Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 8
24 FÖSTUDAGUR 7. JTJLÍ 1989. Hin fallega og hugljúfa „stríðs- mynd“ Stevens Spielberg, Empire of the Sun, stekkur í þessari viku úr tíunda sætinu í það fyrsta og leysir þar af hólmi Big, aðra mynd þar sem aðalpersónan er drengur þótt bamssálin sé í líkama manns. Nánar er fjallað inn Empire of the Sun hér tÚ hliðar. Ekki er mikið um aðrar breytingar á listanum. Það er helst gamanmyndin The Great Outdoors sem gæti ógnað myndunum í efstu sætunum á næstunni. Þar leika aðalhlutverkin gamanleikaramir Dan Aykroyd og John Candy. Það sem vekur aftur á móti at- hygli er að hin ágæta mynd Shy People kemur aftur inn á listann eftir að hafa dottið út. Er hún að þessu sinni í áttunda sæti. DV-LISTINN 1. (10) Empire of the Sun 2. (1) Big 3. (2) Midnight Run 4. (4) Real Men 5. (7) The Great Outdoors 6. (6) Nico 7. (3) Red Heat 8. (-) Shy People 9. (8) Coming to America 10. (5) Deadly Pursuit ick'A Náttúruböm THE GREAT OUTDOORS Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Howard Deutch. Framleið- andi: Arne L. Scmidt og John Hughes. Handrit John Hughes. Aöalhlutverk: Dan Aykroyd og John Candy. Bandarisk, 1988. öllum leyfö. Framleiöandi myndarinnar, John Hughes, hefur hingað til helst getiö sér orð fyrir framleiðslu ungl- ingamynda (byrjaði með Morgun- verðarklúbbnum). Hér reynir hann fyrir sér í gamanmyndaframleiðslu auk þess sem hann er skrifaður fyrir handriti. Hann hefur hér fengið til liðs við sig tvo frambæri- lega gamanleikara sem notið hafa mikilla vinsælda. Aykroyd á að baki nokkrar stórgóðar gaman- myndir en hann hóf sinn feril í sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live. Candy hefur svona smám saman veriö aö fikra sig upp metorðastigann og virðist vera far- inn að fylla þörf bandarískra kvik- mynda fyrir „feita manninn". Myndin lýsir sumarleyfi tveggja fjölskyldna. Auðvitað fer allt sem hugsast getur úrskeiðis og allir skemmta sér vel, eða þannig... Á köflum bregður fyrir skondnum atvikum en heildarmyndina vant- ar. -SMJ + lÁ Stolin skepna DEEP SPACE Útgefandi: Skifan. Leikstjóri og handritshöfundur: Fred Olen Ray. Aöalhlutverk: Charles Napi- er, Ann Turkel, Ron Glass, James Bo- oth. Bandarisk, 1987. 93 min. Öllum leyfö. Geðveikir vísindamenn eru skrif- aðir fyrir mörgum ósómanum á hvíta Ijaldinu. Hér eru þeir að krukka í sýklahemað og „finna upp“ einhveija ógnvænlega furðu- THEY CREATED A MONSTER OVER UINCH. NOW IT'S 8ACK FOR 01HNER . . . skepnu. Mönnum líst svo illa á kvikindið aö ákveðið er að senda það út í geiminn. Auðvitaö fer eitt- hvað úrskeiðis og dýrið berst aftur til jarðar og þá hefjast ósköpin. Það eina sem getur bjargað jörðinni er þrjóskur lögreglumaður. Yfir B-mynda hrollvekjum var einu sinni sjarmi en honum var eytt um leið og myndbandamark- aðurinn-bjó til C-mynda hrollvekj- ur. Þar eru gæði mynda mæld í magni blóðs og metnaðurinn felst í því að vekja viðbjóð (sem er ann- að en heilbrigður hrollur!). Síðan þróuðust þessar C-hrollvekjur yfir í tæknihrolla og var þá kapital komið í spilið. Alien er líklega frægasta og skýrasta dæmi þess. En áfram er þörf fyrir ódýrar hroll- vekjur sem lifa góðu sníkjulífi á þeim dýrari. Hér virðist vera gengið hraust- lega í smiðju annarra og skepnan, sem allt snýst um, er skilgetið af- kvæmi Alien og The Thing. Þokka- legum spennuaugnablikum bregð- ur fyrir og Napier er svellkaldur í aðalhlutverkinu. -SMJ Stríð séð með augum drengs EMPIRE OF THE SUN Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aöalhlutverk: Christian Bale, John Malkovich, Miranda Richardson og Nig- el Havers. Bandarisk, 1988 - sýningartími 147 min. Steven Spielberg hefur manna best tekist að lýsa hugarheimi bama og unglinga. Og það er öllum ljóst sem fylgst hafa með ferli hans að heim- ur barnsins er honum kær. Hvort sem hann leikstýrir eða er fram- leiðandi mynda er hægt að rekja flestar þeirra til hugarheims bama og unglinga þar sem ævintýraþörf- in er mikil. Það ætti því engum að koma á óvart að „stríðsmynd" Spielbergs, Empire of the Sun, er séð með aug- um drengs sem er að ná þroska- aldri. Myndina, sem er uppfull af snilldarvel gerðum atriðum, skort- ir þó heildarumgjörð til að áhorf- andinn geti lifaö sig inn í heim Jims Graham. Er eins og Spielberg hafi gleymt hinu mannlega sambandi viö áhorfendur og þvi meira lagt upp úr einstökum atriðum sem svo sannarlega eru mörg hver augna- yndi. Empire of the Sun er byggð á skáldsögu J.G. Ballard sem er að hluta sjálfsævisaga. Við kynnumst Jim Graham fyrst þegar hann er tólf ára. Hann lifir sældarlífi bresku yflrstéttanna í Shanghai. Skuggi stríðsins vofir yfir og þegar japanskar flugvélar fljúga yfir Shanghai hræðast foreldramir en Jim hrífst af flugvélunum sem svífa yfir höfði hans. Flugvélar eru eitt- hvað sem ekki er hversdagslegt, eitthvað ofurmannlegt. í ringulreiðinni, sem myndast þegar Japanir gera innrás í Shang- hai, verður Jim viðskila viö for- eldra sína. Hann er handtekinn ásamt öðrum útlendingum og sett- ur í fangabúðir. Jim er úrræðagóð- ur drengur og tekur að sér ýmis störf innan girðingar og er milli- göngumaður í ýmsum málum. Hann lítur upp til Basie sem er bandarískur og þegar Basie tekst aö flýja án þess að taka Jim með eins og hann hafði lofað eru von- brigði drengsins mikil. Spielberg tekst að lýsa á raunsæj- an hátt lífmu í fangabúðunum. Eins eru persónumar raimvem- legar. Langflestum líður illa. Það em aðeins fáeinir eins og Jim og Basie sem geta aðlagast lífinu inn- an fangabúðanna og fært sér ástand meðbræðranna í nyt. Þátta- skilin í lifi Jims eru geysimikil og honum bregður eitt sinn þegar hann uppgötvar að hann man varla hvernig móðir hans lítur út. Mörg atriði væri hægt að taka til sem eru snilldarlega gerð. Til dæm- is atriðið þegar Jim missir af hendi móður sinnar, krýpur til að ná í flugvélamódelið, lítur upp og upp- götvar að hann hefur týnt foreldr- um sínum sem hann á svo ekki eft- ir að sjá fyrr en í stríðslok. Þá eru lokaatriði myndarinnar mörg hver stórfengleg. Eins og þegar birtir yfir himninum um leið og vinkona Jims deyr. Drengurinn heldur að það sé vegna þess að sál vinkonu hans sé að stíga til himna en fréttir síðan að það sem hann sá var blossi kjarnorkusprengjunnar á Hiros- hima. Sjálfsagt hefði enginn getað kom- iö bók Ballards betur til skila en Spielberg. Bamstrúin er honum í blóð borin. Samt er eitthvað sem vantar upp á að Empire of the Sun geti talist meðal bestu mynda hans - eitthvað sem fær áhorfandann til að trúa á hugrekki og hugarflug Jims. Eftir stendur mynd stórfeng- legra atriða sem vantar að vera raðað í fullkomna heild sem hefði gert Empire of the Sun að meistara- verki. -HK ★★ Ást gegn borgun KISS THE NIGHT Útgefandi: Stelnar Leikstjóri: James Rlcketson. Handrit: Don Catchlove. Aðalhlutverk: Patsy Stephens, Warwick Moss, Gary Aron Cook. Bandarísk, 1988. Bönnuð yngri en 16 ára. Myndin lýsir lífi ungrar vændis- konu sem starfar í virðulegu og vinsælu hóruhúsi í Los Angeles. Hún er svo sem ekkert yflr sig hrif- in af starfinu en lætur sér það vel líka. Hún kynnist síðan dularfull- um manni sem gerist fastur við- skiptavinur og á það eftir að breyta lífi og gildum vændiskonunnar. Að mörgu leyti forvitnilegt efni og handritshöfundur (sem heitir því skemmtilega nafni Catchlove) veltir töluvert fyrir sér sálarlífi vændiskvenna þótt hann teygi nú lopann fullmikið. Persónusköpun aðalpersónanna er hins vegar grunn og spillir fyrir uppbyggingu myndarinnar. Þar breytir Utlu ágætur leikur Stephens í aöalhlut- verkinu. Endirinn er síðan vand- ræðalegur og hálfóskiljanlegur. -SMJ ★★!4 Hjónabandsraunir A NEW LIFE Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Alan Alda. Aöalhlutverk: Alan Alda, Ann-Margret, Victoria Hammel og John Shea. Bandarisk, 1988 - sýningartími 95 mín. Alan Alda er sjálfsagt þekktastur hérlendis fyrir leik sinn í sjón- varpsmyndaflokknum MASH. Hann hefur á undanfömum árum leikstýrt og leikið í nokkmm myndum sem allar eiga það sam- eiginlegt að fjalla um samskipti kynjanna. A New Life er nýjasta kvikmynd hans og er ekki um neina stefnu- breytingu að ræða hjá honum. Skilnaður og vandræði í samlífi em þemaö í vel heppnaðri mynd hans. Alda lætur sér ekki nægja að leika og leikstýra. Hann skrifar einnig handrit að þessari bráð- skemmtilegu kvikmynd þar sem aðalpersónumar em fjórar. í byrjun myndarinnar kynnumst við hjónunum Steve og Jackie. A- ixJ B yy _Life Mcn and Woœcn. Uving proof that íiod has a scusc of hurnour. Jackie hefur ákveðiö að skilja við eiginmann sinn sem vinnur frá morgni til kvölds og hefur engan tíma fyrir eiginkonu og barn. Steve er í fyrstu ekki sáttur við þessa ákvörðun og er hrein plága á vin um sínum, sífellt kvartandi um hversu ósanngjöm fyrrverandi eig- inkona hans er. Þetta breytist þó þegar hann kynnist fallegum lækni sem virðist skilja sálarlíf hans. Steve verður ástfanginn aftur og eftir stutt kynni gifta þau sig. Vandræöin í þessu hjónabandi byrja þegar eiginkon- una langar til að eignast bam... Jackie finnur einnig sinn draumaprins, listamann nokkurn sem svo sannarlega veitir henni eftirtekt og fylgist með öllu sem hún gerir og stjanar í kringum hana. Einmitt þaö sem Jackie Kafði alltaf þráð, eða hvað...? A New Life er viritilega skemmti- leg gamanmynd með raunsæistón. Alan Alda passar sig vel að fara aldrei út í að vera of melódramtísk- ur. Þegar vandræðin blasa við er alltaf stutt í húmorinn. Þá eru leik- aramir hver öðrum betri með Alan Alda samt í sérflokki. , HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.