Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1989, Blaðsíða 2
30 ijfiítfu cvÝí LAUGÁRDAGUR 10. JÚNÍ 1989. íjjrm fí-ha-ha Brandarar Einn á Sauðárkróki sendi þessa presta-brandara: - Það var kominn nýr prest- ur í sveitina. Sá nýkomni tók fljótt eftir því að gömul kona, sem sat framarlega í kirkjunni við messur, tárað- ist undantekningarlaust undir ræðunni. Eitt sinn vék prestur að þessu við þá gömlu og spurði hana hvað það væri í málflutningi sínum sem hrærði hana svo. „Það er ekki ræðan, prestur minn, sei, sei, nei. En ég átti geit í fyrra sem hrapaði til bana hérna í fjöllunum og í hvert skipti, sem ég heyri í þér, kemur mér geitin í hug. Prestinum lá mikið á hjarta og ræðan virtist aldrei ætla að taka enda. Fólk fór að tínast út og að lokum gat kirkju- vörðurinn ekki á sér setið lengur. Hann reis á fætur, stakk hausnum gætilega inn í ræðustólinn og sagði lágt við prestinn: „Hérna eru lyklarnir. Þú læsir svo um leið og þú ferð.“ Ungi presturinn var að húsvitja. Enginn svaraði þegar hann hringdi dyrabjöllnnni svo að hann vogaði sér inn fyrir og stóð í forstofunni. Hann hrópaði varlega: „Halló.“ Undrandi kvenmannsrödd heyrðist frá efri hæðinni: „Ert þetta þú, engillinn minn?“ „Nei,“ svaraði ungi prsturinn dauflega. „En ég vinn hjá sama fyrirtæki.“ Tveir menn á tali: „Ó, konan mín er svo mikill engill.“ „Jæja, er hún það? Konan mín er enn á lífi.“ Hvaða bát á stúlkan? Og drengurinn? Sendið svarið til: BARNA-DV. Trúðurinn Það voru einu sinni fjögur systkini sem hétu Rósa, Anna, Pétur og Magnús. Mamma þeirra hét Lilja. Hún var góð við krakkana sína. Einn daginn kom sirkus í bæinn. Systkinin langaði til að fara og þau fengu það. Daginn eftir fóru þau öll í sirkus og þar var svo margt að sjá. Þau sáu ljón, trúða, skemmtikrafta og fleira. Það var svo gam- an og þau fengu meira að segja að kynnast einum trúði sem hét Jakob. Svo nokkrum dögum seinna kom Jakob trúður til þeirra í bílnum sínum. Þetta var skemmtileg heimsókn. Jórunn Diana Olsen, 11 ára, Víkurbraut 1 B, 245 Sandgerði. MIG DREYMDI... Elsku BARNA-DV. Geturðu ráðið þennan draum? Hann byrjaði þannig að ég var að fara í íþróttahúsið og inni í íþróttahúsinu voru Madonna og Rick Astley. Svo kom einhver stelpa sem hét Sonja. Við spurðum Madonnu og Rick hvert heimilisfang þeirra væri. Rick sagði okkur sitt en Madonna sagði að það væri leyndarmál. Við Sonja settumst upp við vegginn og þá komu þrír hermenn með byssu og skutu alltaf rétt hjá okkur. Við öskruðum mikið, en þá komu þeir nær okkur og þá voru þeir með myndavélar sem vatn kom út úr. Þegar við vorum að fara út kom gamall maður og spýtti vatni á mig og fór svo að skellihlæja. Rick og Madonna voru farin og svo fórum við. Fyrir utan voru eiturlyfjasjúklingar og reyndu að ná okkur, en þeir náðu bara mér. Sonja hljóp heim til sín og hjálpaði mér ekkert. Ég hljóp út á flugvöll og sá þar Madonnu og Rick. Madonna sagði mér að ég mætti koma með mér í heimsreisu og búa svo alltaf hjá henni. Ein að norðan Kæri Norðlendingur. Þessi draumur er ekki boði um nein stórtíðindi. Þaö munu engar breytingar verða á högum þínum á næstunni en sjálfsagt átt þú eftir að ferðast og skemmta þér vel í þeirri ferð. Þú verður þar í góðra vina hópi og ferðin mun í alla staði takast vel. í þessum draumi eru áhrif undirmeðvitundar þinnar svo sterk að þau trufla drauminn. Þú ert greinilega gagntekinn af aðdáun á Madonnu og Rick og dreymir þau þess vegna í draum- um og dagdraumum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.