðinni í ráðherrahópnum né meðal hinna mörgu aðstoðarmanna og efnahagsráðgjafa, sem ráðherrarnir hafa sér til fulltingis. í staðinn er rekin sú tegund óskhyggju, er kallast seiðkarla-hagfræði. Ljóst var í upphafi, að illa mundi fara. Þá ákvað ríkis- stjórnin að halda uppi gengi krónunnar, hvað sem það kostaði. Og þá ákvað hún, að í stað heilbrigðs rekstrar í atvinnulífinu skyldu koma björgunaraðgerðir fjöl- margra nýrra milljarðasjóða hins opinbera. Að tæpu starfsári hðnu hggur ríkisstjórnin í rjúkandi rústum hagkerfisins. Eftir aht handaflið og allar thfær- ingamar með mihjarðasjóði hefur hún mátt þola fyrsta atvinnuleysisvetur í manna minnum. Og hún hefur orð- ið að stofna th víðtækrar atvinnubótavinnu í sumar. Ef ráðherrarnir kynnu að skammast sín, mundu þeir segja af sér strax í dag. En þeir sitja áfram, í skjóli sam- einingartáknsins, - skorts á sjálfsgagnrýni. Jónas Kristjánsson „Hagsmunasamtök fatlaöra hafa i vaxandi mæli haslað sér völl í kjaramálum, beinhörðum launa- og réttinda- málum sem brenna á fötluðum ekki síður en öðrum,“ segir m.a. í greininni. Við eigum samleið 1. maí er nýliðinn þegar þetta er ritað - baráttudagur launþega um heim allan, með alleinkennilegum blæ hjá okkur aö vísu, því að ómögulegt var að segja að alþýða manna gengi þar í einingu, upp- rétt, djörf og sterk. Og áleitin spum hefur að mér sótt á síðustu dægnnn - er máske orðið svo að menntaðasti hluti launþega afþakki það alþýöunafn sem a.m.k. ég hefi alltaf talið mér til fremdar að vera fæddur inn í og vona að ég hafi ekki með öllu fjarlægst svo að ég megi ekki enn með réttu teljast með alþýðu þessa lands. Allbreitt viðhorfsbilið Mér þykir sem sé að allbreitt sé orðið viðhorfsbilið hjá launþegun- um í landi hér bæði varðandi launakjör og launamun. Vonandi hef ég misskilið eitthvaö, vonandi hefi ég ekki skilið rétt stolt manna af menntun sinni, svo ranglega hafi ég þóst finna þar þann hroka sem ekki er mikillæti í skjóli auðs og eigna - og valds - hótinu betri - raunar verri ef grannt er að gáð. Ég verð bara að vona að viss hlát- ur, ákveðin orð, upphrópanir og einstakar kröfur séu af allt öðrum toga. Svo margt ágætisfólk er í hlát- urshópnum að í raun leyfist ekki ööru að trúa en hinu illskásta a.m.k. En ekki meira um það, þótt það verði ugglaust verðugt verk- efni þeirra sem kjarabaráttu kryfia seinna meir að leita og finna orsak- ir þess himindjúps sem ég hefi með hrolli og kvíða horft á síðustu vikur milli kröfugerðar ákveðinna, mis- munandi launþegahópa í þjóðfélag- inu. En ég ætlaði að víkja að öðru - allt öðru og gleðiríkara efni nú á þessum maídögum. Kjarabaráttan er viða og tekur á sig margar myndir. Hagsmuna- samtök fatlaðra hafa í vaxandi mæli haslaö sér völl í kjaramálum, beinhöröum launa- og réttindamál- um sem brenna á fötluðum ekki síður en öðrum. Yfir allan efa er það hafið að verulegur hluti fatl- aðra er á lgegstu tekjumörkum samfélagsins og þaö sem verra er, hefur ekki tök né tækifæri til að bæta þar nokkuð úr. Ótaldir aukapóstar Það fólk, sem viö tryggingabætur einar býr, er örugglega tekjulægst einstakra hópa í þjóðfélaginu. Fari ég með ranga fuilyröingu vil ég gjaman fá hana leiðrétta (ekki með þessu gamalkunna, með heima- vinnandi húsmæðumar) því for- vitnilegt væri að vita hvaða stéttar- félag semur svo fyrir sinn hóp að hann teljist neðar í tekjustiganum. Og það fylgir ótalmargt með - ótaldir aukapóstar hins fatlaða, sem fylgifiskar hins óhjákvæmi- KjaHaiinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags íslands lega í svo mörgu, og svo er fötlunin sjálf sér á parti. Húsnæðismálin brenna þar heitast og þeir sem erf- iðast eiga vegna fötlunar, oft af fleiri en einum toga, alltof margir þeirra fylla biðlista vonarinnar í dag og fá seint úrlausn, ef svo fer fram sem horfir. Staöa tryggingamála, vistunar- og húsnæðismála, almennra sjálf- sagðra réttindamála fatlaðra, er slík í dag, þrátt fyrir að ótalmargt hafi áunnist, að hún kallar á alhliða samfélagslegt átak, þar sem for- gangsatriða verði gætt, þar sem það fólk, sem erfiöasta á aðstöðuna, fengi umbun mesta. Þess vegna m.a. var á liðnum vetri haft sam- band við baráttusamtök launafólks af hálfu samvinnunefndar samtaka fatlaðra, Þroskahjálpar og Ör- yrkjabandalagsins og leitað þeirra liösinnis og samtaka samstarfs um málefni þau er heitast brenna á béiki. Þau viðskipti öll ætla ég ekki að rekja né þau viðbrögð sem við uröu. En árangur þessa hefur orðið nú þegar og vissa mín sú að svo verði enn frekar þegar lagst er af afli á árar sameiginlega og sam- taka. Hagsmunir og réttindamál fara um flest saman þegar grannt er skoðað og þó ekki væri annað en samkenndin, þegar saman er feng- ist við verkefnin, þá skilar hún ævinlega einhverju beinu auk alls hins óbeina sem gerir byrði dag- anna léttbærari. En meginmál nú er annars vegar hver skil trygg- ingamál fatlaðra fengu í samnings- gerð launþegasamtaka við ríkis- valdið og hins vegar sá öflugi stuðningur er málefni fatlaðra fengu 1. maí sl. hjá forystumönnum ASI og BSRB er á Lækjartorgi töluðu. í samræmi við kjarabætur Þar var af heilindum mælt og ekki að efa að viðræður vetrarins og öll samskipti önnur hafa enn frekar aukið skilning þessara ágætu forystumanna á kjörum og aðbúnaði fatlaðra í þjóðfélaginu, svo sértæk sem mörg málefni eru þar og margt óleyst enn, sem hinn ófatlaði hefur þegar í höfn. Það verður þá jafnframt skylda hags- munasamtaka fatlaðra að styðja réttindasókn íslenskra alþýðu- stétta, þeirra sem vilja rísa áfram undir því nafni. En ómetanlegur styrkur er það bæði öryrkjum sem öldruðum að ekki skuli svo frá samkomulagi launþega við ríkisvald gengið að um leið sé tryggilega frá því gengið líka að bætur trygginganna hækki í fullu samræmi við þær kjarabæt- ur sem um hefur verið samið, ekki síst þegar þær eru að verulegu leyti fólgnar í öðru en beinum grunn- kaupshækkunum. Ég hygg að núverandi stjórnvöld eigi nú næst að snúa sér af alvöru að hagsmuna- og réttindamálum fatlaðra og aldraðra þá um leið. Sagt er að enginn sé öruggari mæli- kvarði á raunverulega félags- hyggju en sá sem mælist í kjörum og aðstæðum öllum hjá þeim sem erfiðast eiga um vik í lífsbarátt- unni, hvergi sé unnt aö sýna betur jafnréttisvilja í verki. Nú vita stjómvöld að þau eiga að baki öfluga bandamenn í slíkum aðgerðum öllum, ekki einungis hina öflugu sveit sem fatlaðir eiga og fara fyrir heldur og sterkustu launþegahreyfingar landsins. í baráttu fatlaðra fyrir frekari rétti og réttlæti um leiö, fyrir un- andi aðstæður til eðlilegra lífs- hátta, enn betur en nú er, í þeirri baráttu era bakhjarlar sem Al- þýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja ómetan- legir. Því eitt er víst. Við eigum samleið í svo ótrúlega mörgu. Þaö mun enn betur sannast þegar sam- an er tekið á. Helgi Seljan „Eg hygg að núverandi stjórnvöld eigi nú næst að snúa sér af alvöru að hags- muna- og réttindamálum fatlaðra, og aldraðra þá um leið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.