Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 14
32 MIÐVÍkUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Húsoggarðar_______________________________________________pv Er lausnin gegn steypuskemmdum komin? Að bjarga því sem bjargað verður - 4ra ára reynsla af trefjaklæðningu á íslandi Stefnan í byggingariðnaðinum hef- ur mjög hneigst í þá átt að einangra hús að utan og klæða þau svo. Radd- ir iðnaðar- og tæknimanna verða stöðugt háværari um vantraust þeirra á íslenska sementinu - alla vega til þess að standa sig gagnvart veðrun. Stöðugt fleiri dæmi skjóta upp koll- inum þar sem nýleg hús eru bókstaf- lega að grotna niður þrátt fyrir út- skýringar þess efnis að búið sé að koma í veg fyrir alkalívirkni. Hér á landi er komin um fjögurra ára reynsla á svokallaða Sto-utan- hússklæðningu sem hefur verið lögð á margar tegundir húseigna. Hún þykir í fyrsta lagi nyög hentug til þess að klæða af steypuskemmdir - til að bjarga því sem bjargað verður og til að fyrirbyggja að illa fari á nýbyggingum. Um þessar mundir er t.d. verið að klæða ný fjölbýlishús í Grafarholti með þessari kiæðningu auk annarra mannvirkja, gamaUa sem nýrra. ur, sem starfar hjá Veggprýði, leggur ríka áherslu á að þessi efhi séu sett á nákvæmlega samkvæmt fyrirmæl- um framleiðenda. í flestum tilfellum eru útveggir háþrýstiþvegnir og grunnefni borið á. Því næst er ein- angrunarplast eða steinull límd upp og „trefjamotta" dreginn upp á ein- angrunina með trefjastyrktu fylh- efni. Að því loknu kemur svo sjálf „kápan“ sem er úr akrílefni með marmarakomum sem em mismun- andi gróf. Klæðningin er mjög sterk og þolir mikið hnjask án þess að springa. Aðalkosturinn við þessa aðferð er að kápan er múmð á með hefðbundnum hætti og verður því samskeytalaus. Áferðin verður mjög svipuð og málaður steinveggur. Því hentar aðferðin mjög vel á þeim stöð- um þar sem æskilegt er að útht húss- ins breytist ekki eftir viðgerð eða breytingu, sbr. raðhús. 25 múrarar hafa lært aðferðina í Þýskalandi 25 múrarar hafa til þessa verið sendir á námskeið hjá framleiðend- um til að læra uppsetningu kerfisins. Hörður segir að þeir anni varla eftir- spurn. Klæðningin þarfnast ekki við- halds eða málunar. Þurfi hins vegar nauðsynlega að mála vegna óhrein- inda, sem ekki nást af, má vissulega mála. Á síðastliðnum árum hafa margir tugir húsa verið klæddir með þessari aðferð á samtals um 20 þús- und fermetra útveggja. Húseigendur munu vera ánægðir með árangurinn - skemmdir veggir hafa þomað og nýbyggingar ekki látið á sjá. Kostnaður um 4.500 kr/m2 án hreinsunar Kostnaður við lögnina getur verið mismunandi eftir þvi um hve miklar misfellur er að ræða hverju sinni - súlur, gluggainnskot, grófleika o.s.frv. Algengt verð fyrir hvem fer- metra mun þó vera um 4.500-5.000 krónur. í þessu verði felst ekki máln- ingarhreinsun. Þar fer verðið eftir festu málningunnar sem fyrir er á veggnum. Það getur verið á bilinu 100-700 krónur fyrir fermetrann. Þess má geta að í nýbyggingum er hægt að nota 25% minna magn af steypu í burðarvirki (að innanverðu) ef þessi akrílkápuaðferð er notuð og einangrað að utan. í þeim tilfellum verður byggingarkostnaöur heldur lægrienviöhefðbvmdinhús. -ÓTT - segir Jón Siguijónsson „Mesti gallinn við múrklæðn- ingar er að þær vilja metjast en þessi nýja tegund, sem er högg- þolin, lofar góöu,“ segir Jón Sig- urjónsson verkfræðingur í sam- tali við DV. „Reynslutíminn er reyndar stuttur en múrkerfi standa yfirleitt og falla með fram- kvæmdinni. Menn hafa stundum sparað við sig bindinetin (styrkt- armottumar) og það hefur reynst illa.“ - Er þá aöalatriðið aö fýlgja upp- skrift framleiðanda? „Já. Þessi klæðning er annar valkostur á móti loftræstum klæöningum. -ÓTT Mikilvægt að íylgja uppsetningarreglunum Hörður Guðmundsson húsasmið- Um þessar mundir er verið að klæða nýjar blokkir í Grafarvogi með „trefjakápuaðferðinni". Nú hafa um 20 þúsund fermetrar útveggja á húsum hérlend- is verið klæddir með aðferðinni á sl. 4 árum og gefist vel. DV-myndir JAK A, S GROÐURSKÁLINN- S9 Groðurhúsaskalinn hentar vel við húsvegg. Byggt upp af ál-prófílum 3 mm gróðurhúsagleri eða 4 mm tvöföldu yl- plasti. Stærð: 9,8 ferm. 383x254 cm. HAGSTÆTT VERÐ SINDRAAliSTAL HF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 Vatnagarðar 14 — 104 Reykjavík Láttu fagmann kenna þér réttu handtökin! Sölu- og viðgerðaþjónusta á sláttuvélum! SLATTUVELA- VIÐGERÐIR sími 31640

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.