Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Qupperneq 6
22
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989.
Kvikmyndir - Kvikmyndir
Laugarásbíó:
Amold
Laugarásbíó hefur hafið sýning-
ar á bandarísku gamanmyndinni
„Amold“ (Torch Song Trilogy).
Myndin spannar níu ára tímabil í
lífi hommans Arnolds og lýsir á
skemmtilegan og átakanlegan hátt
baráttu hans fyrir að öðlast ást og
virðingu. Amold býr í New York
þar sem hann vinnur fyrir sér sem
kvengervingur á næturklúbbi.
Eflir misheppnað samband við
kennara nokkum að nafni Ed
kynnist Amold loks ástinni þegar
hann hittir Alan. Eflir sex ára sam-
búð ættleiða þeir dreng sem flækst
hefur á mifii fósturheimila og búa
honum fallegt heimili.
„Amold" er vel leikin mynd,
bráðskemmtileg og laus við alla
fordóma. Aðalhlutverkið leikur
þekktur skemmtikraftur í New
York, Harvey Fierstein. Með önnur
hlutverk fara Brian Kerwin, Matt-
hew Broderick og Ann Bancroft
sem leikur móður Amolds.
Michelle Pfeiffer er gift mafíunni en á sér þá ósk heitasta að losna úr
þeirri prísund. Hér má sjá hana handfjatla byssu í kvikmyndinni Gift
mafíunni sem Regnboginn sýnir um þessar mundir.
Tom Selleck í hlutverki spennusagnahöfundarins Phillips Blackwell lend-
ir í ótrúlegustu ævintýrum í mynd Bíóhallarinnar, Með allt í lagi. Hann
tekur upp á því að veita dularfullri rúmenskri stúlku, Ninu lonescu, fjar-
vistarsönnun, og fyrr en varir eru óðir byssubófar á hælunum á honum.
Hér hefur rithöfundurinn lifað af sprengjutilræði. Dularfulla rúmenska
stúlkan, sem leikin er af Paulinu Porizkova, horfir á.
KeSly Preston og Timothy Daly eiga í höggi við djöfladýrkendur i mynd Borgarbíós, Á hættuslóðum.
Bíóborgin:
Á hættuslóðum
Huggulegur morgunverður hjá Arnold og Alan sem leiknir eru af þeim Harvey Fierstein og Matthew Broderick.
i-------------------------
Bíóborgin frumsýnir í dag
bandarísku kvikmyndina Á hættu-
slóðum (Spellbinder) eftir handriti
Tracy Tome í leikstjóm Janet Gre-
ek.
í mynd þessari segir frá Jeff
nokkrum Mills, ungum og ein-
hleypum lögfræðingi, og samskipt-
um hans við dularfulla unga konu
og enn dularfyllri „vini“ hennar.
Vegir Jeffs og stúlkunnar, sem
heitir Miranda, liggja saman kvöld
nokkurt á bílastæði fyrir utan bar
í Los Angeles. Jeff skerst í leikinn
þegar kærasti stúlkunnar gengur í
skrokk á henni. Lögfræðingurinn
hlýtur heldur slæma útreið í áflog-
unum og er allur aumur á efflr.
Jeff býðst til að aka Miröndu
hvert á land sem er en leikar fara
svo að hún gistir heima hjá honum
næstu nætur. Miranda er þó ekki
öll þar sem hún er séð því hún
þarf ekki annað en leggja hendur á
auma síðu Jeffs til að verkurinn
hverfi.
Og einkennilegu atvikin eiga eftir
að verða fleiri. Daginn eftir nætur-
ævintýrið kemur kona nokkur á
skrifstofuna til Jeffs og'segir að
hann hafi dálítið sem „þau“ vilji fá
aftur. Þetta dularfulla fólk reynist
síðan vera djöfladýrkendur sem
viija hafa hendur í hári stúlkunnar
fyrir næstu vetrarsólhvörf og mun
ætlun þeirra að fóma henni til
dýrðar djöfsa á mikilli hátíð.
Söguþráðurinn verður ekki rek-
inn frekar en margt óvænt mun
gerast áður en yfir lýkur.
Aðalhlutverk myndarinnar eru
leikin af Timothy Daly, Kelly Pres-
ton, Rick Rossovich og Audra Lind-
ley.
Sýningar
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
Yfirlitssýningin á verkum Siguijóns, sem
sett var upp í tilefni af vigslu safhsins sl.
haust, mun standa óbreytt til 1. ágúst nk.
Þar gefur að líta nokkur verk sem hafa
aldrei áður verið sýnd á íslandi. 'Opið á
laugardögum og sunnudögum frá kl.
14-17. Á mánudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum er opið kl. 20-22. Lokað
verður á fostudögum. Vikulegir tónleikar
eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Hin
vistlega kaffistofa er opin á sama tíma.
Tekið er á móti hópum utan sýningar-
tímans samkvæmt samkomulagi við
safhstjóra.
Mokkakaffi,
v/Skólavörðustíg,
Opnuð hefur verið sumarsýning á smá-
myndum eftir Tryggva Ólafsson málara
í Kaupmannahöfh. Myndimar eru lita-
glaðar enda teiknaðar með litblýöntum á
pappír. Þetta er í þriðja skipti sem
Tryggvi sýnir litlar myndir á Mok-
kakaffi. Sýningin er opin kl. 9.30-23.30
virka daga og sunnudaga kl. 14.00-23.30.
Norræna húsiö
við Hringbraut
17. júní voru opnaðar tvær sýningar í
Norræna húsinu. Sýning á málverkum
eftir Jóhann Briem er í sýningarsölum.
Sýnd eru um 30 málverk, öll í eigu ein-
staklinga eða stofnana. Verkin eru máluð
á árunum 1958-1982. Sýningin stendur
fi-am til 24. ágúst og er opin daglega kl.
14-19. f anddyri hússins stendur yfir sýn-
ing sem nefhist Jörð úr ægi. Sýndir eru
helstu sjófuglar eyjanna og algengar há-
plöntur. Einnig er lýst landnámi lífvera
í Surtsey. Sýningin verður opin fram til
24. ágúst kl. 9-19 nema sunnudaga kl.
12-19.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 18
Kristján Daviðsson sýnir í Nýhöfh. Á
sýningunni eru olíumálverk, unnin á
þessu ári. Kristján hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í samsýning-
um hér heima og erlendis. Sýningin, sem
er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18
og kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 12.
júlí.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8,
Hafnarfirði, s. 52502
Fundur Ameríku nefnist sýning í Sjó-
minjasafni íslands. Sýningin er tviskipt.
Annars vegar er sýning um ferðir nor-
rænna manna til Ámeríku og fund Vín-
lands um 1000. Hins vegar er um að ræða
farandsýningu fiá ítalska menntamála-
ráðuneytinu um Kristófer Kólumbus og
ferðir hans fyrir um 500 árum. Sýningin
verður opin í sumar, alla daga nema
mánudaga kl. 14-18.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Stofnunar Áma Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar,
Hverfisgötu
Þar em til sýnis og sölu postulínslág-
myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir.
Opið er á verslunártíma þriðjudaga, miö-
vikudaga, fimmtudaga og fostudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11-16. '
Þrastalundur
Þórhallur Filippusson sýnir 14 olíumál-
verk 1 Þrastarlundi. Sýningin stendur til
16. júlí.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka,
Túngötu 59
Safiúð er opið daglega í sumar frá kl.
14-17 fram til 1. september.
Myntsafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58, s. 24162
Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar.
Byggða- og listasafn
Árnesinga á Selfossi
Sumarsýning á málverkum eftir Gísla
Jónsson og Matthías Sigfusson er í Hall-
dórssal. Opið er kl. 14-17 virka daga og
kl. 14-18 um helgar í júlí og ágúst. Dýra-
safnið er einnig opið.
Menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar
Þar stendur yfir samsýning tólf lista-
manna. Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 14-19. Henni lýkur 7.
ágúst.
Eden í Hveragerði
Guðmundur Sigurðsson frá Borgamesi
sýnir olíu- og krítarmyndir. Sýningunni
lýkur 10. júlí.
Ferstikluskáli í Hvalfirði
Rúna Gísladóttir sýnir akrýlmyndir og
collagemyndir.
Slunkaríki, ísafirði
Myndlistarsýning Halldórs Ásgeirssonar
stendur til 20. júlí. Opið fimmtudaga til
sunnudaga kl. 16-18.