Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Síða 8
MÁNUDAGUR 17. JÚLL1989.
Viðskipti
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs:
Dregur úr gjaldþrotum
þegar líður á næsta ár
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráös, telur
aö gjaldþrotin haldi áfram út þetta
ár í sama mæli og á fyrri hiuta ársins
en að botni hagsveiflunnar verði náð
um mitt næsta ár og þá dragi úr
gjaldþrotum.
Vilhjálmur Egilsson var einn
þeirra hagfræðinga sem spáði því á
síðasta ári að árið 1989 yrði gjald-
þrotaárið mikla á íslandi. Þessi efna-
hagsspá er að rætast. Um eitt þúsund
einstaklingar og fyrirtæki hafa
þrammað til borgarfógetans í
Reykjavík og óskaö eftir að verða
teknir til gjaldþrotaskipta. Þetta er
50 prósent meira en í fyrra en þá
komu inn 646 beiðnir á sama tíma.
Atvinnuleysið á Islandi hefur
breyst á þessu ári. Það er komiö var-
anlegt atvinnuleysi í stað árstíða-
bundins áður. Þetta er söguleg breyt-
ing á íslenskum vinnumarkaði. í ára-
raðir gætti eingöngu árstíðabundins
atvinnuleysis hjá fólki í sjávarútvegi
og byggingariðnaði. Nú gengúr fólk
í öllum stéttum atvinnulaust, meira
að segja fólk sem unnið hefur hjá
ríkinu og bönkunum.
Þetta kemur glöggt fram í tölum
um fjölda atvinnulausra á íslandi.
Atvinnulausum íjölgar í sumar í stað
þess að fækka eins og venjan hefur
veriö hérlendis til þessa um sumar-
mánuðina. Færa má rök fyrir spá
sem gengur út á að atvinnulausum
fjölgi þegar líður á sumarið og fram
á haust.
Þrenns konar atvinnuleysi
Félagsmálahagfræðin segir frá
þrenns konar atvinnuleysi: varan-
legu, árstíðabundnu og skammtíma.
Skammtímaatvinnuleysi er eins
konar stund milli stríða. Það er sá
tími sem líður þar til atvinnulads
maður með ákveðna hæfileika, sem
er að leita sér aö vinnu, hittir rétta
atvinnurekandann, þann sem ein-
mitt er að leita að manni með við-
komandi hæfileika í vinnu.
Atvinnuleysi hefur stóraukist á
þessu ári. í janúar í fyrra voru eitt
þúsund atvinnulausir, í janúar í ár
voru tæplega þrjú þúsund atvinnu-
lausir.
Vinna eykst venjulega á sumrin
í fyrra var mest atvinnuleysi í jan-
„Kaupmátturinn í landinu heldur
áfram að minnka. Það er ekkert sem
getur komið í veg fyrir það. Þessu
finna bæði einstaklingar og fyrirtæki
fyrir. Það sem er í raun að gerast er
að sú kaupmáttarsprenging sem varð
á árinu 1987, þegar kaupmáttur jókst
næstum um 20 prósent, var óraun-
hæf. Þjóðfélagið hafði ekki efni á
henni og þess vegna fer kaupmáttur
nú minnkandi."
Vilhjálmur segir enn fremur að
haustið geti orðið mörgum erfitt.
Reynslan sýni að vegna sumarfría
stjórnenda fyrirtækja séu nauösyn-
legar ákvarðanir í rekstrinum oft
ekki teknar yfir sumarið. Þegar þeir
komi hins vegar úr fríum og sjái stöð-
úar og síðan dró úr því hægt og síg-
andi fram á vor og sumar. Svona
hefur gangur mála oftast verið á
vinnumarkaðnum á íslandi.
í janúar síðastliönum voru flestir
atvinnulausir það sem af er árinu.
Síðan dró hægt úr atvinnuleysi fram
á vor. Svo gerðust tíðindin í síðasta
mánuði. Atvinnulausum fjölgaði um
190 manns á milli maí og júni, úr
1800 í 1930 manns. Og síðasta daginn
í júní voru 2100 manns atvinnulaus-
ir. Atvinnuleysissúlurnar á með-
fylgjandi mynd sýna þetta vel, þær
eru að hækka.
Óskar Hallgrímsson hjá félags-
málaráðuneytinu segir að því miður
geti menn ekki verið annað en
hræddir um að atvinnuleysi eigi enn
eftir aö aukast í sumar og haust.
„Það er dauft yfir atvinnumarkaðn-
um á þessum tíma og því miður eng-
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
in verkefni sjáanleg sem bæta úr
ástandinu. Yfir öllu hangir svo sú
vofa aö kvóti báta og togara er langt
kominn og í sumum tilvikum eru
bátar búnir með hann. Það er víða
þröngt fyrir dyrum,“ segir Óskar.
Árstíðabundið atvinnuleysi
Árstíðabundið atvinnuleysi er oft-
ast yfir vetrarmánuðina. Á því eru
skýringar eins og að mismikið berist
af afla og að togarinn í kaupstaðnum
fari í söluferð til útlanda. Á sama
una eftir fyrstu sjö til átta mánuðina
grípi þeir til harðra aðgerða.
„Þessar aðgerðir felast í því að
segja upp fólki, stokka upp spilin og
reyna hvað þeir geta til að hækka
vöruverðið.“
Það eru ekki bara forstjórar fyrir-
tækja sem koma urrandi úr sumar-
fríum heldur er það gjarnan svo að
hinn venjulegi launamaður grípur
einnig til harðra aðgerða eftir sum-
arfríið sitt. Sumarfríið varð dýrara
en hann reiknaði með og efnameiri
launamenn fá skattseðilinn sinn og
þurfa að borga til dæmis eignaskatt.
I raun grípur launamaðurinn til
sömu aðgerða og fyrirtækin. Hann
byrjar á að skera niöur útgjöld, draga
hátt má taka byggingariðnaðinn fyr-
ir. Þegar allt er á kafi í snjó og frost-
hörkur ríkja dag eftir dag er ekkert
steypt, verktakar fresta fram-
kvæmdum og segja mönnum hugs-
anlega tímabundið upp.
Síðan kemur sumarið með hækk-
andi sól og hjól atvinnulífsins fara
að snúast aftur, vel smurð. Þá kemur
skólafólk út á vinnumarkaðinn og á
sama tíma vantar fólk vegna um-
framþenslu á markaðnum svo og
sumarleyfa hinna fastráðnu.
Sumarvinna minnkar núna
Þess vegna skýtur það mjög skökku
við í sumar þegar atvinnuleysi fer
vaxandi í stað þess að fara minnk-
andi. Eftirspurn eftir fólki i vinnu
er greinilega að minnka. Jafnframt
tekur það fólk mun lengri tíma að fá
vinnu við sitt hæfi.
Á þensluárinu 1987, þegar atvinnu-
lífið vantaði um þijú þúsund manns
til að öll störf væru fyllt, tók það
mann, sem hætti, kannski um hálf-
tíma að fá vinnu annars staðar. Þetta
þekkist ekki lengur.
Erfiðleikarnir 1969
íslendingar upplifðu síðast alvar-
úr kostnaðinum við heimilishaldið,
eða fer inn á teppið til yfirmanns síns
og biður um hærri laun, nákvæm-
lega eins og forstjórinn reyndi að ná
fram hærra vöruverði.
„Ég tel að það verði þrýstingur á
launaskrið í haust, að fólk fari til
yfirmanns síns og biðji um hærri
laun eða yfirborganir á einhvern
hátt. En vegna erfiðrar stöðu margra
fyrirtækja núna er tæplega hægt að
búast við því að þessar óskir nái fram
að ganga. En það kemur örugglega
þrýstingur á launaskriö," segir Vil-
hjálmur Egilsson.
-JGH
legt atvinnuleysi erfiðleikaárin 1968
til 1969 þegar síldveiðarnar við landið
hrundu næstum á einum degi. Mun-
urinn þá og nú er sá að þá hrundi
undirstaðan og dreifingin á vinnuafli
var allt önnur en nú þegar hlutfalls-
lega miklu fleiri vinna í þjónustu.
Árið 1969 gengu um 5500 íslending-
ar atvinnulausir. Það var um 7 pró-
sent af vinnuafli. Nú er atvinnuleysið
um 1,4 prósent og allt útlit fyrir að
sú tala hækki.
Atvinnuleysi er smitandi
Hagfræðingar tala um að í atvinnu-
lífinu sé margfaldari, eitt starf í
framleiðslugrein búi til eitt eða tvö
önnur í þjónustugreinum, fleiri eftir
því sem margfaldarinn er hærri.
Margfaldarinn getur líka verið með
mínusmerki. Fækki um eitt í fram-
leiðslugrein fækkar um eitt eða tvö
í þjónustugrein. Um keðjuverkandi
áhrif er að ræða. Og þannig getur
gjaldþrot eins fyrirtækis leitt til
gjaldþrots annars.
Læknar myndu líklegast orða þetta
sem svo að atvinnuleysi væri smit-
andi og breiddist út hérlendis.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-20 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb,Úb
6mán.uppsögn 16-22 Vb
12mán. uppsögn 18-20 Úb
18mán.uppsögn 30 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab.Sp
Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab
Innlan verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6mán. uppsögn 2,5-3 Allir
Innlán með sérkjörum 27-31 nema Sp Sb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab
Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,-
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 lb,Vb,- Sb Sb,Ab
Danskarkrónur 7,75-8,25 Lb,lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 32,5-34,5 Bb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgenqi
Almennskuldabréf 34,25- Bb
37,25
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7-8,25 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 3,5 nema Úb Úb
Húsnæðislán
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. júlí 89 34,2
Verðtr. júlí 89 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júlí 2540 stig
Byggingavísitala júlí 461,5stig
Byggingav ísitala júli 144,3stig
Húsaleiguvisitala 5%hækkun l.júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,042
Einingabréf 2 2,240
Einingabréf 3 2,639
Skammtíniabréf 1,391
Lifeyrisbréf 2,032
Gengisbréf 1,802
Kjarabréf 4,010
Markbréf 2,134
Tekjubréf 1,732
Skyndibréf 1,218
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,938
Sjóðsbréf 2 1,552
Sjóðsbréf 3 1,369
Sjóðsbréf 4 1,140
Vaxtasjóðsbréf 1,3687
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 360 kr.
Flugleiðir 175 kr.
Hampiðjan 164 kr.
Hlutabréfasjóöur 128 kr.
Iðnaðarbankinn 157 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 145 kr.
Tollvörugeymslan hf. 108 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast I DV á fimmtudögum.
Söguleg breyting á vinnumarkaönum:
Varanlegt atvinnuleysi
í stað árstíðabundins
Fjöldi atvinnulausra á íslandi