Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989.
Ragnar segir að mikiivægt sé að geta látið dyr garðhússins snúa út í garð-
inn og að'góðir möguleikar séu á að opna vel á sumrin. Rennihurðarnar
opnast í allt að 120 cm breidd.
grisja. Þar eru plöntur eins og t.d.
túlípanar sem varla hreyfast því
skjólið þama er svo gott - rokið hvín
bara fyrir utan.“
Upplifi alls konar ágætis veð-
ur
„Ég vinn innivið allan ársins
hring,“ segir Ragnar. Þess vegna er
gott að geta verið úti við. Þó hér geti
verið slæmt veður þá upplifir maður
nefmlega ýmis annars konar „ágætis
veöur“ líka með útiverunni. Maður
veðrast með tímanum og verður laus
við stress og slappar af. Auk þess
breytast lífsviðhorfin. Um leið og við
fórum í ferðalag verður einhvern
veginn miklu meira að skoða - eitt-
hvað sem áður fór alveg framhjá
rnanni."
Gróðurhúsið lengir
sumarið mjög
Við reistum gróðurhúsið fyrir
tveimur árum. Þá fyrst var hægt að
sá sjálfur fyrir fiölærum- og sumar-
blómum og ýmsum trjáplöntum.
Húsiö breytti því að strax og sól fer
að hækka, í febrúar/mars, þá hitnar
strax þar inni og þá er t.d. hægt að
sá fyrir tómötum. Ég get reyndar
kveikt á hita og haldið húsinu frost-
fríu, sem gerir heilsársræktun
mögulega. En það er gott fyrir gróð-
urinn að hvíla hann í desember og
janúar og kæla þá niður í 3-4 gráður
á nóttinni.
í febrúar byrjar svo að hitna veru-
lega þarna inni - aðeins vegna birt-
unnar sem kemur í gegnum plexi-
glerið - það er alveg ótrúlegt. T.d.
hefur vínberjaplanta sprottið hér
upp í þak á húsinu á tveimur árum.
Við fáum fullþroska ber af henni í
byrjun ágúst. Þetta er vegna þess að
húsinu er haldiö frostfríu. Hér eru
svokallaðir túr- og retúrkranar sem
minnka rennshð inn á ofninn ef hit-
inn stígur. Strax í mars þegar sóhn
skín verður góður hiti þarna inni -
þó norðanátt og gaddur ríki fyrir
utan. Nokkrar plöntur blómstra
strax í apríl. Þannig er hepphegt að
taka sumar plöntur úr reitnum úti
og selja inn í mars. Það er notalegt
og lengir sumarið mjög.“
Konan oröin kaffibrún í april
- Notfærir fjölskyldan sér þessa
möguleika á inni-útiveru í gróður-
húsinu?
„Við tyhum okkur út með kaffiboh-
ann strax í mars,“ segir Ragnar.
„Þama verður blússhiti og nóg birta.
Stelpumar okkar lesa t.d. mikið
þarna. Ef sólskin er þá hggja þær í
sólbaði. Konan var t.d. orðin kaffi-
brún í apríl. Það er alveg ljóst að
útflólubláu sólageislamir ná að fara
í gegnum akrýlplastið sem er í hús-
inu. Hins vegar veröur að passa upp
á að það verði ekki fyrir hnjaski.
Svokállað políkarbónat-plast er
málmkenndara og er sterkara en það
hleypir ekki þessum geislum í gegn
á sama hátt.
Við sitjum svo hér alveg fram í
desember enda blómstra plönturnar
fram að þeim tíma. Annars er ahtaf
eitthvað nýtt að koma í ljós. Snemma
í maí blómstra rósir og begóníur í
byrjun júní og fram í ágúst. Þessar
og aðrar plöntrn- er svo ágætt að færa
inn í verstu hryðjunum á sumrin.
Hins vegar finnst mér aðalatriðið að
geta opnað húsið á sumrin. Þá er
hægt að sameina það garðinum og
gott loft kemst inn. Hér eru renni-
hurðir sem er hægt að opna í aht að
120 cm á breidd. Þaö skiptir miklu
máh.
Ungviðið lærir að
umgangast umhverfið
Ragnar og Harpa eiga fjórar dætrn-,
sú elsta er 19 ára, tvíburamir eru 16
ára og sú yngsta 8 ára. „Yngsta stelp-
an er mikið með okkur í útiverunni.
Það er leikur að hafa krakkana með
sér úti,“ segir Ragnar. Hann hefur
afmarkað sérstakan reit með htlu
húsi og leiksvæði.
„Það er gott að hafa svæði þar sem
krakkarnir geta haldið dótinu sínu,
gröfunum, skóflunum og leikfongum
á sama stað. Við erum nú að dunda
við að byggja búkofa og sandkassa
og girðum reitinn af með lágri girð-
ingu. Stelpan ætlar svo að hafa þama
sinn eigin garð og er þegar byrjuð á
að gróðursetja.
Ég held að krakkamir læri að
umgangast og bera virðingu fyrir
umhverfinu ef þau gera hlutina
svona sjálf. í byijun verða plöntum-
ar fyrir einhveiju hnjaski við gróð-
ursetninguna vegna „bamameðferð-
arinnar" en það þýðir ekkert að
hugsa um það. Þetta kemur aht sam-
an. Ég held að þetta gjörbreyti öhu
varðandi hugsanagang bamanna.
-ÓTT
Ragnar Sigurjónsson og Harpa Guómundsdóttir dvelja gjarnan af og til i
gróðurhúsinu frá mars og fram í desember. Dæturnar lesa þarna á vorin
og haustin og sólargeislarnir ná að fara í gegnum tvöfalda plexiglerið -
þarna tekur fólk á sig „lit“ á veturna. DV-myndir JAK
27
Hús og garöar
Opnanleg fög mikil-
væg í sólstofum
„Meginkostur við sólstofur og
svalahús er að geta opnað fyrir
sólina þegar hennar nýtur við.
Þetta vantar víða þar sem svoköh-
uð sólhom hafa verið teiknuð sam-
hhða nýbyggingum. Aðalatriðið er
að geta nýtt sér sólina án þess að
hún komi í gegnum glerið,“ segir
Símon Ólafsson hjá Gluggmn og
garðhúsum. „Þetta á gjaman við
hádegissólina í mánuðunum febrú-
ar th maí. Á þessu tímabili þyrstir
hörundið og sálina í sólskin sem
fólk hefur ekki getað notið í
skammdeginu. Ég legg mest upp
úr þessu atriði við smíði og hönnun
sólstofa. Þannig er hægt að nota
rennihurðir eða -glugga, fehiglugga
eða svokahað harmóníkukerfi sem
er nýtt af nálinni.
Ég tel hepphegast að nota við-
haldsfrí efni sem þola raka og hita-
breytingar eins og ál og plastefni.
Hitun þarf að koma th af hitaveitu-
vatni sem notandi getur stjómað
sjálfur því að sólin vermir aðeins
að hluta th. Loftræsting er líka
nauðsynleg enda hefur það sýnt sig
að margir sem eiga 5-10 ára gamlar
sólstofur em nú að setja þess háttar
útbúnað upp.
Verðið fyrir sólstofur er oft á bh-
inu 500 þús.-l mihjón kr. Þá er
miðað við frágengið hús án sökkuls
- grind og gler, hurð, gluggar og
loftræsting. Hins vegar fer verðið
mjög eftir aðstæðum hverju sinni.
Rennihurð sem er 3 metrar á
breidd og opnast um 45% kostar
um 100 þúsund krónur og er fasta
fagið innifahð í verðinu. Bygging
sólstofu þarf samþykki byggingar-
nefndar.
-ÓTT
Pakrennur
úr stáli og plasti
Er komið að því að setja þakrennur
á húsið eða endurnýja þær gömlu?
;H55331
Pakrennur eru sænsk gæðavara
og annálaðar fyrir:
• endingu (sjá mynd) • hversu auðveldar þær eru í
uppsetningu • fallegt útlit og fjölbreytt litaval
O • ótrúlega hagstætt verð • sameina kosti stál- og
plastrenna en sneiða hjá göllum beggja.
BLIKKSMIÐJAN
TÆKNIOEILD OJlfK
SMIÐSHÓFÐA 9 • 112 REYKJAVÍK • PÓSTHÓLF 4066 • SÍMI 685699
Akríl nuddpottar
erlend framleiðsla
Akríl nuddpottar frá okkur standast allar kröfur sem
til þeirra eru gerðar: Þægileg lögun, öflugt nudd, mattast
ekki, upplitast ekki - Alltaf sem nýir.
Komið og sjáið nuddpott í gangi í verslun okkar.
Allar nánari upplýsingar fúslega veittar.
Allir fylgihlutir og búnaður fýrir sundlaugar og nuddpotta.
K. AUÐUNSSON HF.
GRENSÁSVEGI 8 - SÍMI 686088