Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
Fréttir___________________________________________
Fjárfestingar spítalanna:
Þörf fyrir legurými
er fullnægt í bili
segir Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra
„Viö höfum að undanfórnu lagt
megináherslu á uppbyggingu fyrir
aldraöa - það eru hjúkrunarrými og
dvalarheimili fyrir þá. Mér finnst
þetta vera megináherslan í óskum
sveitarstjórnarmanna um fjárveit-
ingar. Þá höfum viö einnig lagt
áherslu á sérhæfðar byggingar svo
sem K-bygginguna við Landsspítal-
ann. Viö höfum þvi verið að byggja
annað en legurými enda virðist ekki
vera þörf fyrir að byggja það fyrir
almenna sjúklinga í augnablikinu,"
sagði Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra, en lokanir spítal-
anna í sumar hafa þótt óvenju miklar
og vakið upp spurningar um nýtingu
þeirra. Hefur sú skoðun komið fram
hjá ýmsum forráðamönnum sjúkra-
húsmála að með þessu sé nýting á
fjárfestingu í heilbrigðisgeiranum að
minnka niður fyrir þau mörk sem
eðlileg má telja.
„Undanfarin ár hefur verið erfitt
að fá starfsfólk til að fullmanna þess-
ar stofnanir yfir sumartímann þann-
ig að þetta er ekkert nýtt vandamál.
Það tengist ekki þeim sérstöku
sparnaðaraðgerðum sem gripið hef-
ur verið til núna. Hins vegar er að
koma í ljós núna aö ef til vill hefði
það verið léttara að manna stofnan-
irnar ef ekki hefði komið til þessi
sérstaki spamaður."
Heilbrigðisráðherra taldi að það
þyrfti að huga að málefnum aldraðra
sérstaklega á næstunni og þá með
breyttri áherslu. Það ætti ekki að
horfa bara í það að fjölga rúmum og
fiárfesta í steinsteypu. Ef nú er að
skapast svigrúm fyrir meiri mann-
afla þá ætti að huga meira að mögu-
leikum varðandi heimahjúkrun.
„Það er þá hægt að nýta þá aðstöðu
sem einstaklingarnir eiga og reyna
að halda þeim sem lengst í sínu eðli-
lega umhverfi. Það er staðreynd að
það er betra andlega séð og heldur
fólki lengur virku. Það er lengur til-
búið til að bjarga sér sjálft. Mínar
hugmyndir og óskir, og ég held að
það séu almenn viðhorf, em þær að
það eigi að leggja aukna áherslu á
bætta og aukna heimahjúkmn."
Nú er í gangi starf nefndar sem
vinnur að samnýtingu og hugsanlega
sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík.
Guðmundur sagðist vonast til þess
að út úr starfi nefndarinnar kæmi
ráð til að nýta sem best þær stofnan-
ir sem hér em fyrir hendi. Þegar
hafa komið upp hugmyndir um að
breyta Landakotsspítala í öldrunar-
spítala.
Ráðherra sagði að spamaður á
sviði heilbrigðismála gæti kallað á
aukin útgjöld til að byrja með til að
fábetrinýtinguíframtíöinni. -SMJ
Sr. Pálmi settur
inn í embætti
. Hver bekkur var setinn í Bústaða-
kirkju á sunnudaginn er sr. Pálmi
Matthíasson var settur inn í embætti
sóknarprests Bústaðaprestakalls.
í upphafi stjórnaði sr. Guðmundur
Þorsteinsson dómprófastur mess-
unni en eftir fyrsta sálm tók við sjálf
innsetningin. Eftir innsetninguna
tók síðan sr. Pálmi við og lauk mess-
unni. Að athöfn lokinni bauð söfnuö-
urinn upp á kaffi og snittubrauð í
safnaöarsalnum og var fiöldi manns
þar saman kominn.
Aö sögn manna var athöfnin mjög
virðuleg, eru menn ánægöir með sr.
Pálma Matthíasson og bjartsýnir á
framtíðina.
-GHK
Dómprófastur, sr. Guömundur Þorsteinsson, og nýsettur prestur Bústaða-
sóknar, sr. Pálmi Matthíasson. DV-mynd S
Frú Skjærn í Matador
til íslands
Góð vinkona íslendinga, frú
Skjærn úr dönsku framhaldsþáttun-
um Matador, eða Ghita Nörby eins
og hún heitir, kemur hingað til lands
á laugardaginn ásamt eiginmanni
sínum, Svend Skipper. Hjónin koma
til landsins í boði Eldhesta sf. í
Hveragerði.
Ghita Nörby og eiginmaður hennar
eiga íslenska hesta í Danmörku og
hafa mikinn áhuga á aö kynnast að-
stæðum hér á landi. Þau munu fara
í þriggja daga ferð með Eldhestum
þar sem þeim veröur kynnt um-
hverfi íslenska hestsins og sagt frá
uppruna hans.
Miðvikudagskvöldið 26. júlí munu
hjónin skemmta í Norræna húsinu.
Ghita mun lesa sögur eftir H.C. And-
ersen og eiginmaður hennar spila á
píanó. -ELA
Dönsku Matador-þættirnir voru
mjög vinsælir hér á landi. Nú er von
á frú Skjærn hingaö til lands.
Meðalgos var í Geysi á sunnudaginn.
DV-mynd Hanna
Meðalgos í Geysi
Mikill fiöldi fólks lagði leið sína
austur í Haukadal á laugardaginn til
að fylgjast með gosi í Geysi. Að þessu
sinni sá Ferðamálaráð um að setja
sápu í goshverinn.
Að sögn Þóris Sigurðssonar var
þaö stór hópur sem fylgdist með gos-
inu, eins og yfirleitt þegar Geysir
gýs, og heíðu Islendingar verið þar í
meirihluta. Gosið sjálft var þó aðeins
í meðallagi og gæti veðrið hafa haft
þar áhrif á. Dumbungur var yfir og
talsvert rok svo að toppinn á Geysi
tókaf. -GHK
Náttúrufræðistofn-
unin aldargömul
Náttúrufræöistofnun íslands varð
aldargömul í gær, 16. júlí. í upphafi
var markmiðið aö koma á fót nátt-
úrugripasafni í Reykjavík. Safnið var
fyrst nefnt Náttúrugripasafnið í
Reykjavík en breyttist í Náttúrgripa-
safn Islands er ríkinu var afhent þaö
árið 1947. Enn breyttist nafniö áriö
1965, í Náttúrufræðistofnun íslands,
en þá voru sett ný lög um stofnun-
ina. Fyrsti umsjónarmaður safnsins
og fyrsti formaður var Benedikt
Gröndal. Nýlega er lokið við að inn-
rétta og ganga frá gripum í nýjum
sýningarsal á fiórðu hæð hússins.
Þá er unnið að endurbótum á eldri
salnum en hann verið opnaður al-
menningi í september og veröur af-
mælisins minnst um leið.
-ELA
Sandkom dv
Mikið gengur
á í Kjósinni
Hafterfyrir
satt að tnargir
veiðimcnn scm
veitthafaí
LaxaíKjósað
undanfomu
hafikomiðþað-
anreiðirog
svckktir. Ekki
munþaöíöll-
umtilfellum
hafaverið
vegna laxleysis viðkomandi heldur
mun mörgum hafa blöskrað aðfarir
veiðiréttarhafa við ána. Þeir munu
að sögn valsa um ána meira og minna
alla daga og moka upp laxinum. Þess-
ir menn munu samkvæmt sömu
heimildum þekkja ána eins og stofu-
gólfið heima hjá sér, hveija holu í
botninum og göngufiskur er þeim
auðveld bráð. Þaö mun vera eina
markmiðið að moka upp fiski sera
oftar en ekki er eidisfiskur svo að
verö veiðiieyfa geti haldið áfram að
hækka í verði. Sföan les maður í blöð-
unum um „rosalegar göngur" íána
á hveiju flóði, áin sé yfírflill af fiski
og mætti stundum halda að hvergi
væri hægt að koraast í færi við lax
hér á landi nema í Kjósinni.
Strákamir
í Grímsey
Það hcfur að
vonuinvakið
athygliaðá
þeim tíma sem
14drengirhafa
fæðstGrírasoy-
ingumhefur
enginstúlka .
fæðstíeynniog
veltamenn
vöngumyfir
þessu Gríms-
eyingar hafa hvað eftir annað mátt
s vara spurningum forvitinna sém
spurt hafa eyjarskeggja hvernig
standi á þessu, hvort þeir geti upp-
lýst leyndarmálið, og ailt miðast þetta
við að gera góðlátlegt grín að þessu
öllu saman. Grímseyingar hafa verið
sparir á svörin en einn innfæddra
sagði þó í góðra vina hópi á dögunum
að „uppskriftin" væri sáraeinfóld.
„Þegar maður lætur vel að kellu sinni
við heimsskautsbaug er ráðið það að
vera í brúnum sokk á hægri fæti en
annars nakinn, þá verður útkoman
strákui-," sagði Grimseyingurinn. Og
nú er bara að prófa, lesendur góðir!
Lokuð inni
Sauðárkróks- c
búarhafanú
tekiðinotkun
nýjaílugstöðá
Alexanders
ílugvelli og var
ckki vanþörf á
Gamiaflug-
Moðin varorð-
in ansi „þreytt"
svoekkisé
meirasagtund-
ir þaö síöasta. T.d. fór þannig fyrir
„orlofskonunni" vestfirsku, sem var
þar á ferð í síðustu viku með vinkon-
um sínum, aö hún lokaðist inni á
salemi þar, gamla „skráin" neitaði
öilu samstarfi. Orlofskonan dó þó
ekki ráðalaus, gat opnað glugga og
kallaði út „Ég held ég sé lokuð hér
inni!“ Þetta geröi að sjáifsögðu lukku
í vinkonuhópnum og „starfsmenn"
þustu á vettvang og losuöu frúna úr
prísundinni.
Nektarkynning
í „brandara-
bænum'1
Umferðaröng-
þveitivarðvið
kaupfélagiöí
Hafnarfirðisl.
fimmtudag.
Auglýstvarí
útvarpinuað
þaryrði „nekl-
arkynning".
Síðdegisþustu
Hafnfirðingará
veltvang.klárir
í slaginn. Lítið mun þó hafa verið um
nektarsýningar í kaupfélaginu en það
sem átt var við í auglýsngunni og
auglúst sem „nektarkynning" var að
kaupfélagið var að kynna Hafhfirð-
ingum ávöxt nokkum sem heitir
„nektarína".
Umsjón Gytfl Kristjánsson