Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 22
22
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
Auglýsing
frá sjávarútvegsráðuneytinu
um lausar stöður veiðieftirlitsmanna
Sjávarútvegsráöuneytiö óskar eftir að ráða tvo veiði-
eftirlitsmenn. Annar veiðieftirlitsmaðurinn verður
staðsettur á Akureyri. Gert er ráð fyrir að hinn eftirlits-
maðurinn fái þjálfun við að síga um borð í veiðiskip
úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Umsækjendur sem til greina koma þurfa að uppfylla
eftirfarandi skilyrði:
1. Hafa lokið prófi frá Stýrimannaskólanum, Tækni-
skóla íslands (útgerðartækni) eða hafa sambæri-
lega menntun.
2. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og veið-
arfærum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf berist ráðuneytinu fyrir 1. ágúst nk.
Sjávarútvegsráðuneytið, 5. júlí 1989.
Willys CJ7
Wrangler Laredo árg. 1987,
ekinn 50 þT km, 6 cyl., sjálfskiptur, topplúga, álfelgur, velti-
stýri, 4,2 I vél, útvarp og segulband, litur svartur. Ath.
skipti á nýl. ódýrari. Verð 1.590 þús.
FYRIRTÆKITILSÖLU
* Barnafataverslun:
Frábær staðsetning. Upplagttæki-
færi til að kaupa sér örugga at-
vinnu.
* Keilusalur:
Líflegt og gróskumikið fyrirtæki.
Starfsemi í öruggum farvegi, mikl-
ir vaxtarmöguleikar.
* Matvöruverslun:
Góð tæki og nýjar innréttingar.
Ársvelta ca 100 millj. Þetta er ein
af þeim verslunum sem hvorki
kemur né fer. Hún er og verður.
"fc
Nokkur fjöldi annarra fyrirtækja á
söluskrá.
VARSIAHF ^0
FYRIRTÆKJASALA
Skipholti 5, 105 Reykjavík, Sími 622212
íþróttir
• Mikil þoka setti svip sinn á leik Stjörnunnar og Leitturs. Hér eru Stjörnumenn í sókn en það er varla hægt að
segja að það sjáist á milli marka.
DV-mynd S
íslandsmótið í knattspymu - 2. deild:
Stjörnumenn
aftur á toppinn
- eftir sigur á Leiftri, 2-1, í Garðabæ
Stjarr.an endurheimti toppsæti 2.
deildar eftir 2-1 sigur á Leiftri frá
Ólafsfirði í Garðabæ á fóstudags-
kvöldið.
Sigur Stjörnunnar var fyllilega
sanngjarn og ef svo heldur fram sem
horfir er ekki ólíklegt að Garöbæing-
ar ieiki í 1. deildinni að ári. Leifturs-
menn, sem féllu úr toppslagnum í
fyrra, verða hins vegar að fara að
gæta sín á falidraugnum á næstunni.
Stjörnumenn höfðu nokkra yfir-
burði í leiknum en gekk illa upp við
mark Ólafsfirðinga í fyrri hálfleik.
Það voru Leiftursmenn sem náðu
forystunni eftir ágæta skyndisókn
um miöjan fyrri hálfleikinn. Vörn
Stjörnunnar var illa á verði og Hall-
dór Guömundsson nýtti sér það full-
komlega og skoraði af öryggi.
I síðari hálfleik tóku Garðbæinga
við sér og Valdimar Kristófersson
náði að jafna metin á 52. mínútu.
Eftir jöfnunarmarkið sóttu Garð-
bæingar grimmt og stundarfjórðungi
fyrir leikslok gerði Heimir Erlings-
son sigurmarkið á glæsilegan hátt
við mikinn fögnuð viðstaddra.
íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild:
Þingmaðurinn
skoraði mark
- Selfoss sigraði Tindastól, 2-1
t 2.deild
f staóan
Úrslit í 8. umferð 2. deildar urðu
þessi:
Völsimgur-ÍR...............2-1
Stjaman - Leiftur..........2-1
Breiöablik - Víðir.........2-1
Selfoss - Tindastóll.......2-1
Einheiji - ÍBV.........irestað
Stiaman......8 6 1 1 22-10 19
Víðir........8 5 2 1 12-7 17
ÍBV..........7 5 0 2 18-11 15
Breiðablik..8 4 13 18-12 13
Selfoss......8 4 0 4 8-12 12
Leiftur......8 2 3 3 6-9 9
Völsungur....8 2 2 4 14-18 8
ÍR...........8 2 1 5 7-11 7
Einherji.....7 2 1 4 9-18 7
Tindastóll..8*1 1 6 8-14 4
9. umferð hefst á föstudags-
kvöldiö og fara þá fram íjórir
leikir. Víöir og Selfoss leika í
Garðinum, Tindastóll og Völs-
ungur á Sauöárkróki, Leiftur og
Einherji á Ólafsfiröi og í Vest-
mannaeyjum eigast við Eyja-
menn og Breiðablik. Allir leikirn-
ir heijast kl. 20. Umferðinni lýkur
síðan á laugardaginn meö leik ÍR
og efsta liösins í deildinni, Stjöm-
unnar, á Valbjamarvelli í Laug-
ardag kl. 14.
-JKS
Sveinn Helgason, DV, Selfossd;
„Þetta var baráttuleikur. Tinda-
stóU er mun sterkara en sUgataflan
segir til um. Mitt lið barðist vel og
við sköpuðum okkur fleiri tækifæri
en í undanförnum leikjum," sagði
Hörður Hilmarsson, þjálfari Selfyss-
inga, í samtali við DV eftir að Selfoss
hafði sigrað Tindastól, 2-1, á íslands-
mótinu í knattspyrnu. Þetta var
flmmti tapleikur Tindastóls í röð.
Allt gengur hins vegar í haginn hjá
Selfyssingum eftir slæma byrjun í
upphafi mótsins.
Selfyssingar hófu leikinn með
miklum látum og strax á 15. mínútu
náðu þeir forystunni í leiknum. Þar
var að verki enginn annar en al-
þingismaðurinn Ingi Bjöm Aföerts-
son. Norðanmenn áttu í vök að verj-
ast eftir markið því að Selfyssingar
gerðust enn aðgangsharðari í sókn-
arlotum sínum. Á 21. mínútu skor-
uðu Selfyssingar sitt annað mark.
Hilmar Guðlaugsson skoraöi með
föstu skoti frá vítateig, virkilega fall-
egt mark og vel að því staðið.
Tindastólsmenn vöknuðu tii lífsins
er þeir náðu að minnka muninn að-
eins einni mínútu síðar. Knötturinn
barst fyrir mark Selfyssinga og náði
Marteinn Guðgeirsson að skalla
glæsilega í netið. Eftir þessar kröft-
ugu upphafsmínútur drógu liðin úr
kraftinum en tívegis vom Tinda-
stólsmenn nálægt því að jafna metin.
Síðari hálfleikinn var baráttan engin
og lítið um marktækifæri á báða
bóga. Selfyssingar fengu dýrmæt stig
í safnið en Tindastóll situr eitt og
yflrgefið á botni deildarinnar með
aöeins íjögur stig að loknum átta
umferðum. Liðið hefur unnið einn
leik og gert eitt jafntefli. Tindastóll
hefur alla burði til aö rétta úr kútn-
um og hlýtur að vera aðeins daga-
spursmál hvenær liðiö hrekkur í
gang.