Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
27
Fólk í fréttum
Gylfi Þ. Gíslason
í helgarblaöi DV um síðustu helgi
var greint frá því aö Gylfi Þ. Gísla-
son, fyrrv. ráðherra og prófessor og
formaður Norræna félagsins á ís-
landi, hefði verið sæmdur heiðurs-
peningi Jacobs Lettersted áriö 1989
fyrir stjórnmála- og menningar-
starfsemi sína á Norðurlöndum.
Gylfi fæddist í Reykjavík 7.2.1917.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1936, stundaði nám í rekstrarhag-
fræði við Johann Wolfgang Goethe
Universitát í Frankfurt am Main
1930-37 og 1938-39 og við Hoch-
schule fúr Welthandel í Vín 1937-38.
Gylfi lauk kandidatsprófi í rekstrar-
hagfræði frá háskólanum í Frank-
furt am Main 1939 og doktorsprófi
frá sama skóla 1954. Hann dvaldi við
nám við háskóla í Danmörku, Sviss
og Bretlandi 1946, í Bandaríkjunum
1952 og í Þýskalandi 1954.
Gylfi starfaði við Landsbanka ís-
lands 1939-40, var stmidakennari
við Viðskiptaháskóla íslands
1939-40 og dósent þar 1940-41. Hann
var stundakennari við MR1939-46
og 1947-56. Þá var hann skipaður
dósent í viðskiptafræði við HÍ1941
og prófessor 1946. Hann fékk leyfi
frá störfum 1956 og lausn 1966.
Gylfi var þingmaöur Reykvíkinga
1946-49 og 1959-78 en landskjörinn
þingmaður 1949-59. Hann var for-
seti sameinaðs þings 1974. Gylíi var
mennta- og iðnaðarráðherra
1956-58, mennta-, iðnaöar og við-
skiptaráðherra 1958-59 og mennta-
og viðskiptaráöherra 1959-71. Hann
var skipaður prófessor í rekstrar-
hagfræði og tengdum greinum í við-
skiptadeild HÍ1972 og gegndi þeirri
stöðu til ársloka 1987 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Hann sat í miðstjórn Alþýðu-
flokksins frá 1942, var ritari flokks-
ins 1946-66, varaformaður 1966-68
og formaður 1968-74. Hann var for-
maður þingfiokks Alþýðuflokksins
1968-78.
Meðal mikils fjölda annarra trún-
aðarstarfa, sem Gylfi hefur gegnt,
má nefna að hann sat í viðskipta-
ráði 1943-46, var skipaður í stjórnar-
skrámefnd 1947, var formaður vísi-
tölunefndar 1948, formaður Hag-
fræðingafélags islands 1951-59, í
bankamálanefnd 1951-54, í banka-
ráði Framkvæmdabanka íslands
1953-66, ístjóm Framkvæmdasjóðs
1966-71, í Þjóðleikhúsráði frá 1954
til ársloka 87, var fulltrúi íslands í
stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
1956-65 og í stjóm Alþjóðabankans
1965-71. í Norðurlandaráði 1971-78,
formaður menningarmálanefndar
Norðurlandaráðs 1971-78, í fjárlaga-
nefnd Norðurlandaráðs 1971-78 og
formaður 1976-78 og í upplýsinga-
nefnd Norðurlandaráðs 1971-78.
Hann var formaður Rannsóknar-
ráðs, hefur setið í stjórn Almenna
bókafélagsins frá 1961, var kjörinn
í stjórn Álafoss 1986, sat í stjómar-
skrárnefnd frá 1978 og var kosinn
félagi í Vísindafélagi Islendinga
1959.
Hann er heiöursfélagi PEN á ís-
landi og dr. oecon. h.c. við HÍ1971.
Gylfi hefur samið fjölda kennslu-
bóka í sínum kennslugreinum en á
ámnum 1986-87 kom út í þremur
bindum þekktasta kennslurit hans,
Rekstrarhagfræði. Þá er væntanleg
eftir hann nú í haust bók um Ðski-
hagfræði. Þá hggja eftir Gylfa ó-
grynni ritgerða, greina og álitsgerða
um hagfræði, stjómmál, sögu,
menningarmál og reyndar hin ólík-
ustuefni.
Gylfi er í hópi ástsælustu núlif-
andi tónskálda íslenskra og sönglög
hans hafa komið út á fjómm hljóm-
plötum: Við sundin blá, sungin af
Róbert Arnfinnssyni, Rvík, 1974;
Lestin bmnar, sungin af Róbert
Arnfinnssyni, Rvík 1978; Ég leitaði
bláma blóma, ýmsir söngvarar,
Rvík 1981, og Ljósið loftin fylhr,
ýmsir söngvarar, Rvík 1988.
Gylfi kvæntist 30.12.1939 Guðrúnu
Vilmundardóttur, húsmóður og
stúdent frá MR, f. 7.12.1918, dóttur
Vilmundar Jónssonar landlæknis
og konu hans, Kristínar Ólafsdóttur
læknis.
Gylfi og Guðrún eignuðust þrjá
syni: Þorsteinn, f. 12.8.1942, dósent
í heimspeki viö HÍ; Vilmundur, f.
7.8.1948, d. 19.6.1983, sagnfræðing-
ur, alþingimaður og ráðhema, áttí
Valgerði Bjarnadóttur viðskipta-
fræðing, ogÞorvaldur, f. 18.7.1951,
prófessor í þjóðhagfræði við HÍ,
kvæntur Önnu Bjarnadóttur kenn-
ara.
Bróðir Gylfa var Vilhjálmur út-
varpsstjóri, faðir Þórs hæstaréttar-
dómara og Auðar prests.
Foreldrar Gylfa voru Þorsteinn
Gíslason, skáld og ritstjóri í Reykja-
vík, f. 26.1.1867, d. 20.10.1938, Og
kona hans, Þórunn Pálsdóttir, hús-
móðirþar, f. 26.10.1877, d. 14.1.1966.
Þorsteinn var sonur Gísla, skip-
stjóra í Stærri-Árskógi, Jónassonar
og Ingunnar Stefánsdóttur, um-
boðsmanns á Snartarstöðum, Jóns-
sonar, bróður Rannveigar,
langömmu Jónasar Jónssonar frá
Hriílu og Kristjáns, afa Kristjáns
Karlssonar skálds. Móðir Ingunnar
var Þórunn Sigurðardóttir, um-
boðsmanns á Eyjólfsstööum, Guð-
mundssonar, bróður Guðlaugar,
langömmu Halldórs, föður Ragnars,
fyrrv. forstjóra ÍSAL. Móðir Þór-
unnar var Ingunn Vigfúsdóttir,
systir Margrétar, langömmu Stef-
áns, föður Ólafs Walters, skrifstofu-
Gylfi Þ. Gíslason.
stjóra í dómsmálaráðuneytinu.
Þórunn var dóttir Páls, trésmiðs í
Rvík, Halldórssonar. Móðir Þórunn-
ar var Ingibjörg Þorvaldsdóttir, b. í
Framnesi í Skagafirði, Jónssonar,
b. í Framnesi, Jónssonar, b. í Fram-
nesi, Jónssonar, trítils, Jónssonar,
bróður Jóns Bjömssonar, langafa
Björns, langafa Péturs, föður Páls á
Höhustöðum. Móðir Jóns eldra í
Framnesi var Guörún, dóttir Mál-
fríðar, langömmu Péturs, afa Helga
Hálfdanarsonar skálds. Móðir Þor-
valds var Rannveig Þorvaldsdóttir,
systir Þuríðar, langömmu Vigdísar
Finnbogadóttur. Móðir Ingibjargar
var Ingibjörg, systir Rannveigar,
langömmu Eyjólfs Konráðs Jóns-
sonar. Ingibjörg var dóttir Guð-
mundar, b. á Mælifehsá, Jónssonar
og konu hans, Ingibjargar Björns-
dóttur, prests í Bólstaöarhlíð, Jóns-
sonar.
Afmæli
Daníel
Daníel Kristinn Daníelsson
sjúkrahði, th heimihs að Borgar-
holtsbraut 72, Kópavogi, er sjötugur
ídag.
Daníel fæddist á ísafirði og ólst
þar upp í foreldrahúsum til níu ára
aldurs en flutti þá á Rauöasand þar
sem hann var í fjögur ár hjá móður-
bróður sínum. Hann flutti síðan aft-
ur th ísafjarðar og fór fljótlega að
vinna þar í fiski. Um tvítugt fór
Daníel th sjós og var þijú sumur og
tvær vetravertíðir vélstjóri á bátum.
Hann flutti til Reykjavíkur 1941
og starfaði þar í byggingavinnu hjá
Almenna byggingafélaginu th 1944
en hóf þá skósmíöanám sem hann
Kristinn Daníelsson
stundaði á ísafirði en sveinsprófi
lauk hann 1948. Daniel starfaði síð-
an í fjögur ár við skósmíðar, fyrst á
verkstæði hjá öðram í eitt ár en rak
síðan eigið skósmíðaverkstæði í
Kleppsholtinu í Reykjavík.
Daníel fór síðan á vertíð í Grinda-
vík og starfaði eftir það hjá Samein-
uðum verktökum á Keflavíkurflug-
velh í nokkur ár. Þá starfaði Daníel
í Blikksmiöju JPP við Ægisgötuna
í Reykjavík en hætti þar störfum af
hehsufarsástæðum og hóf störf sem
gæslumaöur á Kópavogshælinu.
Hann fór síðan í sjúkraliðanám 1974,
lauk því 1975 og hefur starfað sem
sjúkraliði síðan.
Kona Daníels er Margrét Þor-
steinsdóttir, f. 21.3.1922, dóttir Þor-
steins Þórðarsonar, verkamanns á
Sauðárkróki, og Ástríðar Stefáns-
dóttur ljósmóður en þau era bæði
látin.
Dóttir Margrétar er Ásta Her-
mannsdóttir, f. 3.5.1944, sjúkraliði í
Hátúni í Reykjavík. Kjördóttir Daní-
els og Margrétar er Anna Björk
Daníelsdóttir, f. 1.3.1955, sjúkraliði
á Landspítalanum í Reykjavík, gift
Hafsteini Þóröarsyni, starfsmanni
hjá Glerborg, og eiga þau þrjú börn,
Pálínu Margréti, Ásu Marin og
DaníelÞór.
Daníel átti sjö systkini og eru þrjú
þeirra á lífi. Þau era Bjarnheiður
Steinunn, búsett í Reykjavík, gift
Einari Indriðasyni sjómanni; Magn-
ús, verkamaður á ísafirði, og Guð-
mundur Þór, bakari hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík, kvæntur
Guörúnu Eghsdóttur húsmóður.
Foreldrar Daníels vora Daníel
Jónsson, skósmiður á ísafiröi, og
kona hans, Ólína Jónsdóttir hús-
móðir.
Foreldrar Ólínu voru Jón Runólfs-
son, b. á Skógum í Barðastrandar-
sýslu, og Guðbjörg Ólafsdóttir.
Daníel verður ekki heima á af-
mæhsdaginn.
Daniel Kristinn Daníelsson.
Til hamingju með
Aðalheiður Lydía Guðmundsdóttir
og Bjöm Kristján Ásgeirsson
Hjónin Bjöm Kristján Ásgeirsson skipstjóri og Aðalheiður Lydía Guð-
mundsdóttir.
Hjónin Björn Kristján Asgeirsson
skipstjóri og Aðalheiður Lydía
Guðmundsdóttir, húsmóðir og
verkakona, th heimihs aö Sæbóh
42, Grundarfirði, eiga þrjátíu ára
brúðkaupsafmæli í dag.
Björn Kristján fæddist í Grandar-
firði 5.5.1926 og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. Hann byrjaði ungur
th sjós og lauk skipstjórnarprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavik
fyrir fjörutíu árum en hann hefur
stundað sjómennsku síðan, ein-
göngu á fiskibátum.
Aðalheiður Lydía fæddist í
Reykjavík 24.5.1932 og ólst þar
upp. Hún hefur ásamt húsmæðra-
störfunum starfað við fiskvinnslu.
Börn Aðalheiðar og Björns eru
Guömundur Ásgeir, f. 21.2.1960,
skipstjóri í Grundarfirði, í sambúð
með Maríu Steinþórsdóttur og eiga
þau tvö börn; Andrea Þórunn, f.
10.8.1962, húsmóðirá Akranesi,
gift Sveini Gunnarssyni, starfs-
manni við Grundartangaverk-
smiðjuna, og eiga þau tvö börn;
Sveinn Jóhann, f. 21.5.1964, útgerð-
armaður í Danmörku, í sambúð
með Mörnu Kaspersen og eiga þau
tvö börn; Björn Heiðar, f. 16.11.
1967, sjómaður í Grundarfirði, í
sambúð með Kristínu Gunnars-
dóttur.
Foreldrar Björns eru bæði látin
en þau voru Ásgeir Kristjánsson,
sjómaður og verkamaður í Grund-
arfirði, og kona hans, Þórdís Þor-
leifsdóttir húsmóðir.
Foreldrar Aðalheiðar: Guðmund-
ur Bjarnason, málmsteypumeistari
í Reykjavík, og kona hans, Sigurrós
Rósinkarsdóttir húsmóðir, en hún
erlátin.
afmælið 30. maí
75 ára
Sigurður Vajdimarsson,
Neðstaleiti 4, Reykjavík.
60 ára
Vilhjálmur H, Pálssou,
Höfðabrekku 14, Húsavík.
40 ára
Maggi Guöjón Ingólfsson,
Vallholti 9, Akranesi.
Hhdur Sigurðardóttir,
Hjahaseli 7, Reykjavík.
Sigrún Erlendsdóttir,
Sævangi 14, Hafnarfirði.
Tilmæli til afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og
aðstandendur þeirra til að senda
því myndir og upplýsingar um
frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að ber-
ast í síðasta lagi þremur dögum
fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir