Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
'44 :
Andlát
Guðmundur H. Jónsson, fyrrverandi
framreiðslumaður, lést í Borgar-
spítalanum 12. júlí.
Else M. Jansen, Norðurbrún 1. and-
áðist í Borgarspítalanum að morgni
14. júlí.
Guðjón Halldórsson húsgagnasmið-
ur. Höfðatúni 9. lést 14. júlí.
Jardarfarir
Steinunn Ólafsdóttir, Droplaugar-
stöðum. áður til heimilis á Gret’tis-
götu 29. verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Reykjavik í dag. 17. júlí.
kl. 13.30.
Eiríkur Ólafsson loftskeyiamaður
verður jarðsunginn frá Askirkju í
•dag, 17. júb. kl. 15.
Þorsteinn Guðlaugur Pálsson vél-
\1rkjameistari. Vesturgötu 57a. verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 18. júlí kl. 15.
Ólafur M. Ólafsson. fyrrverandi
menntaskólakennari. Grundarlandi
8, sem lést 7. júlí. verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
19. júlí kl. 13.30.
Ingimagn Eiriksson bifreiðarstjóri.
Meistaravöllum 7, sem lést 7. júlí,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.30.
Tilkynnirigar
Fréttabréf Þrídrangs
Út er komið nvjasta fréttabréf Þridrangs.
Meðal annars er greint frá fjölbrevtilegri
dagskrá mannræktarmótsins á Snæfells-
nesi sem aö þessu sinni verður haldið að
Hellnum helgina 22.-23. júh. Auk þess eru
í fréttabréfmu fregnir af úr\rali nám-
skeiða og þjónustu innlendra og erlendra
aðila í mannrækt og heildrænum málefn-
um. Fréttabréfið fæst gefms á skrifstofu
Þrídrangs að Laugavegi 92. Áhugafólk
úti á landi getur fengið blaðið sent frítt.
Einnig er forsala aðgöngumiða að Snæ-
fellsásshátíðinni og er félagsmönnum
boðinn sérstakur afsláttur. Upplýsinga-
og pöntunarsímar eru 91-627760 og
91-27622 frá kl. 14-20.
Tilkynrdngar
Hússtjórnarskóla
Reykjavíkur slitið
Hússtjómarskólanum í Reykjavík var
sagt upp i maílok. Skólinn hefur starfað
í vetur á sama hátt og undanfarin ár. Á
haustönn em starfrækt námskeið, mis-
jafnlega löng og með fjölþættu námsefni.
A vorönn em námskeiðin rekin áfram
eftir því sem húsrými gefur tilefni til.
Auk námskeiðanna tekur þá til start'a 5
ntánaða hússtjórnardeild. Var hún full-
setin í vetur og bárust ileiri umsóknir en
hægt var að sinna. Að venju heimsóttu
gamlir nemendur skólann og færðu hon-
um góðar gjaíir. Tveir nemar úr hús-
stjórnardeild hlutu verðlaun fyrir góðan
námsárangur. þær Jóhanna Sveinsdóttir.
ÚtnjTðingsstöðum. Vallahreppi, og
Margrét Svavarsdóttir. Skörðum í Miðd-
ölum. Umsóknir um námsvist í hús-
stjórnardéild næsta skólaár þurfa að ber-
ast sem fyrst. Önnur námskeið verða
auglýst í byTjun september.
Nemendamót fyrrverandi
nemenda Idrætshöjskolens
í Sönderborg
Um eitt hundrað íslendingar hafa stund-
að nám við Idrætshöjskolen í Sönderborg
í Danmörku. Skólinn er að hluta til í eigu
dönsku ungmenna- og íþróttahreyfingar-
innar og hóf starfsemi sina árið 1952. Inge
og Hans Jörgen Nilsen, núverandi skóla-
stjóri Idrætshöjskolens, koma til landsins
innan tíðar i tilefni af 25 ára starfsaf-
mæh þeirra. Af þessu tilefni boða þau til
nemendamóts gamaila og nýrra nemenda
skólans í Viðey þriðjudaginn 1. ágúst nk.
Lagt verður af stað frá Sundaborg kl.
17.30. Gamlir og nýir nemendur eru ein-
dregið hvattir til þess að mæta. Skráning
þátttakenda fer fram þessa dagana hjá
Olgu B. Magnúsdóttur í s. 74364 eða ísólfi
Gylfa Pálmasyni í s. 675000 eða 673656.
Þess er vænst að fólk skrái sig sem fyrst.
Tapað fundið
Köttur týndur frá
Sólheimum
Svartur, loðinn, 1 árs köttur hvarf frá
heimiU sínu, Sólheimum 42. Ef einhver
hefur orðið var við hann eða veit hvar
hann er niðurkominn þá vinsamlegast
látið vita í síma 688159.
NISSAN PATROL
dísil highroof árg. 1989, ekinn 16.000 km, topplúga, rafm.
í rúöum, samlæsing, upphækkaður, 33" dekk, álfelgur,
brettakantar, útvarp og segulband, 5 gíra o.fl. Ath. skipti á
ódýrari. Verð 2.600.000.
Nú er hægt aó hringja inn
smáauglýsingar og greiða
með korti.
r •
Þú gefur okkur upp:
Nafn þitt og heimilisfang,
síma, nafnnúmer og
gildistíma og númer
greiðslukorts.
•
Hámark kortaúttektar
í síma kr. 5.000,-
•
SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11
SÍMI 27022
Menning
Jarðneskt og heilagt
Þaö var sama hvaö Bach tók sér
fyrir hendur að semja, hvaöa stíl
hann stældi, hvaða hljóðfæri hann
notaði, alltaf var eins og Mídas
konungur hefði snert og allt breytt-
ist í gull. Það sem í Frakklandi var
léttlynd dansmúsík, áreiðanlega
djöflinum til skemmtunar, varð í
höndum Bachs að dýrölegri, næst-
um heilagri tónhst. Vitsmunir, trú-
arhiti og ótrúlegt innsæi hans upp-
hófu hvaðeina í æðri vídd.
Eftir sem áður hjálpar það okkur
oft að skilja tónlist hans að vita
hvað þaö var sem hann breytti í
gull. í raun verður að gefa sér full-
komnunina og helgina fyrirfram
og leiða jafnvel hjá sér. Þegar Bach
skrifar dansþátt er það fjandakor-
nið bara dans sem hann hefur fyrir
hugskotssjónum og hann getur
ekki að því gert þótt hljómi síöan
eins og Jesú Kristur eigi að dansa
við hann á himnum.
Er ekki inntakið það að jafnvel
hin veraldlegasta iðja geti verið
heilög? Þurfum við þá nokkuð að
skammast okkar fyrir að sýna jarð-
neskar tilíinningar í flutningnum,
ef þær búa þarna einhvers staðar
undir gullinu?
Það var sannarlega ánægjuleg
stund sem Ann Wallström og Helga
Ingólfsdóttir veittu hlustendum
Tónlist
Atli Ingólfsson
með leik þriggja sónata Bachs fyrir
fiðlu og sembal. Sónöturnar eru
eitt dæmiö um stefnu meistarans
að takast á við sem flesta stíla,
koma sem stærstum hluta veru-
leikans í tónlist sína.
Túlkun þeirra leiksystra var heil-
steypt og margt fallegt kemur í ljós
þegar sónöturnar eru leiknar á
barokkfiðlu. Löng nóta er ekki bara
sónn sem er kveikt á og slökkt held-
ur hefur hún líf, fæðist, vex og deyr.
Og þannig höföu kaflamir hver sitt
líf, eðlilegt og óþvingað af nútíma-
legri spennu.
Ef eitthvað ætti að gagnrýna í
öruggri túlkuninni tengist það
helst því sem í upphafi var lýst:
Stundum mætti hún vera verald-
legri, hrööu kaflarnir gáskafyllri.
ítalska arían í E dúr sónötunni
(adagio ma non tanto) heföi vel
þolað að kannast betur við forfeður
sína, kannski ástararíur úr hégóm-
legum ítölskum sviðsverkum. í
fyrsta kafla þeirrar sónötu, sem er
fantasía ad-agio, sem þýðir upphaf-
lega frjálslega, hefði maður mátt fá
meira á tilfinninguna að einleiks-
röddin réöi ferðinni. Kannski
mætti smíða hér heilræði um túlk-
un Bachs: Heilagt, ma non troppo!
Seinasti kaflinn í téðri sónötu var
reyndar sprelllifandi og glæsilegur.
Svona smámuni má tína til ef
maður vill bíða með þar til seinast
að segja að sjaldan heyrir maður
betra barokk en þarna var.
Skálholtskirkja laugardaginn 15. júli.
Ann Wallström, barokkfiöla, Helga Ing-
ólfsdóttlr, semball, léku þrjár Sónötur
fyrir fiólu og hljómborð eftir J.S. Bach.
Tónafórn
Skálholt má nú teljast höfuðborg
barrokktónlistar á íslandi. Því má
treysta að þar bregðast ekki vonir
tónlistarpílagríma því listræn tök
á efninu er sjaldgæft að heyra hér-
lendis. Það væri líka ekki hægt að
kasta til höndunum við flutning
svo stórrar listar á svo miklum
stað.
Meðal barrokkfólks er nú tiska
að leika á frumhljóðfærin, þau sem
verkin hljómuðu fyrst á. Ekki er
hægt að segja að þetta færi okkur
nær barokktímanum eða hljóð-
heimi hans nema einnig sé hægt
að útbýta barokkeyrum til tón-
leikagesta. Þetta getur þó fært okk-
ur nær því í tónlistinni sem hefur
sig yfir söguna, er hvorki barokk
né klassík, rómantík né framúr-
stefna, nefnilega merkingunni.
Þannig er til dæmis þegar við,
vön nútímafiðlu, heyrum tónaflúr
á barokkfiðlu. Inntak skrautsins
virðist breytast við að hljóma á
hina mjúku strengi hennar. Það
verður nauðsynlegra, eðlilegra og
hljómar ekki jafntiktúrulega og
það gerir stundum á nýja fiðlu.
Munurinn er þó engan veginn aUt-
af svo afgerandi og vísast ekkert
sem góður fiðluleikari ætti að geta
brúað þótt kannski þyrfti hann
fyrst að heyra í barokkfiðlu. End-
ursmíði gamalla hijóðfæra ber því
að lofa en varast einhvern púrítan-
isma um hljóm. Hljómurinn er
okkur jafnglataður og aldirnar
þrjár milh okkar og Bachs.
Það sem skiptir máli er að menn
skUji tónlistina og hjálpi öðrum að
skilja hana.
Svo við víkjum að viðfangsefni
tónleikanna, Tónafórn Bachs, þá
er það reyndar eitt þeirra verka
hans sem lengst leitar í átt tU
hreinnar merkingar og hvort það
á veginn!
Blindhæð
framundan.
Við vitum ekki hvað
leynist handan við
hana. Ökum eins
langt til hægri og
kostur er og drögum
úr hraða.
Tökum aldrei
áhættu!
Skálholtsklrkja.
er leikið á gömul hljóðfæri eða ný
virðist Utlu raska um hana. Það er
næstum eins og hljóðfæri yfirleitt
séu bara of veraldleg tU að leika
þessa tónlist.
Við erum þó þakklát þegar hún
holdgast, einkum þegar það er í
höndum svo leikinna tónlistar-
manna sem nú var. Verkið var leik-
ið á barokkhljóðfæri en hljóðfæra-
skipan þess er lítt skUgreind af
Tónlist
Atli Ingólfsson
höfundarins hálfu. Með Helgu Ing-
ólfsdóttur semballeikara í farar-
broddi leiddi hópurinn okkur gegn
um völundarhúsið og við lærðum
hvernig ýtrasta sértækni (afstrak-
sjón) getur orðið að dáindismúsík.
Menn hafa oft tUhneigingu til að
flytja þessa tónlist með of mikiUi
virðingu fyrir hinni flóknu sam-
setningu hennar, hún verður
þunglamaleg. Hér bar lítið á sUku
og leikgleðin látin ráða. Sérlega vel
tókst til við flutning sónötunnar
sem hér var næstsíðust í röðinni
þótt stundum virtist flautan vUja
kveða skýrar að en hinir.
Tónleikunum lauk með sex radda
fúgu, eða „ricercare“, sem Helga
lék á sembalinn af mikiUi list og
komst þar á meira flug en í fyrsta
þætti sem var þriggja radda „ric-
ercare“.
FaUegir tónleikar. í staö þess aö
klappa stendur maður upp og
þakkar fyrir gjöíina.
Skálholtskirkja, laugardaginn 15. júll kl.
15:
Helga Ingólfsdóttir, Kolbeinn Bjarna-
son, Ann Wallström, Lilja Hjaltadóttir
og Ólöf Sesselja Oskarsdóttir fluttu
Tónafórn eftir J.S. Bach.