Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1989, Blaðsíða 1
Bama ■ 23. TBL. LAUGARDAGUR 10. JUNÍ 1989. Sundið Dag nokkum, þegar Stína var að fara ofan í sundlaugina, komu strákar og hrintu henni ofan í. Það varð mjög mikill buslugangur í lauginni. Stína fór aftur upp úr og stakk sér. Stjáni var að lemja Gunnlaugu og Stína fékk nóg af látunum og fór heim. Stefanía Sigurðardóttir, Sigtúni 5, 450 Patreksfirði Björgunin Anna fór í sund til TálknaQarðar með mömmu sinni. Hún stökk út í djúpu laugina. En Anna var ósynd og nálgaðist botninn óðum. Anna náði ekki andanum en mamma hennar sá til hennar. Mamma stökk út í laugina til þess að bjarga Önnu. Hún kafaði eftir henni og fann hana næstum drukkn- aða. Mamma var fljót að synda með Önnu að bakkanum. Þá var Anna flutt á spítala þar sem hún jafnaði sig fljótt. Næst þegar Anna fór í sund stökk hún út í grunu laugina. Hrefna Ósk Þórsdóttir, Hjöllum 16, 450 Patreksfirði. I sundlauginni Einu sinni fór Kristín í sund með mömmu sinni. Það voru margir krakkar í sundi með foreldrum sínum. Kristín hitti vinkonu sína sem hét Lilja. Þær voru bestu vinkopur. Kristín og Lilja lærðu að synda og það fannst þeim gaman. Þær syntu lengi lengi þar til mamma Kristínar kallaði á hana til þess að fara upp úr lauginni. Þegar Kristín kom heim sagði hún pabba sín- um hvað gerst hafði um daginn. Síðan varö klukkan ellefu og Kristín var orðin svo þreytt að hún lagðist upp í rúm og steinsofnaði. Sæunn Pálsdóttir, 10 ára, Hrauntungu 13, 200 Kópavogi. Sundlaugarvörðurinn Einu sinni var sundlaugarvörður. Hann hét Guðlaugur. Eitt sinn þegar hann var í vinnunni kom kona frá Kína með htlu stelpuna sína en Guð- laugur vildi ekki hleypa þeim inn því þær voru frá Kína. En fyrir utan var köna sem sá og heyrði allt sem fram fór. Daginn eftir komu tveir svartir drengir með litlu systur sinni, og ekki vildi Guðlaugur hleypa þeim inn. Þetta sá konan líka og í þetta skipti fór hún til mannsins sem átti sundlaug- ina og kvartaði. Eigandinn talaði við Guðlaug og Guðlaugur bætti ráð sitt og hleypti alltaf erlendu fólki í laugina. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri. Úti er ævintýri. Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, 9 ára, Garðabraut 78, 250 Garði. Jóna fer í sund Einu sinni ákvað pabbi Jónu að fara með hana í sund. Þau hittu fullt af krökkmn sem Jóna var með í leikskóla og einnig Siggu fóstru. Þau fóru í rennibrautiná, bæði stóru og litlu. Þau skemmtu sér mjög vel og keyptu sér ís á eftir. Svo fóru þau heim og Jóna sagði mömmu sinni alla söguna. Eva og Sunna Diðriksdætur, 4 ára, Brekkutúni 6, 200 Kópavogi. .........................r................................. I sundi Lárus og Pétur eru í sundi. Það er gaman. Þeir eru með froskalappir og kafaragleraugu og sundkút. Tíminn hður og Pétur er orðinn þreyttur. Hann langar heim. Pétu^ biður Lárus um að koma heim en Lárus vill það ekki. Þá fara þeir að rífast og skvetta vatni hvor á annan. Fólkið í lauginni kvartar undan þeim við sundlaugarvörðinn og Pétur og Lárus eru reknir upp úr lauginni. Lárus er reiður út í Pétur og Pétur er reiður út í Lárus. En svo fyrirgefa þeir hvor öðrum og verða aftur vinir. Næsta dag fóru þeir aftur í sund. Þórdís Lilja Bergs, 10 ára, Austurbyggð 7, 600 Akureyri. Sigrún og Sigmar , Sigrún og Sigmar urðu fjarska glöð þegar þau fengu að fara í sund. En svo fór Sigmar að stríða Sigrúnu. Hann ætlaði að hrinda henni út í laugina, Sigrún fór að gráta og datt í laugina. Allir fóru að hlæja. Svo kom pabbi Sigrúnar og þau fóru heim. Elfa Birkisdóttir, Miðdal, 840 Laugardal. Ása Íitla í sundi Ása litla var að fara í sund og það voru margir sem voru í sundi vegna þess að það var svo gott veður. Sumar stelpurnar voru í bíkini. Tveir strák- ar voru 1 boltaleik ofan í sundlauginni og einn strákur var að kafa. Mamma var að hjálpa Ásu htlu að læra að synda á maganum. Þegar Ása kom heim spurði mamma hennar hvort ekki heföi verið gaman í sundi. Ása litla sagði að það hefði verið ofsalega gaman. Albína Hulda Pálsdóttir,6 ára, Þrastamesi 2, 210 Garðabæ. Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 26. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaun. ✓ / / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.