Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 13
MÁNUDAGUR 17. JÚLl 1989. 13 > I i Utlönd Ti ILi HVERAGERÐi OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL. 12-20 Fyrstu bandarísku tunglferðarinnar minnst Birgir Þórisson, DV, New York; Á fimmtudag eru tuttugu ár liðin frá því að Neil Armstrong steig fyrst- ur manna fæti á tunglið. Afmæliö hefur vakið umræðu um framtíð geimferðaáætlunar Bandaríkjanna sem mjög hefur rekið á reiðanum síðustu árin. Horfa menn mjög til Bush Bandaríkjaforseta um ný markmiö. Meðál hugmynda, sem sagðar eru vera til umræðu innan stjórnarinn- ar, er mönnuð geimstöð á tunglinu. Aðrir tala um að senda menn til mars. Það gerðu einnig geimfararnir Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins sem í gær héldu upp á að tuttugu ár voru liðin frá því að þeim var skotið á loft frá Kennedy geim- ferðamiðstöðinni. En það er tómahljóð í kassanum og því óvíst hvort ráðist verður í ný stórvirki. Jafnvel þær áætlanir sem nú eru í gangi eiga í vök að verjast fyrir niðurskurðarhnífnum. Þingið er talið líklegt til aö skera niöur fjár- veitingu til mannaðrar geimstöðvar á sporbaug um jörðu sem hefur verið eitt helsta viðfangsefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA síð- ustu árin. Niðurskurðurinn gæti bundið enda á þá áætlun. Ef hætt verður við geimstöðina verður lítið eftir að gera fyrir geim- skutlurnar. Geimstöðin er talin of dýr nema sem liður í víðtækri áætlun um að senda menn lengra út í geim- inn. Áætlað er að hún muni kosta 24 milljarða Bandaríkjadollara. Til samanburöar má geta þess að geim- skutlurnar hafa kostað 30 milljarða dollara síðustu sautján árin. Gagnrýnendur mannaðra geim- ferða segja þær sóun þar sem sama árangri megi ná með miklu minni tilkostnaði, með ómönnuðum geim- fcrum og sjálfvirkum eða fjarstýrð- um búnaði. En mannaðar geimferðir örva ímyndunaraflið á þann veg sem ekk- ert fær komið í staðinn fyrir. Því á draumurinn um menn á mars sér marga formælendur sem reyna að nota afmæli tunglferðarinnar til hins ýtrasta til að vinna málstað sínum fylgi. Hrakfallasaga geimskutlanna hef- ur mjög minnkað veg NASA. Nú er svo komið að flugherinn hefur meira umleikis í sinni geimáætlun. Eftir Challengerslysið gat flugherinn ekki um sinn komið njósnahnöttum sín- um út í geim. Herinn lét sér það að kenningu verða og endurvakti eld- flaugaáætlun sína. Frá og með árinu 1991 sjá eldflaugar flughersins um að koma ölium hernaðartólum út í geiminn. Buzz Aldrin, Mike Collins og Neil Armstrong héldu í gær upp á að tuttugu ár voru liðin frá því að þeim var skotið á loft til tunglsins. Símamynd Reuter LÍFIÐ VELTUR A BELTUNUM! Ótrúlega margir eiga líf sitt bílbeltum að þakka. Spennum beltin, því lífið veltur á beltunum. SJÓVÁ-ALMENNAR Þú tryggir ekki eftir á!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.