Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 20
20
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
íþróttir
|A l.deiid
r stadan æ
Valur.......9
Fram........9
FH..........9
KA....;.....9
KR..........9
ÍA..........9
Þór.........9
ÍBK.........9
Víkingur....9
Fylkir......9
2 10-4 17
3 12-8 16
2 13-9 15
2 13-9 15
2 15-12 15
1 4 11-12 13
3 4 9-13 9
3 4 9-14 9
2 5 13-13 8
1 6 7-18 7
• Síðari umferö l. deildar hefst
á fostudaginn kemur og leika þá
KA-FH og Fylkir-Fram. Á
laugardaginn leika ÍA-KR, á
sunnudaginn Vaiur - ÍBK og um-
ferðinni lýkur á mánudagskvöld-
ið með leik Víkings og Þórs.
-JKS
Frétta-
stúfar
-j> Skoska félagiö Glas-
JC' gow Celtic festi um
• helgina kaup á
pólska landsliðs-
manninum Dariusz Dziek-
anowski frá Legia Varsjá.
Celtic greiddi pólska liðinu 550
þúsund steriinsptmd sem sam-
svarar um 52 milijónum ís-
lenskra króna. Dziekanowski
hefur aö baki 51 landsleik fyrir
Pólveija og er 26 ára að aldri.
Billy McNeil framkvæmdar-
stjóri lýsti yfir ánægju með að
pólverjinn væri kominn í her-
búðir Celtic og bindir miklar
vonir viö hann.
Kínverjar lögðu
írani að velli
Kínveijar sigruöu írani með
tveimur mörkum gegn engu í for-
keppni heimsmeistarakeppninn-
ar í knattspymu í Peking á laug-
ardag. Bæði mörkin voru skoruð
í síöari hálfieik. 25 þúsund áhorf-
endur fylgdust með leiknum.
Kínveijar standa vel að vígi í riðl-
inum og eru í efsta sæti meö fullt
hús stiga eftir fjóra leiki og hafa
enn ekki fengið á sig mar í keppn-
inni. Staðan í riðlinum þegar
tveimur umferðum er ólokiö.
Kína.........4 4 0 0 9-0 8
Iran.
..5 4 0 1 s9-3 8
Bangladesh 6 1 0 5 4-9 2
Thailand .........5 1 0 4 2-12 2
íslenskt malt í
uppáhaldi hjá Bett
Skoski landsliðsmað-
urinn James Bett er
mjög hrifinn að ís-
lenska maltölinu.
Bett hreifst mjög að drykknum
þegar hann lék hér á landi fyr-
ir nokkrum árum með Val. Um
helgina hélt héðan yfir 40
manna hópur, skipuðu leik-
mönnum úr 4. flokki Fram og
KR, en liðin taka þátt í mótum
í Skotlandi og írlandi á næstu
dögum. Mótið í Skotlandi fer
fram í Aberdeen en með því
félagi leikur Bett. Þegar Bett
frétti aö komu íslendingana til
Aberdeen símaði hann til ís-
lands og bað um að hópurinn
hefði með í farteski sínu fjóra
kassa af maltöli. Þess má í lok-
in geta aö Bett er giftur ís-
lenskri konu.
Brasilía efst
Brasilía er í efsta sæt-
inu í úrslitakeppn-
inni um S-Ameríku
bikarinn í knatt-
spymu. Brasilía sigraöi
Paraguay, 3-0, um helgina. Ba-
beto skoraiöi tvíegis og Rom-
ario eitt. Staöan í keppninni er
þessi:
Brasilía...2 2 0 0 5-0 4
Uruguay.....2 2 0 0 5-0 4
Argentína ...2 0 0 2 0-4 0
Paraguay ....2 0 0 2 0-6 0
leik KR og Vals á föstudagskvöldið. Gunnar Oddsson reynir að stöðva þessa flugferð Sigurjóns. Leiknum lauk með
DV-mynd Brynjar Gauti
• Sigurjón Kristjánsson á flugi
1-1 jafntefli .
mm|
Stórmeistarajafntefii
KR og Vals í vesturbæ
- 1-1 jafntefli sanngjöm úrsllt í skemmtilegum leik
KR og Valur skiptu bróðurlega með sér stigunum í stórleik
1. deildar í Frostaskjóli á fóstudagskvöldiö. Leiknum lauk með
1-1 jafntefli sem veröa að teljast sanngjöm úrslit í bráð-
skemmtilegum og spennandi leik. Valsmenn eru þar með í
efsta sæti deildarinnar en KR-ingar sitja í 3.-5. sæti ásamt FH og KA.
Leikurinn byrjaöi með látum því
að strax á 5. mínútu náði Pétur Pét-
ursson forystunni fyrir KR. Eftir
homspymu gaf Rúnar Kristinsson
fyrir markið á Pétur sem skaUaði í
netiö hjá Bjama Sigurössyni mark-
verði. KR-ingar vom mun frískari í
byijun og það var eins og Valsrnenn
væm ekki alveg með á nótunum þar
til á 20. mínútu að þeir náðu að jafna
metin. Eftir þunga sókn barst boltinn
tíl Sævars Jónssonar sem skoraði
með fóstu skotí í stöngina og inn.
Eftir jöfnunarmarkið náðu Vals-
menn undirtökunum á vellinum og
virtust líklegir til að bæta viö ööru
marki fyrir hlé. Þaö munaöi ekki
miklu þegar Halldór Áskelsson
komst einn inn fyrir vöm KR en skot
hans fór í slána og þar sluppu vest-
urbæingar meö skrekkinn.
Síöari hálileikur var ekki alveg
eins íjömgur og sá fyrri. Valsmenn
vom meira með boltann en vöm KR
var föst fyrir. Hlíöarendaliöiö var
næst þvi að skora þegar Baldur
Bragason áttí hörkuskot af löngu
færi sem hafnaöi í þverslánni. Á
lokakaflanum náðu KR-ingar nokkr-
um hættulegum sóknum og voru
ekki langt frá því að skora. Fyrst
komst Bjöm Rafnsson inn fyrir en
Bjarni í marki Vals var hársbreidd á
undan. Þegar 4 mínútur vora til
leiksloka kom skemmtileg sókn KR-
inga sem lauk meö því aö Þorsteinn
Halldórsson skaut í stöngina á Vals-
markinu. Þar skall hurö nærri hæl-
um og í lokin voru það Valsmenn
sem máttu vera ánægöir meö jafn-
tefliö. Bæöi liðin léku vel og um 1500
áhorfendur skemmtu sér vel yfir
fjörugum leik og létu vel í sér heyra.
í liöi KR voru ungu strákarnir
Rúnar Kristinsson og Þorsteinn Hall-
dórsson bestir eins og svo oft áöur.
Pétur Pétursson meiddist í fyrri hálf-
leik og munaöi mikið um hann í
sókninni. Heimir Guöjónsson tók
stöðu hans og átti mjög góöan leik.
Valsmenn geröu nokkrar breyting-
ar á liöi sínu. Baldur Bragason lék í
fyrsta sinn í byijunarliöinu og Gunn-
laugur Einarsson og Jón Þór Andrés-
son, báðir kornungir strákar, komu
inn á sem varamenn og stóöu sig
vel. Sævar Jónsson var geysisterkur
að vanda og Guðmundur Baldursson
átti einnig mjög góðan leik.
Dómari:GuömundurMaríasson...z z
Maður leiksins: Sævar Jónsson, Val.
-RR
„Góður leikur“
- sagöi Ian Ross, þjálfarí KR-inga
„Ég er aldrei ánægður með
jafntefli og svo er ekki heldur nú.
Þetta var mjög góður leikur
tveggja ágætra liða og ég held að
áhorfendur hafi farið ánægðir
heim. Það má búast við öðrum
hörkuleik á miðvikudaginn í bik-
arrium. Þaö veröur gott fyrir
bæði liðin að losna aðeins undan
spennu deildarinnar og fá tæki-
færi til að sýna góðan ieik án
þess að vera undir eins mikilli
pressu og nú. Þá verður ekkert
jafntefii og bæði lið veröa að spila
til sigurs," sagði lan Ross, þjálíari
KR, eftir leik KR og Vals.
„Nokkuðsáttur
við jafnteflið"
„Ég hefði að sjálfsögðu viljaö fá öll
stigin úr leiknum en ég er samt nokk-
uð sáttur við jafnteflið. Þessi leikur
gat farið á báða bóga en við fengum
færi á að sigra. Við erum enn efstir
en deildin er öll galopin og það getur
ýmislegt gerst," sagði Hörður Helga-
son, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn
á föstudagskvöldið.
-RR