Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 8
•J26 , ^^V,I^UDA9UR,lí. ^IÚLÍ ,1989.
Hús og garðar DV
Garður og gróðurhús breyta lífinu dálítið:
Sumarið ríkir í 9 mánuði
við Neðstutröð
,,Lítum öðrum augum á tilveruna/' segir Ragnar Sigurjónsson
„Við byijuðum á að endurskipu-
leggja garðinn fyrir fjórum árum og
mikið hefur breyst síðan. Ég hef
haldið því fram að vel ræktaðir garð-
ar séu orðnir mátulegir eftir 5-10 ár
- í rauninni algjör paradís. Þá ætti
skjól fyrir suðvestanáttinni allavega
að vera vel á veg komið. Þetta tekur
allt sinn tíma,“ segir Ragnar Sigur-
jónsson, hljóðfæraleikari og hús-
gagnasmiður. Hann og kona hans,
Harpa Guðmundsdóttir, og íjórar
dætur þeirra búa í tvíbýhshúsi við
Neðstutröð í Kópavogi. Garðurinn
er mjög snyrtilegur og fallegur.
Hjónin voru byijendur í garðrækt
fyrir nokkrum árum. í dag segir
Ragnar að umstangið og „dundið" í
garðinum gefi þeim ótrúlega mikið.
„Þegar maður stingur af og fer í
ferðalag lítur maður allt öðruvísi á
nánast allt sem í kringum mann er.
Við erum í rauninni að byija á að
átta okkur á því hvað garðræktin
gefur manni mikið í hfinu.“
Lóðin er ekki formlega skipulögð.
„Hún hefur smám saman tekið á sig
form. Stéttir, möl, grasflatir, gróður-
hús og leiksvæði hefur veriö spilað
af fingrum fram,“ segir Ragnar.
Áhuginn kemur um leið
- En hvemig skyldi íslendingur,
sem aðeins hefur slegið gras nokkr-
um sinnum og veit aðeins heitin á
nokkrum algengustu plöntutegund-
um, fá áhuga á garðrækt og útiveru
- einhveiju sem breytir lífsstíl hans
og fjölskyldunnar svo mjög að sum-
arið ríkir að vissu leyti í 10 mánuði
á ári hjá þeim?
„Ég fékk áhugann í gegnum
mm
Garðurinn við Neðstutröð í Kópavogi hefur smám saman tekið á sig mynd á sl. fjórum árum. Ekki var um formlegt skipulag að ræða. Garðeigandinn
,spilað hlutina af fingrum fram'
Skjólveggurinn er hannaður með það fyrir augum að vel sjáist út þar sem
það á við. Birtan nær óhindruð að komast inn á pallinn.
I Jp Jj
tengdaföður minn, Guðmund Vem-
harðsson, sem rölti með mér um
garðinn og fleiri staði úti við. Reynd-
ar er Einar bróðir hans lærimeistari
minn. Ég fékk plöntur og leiðbeining-
ar frá honum. Auk þess gekk ég í
Garðyrkjufélagið sem er htið og
notalegt félag. Þar fékk ég t.d. fræ
og lauka sem við höfum svo sáð og
ræktað. Maður fær heilmikið út úr
því að vera í félaginu. Þar kynnist
maður eldra fólki. Við að rabba við
það kemur maður auga á árangurinn
sem verður á garðrækt. Þá sést líka
vel hvað fólkið hefur í rauninni nóg
fyrir sig og sína. Það er laust við
stress og slappar af. í rótgrónum
hverfum, eins og t.d. í Heiðargerði,
sést þetta vel. Þar er eins og aht ann-
að loftslag ríki - há og faheg tré, sem
reyndar verður að passa upp á að
INNtWUjC____
SANDUH, SfMtNl,
WAlNIEfNI 00,
lÖETBIXNDIffNI
TIL MURVIÐGERÐA
MÚRBLÖNDUR,
fínar og grófar.
Hæg og hraðharðnandi,
einnlg með trefjum og
latex.
Fást íflestum bygginga-
vöruverslunum um land
allt.
Framleiðandl
^ínpússning sf.
Dugguvogur 6, sími 32500, 34909.
Fyrir fjórum árum var byrjað á að endurrækta og gróðursetja í garðinum
við Neðstutröð.