Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Síða 24
24
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
íþróttir
DV
Ogri sigraði
í B-flokknum
í þriðja sinn
Hið árlega hestamót Sleipnis og
Smára var haldið á Murneyrum um
helgina. Murneyrarmótin hafa veriö
með stærstu hestamótum landsins
undanfarin ár, enda er mikil hrossa-
rækt stunduð á umráöasvæði félag-
anna. Ræktunin skilar sér í meiri
fjölda frambærilegra hrossa og voru
dæmdir rúmlega eitt hundrað gæð-
ingar á mótinu.
I A-flokki gæðinga hjá Sleipni stóð
efst Hrönn Ehnar Árnadóttur með
8,25 í einkunn. Knapi var Brynjar
Jón Stefánssoii. Fjalar Freyju og Al-
berts í Votmúla var annar með 8,24
og var Freyja knapi. Huginn, sem
Þorvaldur Sveinsson á og sat, var
þriðji með 8,20 í einkunn.
Ögri sigraði í B-flokki í
þriðja sinn
í B-flokki hjá Sleipni sigraði Ögri,
sem Þorvaldur Sveinsson á og sat,
með 8,57 í einkunn. Sennilega verður
ekki keppt oftar í B-flokki á Ögra á
Mumeyrarmótum því nú vann hann
keppnina í þriðja skipti. Það vakti
athygli í úrslitakeppninni að Þor-
valdur hleypti klárnum af stökki á
greitt tölt. Sú sjón er sjaldgjæf. í öðru
sæti var Atgeir, sem Einar Öder
Magnússon á og sýndi, með 8,29 í
einkunn. Einar hlaut einnig riddara-
bikar Sleipnis fyrir prúðmannlega
reið. í þriðja sæti var Kamus Árna
Guðmundssonar, sem Kristjón Kris-
tjónsson sýndi, með 8,39 í einkunn.
í bamaflokki hjá Sleipni sigraði
Ingvar Hjálmarsson á Skugga, með
8,30 í einkunn. Soffla Sveinsdóttir
var önnur á Hrafni með 8,28 og Guð-
mundur V. Gunnarsson þriðji á
Flaumi meö 8,09 í einkunn.
í unglingaflokki hjá Sleipni sigraöi
Birgir Gunnarsson á Gusti með 8,22
í einkunn. íris Sveinbjörnsdóttir var
önnur á Perlu meö 8,14 og Sigurður
Ó. Kristinsson þriöji á Eldingu með
8,12.
Mikil barátta í B-flokki Smára
Hart var barist um efsta sæti í B-
flokki hjá Smára. Eftir dóma stóð
efstur Þokki, sem Sigurður Sig-
mundsson á og sat, með 8,39 í ein-
kunn. Hann lenti þó í öðru sæti eftir
röðun. Spegill Sigfúsar Guðmunds-
sonar sem fékk 8,37 í einkunn, komst
upp fyrir Þokka, í efsta sætið. Knapi
var Guðmundur A. Sigfússon. Guð-
mundur hlaut einnig Sveinsmerki
Smára sem er veitt fyrir fágaða og
prúðmannlega reið. Birtingur Sigríö-
ar Pétursdóttur, sem Jón Vilmund-
arson sýndi, var þriðji með 8,14 í ein-
kunn.
í A-flokki stóð efst Freisting Önnu
S. Sigurðardóttur og Jóns Her-
mannssonar, sem Jón sýndi, með 8,03
í einkunn. Vaka, sem Sigurður B.
Jónsson á og sýndi, var önnur með
8,01 í einkunn og í þriðja sæti var
Snerrir, sem Þórunn Ansnes á og
sýndi, með 7,96 í einkunn.
í unglingaflokki hjá Smára sigraði
Birna Káradóttir á Gjósku með 8,08
í einkunn. Guðrún H. Helgadóttir var
. í öðru sæti á Ljúf með 7,84 og Margr-
ét Árnadóttir þriöja á Fána meö 7,78
í einkunn.
í barnaflokki sigraði Sara Ásgeirs-
dóttir á Sval, með 8.38 í einkunn.
Hulda Stefánsdóttir var önnur á
Svarta-Svan með 8,32 í einkunn og
Harpa S. Magnúsdóttir var þriðja á
Hring með 8,28 í einkunn.
Sigraði á tveimur skjóttum
hryssum í tveimur greinum
Jóhann Valdimarsson keppti á
tveimur skjóttum hryssum í kapp-
reiðunum. 1300 metra brokkinu sigr-
aði hann á Frigg á 41,0 sek, en í 150
metra skeiði á Freyju á 15.1 sek. í 250
metra nýhðastökki sigraði Bingó
Halldórs Vilhjálmssonar á 20,6 sek.
Halldór sat Bingó. í 800 metra stökki
sigraði Lótus Kristins Guðnasonar á
1:05.00 mín. Knapi var Magnús Bene-
diktsson. í 150 metra nýhðaskeiði
sigraði Blakkur Elínar Kristinsdótt-
ur á 20,9 sek. Elín Ósk Þórisdóttir
var knapi. Elín Ósk hlaut fyrir afrek-
ið Buslubikarinn. í 250 metra skeiði
sigraði Glaumur þeirra Jóns Bjöms-
sonar og Guðlaugs Antonssonar á
23,5 sek. og sat Guðlaugur hestinn. í
250 metra stökki sigraði Subaru
Guðna Kristinssonar á 18,3 sek.
Magnús Benediktsson var knapi. í
350 metra stökki sigraði Elías Guðna
Kristinssonar á 25,7 sek. Magnús
Benediktsson var knapi.
-EJ
Sigurvegarar í barnafíokki hjá Sleipni
DV-mynd EJ
SiMprentsmótið:
Landsliðsknai
tvær verðlau
Opin gæðinga-, tölt- og skeiðkeppni var haldin í
Töluverður áhugi var meðal hesta-
manna fyrir þessu móti og skráningar
miklar enda verðlaun vegleg. Einnig
voru margir knapanna að æfa sig fyrir
íslandsmótið sem haldið verður í Borg-
amesi um næstu helgi.
Keppt var í tölti, 150 metra skeiði og
250 metra skeiöi en einnig var opin
gæðingakeppni í flokki barna, unglinga
og fullorðinna. Mest skráning var í tölt-
keppni fullorðinna en þar ætluðu að
mæta rúmlega fjörtíu manns en nokkr-
ir duttu úr skaftinu.
Heldur óhönduglega tókst til með
byrjun mótsins. Vegna vatnsaga og
ýmissa annarra orsaka byijaöi mótið
tveimur tímum of seint.
Landsliðsknapi fékk tvær verð-
launaferðir á Evrópumótið
Sigurvegarar í tölti, A- og B-flokki gæð-
inga, í flokki fullorðinna, fengu í verð-
laun ferð á Evrópumótið. Aðalsteinn
Aðalsteinsson, sem þegar hefur tryggt
sér farseðil meö hest sinn, Snjall, á
Evrópumótið, sigraði í tölti og B-flokki
og fær því tvo farseðla en Erling Sig-
urðsson fær einn fyrir sigur í A-flokki
á Þætti. Böm og unglingar fengu beisli
fyrir sigur í tölti og gæðingakeppni.
Töltkeppnin mjög jöfn
Úrslitakeppni í töltkeppni fullorðinna
var æsispennandi. Sigurbjörn Bárðar-
son á Skelmi fékk hæstu einkunn í for-
keppninni en hann og Aðalsteinn Aðal-
steinsson þurftu að keppa bráðabana
til að ákvarða hvor næði fyrsta sæti í
röðun. Aðalsteinn vann, Sigurbjörn var
annar, Trausti Þór Guðmundsson
þriðji á Muna, Þórður Þorgeirsson
fjórði á Berki og Rúna Einarsdóttir
flmmta á Dimmu.
Aðalsteinn vann sig einnig upp um
sæti í B-flokki gæðinga á Snjalli. Snjall
var í 2. sæti eftir forkeppni með 8,25 í
einkunn en Rúna Einarsdóttir efst á
Dimmu Sveins Runólfssonar með 8,38
í einkunn. Snjall fór í efsta sætið,
Dimma í annað sæti, Bessi Magneu
Jónsdóttur, sem Gunnar Arnarson sat,
með 8,20, fékk þriðja sætið, Flosi Þó-
rólfs Péturssonar, sem Hafliði Hall-
dórsson sat, fékk 8,13 í einkunn og
fjóröa sætið og Frúar-Jarpur Jóhönnu
E. Geirsdóttur, sem Halldór Svansson
sat, fékk 8,09 og fimmta sætið.
Erling kemst örugglega
á Evrópumótið
Erling Sigurðsson fékk farseðil á Evr-
ópumótið er hann kom Þætti í efsta
sætið í A-flokki gæðinga. Hjálmar Guð-
jónsson er eigandi Þáttar, sem fékk 8,35
í einkunn. Snúður Ragnars Tómasson-
ar fékk 8,23 í einkunn og annað sæti
en Tómas Ragnarsson var knapi. Muni
Sveinbjörns Sævars Ragnarssonar
fékk 8,35 í einkunn og þriðja sætiö.
Knapi var Trausti Þór Guðmundsson.
Höldur, sem Sigurbjörn Bárðarson á
og sat, var fjórði með 8,23 í einkunn og
Fönn, sem Sigurbjörn á einnig, fékk
8,21 í einkunn og fimmta sætið.
Reynir varð skeiö-
meistari mótsins
Þrír knapar, sem náðu góðum árangri
í 250 metra skeiði, kepptu um titihnn
„skeiðmeistari mótsins". í 250 metra
skeiði sigraði Vani Erhngs Sigurðsson-
ar á 22,58 sek. og var Erling sjálfur
knapi. Börkur Tómasar Ragnarssonar
var annar á 22,89 sek. og Glanni Ómar,
Hákonar Jóhannssonar, var þriðji á
23,99 sek. Knapi var Trausti Þór. Þeir
Erling Sigurðsson og Tómas Ragnars-
son kepptu um skeiðmeistaratitilinn
ásamt Reyni Aðalsteinssyni. Þeir
kepptu þrisvar sinnum, á sínum hestin-