Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 28
28
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
íþróttir
• Sigurður Samúelsson sigraði í unglingafiokki. Hér er hann í góðri sveiflu.
Líf og fjör
á Tálknafirði
- á útihátíð 7.-9. júlí
Kristjana Andrésdóttii, DV, TáDaiafiiði:
Það var mikið flör í íþrótta-
keppninni á útihátíðinni á Tálk-
nafirði dagana 7.-9.júlí og tókst
ágætlega ef frá eru talin þau mis-
tök veðurguðanna að vfija taka
þátt í gleðinni. Slæmt veður síð-
asta keppnisdaginn.
Fyrst var keppt í hjólaralli á
fóstudagskvöld í tveimur flokk-
um. í yngri flokki sigraöi Ágúst
Gunnarsson, Patreksfirði, en í
þeim eldri Andrés Már Heiðars-
son, Tálknafirði.
Á laugardagsmorgun hófst
knattspyma í 4., 5. og 6. flokki og
var mikill fjöldi keppenda. Bol-
víkingar voru sigursælir. Sigr-
uðu í keppni A- og B-liða bæði í
fjórða og fimmta flokki. Þingeyr-
ingar sigruðu í keppni A-liða 6.
flokks en ísfirðingar í keppni B-
liða.
Þá var keppt í ftjálsum íþrótt-
um. í 60 m hlaupi sigruðu Hafrún
Sigurðardóttir, Tálknafirði, og
Einar Öm Þorvaldsson, Suður-
eyri. í langstökki sigruðu Anna
Rúnarsdóttir, Bildudal, og Einar
Öm Þorvaldsson. í kúluvarpi
sigruðu Kristín Hálfdánardóttir,
Súðavik, og Jón Þorsteinsson,
Þingeyri. í víðavangshlaupi 12
ára og yngri sigruöu Olafur
Sveinn Jóhannesson, Tálkna-
firði, og Kristín Hálfdánardóttir,
Súðavík. í eldri flokki sigraði
Auðunn Eiríksson, Flateyri. í
sundlauginni var keppt í sundsp-
relli og þar sigraði stelpnasveit
Tálknafjarðar.
• Efnilegt sundfólk I Kormáki á Hvammstanga: Arnar Páll Agústsson,
Kristianna Jessen, Elisabet Ólafsdóttir, Elvar Daníelsson og Egill Sverrisson.
Arnar sigraði
án forgjafar
- á JÓD-mótinu í golíi á ísafirði
Á dögunum fór fram á
ísafirði JÓD-mótið í golfi
hjá Golfklúbbi ísafjarð-
ar. Hér er um að ræða
mót sem kennt er við systkinin
Jóhann Torfason, Ómar 'Torfason
og Dýrfinnu Torfadóttur. Keppnin
var skemmtileg, leiknar voru 18
holur og keppt með og án forgjaf-
ar. í mótinu, sem þótti takast mjög
vel, voru 17 keppendur, allir úr
Golfklúbbi ísafjarðar að einum
undanskildum. Það var Þórður
Vagnsson sem keppti fyrir Golf-
klúbb Bolungarvíkur.
í flokki án forgjafar sigraði Am-
ar Baldursson og lék hann holum-
ar 18 á 80 höggum. Annar varð
Kristján Kristjánsson á 86 högg-
um, þriðji Pétur Sigurðsson á 87
höggum, fjórði Baldur Geirmimds-
son á 89 höggum og fimmti varð
Egill Sigmundsson á 91 höggi. Sig-
ur Amars var því nokkuð ömggur
en keppni hörð um næstu sæti.
Egill sigraði í
keppni með forgjöf
"* *■ I flokki með forgjöf sigr-
aði Egill Sigmundsson á
67 höggum. í öðru sæti
varð Baldur Geirmunds-
son á 69 höggum og í þriðja sæti
varð Kristján Kristjánsson á 70
höggum. Fjórði varð Pétur Sig-
urðsson á 71 höggi og fimmti Reyn-
ir Pétursson á 72 höggum.
• í unglingaflokki
sigraði Sigurður Samú-
elsson á 85 höggum án
forgjafar og hann sigraði
einnig í keppninni með forgjöf, lék
þar á 68 höggum nettó.
• í kvennaflokki sigr-
aði Margrét Guðnadóttir
á 119 höggum án forgjaf-
ar og hún sigraði einnig
í keppni með forgjöf, lék þar á 91
höggi nettó. Mótsstjóri var Hreinn
Pálsson.
• Arnar Baldursson sést hér pútta.
Hann sigraði í keppni án forgjafar.
Mjög efnilegt sund-
fólk á Hvammstanga
- Kormákskrakkar stóöu sig vel á Noröurlandsmótinu 1 sundi
ÞórhaHui Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Sundíþróttin dafnar vel á
Hvammstanga undir ágætri leiðsögn
Flemmings Jessen íþróttakennara.
Sundlið Kormáks stóð sig mjög vel á
Norðurlandsmótinu sem fram fór á
Sauðárkróki á dögunum. Hvamms-
tangamenn eru geysilega miklir af-
reksmenn í yngri aldursflokkunum
og hirtu þar fjölda guflverðlauna.
• í hnokkaflokknum sigraði Am-
ar Páll Ágústsson í 50 m skriðsundi
á 39,33 sek.J sama flokki sigraði Eg-
ifl Sverrisson í 50 m bringusundi á
50,49 sek. í hnátuflokki sigraði svo
EUsabet Ólafsdóttir í 50 m skriðsundi
á 37,58 sek.
• í sveinaflokki var Elvar Daníels-
son sigursæll. Hann sigraði í 50 m
\
baksundi á 36,90 sek., í 100 m skrið-
sundi á 1:09,59 mín. og að auki náði
Elvar sér í silfurverðlaun í tveimur
greinum.
• Kristianna Jessen í telpna-
flokknum var samt sigursælust
Kormákskrakkanna á mótinu. Hún
sigraði í þremur greinum, 100 m
skriðsundi á 1:05,18 mín„ 100 m
bringusundi á 1:25,59 mín og 100 m
baksundi á 1:21,20 mín. Auk þessa
hlaut Kristianna tvenn silfurverð-
laun í einstakflngsgreinum.
• Þá hlaut Hafdís Baldursdóttir í
meyjaflokki þrenn silfurverðlaun og
ein bronsverðlaun. Ragnheiður
Sveinsdóttir hlaut ein bronsverðlaun
í sama flokki og Örlygur Eggertsson
bronsverðlaun í flokki drengja.
• í boðsundi náði sveit Kormáks
öðru sæti í sveina-, meyja- og
drengjaflokki og þriðja sæti í telpna-
flokki.
• Kormákur varð í þriðja sæti í
stigakeppni Norðurlandsmótsins.
Röðin varð sú sama og nokkur síð-
ustu árin. Óðinn á Akureyri sigraði
og hlaut 333 stig, HSÞ varð í öðru
sæti með 290 stig og Kormákur í því
þriðja með 148 stig. KS frá Siglufirði
varð síðan í fjórða sæti með 30 stig.
• Þessa dagana stendur sunddeild
Kormáks fyrir íjáröflunarsundi, svo-
kölluðu 50 aura sundi, til eflingar á
sundstarfinu. Um næstu helgi mun
13-17 manna lið Kormáks halda tí.1
Mosfellsbæjar þar sem fram fer ís-
landsmeistaramót.
Reynismenn fá Fær-
eyinga I heimsókn
- samskipti Reynis 1 Sandgerði og VB hófust 1957
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjurn;
Samskipti Reynis í Sandgerði og
VB Vags Boltfelag frá Færeyjum
hófust árið 1957 þegar Reynismenn
Jóru til Suðureyjar í Færeyjum í
keppnisferð. VB-ingar komu síðan
til Sandgerðis árið 1959.
Samskipti þessara liða hafa síöan
haldist í gegnum árin og búið er
að keppa um nokkra verðlaunabik-
ara sem Albert Guömundsson
sendiherra hefúr jafnan gefiö. í
hittifyrra fóru tveir flokkar fi*á
Reyni til Vags, meistaraflokkur
karla og „stórmeistaraflokkur'”
sem skipaður var þeim leikmönn-
um sem spiluöu árið 1957. Vígöu
þeir þánýjan gervigrasvöll í Vogi.
Næstkomandi fóstudag eru vænt-
anlegir tveir flokkar frá VB til
Sandgerðis, meistaraflokkur karla
og þeir sem kepptu við Reyni árið
1959. Fyrsti leikur VB veröur nk.
sunnudag klukkan tvö en þá keppa
1959 fararnir við „stórmeistara-
flokk" Reynis en meistaraflokkar
félaganna leika strax á eftir. Bíöa
margir spenntir eftir leik þeirra
eldri sem sumir eru langt að komn-
ir eins og til dæmis Gunnlaugur
Gunnlaugsson sem er kominn alla
leið frá Astralíu eftir 21 árs dvöl,
meðal annars til aö leika þennan
vináttuleik. Gunnlaugur var einn
þekktasti leikmaður Reynis á sín-
um tima. Af öðrum leikmönnuml
má nefiia ívrrum einkabílstjóral
Matthíasar A. Mathiesen, fyrrver-1
andi ráðherra, og Gottskálk Ólafs-1
son, foöur Ólafs Gottskálkssonarl
sem leikur í marki 1. deildar hðsl
Skagamanna, Þá má einnig nefhal
Ólaf Gunnlaugsson, oddvita Mið-|
neshrepps, og svo mætti lengi telja.
Á fóstudagskvöldið veröur haldiðl
veglegt hóf til heiðurs Færeyingun- [
um í íþróttahúsinu í Sandgerði þar |
sem verðlaun verða athent og bor-
inn fram matur. Víkingabandiðl
mun síöan leika fyrir dansi. í feröj
sinni hingað munu Færeyingarnir j
einnig leika við nágrannafélög á|
Suöurnesjum.