Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. 23 aö klæða. Þá þarf fyrst og fremst að hreinsa málningu af svo veggurinn fái útloftunarmöguleika - til að hann geti „andað út“. Hættan á að veggur- iim blotni og vatn gangi inn í hann er ekki fyrir hendi þegar búið er aö klæða. SQanefni (vatnsfælur) eru fyrst og fremst tQ þess að vatnið gangi ekki inn í vegginn. Þau hleypa rakanum hins vegar út. Þegar veggir eru klæddir verða þeir ekki fyrir þessum rigningaráhj-ifum og þess vegna þarf ekki slík efni í þeim tilfeU- um.“ Við eigum að einangra að utan og klæða - Er ykkar reynsla af klæðningum góð? „Það er alveg ljóst að hún er góð. Ég hef lengi sagt að miðað við veðr- áttuna sem við búum við ættum viö að ekki aö byggja hús öðruvísi en að nota burðarefnið okkar, steypuna sem burðarvirki, síðan eigum við að einangra hús að utan og klæða þau. Það er sá byggingarmáti sem við eig- um almennt að nota hér á íslandi. Þannig má nota timbur, málmplötur og fleiri efni. í Noregi t.d. eru hús mikið byggð úr steyptum einingum, þau eru einangruð að utan og síðan nánast öU klædd með timbri. Þau eru síðan máluð í staö þess að nota viðar- varnarefni sem mikið er gert hér á landi.“ - Hvernig hafa málmklæðningar gefist? „Þær hafa gefist vel. Það er annar valkostur og ég get bent á gömlu húsin okkar bárujárnsklæddu sem hafa staðið í marga áratugi við góða raun. Þau hefur aðeins þurft að mála einstöku sinnum. Við höfum reynslu af byggingaraðferðum sem hafa gef- ist okkur ágætlega í gegnum árin. Þess vegna getum við alveg tekið upp eitthvað svipað aftur.“ Að fá sérfræðing heim til sín í 1-2 tíma - Nú eru ótal mörg dæmi um mis- munandi ástand húsa. Sum eru án steypuskemmda, önnur með alkalí- skemmdum og misheppnaðar máln- ingarframkvæmdir eru algengur þáttur í viðhaldsmálum íslendinga. Eiga húseigendur að leita aöstoðar vegna málningar- og viðhaldsfram- kvæmda án tillits tQ ástands húsa þeiira? „Ég held að það væri tvímælalaust til bóta. Kannski er einhver hluti af þessum skemmdum og vandræðum vegna þess að við erum sjálfum okk- ur nóg um alla framkvæmd sem snýr að byggingum - eigendur byggja oft sjálfir eða halda húsum sínum við. Fólk vill þetta og hefur líka ánægju af því um leið og það sparar sér pen- inga eins og eðlQegt er. Þetta er hluti af okkar vandamáli. Ef þessir aðQar reyndu að leita tQ einhverra sérfræð- inga, t.d. iðnaðar- eða tæknimanna, bara til þess að fá ráðgjöf myndi hún örugglega skfia sér til húseigandans í framtíðinni. Hér getur aðeins verið um að ræða að fá mann heim tQ sín í 1-2 klukkustundir. Eftir slíkan fund væru menn að gera rétta hluti og gætu haldiö áfram að framkvæma sjálfir. Þá myndi framkvæmdin vera rétt og fullvissa fyrir því að efnin, sem notuð væru, væru heppQeg.“ Húsoggarðar Múrarar eru hér að gera við sex ára gamalt fjölbýlishús í Breiðholti sem var PM múrhúðun og er það mikið notað við viðgerðir á steypuskemmdum. mikið skemmt þrátt fyrir stuttan aldur. Efnið, sem notað er, heitir Thoroseal Sölumennska er oft með ólíkindum - Margir eru sárir vegna misheppn- aðra viðgerðarframkvæmda verk- taka. Framkvæmdir í sumum húsum hafa ekki staðist eins og skyldi og margt hefur misheppnast og ekki dugað. Hvernig getur húseigandi snúið sér í þessum efnum? „Þetta er erfitt viöfangsefni. Ótal kvartanir berast meistarafélaginu út af slíkum málum. Við höfum reynt að fara ofan í saumana á þeim. Stundum hafa menn ekki notað rétt efni miðað við aðstæður. Sölu- mennska hér á landi er líka oft með ólíkindum. Þar komum við aftur að hlut Rb og Iðntæknistofnunar. Þær hafa ekki getað annað rannsóknum á þessum efnum og gefið út upplýs- ingar um þau. Stofnanimar hafa samninga, sem þeim ber að standa viö, t.d. við steinsteypunefnd. Þannig geta önnur verkefni e.t.v. þurft að bíða.“ Léleg vinnubrögð og lélegt íslenskt sement? „Því er ekki að leyna að við bygg- ingaraöQar höfum sett stórt spum- ingarmerki við steypuna okkar - hvemig er sementið okkar? Af hveiju gera opinberir aðQar, ríki og Landsvirkjun, þá kröfu að í þeirra mannvirki sé eingöngu notað erlent sement? í útboðum hjá Landsvirkjun eru t.d. gerðar þær kröfur að í virkj- unar- og stífluframkvæmdir sé notað danskt sement. Við höfum flutt inn allt sement í okkar virkjcmir. Við höfum flutt inn gjall og malað það uppi á Akranesi. Það er ekki eitt ein- asta kom af íslensku sementi í virkj- unum á íslandi. Spumingin er því: Treysta tæknimennimir ekki ís- lenska sementinu? Ég hef gmn um að talsverður hluti af Ráðhúsinu sé steyptur upp úr erlendu sementi. Ýmsir skella því fram að steypu- skemmdir séu aUar iðnaðarmönnun- um að kenna - að þeim hafi verið mislagðar hendur við sín verk. Stundum blöskrar manni vinnu- brögöin. En það er ljóst að öU sökin er ekki þeirra. Hugmynd okkar núna er að fara út í sjálfstæðar rannsóknir - án þess að íslensk fyrirtæki komi þar inn í myndina. Ég held að það sé af hinu góða. Meistara- og verk- takasambandið hefur ákveðið að koma á fót starfshópum sem er faUð að taka fyrir gæðamál: í fyrsta lagi vinnugæði iðnaðarmanna og leiðir til að bæta þar úr og í öðru lagi efn- isgæði, steypu og önnur efni.“ Nokkurra ára gömul hús að grotna niður í Breiðholti - Hvað getur þú sagt um nokkurra ára gömul hús t.d. í Breiðholti sem eru nyög sprungin og Ula farin eftir skamman tíma? Var steypan oí vatnsblönduð þegar byggt var eða var verið að flýta sér svona nnkið? „Ég held að það sé ekki aðalorsök- in. Ef steypa er of blaut hefur það einhver áhrif. En orsökin hlýtur að vera að einhverju leyti í efninu. Ann- aðhvort eru grunnefnin, sandur og sement, ekki í lagi eða að það se- ment, sem á að vera í steypunni, sé aUs ekki í henni. Ég hef grun um að þetta sé orsökin í mörgum tilfeUum. Ég vfi benda húseigendum á að þeir hlaupi ekki bUndandi í viðhalds- eða viðgerðarframkvæmdir án þess að vera búnir að skoða sinn gang. Ég held að menn eigi að byrja á að fá kunnáttumenn til að meta aðstæður. Þó það kosti eitthvað að fá sérfræð- ing' eða tæknimann í upphafi er eng- inn vafi á að það skilar sér þegar fram í sækir.“ -ÓTT Hér er verið að klæða austurgafi fjölbýlishúss - dæmigerö en varanleg lausn fyrir þá sem hafa gefist upp á misheppnuðum viðgerðum. Bygginga- meistarar eru margir á því máli að einangra eigi hús að utan og klæða svo. trefjamúr grunnlím akrýlmúr einangrun húsveggur ENGAR ÁHYGGJUR -með klæðningu frá THORO THOROWALL — veggklæöning er níösterk, lipur og vel einangrandi. Klæðninguna má nota hvort sem er til viðhalds eða á nýbyggingar. Með THOROWALL veggklæðningu tryggir þú: □ Ódýra en mjög góða einangrun. □ Vörn gegn vatni og vindum. □ Glæsilegt útlit. □ Frábæran veðrunarþolinn iit. ... og umfram allt þá er 76 ára reynsla THORO í gerö viðgerðar, viðhalds- og frágangsefna þín besta trygging. !i steinprýði Stangarhyl 7, sími: 672777.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.