Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. ^TEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Á annarra kostnað Ekkert lát er á örlæti ríkisstjórnarinnar. Nú er það nýjast að hún hefur yfirtekið skuldir Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða að ijárhæð tveir milljarð- ar króna. Enn er í deiglunni hjá ríkisstjórninni að leysa úr vanda loðdýrabúanna með afskriftum lána, skuld- breytingum og endurgreiðslu á söluskatti sem getur numið allt að þrem milljörðum króna. Áður hefur ríkis- stjórnin tekið á sig margvíslegar aðrar skuldbindingar stofnana og fyrirtækja sem eru komin í þrot. Þess er og skemmst að minnast að ráðherrarnir sjálfir gerðust sölustjórar í útsölunni á lambakjötinu sem fólst í aukn- um niðurgreiðslum. Nú væri þetta örlæti ríkisstjórnarinnar góðra gjalda vert ef ríkissjóður ætti fyrir öllum þessum útgjöldum. Fræg urðu ummæh fjármálaráðherra í vor þegar hann samdi við opinbera starfsmenn og lét þess getið glað- hlakkalega að ríkissjóður ætti vel fyrir launahækkun- unum. Hækkunin væri vel innan við Qárlagarammann. Nú er hinsvegar verið að segja okkur að hallinn á ríkis- sjóði nemi fimm milljörðum og ekki eru öll kurl komin til grafar. Enn eru rúmir fimm mánuðir til jóla. Það er gott og blessað þegar ríkisstjórnin er að bjarga heilum atvinnugreinum undan hamrinum. Það er fall- ega gert af ríkisstjórninni að greiða niður landbúnaðar- vörurnar og stuðla að lækkun á raforkuverði. Allt eru þetta miskunnarverk og bjóða upp á blaðamannafundi og skeleggar yfirlýsingar ráðherra um góðvild þeirra gagnvart þjóðinni. Enda stendur ekki á ráðherrunum að baða sig í sviðsljósinu og taka á móti fagnaðarlátun- um. Þeir eru allir í fjölmiðlaleik. En hverjum skyldi reikningurinn verða sendur þegar upp er staðið? Hver skyldi borga brúsann nema þjóðin sjáif? Enda sitja ráðherrarnir með sveittan skallann þessa dagana til að fmna út fjáröflunarleiðir fyrir ríkis- sjóð sem allar enda í auknum sköttum með einum eða öðrum hætti. Alþýðublaðið upplýsir það fyrir helgi að nýjasta hugmyndin sé sú að hækka söluskattinn um eitt prósent sem gerir þó ekki meira en að kosta björgun- araðgerðirnar gagnvart loðdýrabændum. Það er auðvitað ósanngjarnt að kenna ríkisstjórninni um vanda landbúnaðarins, kaupkröfur opinberra starfsmanna, skuldasúpu orkuveranna eða gjaldþrot ullariðnaðarins. Það er hins vegar hægt að saka stjórn- völd um stjórnleysi í almennri efnahagsstjórn. Ríkis- stjórnir fyrr og nú hafa vanrækt að hlúa að undirstöðu- atvinnuvegunum og skapa þeim eðlileg rekstrarskil- yrði. Það er hægt að áfellast ríkisstjórnina fyrir að etja loðdýrabændum á foraðið. Það er hægt að saka stjórn- málaforystuna um undanlátssemi gagnvart þrýstihóp- um og linkind í rekstri ríkisins. En þjóðin sér í gegnum þann loddaraleik, sem nú á sér stað, þegar ráðherrar koma fagnandi með gjafa- pakka, ódýra lambahryggi, lægra orkuverð, hækkandi laun til starfsmanna sinna. Allar þessar gjafir eru dýru verði gefnar. Þær eru gefnar á kostnað þjóðarinnar sjálfrar. Reikningurinn hleðst upp í ríkissjóði og hann verður ekki greiddur af þeim sömu ráðherrum sem nú slá sig til riddara með lántökum og gjafakortum. Það sem fer út verður að koma inn. Skuldir verður að greiða. Það sem fólk sparaði sér í innkaupunum í kjötbúðinni verður innheimt í staðgreiðslunni. Það sem sparast í rafmagnsgjaldinu kemur fram í hækkuðum söluskatti. Það eru nefnilega tveir dálkar í bókhaldinu, annar debet, hinn kredit. Ellert B. Schram Strax og fréttist um dauða Mao Tse-Tung hópaðist fólk i Peking til að kaupa myndir af hinum látna leiðtoga. Líf og dauði í Sjanghæ Við gleymum því áreiðanlega stundum, þegar við sjáum kín- verska lögreglumenn berja á venjulegum borgurum á sjón- varpsskjánum, að fórnarlömb þeirra eru fólk með tilfinningar, vit og vilja. Þetta eru ekki leiknar myndir heldur dauðans alvara. Fyrir skömmu kom út bók í Banda- ríkjunum sem ætti að minna okkur á það, Líf og dauði í Sjanghæ (Life and Death in Shanghai) eftir aldr- aða kínverska konu, Nien Cheng. Þar greinir hún frá reynslu sinni af menningarbyltingunni svo- nefndu, sem Maó formaður hleypti af stað 1966 - en hún mætti eftir öllum sólarmerkjum að dæma heita byltingin gegn menningu. Frú Cheng sat saklaus í kínversku fangelsi í sjö ár en slapp úr landi 1980 og býr nú í Washingtonborg. KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor amanum. Þeir vilja líka ná tökum á sálinni. Frú Cheng var frá upphafi ráðin í þvi að játa ekki á sig neinar upp- lognar sakir. Hvort tveggja var að hún gat ekki gert svo lítið úr sjálfri sér og að hún taldi aðstöðu sína versna fremur en batna við það. Hún stóð við þetta í þau sjö ár sem henni var haldið í einangrun, þrátt fyrir barsmíðar, pyndingar og hót- anir gæslumanna hennar. Vafa- laust hefur það aukið henni styrk að hún er kristinnar trúar. Frú Cheng uppgötvaöi síðar hvers vegna játning hennar var tahn svo mikilvæg. „Fjögurra manna klík- an“ svonefnda undir forystu eigin- konu Maós var að reyna að grafa undan Sjú En-læ forsætisráðherra sem hafði leyft nokkrum erlendum fyrirtækjum að starfa áfram í Kína- „Rauöu varðliðarnir og yfirmenn þeirra reyndu þó frekar að umbreyta fólki en útrýma.“ Skotmark rauöu varðliðanna Frú Cheng var kjörið skotmark. Hún var af hinni gömlu kínversku yfirstétt landeigenda og mennta- manna. Hún kynntist eiginmanni sínum, Kang-chi Cheng, á meðan hún stundaði nám í Hagfræðiskól- anum í Lundúnum (London School of Economics). Hann gekk í þjón- ustu kínversku stjómarinnar að námi loknu en þegar kommúnistar tóku völd, 1949, ákváðu hjónin að vera um kyrrt í Kína í stað þess að flýja til Taiwan. Cheng varð for- stjóri Shell-fyrirtækisins í Sjanghæ og eftir að hann lést úr krabha- meini, 1957, geröist kona hans sér- stakur ráögjafi fyrirtækisins þang- að til þaö var lagt niður 1966. Nokkm eftir aö frú Cheng hætti störfum dundu ósköpin yfir. Maó formaður, sem hafði misst áhrif upp úr 1960 eftir „stökkið mikla“, en það leiddi af sér hungursneyð um allt Kínaveldi, kvaddi æskuna til baráttu gegn keppinautum sín- um innan kommúnistaflokksins. Nú skyldu síðustu leifar kapítal- isma í hugsunarhætti og lifsvenj- um hverfa. Ungt fólk fagnaði þessu tækifæri til að sleppa undan aga og ábyrgð, hætti námi, flykktist til borganna þar sem það gerðist „rauðir varðliðar", baröi kennara sína sundur og saman, reif klæði þeirra sem ekki gengu í Maó-bún- ingum, fór í hópum inn á heimili manna, sem enn bjuggu við ein- hver efni, og braut þar allt og bramlaði. í ágúst 1966 lögðu þeir heimili frú Cheng í rúst og mánuði síðar var henni varpað í fangelsi og gefið að sök að vera njósnari breskra heimsvaldasinna. Ríki Orwells Margir Kínveijar létu vitaskuld lífiö í menningarbyltingynni. Rauðu varöliöarnir og yfirmenn þeirra reyndu þó frekar að um- breyta fólki en útrýma. Þeir sem taldir voru „stéttaróvinir" voru dregnir fyrir fjöldafundi þar sem hróp voru gerö að þeinr og þeir neyddir til aö játa á sig allar hugs- anlegar vammir. Kapp var lagt á að svipta fólk andlegu sjálfstæði og einstaklingseðli (því sem Páll Skúlason prófessor kallar hér heima „sjálfdæmishyggju", í fyrir- litningartón). Leitast var við að jafna allan mannamun sem mynd- ast sjálfkrafa viö verkaskiptingu í atvinnulífi og vegna misjafnra hæfileika fólks og ólíkrar mennt- unar. í staö eðlilegra fiölskyldu- banda skyldi koma taumlaus ást á Maó formanni sem Vcu* alls staöar nálægur á flennistórum vegg- spjöldum. Minnti þetta ískyggilega á skáldsögu Orwells Nítján hundr- uð áttatíu og fiögur: Alræðissinnar láta sér ekki nægja að stjóma lík- veldi eftir valdatöku kommúnista. Þegar frú Cheng var lokst sleppt, 1973, komst hún að því að einka- dóttir hennar, Meiping, hafði verið myrt af rauðum varðiiðum eftir árangurslausar tilraunir þeirra til að fá hana til aö vitna gegn móður sinni. í sporum Egils Líf og dauði í Sjanghæ er ákaflega vel skrifuð bók, borin uppi af mik- illi lífreynslu. Ég þekki aðeins eina bók jafngóða um menningarbylt- inguna, Kínverska skugga (Chi- nese Shadows) eftir Simon Leys. Frú Cheng stendur í sömu sporum og Egill forðum, enda svipar hjört- um mannanna víðar saman en í Súdan og Grímsnesinu. Egill kvað Sonartorrek gegn Óðni fyrir að hafa rænt sig syni sínum og veitti í kvæðinu sorg sinni útrás, orti sig frá henni, ef svo má segja. Frú Cheng samdi bók sína gegn Maó og hyski hans fyrir aö hafa myrt dóttur hennar. Hún gat aðeins gefið Meiping nýtt líf í bókmenntum. En okkur hinum er bókin áminning: Það sem kommúnistar gera systur okkar í Kína gera þeir okkur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.