Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Qupperneq 42
ú
MÁNUDAGÚR 17/JÚLÍ 1989.
Fólk í fréttum
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon landbún-
aðarráðherra hefur verið í fréttum
vegna tilboðs í umframbirgðir á
lambakjöti. Steingrímur Jóhann er
fæddur 4. ágúst 1955 á Gunnarsstöð-
um í Þistilfirði í Norður-Þingeyjar-
sýslu og lauk B.Sc. prófl í jarðfræði
frá Háskóla íslands 1981. Hann vann
jarðfræðistörf hjá Háskóla íslands
og Hafrannsóknarstofnun 1980-1982
og var íþróttafréttamaður hjá Sjón-
varpinu 1982-1983. Steingrímur hef-
ur verið alþingismaöur frá 1983 og
setið í miðstjórn Alþýðubandalags-
ins. Hann hefur setið í stjórn Rikis-
spítalanna frá 1984 og verið fulltrúi
í vestnorræna þingmannasamband-
inu frá 1985. Steingrímur var for-
maður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins 1987-1988 og hefur verið
landbúnaðar- og samgönguráðherra
frá 1988. Kona Steingríms er Bergný
Marvinsdóttir, f. 4. desember 1956,
læknir. Foreldrar Bergnýjar eru
Marvin Frímannsson, bifvélavirki á
Selfossi, og kona hans, Ingibjörg
Helgadóttir. Sonur Steingríms og
Bergnýjar er Sigfús, f. 29. nóvember
1984. Systkini Steingríms eru: Krist-
ín, f. 13. mars 1949, kennari á Akur-
eyri, gift Ólafi H. Oddssyni, héraðs-
lækni á Akureyri; Jóhannes, f. 14.
maí 1953, b. á Gunnarsstöðum, gift-
ur Berghildi Björgvinsdóttur; Arni,
f. 21. júlí 1957, véltæknifræðingur í
Noregi, giftur Ingibjörgu Jónsdóttur
kennara; Ragnar Már, f. 20. október
1959, b. á Gunnarsstöðum, giftur
Ástu Laufeyju Þórarinsdóttur, og
Aðalbjörg Þuríður, f. 18. júlí 1967,
nemi í Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri.
Foreldrar Steingríms eru Sigfús
A. Jóhannsson, b. á Gunnarsstöðum
í Þistilfirði, og kona hans, Sigríður
Jóhannesdóttir. Faðir Sigfúsar var
Jóhann, b. í Hvammi í Þistilfirði,
Jónsson, b. og skálds í Hávarsstöð-
um, Samsonarsonar. Móðir Sigfúsar
var Kristín Sigfúsdóttir, b. í
Hvammi, Vigfússonar, b. í Hvammi,
Sigfússonar, b. í Hvammi, Jónsson-
ar, bróður Katrínar, langömmu
Gunnars Gunnarssonar rithöfund-
ar.
Sigríður var dóttir Jóhannesar, b.
á Gunnarsstöðum, bróður Sigríðar,
ömmu Björns Teitssonar, skóla-
meistara á ísafirði. Bræður Jóhann-
esar voru Gunnar, skrifstofustjóri
hjá Búnaðarfélaginu, og Davíð, faðir
Aðalsteins orðabókahöfundar. Syst-
ir Jóhannesar var Ingiríöur, amma
Árna Harðarsonar söngstjóra. Syst-
ir Jóhannesar var einnig Sigríður,
móðir Bjarna ráðunautar og verk-
fræðinganna Guðmundar og Stein-
gríms Arasona. Jóhannes var sonur
Árna, b. á Gunnarsstööum, Davíðs-
sonar, b. á Heiði á Langanesi, Jóns-
sonar. Móðir Árna var Þuríður,
sy stir Jóns á Skútustöðum, langafa
Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttar-
dómara. Jón var einnig langafi
Magnúsar Torfasonar hæstaréttar-
dómara, Jónasar Jónssonar búnað-
armálastjóra og Hjálmars Ragnars-
sonar tónskálds. Þuríöur var dóttir
Árna, b. á Sveinsströnd í Mývatns-
sveit, bróður Kristjönu, móður Jóns
Sigurðssonar, alþingismanns á
Gautlöndum, forfóöur Gautlanda-
ættarinnar. Systir Þuríðar var Guð-
rún, langamma Gísla Konráðsson-
ar, fyrrv. forstjóra Úgerðarfélags
Akureyrar, fóöur Axels, fram-
kvæmdastjóra Samvinnutrygginga.
Árni var sonur Ara, b. á Skútustöð-
um, Ólafssonar. Móðir Jóhannesar
var Arnbjörg Jóhannesdóttir, systir
Árna, fóður Ingimundar söngstjóra.
Móðir Sigríðar var Aðalbjörg, systir
Steingrímur J. Sigfússon.
Árna læknis á Vopnafirði, og Guð-
mundar kaupfélagsstjóra, afa Ár-
manns kaupsýslumanns og Hall-
dórs Reynissonar, prests í Hruna.
Guðmundur er afi Kára Eiríkssonar
listmálara. Aðalbjörg var dóttir Vil-
hjálms, b. á Ytri-Brekkum á Langa-
nesi, Guðmundssonar, og konu
hans, Sigríðar Davíðsdóttur, systur
Árna, b. á Gunnarsstöðum.
Afmæli
Halldór I. Elíasson
Halldór I. Elíasson prófessor,
Bakkavör 3, Seltjarnarnesi, varð
fimmtugur í gær. Halldór Ingimar
fæddist á ísafirði. Hann var í námi
í háskólanum í Marburg í Þýska-
landi 1959-1960 og í háskólanum í
Göttingen í Þýskalandi 1960-1963.
Hann lauk vor-diplom prófi í stærð-
fræði 1962 og diplom prófi í stærð-
fræði í háskólanum í Göttingen 1963.
Halldór lauk dr. rer. nat. prófi í
háskólanum í Mainz í Þýskalandi
1964 og var kennari við Menntaskól-
ann í Rvík 1964-1965. Hann vann viö
rannsóknir og kennslu í Princeton
í Bandaríkjunum 1965-1966 og var
aðstoðarprófessor við Brown há-
skólann á Rhode Island 1966-1967.
Halldór var sérfræðingur á Raun-
visindastofnun Háskóla íslands
1967-1970 og dósent í hlutastarfi í
HÍ1967—1969. Hann var stundakenn-
ari í Tækniskóla íslands 1969-1970
og gestaprófessor í háskólanum í
Bonn í Þýskalandi 1970-1971. Halld-
ór var gestaprófessor í háskólanum
í Warwick í Englandi 1971-1972 og
dósent í verkfræði- og raunvísinda-
deild HÍ1972-1973. Hann hefur verið
prófessor í verkfræðideild HÍ frá
1973 og deildarforseti 1980-1982.
Halldór hefur verið félagi í Banda-
ríska stærðfræðifélaginu frá 1967 og
er félagi í Vísindafélagi íslands.
Doktorsritgerð Halldórs er Uber die
Anzahl geschlossener geodatischer
in gewissen Riemannschen Mann-
igfaltigkeiten 1966. Halldór hefur
verið ritstjóri Mathematica Scand-
inavica fyrir hönd íslands frá 1974.
Hann kvæntist 25. mars 1970 Björgu
Cortes, f. 2. september 1947. Foreldr-
ar Bjargar eru Stefán Valdimars
Þorsteinsson, feldskeri í Rvík, og
kona hans, Anna Margrét Cortes.
Börn Halldórs og Bjargar eru Stefán
Valdimar, f. 1968, stúdent frá MR,
starfsmaður hjá Tollstjóranum í
Rvík; Anna Margrét, f. 1973, og
Steinar Ingimar, f. 1974. Systkini
Halldórs eru Jónas, f. 26. maí 1938,
prófessor, kvæntur Ásthildi Erl-
ingsdóttur, lektor í KHÍ. Þorvarður
Rósinkar, f. 9. júlí 1940, skólastjóri
Verslunarskóla íslands, kvæntur
Ingu Rósu Sigursteinsdóttur, Elías
Bjami, f. 13. mars 1942, verkfræð-
ingur í Rvík, kvæntur Rannveigu
Lind Egilsdóttur, og Margrét, f. 13.
desember 1946, myndlistarkona.
Foreldrar Halldórs eru Elías Ingi-
marsson, útgerðarmaður og kaup-
félagsstjóri í Hnífsdal, ög kona hans,
Guðný Rósa Jónasdóttir. Föður-
bræður Halldórs eru togaraskip-
stjóramir Bjanú og Halldór í Rvík.
Elías er sonur Ingimars, útvegs-
bónda og oddvita í Fremri-Hnlfsdal,
bróður Jóns, afa Kjartans Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisílokksins. Ingimar var sonur
Bjama b., í Tannanesi í Önundar-
firði, Jónssonar, og konu hans,
Rósamundu Guðmundsdóttur,
læknis í Nesdal, Guðmundssonar.
Móðir Eliasar var Halldóra
Margrét Halldórsdóttir, b. í Fremri-
Hnífsdal, Sölvasonar, b. á Kirkju-
bóh í Skutulsfirði, Sveinssonar, b. á
Kirkjubóli, Sigurðssonar, fóður
Rannveigar, ættmóður Thorsteins-
sonættarinnar, langömmu Muggs
og Katrínar, móður Péturs Thor-
steinsson sendiherra. Rannveig var
Halldór I. Eliasson.
einnig langamma Magnúsar, fóður
Davíðs SchevingThorsteinsson. Þá
var Rannveig langamma Halldóru,
móður Auðar Laxness, og Ásdísar,
konu Sigurðar Thoroddsen verk-
fræðings.
Guðný er dóttir Jónasar, b. á
Bakka í Hnífsdal, Þorvarðssonar,
b. í Hrauni, Sigurðssonar, b. í Eyr-
ardal, Þorvarðssonar, ættföður Eyr-
arættarinnar. Móðir Jónasar var
Elísabet Kjartansdóttir, b. í Hrauni,
Jónssonar. Móðir Kjartans var Sig-
ríður Sigurðardóttir, systir Sveins á
Kirkjubóli. Móðir Elísabetar var
Margrét Pálsdóttir, b. í Arnardal,
Halldórssonar, og konu hans,
Margrétar Guömundsdóttur, b. í
Amardal, Bárðarsonar, b. í Arnard-
al, Illugasonar, ættföður Amardals-
ættarinnar. Móðir Guðnýar var
Guðný Jónsdóttir, b. á Læk í Dýra-
firöi, Bjarnasonar, b. á Rana, Sig-
mundssonar, bróður Sveins, langafa
Jensínu, móður Gunnars Ásgeirs-
sonar stórkaupmanns.
Andrea Guðrún Tryggvadóttir
Andrea Guðrún Tryggvadóttir hús-
móðir, Vallholti 21, Selfossi, er sex-
tugídag. -
Andrea Guðrún fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp og í Hafnarfiröi.
Hún lauk gagnfræðaskólaprófi frá
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
1945. Andrea Guðrún flutti úr Hafn-
arfirðinum upp á Kjalarnes þar sem
hún átti heima í sextán ár. Hún .
flutti síðan á Selfoss 1986 og hefur
búiðþarsíðan.
Hún starfaði mikiö að ýmsum fé-
lagsmálum, bæði í Hafnarfirði og á
Kjalamesi.
Andrea Guðrún giftist, 12.1.1951,
Sigurði Þórðarsyni, stöðvarsjóra, f.
4.4.1928, syni Þórðar Eyjólfssonar
og Salome Salomonsdóttur.
Böm Andreu og Sigurðar em Ól-
afia Sigurðardóttir, f. 12.7.1950,
meinatæknir á Selfossi, gift Þor-
varði Hjaltasyni kennara og eiga
þau þrjú böm; Kristján Tryggvi Sig-
urðsson, f. 14.10.1954, sölumaður í
Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Jó-
hönnu Erlendsdóttur snyrtifræð-
ingi og eiga þau eitt bam; Hringur
Sigurðsson, f. 30.4.1958, flugvirki í
Hafnarfirði, kvæntur Ólafíu Láru
Ágústsdóttur kennara og eiga þau
tvö böm, og Guörún Sigurðardóttir,
f. 30.8.1964, húsmóðir á Selfossi, gift
Sigurði Inga Ásgeirssyni rafeinda-
virkja og eiga þau eitt bam.
Andrea Guðrún á þrjú systkini.
Þau em Jón Valur Tryggvason, f.
5.9.1931, vélvirki í Hafnarfirði,
kvæntur Stellu Vilhjálmsdóttur og
eiga þau fimm böm; Siguröur Rúnar
Tryggvason, f. 15.9.1935, húsasmið-
ur í Svíþjóö, kvæntur Ólöfu Frið-
riksdóttur og eiga þau fjögur böm,
og Guðrún Margrét Tryggvadóttir,
f. 6.7.1946, meinatæknir á Egilsstöð-
um, gift Haraldi Hrafnkelssyni og
Andrea Guðrún Tryggvadóttir.
eigaþauþrjúbörn.
Foreldrar Andreu Guðrúnar vom
Tryggvi Jóhann Jónsson, vélstjóri í
Hafnarfirði, f. 15.5.1900, d. 19.1.1970,
og Ólafía Margrét Andrésdóttir hús-
móðir, f. 23.12.1905, d. 26.10.1971.
Til hamingju með
80 ára
Sóley Halldórsdóttir,
Gránufélagsgötu 16, Akureyri.
Eiríkur Guðmundsson,
Árvegi 2, Selfossi
50 ára
75 ára
Ingvi Samúelsson,
Álfheimum 42, Reykjavík.
Guðrún Ásgeirsdóttir,
Geitlandi 10, Reykjavík.
Eiríkur Guönason,
Fossgötu 3, Eskifirði.
Ásta Krístjánsdóttir,
Austurbrún 4, Reykjavík.
Marinó Tryggvason,
Ægisgötu 22, Akureyri.
Dagmar Strömberg Karlsdóttir,
Goðheimum 26, Reykjavfk.
70 ára
Kristín Pálsdóttir,
Víðilundi 14A, Akureyri.
Hallgrímur Axelsson,
Þjóðólfshaga 2, HoltahreppL Rang-
árvallasýslu.
Jens Óskarsson,
Langholti 11, Stykkishólmi.
40 ára
60 ára
Bjarni Gíslason,
Skúlagötu 55, Reykjavík.
Ásta Þorvarðardóttir,
Hólagötu 43, Vestmannaeyjum.
Kristbjörg Hjaltadóttir,
Giljalandi 7, Reykjavík.
Rós Bender,
Skerjabraut 7, Seltjarnamesi.
Anton Bjarnason,
Bjarmalandi 7, Reykjavík.
Hreinn Ágústsson,
Vesturási 46, Reykjavlk.
Jónina Guðmundsdóttir,
Viöivöllum, Hálshreppi, Þingeyj-
arsýslu.
Guðmundur Bjamason,
Þiljuvöllum 38, Neskaupstaö.
Anna Jónsdóttir,
Reynigrund 43, Akranesi.
Jens Gíslason,
Reynigrund 33, Kópavogi.
Guðbjörg Ólafsdóttir,
Foldahrauni 39C, Vestmannaeyj-
um.
Tilmæli til
afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælis böm og
aðstandendur þeirra til að
senda því myndir og upplýsing-
ar um frændgarð og starfssögu
þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að
berast í síðasta lagi þremur
dögum fyrir af- mæbð.
Munið að senda okkur
myndir