Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1989, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1989, Síða 6
34 T.ATTGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989. I sundi Billi, Maggi og Þóra fóru í sund á laugardaginn var. Það var gaman í sundi. Billi, Maggi og Þóra fóru með vatns- dýnur í sund og það var gaman að sigla á þeim. Þóra fór í sólbað á meðan Billi og Maggi fóru í heita pottinn. Svo fóru þau upp úr, fóru í sturtu og klæddu sig. Á heimleið- inni töluðu þau um allt það skemmtilega sem þau höfðu gert í sundinu. Harpa Björk Birgisdóttir, 9 ára, Akurgerði 5 C, 600 Akureyri. Asta ogpabbi ELSKU AMMA! Elsku amma! Ég er í smá strákavandræðum. Strákurinn, sem ég er hrifin af, er hrifinn af annarri. Við vorum saman í u.þ.b. 3 mánuði en þá sagði hann mér upp út af rifrildi. Stelpan, sem hann er hrifinn af, er góð vinkona mín og nú er ég farin að hata hana. í síðasta skipti sem við hittumst, allir krakkarnir, þá vorum við strákurinn saman í byrjuninni, svö fórum við að rífast út af smámunum og þá byrjaði hann strax með vinkonu minni. Hvað á ég að gera? Ég ætla ekki að bíða og sjá hvað setur! Ég er svolítið vinsæl og get eiginlega valið úr hópi nokk- urra stráka en ég vil bara HANN. Hvað á ég að gera? Ein 14 ára. Kæra vina! Þótt þú viljir ekki bíða og sjá hvað setur þá sé ég ekki hvað þú getur gert annað! Þú ÁTT ekki þennan strák! Hann á sig sjálfur og ræður hvað hann gerir! Þú getur ekki breytt því hvort hann verður hrifmn af vinkonunni eða ekki! Þú verður að sætta þig við það að þú stjómar ekki lífi annarra en þú getur stjómað þínu. Taktu nú sjálfa þig í gegn og fáðu þig til að taka þessa hluti ekki svona alvarlega. Ástarmál á þessum ámm eru svo breytileg og fallvölt. Þau em það og mega vera það! Njóttu þess að vera ung og ástfangin og láttu þig dreyma. Talaðu við vinina og vinkonumar og njóttu vináttu þeirra og félags- skapar. En þú átt ekki að eignast þá! Einhvern tíma seinna kemur svo stóra ástin en fram að þeim tíma skaltu ekki vera að hugsa um að bindast fostum böndum. Þín Amma. Það var gott veður í dag og Ásta spurði pabba sinn hvort hann vildi koma í simd og pabbi vildi það. Þegar Ásta og pabbi komu í sundlaugina voru margir sem hún þekkti í sundi. Ein stelpa fór út í laugina en kunni ekki að synda. Þá komu tveir strákar hlaupandi og stukku út í til þess að bjarga stelpunni en pabba Ástu tókst að bjarga henni. Hann sagði stelpunni að hún þyrfti að hafa kút. Nú var klukkan orðin þrjú og Ásta og pabbi hennar fóm upp úr. Heiðrún Ósk Steindórsdóttir, 10 ára, Skarðshhð 9 B, 603 Akureyri. Sundferðin „Við skulum fara í sund í dag,“ kallaði pabbi. Líney og Ágúst vildu það svo sannarlega. Síðan fóm allir að hafa sig til nema mamma. Hún sagði að sér væri illt í magan- um. Svo lögðu þau af stað. En á miðri leið sagði Líney: „Þarf ég að vera ein í kvennaklefanum því mamma er ekki með?“ (Líney er bara 4ra ára.) „Já,“ svaraði pabbi. „Þú verður að vera stór stelpa!“ „Allt í lagi,“ sagði Líney. Nú vom þau komin í sundlaugina. Það vom margir krakkar í sundi, t.d. einn vinur Gústa sem var að henda systur sinni ofan í sundlaugina. Síðan var hka ein vin- kona Líneyjar en hún var að fara upp úr. Eftir svolítið langan tíma fóm þau líka upp úr. Þetta hafði verið skemmtilegur dagur. Silja Jóhannesdóttir, Þinghóh, Glæsibæjarhreppi, 601 Akureyri. Heiðaferísund Pabbi fór með Heiðu í sund. Heiða sá Kaha og Benna vera að hlaupa hjá sundlauginni, svo fór Heiða næstum því í kaf. Svo leyfði Heiða Pétri að skoða boltann sinn. Svo ýtti hann Kári Heiðu í sundlaugina. Svo fór Heiða að synda og svo fór hún að hlæja þegar Pétur fór að hlaupa með Kalla. Lith bróðir Kaha ætlaði að stökka í sundlaugina. Og svo fór Sallý að gráta af því mamma hennar fór. Og svo fór Heiða í sturtu að þvo kroppinn og þvo sér vel og vandlega. Svo fór hún heim á strigaskónum sínum og fór svo í skólann með pabba sínum. Silja Pálmarsdóttir, 3 ára, Hagamel 21107 Reykjavík. Einnig bárust góðar sögur frá: L&reyley Sigurjónsdóttpr, Reynihólum 10, 620 Dalvík, Guöleif Ósk Árnadóttur, Túngötu 10 A, 580 Siglufirði, Lindu Björk Sigurðardóttur, Kirkjuvegi 4, 625 Ólafs- 'firði, Kristjönu Margréti Sigurðardóttur, Kirkjuvegi 11, 625 Ólafsfiröi. RÁÐGÁTAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.