Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 16
16 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989. Spumingin Hefur veðrið áhrif á skap þitt? (spurt í Reykjavíkur- rigningunni) Jón ívar Einarsson: Nei, nei. Ég er yfirleitt alltaf í svo svipuðu skapi. Símon Friðriksson: Já, það gerir það. Þetta er þriðja sumarfríið sem ég lendi í rigningu. Aðalsteinn Aðalsteinsson: Já, meðan ég er í sumarfríi. Sigríður Jóna Jónsdóttir og Arnór Bjarnason: Já, vissulega gerir þaö þaö. Arna Erlings: Já, það getur gert það. Ég er orðin hundleið á rigningunni. Rimólfur Sveinsson: Nei, ég er úr Vík í Mýrdal og þar hefur veðriö verið ágætt. Lesendur lífsins sem enn er auðvitað óleystur. Nú hefur komið fram í skoðana- könnunum að Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa mesta fylgið um þessar mundir ef kosið yrði nú. Ekkert bendir þó tíl að sá flokkur ætli sér neitt með það forskot sem hann hef- ur, og er þó ærið tilefni til. Annað hvort er þar um að kenna hræðslu við að taka við ef hann skyldi nú fá meirihluta eða þá viljaleysi ein- göngu. Hægt er að óska þess að forsætis- ráðherra biðjist lausnar án þess að vantraustsyfirlýsing komi fram op- inberlega. Það gerir stjórnarandstað- an ekki. - Hvers vegna? Það er fordæmi fyrir þess konar beiðni frá fyrri tímum. Þannig var það einmitt Framsóknarflokkurinn sem óskaði stjómarskipta með því að ganga á fund Jóns Magnússonar þáv. forsætisráðherra, árið 1922. Lýsti Jón þá yfir því að hann myndi verða við þeirri ósk ef meirihluti þingmanna samþykkti það. Nú er einmitt sama staða komin upp hér á landi. Óhæf ríkisstjóm sit- ur að völdum undir forsæti Fram- sóknarflokksins. Sannkölluð „Óstjóm", og með réttu Steingríms- dóttir, og líklega ólögleg frá upphafi. Hún á að fara frá sem allra fyrst. Kristinn Einarsson skrifar: Það er á allra vitorði að sú ríkis- stjóm sem nú situr, ef ríkisstjórn skyldi kalla, er minnihlutastjórn og vantar þingstyrk til að geta komið í gegn málum á Alþingi af eigin ramm- leik. Hingað til hefur hún helst stuðst við einstaklinga úr Borgaraflokkn- um sem hafa svo farið með veggjum á eftir og ekki vitað hvemig þeir eiga að verja stuðninginn. Við myndun ríkistjómarinnar var forseta tjáö að ríkisstjómin myndi eiga vísan meirihluta á þingi og var það látiö gott heita. Síðan hafa mein- bugimir komið í ljós hver á eftir öðmm og stjórnin ekki ráðið við eitt né neitt. Hún hefur látið reka á reið- anum í öllum þeim málum sem hún tiltók í byijun að brýnast væri að leysa. - Þar ber hæst vanda atvinnu- Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. - „Líklega ólögleg frá upphafi," segir m.a. i bréfinu. Óstjóm Steingrímsdóttir Olögleg frá upphafi? Innheimta söluskattsins: Réttmætar aðgerðir Neytandi skrifar: Eg get ekki látið hjá líða að taka undir réttmætar aðgerðir fjármála- ráðherra í herferð hans fyrir inn- heimtu söluskatts, sem liggur vítt og breitt um þjóðfélagið í fórum hinna ýmsu svikahrappa sem hafa haldið honum hjá sér í það óendanlega. Það var kyndugt að lesa ummæli sumra þeirra aðila sem lokað var hjá og söguðst einmitt hafa verið á leiö- inni til að greiða, þegar lögreglan kom og innsiglaði hjá þeim fyrirtæk- in! - Þeir brugðust ókvæða við og hótuðu málsókn, dómsúrskurði og fleiru í þeim dúr. Hvað sem um innheimtuaðferðir má segja, er það mjög réttmætt hjá ráðherra að gera þessa aöfór og reyna að ná inn a.m.k. hluta þeirra 8 eða 9 milljarða sem eru útistand- andi í söluskatti sem ekki hefur ver- ið skilaö inn. Þetta eru þó fjármunir sem þegar hafa verið innheimtir af viðskiptavinum, mér og þér, og eiga ekki að liggja hjá fyrirtækjum lengur en tilskihð er. Það er óskandi aö jafnhart veröi gengið að hveijum þeim öðrum í þjóðfélaginu sem ekki hafa gert upp skatta sína við hið opinbera. Það er mikill urgur í fólki, hinum almennu skattgreiðendum og launþegum sem verða að greiða sína skatta um leiö og laun eru greidd en sjá að aðrir geta svikist undan merkjum mánuð- um og jafnvel árum saman. - Áfram ráðherra! í þessu máh ertu að gera rétt - hvaö sem öðru líður. Enn meira með U2 G.J. skrifar: Ég vil taka undir áskorunina aö sjónvarpsstöðvamar tvær sýni meira meö hljómsveitinni U2. Til dæmis væri hægt að endurflytja Smehi þar sem saga U2 var rakin í tveimur hlutum. Einnig hef ég orðið vör við að það er eins og útvarpsstöðvunum sé hla við U2. Það er sama hvað maður hringir oft inn og biður um eitthvert lag með U2, aldrei er það spilað. Ef til vlll ekki of seint að kanna viðhorf til sameiginlegs gjaldmiðils Norður- landa. Ekki þvo kartöflur Guðbjörg hringdi: geymst nógu vel. Ein ástæðan er Égvhkomaáframfæriþeirriósk ef th vill sú að hér hefur það tíðk- aðkartöfluframleiðendurþvoiekki ast hin seinni ár að þvo kartöflur kartöflur áður en þeir senda þær á áður en þær em sendar á markað. markaö. Kartöflur má alls ekki Þetta rýrir geymsluþol kartafln- þvo, þær á aö þurrka í sól eins og anna mjög mikið og á ekki að þurfa gert hefur verið hér frá upphafi. því kartöflur má þvo áður en þær Erlendar kartöflur hafa verið eru soðnar og er líka gert í flestum fluttar inn á hverju ári vegna þess tilfehum. að íslenskar kartöflur hafa ekki Smákveðja til S. Waage Jóhanna Ásmundsdóttir skrifar: Hahó, DV. Ég sagði ykkur frá skó- kaupum mínum um daginn. Þökk fyrir birtinguna. S. Waage sendi mér síðan smákveðju í blaðinu í gær (11. júlí) og mig langar til að senda smá- kveöju á móti. Mér þykir leitt ef S. Waage tekur svona nærri sér að ég bað DV að hjálpa mér að segja frá því þegar ég var h.u.b. búin að kaupa skó á kr. 4.990 sem ég gat fengið á kr. 3.500 í næstu verslun. Það hvarflaði svona að mér; skyldu þeir hafa selt mörg pör af skóm með „mannlegu mistökunum“ eða var þetta bara spuming um fimm mínút- ur og ég álpaðist þama inn einmitt á þessum mínútum? Annars er það ekki mitt mál að leiðrétta mistök starfsmanna en mér finnst það mitt mál að segja öðrum frá þvi þegar ég rekst á svona nokkuð og mér finnst DV standa sig vel með þvi að eyða prentsvertu og plássi fyr- ir raddir lesenda. Ég vil bara ítreka við hinn almenna viðskiptavin að hann athugi alltaf vel verð og gæði vöru, geri saman- burð áður en eitthvað er keypt. Sameiginleg skandi- navísk króna Árni Árnason hringdi: Mér hefur oft verið hugsað th þess hvers vegna sú hugmynd hefur ekki komið fram að hafa einn og sama gjaldmiðh alls staðar á Norðurlönd- um. í þeim samningum, sem geröir hafa veriö milli landanna á sviði toha, vegabréfaeftirhts, atvinnu- markaðs og mörgum fleiri hefur ekki reynst vandamál að ná samkomu- lagi. Það er hins vegar kannski orðið of seint nú að koma fram með hugmynd að sameiginlegu peningakerfi eða mynt allra Norðurlanda þegar í bí- gerð er að fleiri en Danmörk gangi í Evrópubandalagið. En viö inn- gönguna eru þessi lönd eins og önnur skuldbundin að taka upp sameigin- legan gjaldmiðil ef það verður ofan á eins og likur benda th nú. En þetta hefði mátt athuga fyrr. Og ef th vill er það enn ekki of seint að koma á fót sameiginlegri skandin- aviskri krónu, ef önnur Norðurlönd fylgja ekki fordæmi Danmerkur um inngöngu í EB. Þetta hefði reynst okkur Islendingum mjög hagkvæmt aö öllu leyti þar sem gjaldmiðhl okk- ar er nánast ónýtur og hvergi gjald- gengur annars staðar. Ég tel að stjórnvöld ættu að kanna strax hvað hægt er að gera í málinu eða hvort þetta er enn raunhæft með þvi að taka málið upp á næsta Norð- urlandaráösþingi. Eg get ekki betur séð en að þetta ætti að vera í hag hinna Norðurlandanna líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.