Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Síða 32
F R ÉTT/XS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert'fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAl 1989.
Ný útvarpsstöð 1 Reykjavík:
Fer í loftið
næstu daga
■y*- Ný útvarpsstöð tekur til starfa ein-
hvern allra næstu daga. Útvarpsstöð-
in hefur fengið nafnið „Á rás“. Út-
varpsstjóri verður Konráð Olavsson
en hann er vel kunnur handknatt-
leiksmaður og leikur með KR og
landsliðinu. Margir kunnir útvarps-
menn koma til með að starfa á nýju
stöðinni. Einn þeirra er Steingrímur
Ólafsson sem áður var fréttamaður
á Bylgjunni.
Útvarpsstöðin verður til húsa í
kjallara Fjölbrautaskólans við Ár-
múla. Tækin, sem stöðin verður með,
voru áður notuð af útvarpsstöðinni
„Útrás".
Til útsendinganna verður notaður
1000 vatta sendir - en það mun vera
-» svipuð stærð og Bylgjan og Stjarnan
ráða yfir.
Heimildir DV herma að stefnt sé
að þvi að útvarpsstöðin hefji útsend-
ingar 1. júni - þaö er á fimmtudag.
-sme
Fannst ofurölvi í
björgunarbáti
Ungur maður fannst ofurölvi í
gúmbjörgunarbáti á Viðeyjarsundi í
^ gærmorgun. Um miðnætti í nótt
hafði ekki tekist að yfirheyra hann
sökum þess hversu ölvaður hann
var. Maðurinn mun hafa stolið trillu
úr Reykjavíkurhöfn snemma í gær-
morgun og sökkt henni og komist
með einhverjum hætti í björgunar-
bátinn.
Það voru hafnsögumenn sem sáu
björgunarbátinn á reki skammt frá
Viðey og fóru til móts við hann. Þeg-
ar að var komið lá maðurinn meðvit-
undarlaus í botni bátsins. í fyrstu var
talið að hann væri látinn. En þegar
verið var aö hífa bátinn upp á
bryggju rumskaði maðurinn.
A manninum fundust tvö greiðslu-
kort og lyklakippa. Talið er að mað-
urinn hafi stolið kortunum og kipp-
'■’* unni ásamt veski með 20 þúsund
krónum í peningum á gistihúsinu
Royal-Inn við Laugaveg kvöldið áð-
ur. Maðurinn hafði gist þar nóttina
áður en hann hélt á sjóinn. -sme
Dollarinn I
57,39 krónur
Dollarinn var í morgun kominn í
57,39 krónur og hefur söluverð hans
aldrei verið jafnhátt. Seðlabankinn
hefur nýtt sér 1 prósent af heimild-
inni um 2,25 prósent gengisfellingu.
Það gerði hann á föstudaginn þegar
gengiö var fellt um 0,57 prósent en
dollarinn féll þá örlítið í verði á al-
þjóðagjaldeyrismörkuðum. Áður
hiafði gengið verið látið síga í smá-
skömmtum. -JGH
LOKI
Þeir virðast á-rásargjarnir,
þessir útvarpsmenn!
Kona kærir fyrrverandi eiginmann:
a fjoaur skuldabref
- samtals að upphæð 1.250 þúsund krónur
íslensk kona, sem er búsett í Húsaleiguféð átti að nota til þess urra bankastofnana. Þær eru um DV er hann farinn af landinu
Hollandi, hefur kært fyrrverandi aö greiða afborganir af lánum sem Sparisjóður vélstjóra, Búnaðar- sökum þess hversu skuldugur
eiginmann sinn til Rannsóknarlög- eru á íbúð konunnar. Þar sem eig- bankinn, Landsbankinn og Útvegs- hann er. Maðurinn rak til skamms
reglu ríkisins. Konan telur að mað- inmaðurinn fyrrverandi sinnti því bankinn. Konan hetur nú fengið tíma sölutum í Breiðholti. íslensk
urinn hafi falsað nafii hennar á ekki, án þess að konan yrði þess afrit af skuldabréfunum send til getspá, eða Lottó öðru nafiii, varð
fjögur skuldabréf- samtals að upp- vör, hafa safnast upp talsverð van- Hollands og segir hún að undir- aötakalottókassaúrsöluturninum
hæð 1,250 þúsund krónur. Einnig skil - svo mikil að flest bendir til skriftirnar séu alis ekki sínar þó vegna þess aö brögö voru að því
kærirkonanmanninnfýriraðhafa þess að konan verði aö selja íbúð- hennar nafn hafi verið skrifaö á að maðurinn stæði ekki í skilum
dregiö sér húsaleigufé sem honum ina til að greiða þau vanskil sem þau. meö það fé sem fékkst fyrir sölu á
haföi verið falið að innheirata fyrir safnast hafa upp. Fyrryerandi maður konunnar er lottómiöum.
hana. Skuldabréfm eru gefm út tii fjög- ekki á íslandi. Sarakvæmt heimild- -sme
Þegar saman koma strákar, pollar af hvaða stærð sem er og eitthvað sem talist getur „fleki“ er áframhaldið sjálf-
gefið. Þeir Hlynur og Sveinbjörn í Grafarvogi vissu enda mæta vel hvað við átti. Hvort úr varð meiri háttar leiðang-
ur er ekki gott að segja. Hins vegar er rétt að brýna fyrir öllum hressum strákum - og auðvitað stelpum líka - að
fara að öllu með hæfilegri gát. Sérstaklega við sjóinn, í grunnum og öðrum dýpri pollum, sem geta komið á óvart.
DV-mynd Brynjar Gauti
í gæsluvarðhald vegna brunanna
Einn maður, sem búsettur er á
Stöðvarfirði, hefur verið úrskuröað-
ur í gæsluvarðhald til 12. júní. Mað-
urinn er grunaöur um aö vera valdur
að brununum sem urðu á Stöðvar-
firði á sunnudagsmorgun.
Þá brunnu tvö hús á Stöðvarfiröi -
saltfiskverkun og vinnuskúr. Flest
þykir benda til þess að kveikt hafi
verið í báðum húsunum.
-sme
Reynir Daníel
settur skóla-
stjóri Öldu-
selsskóla
Menntamálaráðherra hefur sett
Reyni Daníel Gunnarsson yfirkenn-
ara í stöðu skólastjóra Ölduselsskóla
til eins árs frá og með 1. ágúst 1989.
Umsækjendur um stöðu þessa voru
þrír og voru þeir allir taldir hæfir til
að gegna stöðunni. Meirihluti
Fræðsluráðs Reykjavíkur lagði til að
Velgerður Selma Guðnadóttir ýrði
ráðin skólastjóri. Valgerður hefur
svipaða menntun og Reynir Daníel,
en nokkru meiri starfsreynslu við
skólastjórn.
í tilkynningu menntamálaráð-
herra um setningu Reynis Daníels í
skólastjórastöðuna er bent á að full-
trúar kennara í Fræðsluráði hafi
stutt Reyni Daníel. Auk þess hafi
fræðslustjórinn í Reykjavík lagt ein-
dregið til að Reynir Daníel fengi
embættið, stjórn Foreldrafélags Öld-
uselsskóla hefði lýst stuðningi viö
hann og verulegur meirihluti kenn-
ara við skólann einnig.
í tilkynningu menntamálaráð-
herra segir ennfremur að á síðasta
ári hafi sextíu og sex starfsmenn við
skólann óskað eftir því að Reynir
Daníel yrði ráðinn skólastjóri hans.
Með hliðsjón af þessu hefði
menntamálaráðherra gefið út bréf
um setningu Reynis Daníels Gunn-
arssonar í stöðu skólastjóra Öldu-
selsskóla til eins árs.
HV
Veörið á morgun:
Bjart og
hlýttá
Austurlandi
Á morgun verður hæg vestlæg
átt á landinu. Skýjað og lítils-
háttar súld vestanlands en þurrt
og bjart veður austan tíl. Hitinn
verður 6-12 stig.
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00