Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Side 1
Alþjóðleg nútímalist á Kjarvalsstöðum:
Úrvalsverk síð-
ustu áratuga
Súpudósir Andy Warhol eru meðal verka á sýningu á aiþjóðlegri nútímalist á Kjarvalsstöðum.
Kjarvalsstaðir bjóða til mikillar
listveislu á morgun þegar þar verð-
ur opnuð sýning á alþjóðlegri nú-
tímalist frá listasafninu í Epinal í
Frakklandi. Á sýningunni gefur að
líta úrval verka eftir listamenn sem
hefur borið hvað hæst í listasög-
unni síðustu áratugi, m.a. Frank
Stella, Andy Warhol, Giibert og
George, Tony Cragg, Donald Judd,
Richard Long, Helmut Newton og
Sigmar Polke svo aðeins fáeinir séu
nefndir.
Verkin, sem sýnd verða, eru ár-
angur starfs Bernards Huin, safn-
stjóra í Epinal, en hann hefur lagt
sig fram við að safna nútímalist
með dyggri aðstoð borgarstjórans,
Philippe Seguin.
Þegar Bernard Huin tók við
stjórn listasafnsins í Epinal var lít-
ið sem ekkert um nútímalist í hirsl-
um safnsins en mikið af list fyrri
alda. Það kom því í hlut Huins að
móta stefnuna í kaupum á nútíma-
hst og velja verk í safnið. Hann
gerði sér snemma grein fyrir því
að safnið gæti aldrei orðið „alfræði-
safn“ myndhstar heldur yrði að
velja og þannig gefa safninu sín
séreinkenni.
Bemard Huin segir að hann vilji
leggja áherslu á þær breytingar
sem koma fram með popphstinni
þegar hið hefðbundna mál-
v'erk/hstaverk var komið í nokkurs
konar blindgötu. Popplistin haíi
innleitt nýjar hugmyndir og for-
sendur til listsköpunar. Að öðru
leyti kemur það skýrt fram í þeim
listaverkum sem eru í eigu safnsins
að safnstjórinn áhtur vaxtarbrodd
heimslistarinnar síðastliðna ára-
tugi hafa legið umfram aht í högg-
myndahstinni. í raun sýnir Huin
að ekki er lengur um að ræða högg-
myndahst heldur rýmishst, hvort
sem er heldur á vegg eða gólfi. Og
víst er að val safnstjórans einkenn-
ist af óvenjumikilli þekkingu og
innsæi í alþjóðlega nútímahst. Og
safn hans á án vafa eitt stórfengleg-
asta úrval nútimahstar í heiminum
í dag.
Frægasti hstamaðurinn, sem á
verk á sýningunni á Kjarvalsstöð-
um, er líklega Andy Warhol. Verk
hans, sem íslendingum gefst kostur
á að sjá, eru málverk af Campbeh’s
súpudósum en Warhol gerði marg-
ar útgáfur af dósum þessum á ferh
sínum. Verk eftir Warhol hafa áður
verið sýnd hér á landi, sömuleiöis
verk þriggja annarra sem eru á
sýningunni nú. Þeir eru Frank
Steha, Richard Long og Donald
Judd. Þeir tveir síðastnefndu áttu
verk á sýningu Nýhstasafnsins á
hstahátíð í fyrra en grafíkmyndir
eftir Steha hafa verið sýndar í
Menningarstofnun Bandaríkjanna.
Sýningin á Kjarvalsstöðum er
einstæður hstviðburður og ein-
stakt tækifæri fyrir landsmenn til
að sjá og njóta meistaraverka sam-
tímans á einum og sama stað.
Snæfellsás 89:
Veitingah ús vikunnar:
xVJlO. • 1 LlgOl- an **ywr*TrvV
Odri - sjá JtCUC bls. 18
ÍKr nttir
helgar- iriridr
- sjá bls. 23
Sui nar-
CVI linv
FÍM - sjá bls. 20-21
Sumar- búðir
ba - sjá xna bls. 19
Leik] til J ' • rm - sja b liópur apán ls. 20-21
Mannrækt undir Jökli
Áhugamenn um mannrækt flykkj-
ast vestur á Snæfehsnes um helgina
þar sem haldið verður mótið Snæ-
fehsás 89 - Mannrækt undir Jökli.
Að þessu sinni fer það fram á Brekk-
ubæ á Hellnum. Þetta er þriöja mót
sinnar tegundar sem haldið hefur
verið á landinu, en þar kemur saman
fólk sem aðhyllist mismunandi lífs-
skoðanir. Megintilgangur mótsins er
að kynna stefnur og strauma í hfsvið-
horfum sem sækja á dýpri mið en
hvunndagslífið.
Mótið hefst snemma á laugardags-
morgun og er dagskrá þess mjög fjöl-
breytt. Meðal þess sem boðið er upp
á er elddans, eins og í Viðey um síð-
ustu helgi, skyggni, draumar, Tai
Chi, orkuhugleiðsla, Hare Krishna,
hugefli, huglækningar, fæðubótar-
ráðgjöf, lífræn húðrækt, fornegyp-
skar launhelgar og margt fleira.
Nokkrir leiðbeinendur verða á mót-
inu, bæði innlendir og erlendir, og
munu þeir bjóða upp á einkatíma og
halda námskeið. Meðal þeirra sem
þar koma fram er Ævar R. Kvaran.
Leikkonurnar Herdís Þorvaldsdóttir
og Helga Jónsdóttir flytja leikþátt og
lesa ljóð.
Hápunktur mótsins verður helgi-
stund við svokallaða Lífshnd á Helln-
um. Við helgistundina verður af-
hjúpað ítalskt marmaralíkneski af
Maríu mey, sem komið verður fyrir
við lindina um helgina. Sögur herma
að þegar Guðmundur Arason biskup
hafi verið á vísitasíu um Snæfellsnes
árið 1230 hafi María mey birst honum
og beðið hann um að helga hndina.
Biskup gerði það og síðan hefur ver-
ið tahð að vatnið byggi yfir lækninga-
mætti. Helgistundin hefst kl. 11 á
sunnudag og þar mun séra Rögn-
valdur Finnbogason á Staðastaö
flytja hugleiðingu.
Á Brekkubæ hefur áhugafólk um
mannrækt tekið sig saman og byggt
upp andlega miðstöð þar sem aðstaða
verður til mótshalds og námskeiða.
Tjaldstæði eru á mótssvæðinu og við
það, en einnig er hægt að tjalda á
túninu við Arnarbæ. Aðgangseyrir
er 3000 krónur, en ókeypis fyrir böm
15 ára og yngri.
í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti stendur nú yfir sumarsýning með
verkum fjölmargra núlifandi listamanna sem og gömlu meistaranna. Sýning-
in er opin virka daga kl. 10-18 og eru öll verkin til sölu.
Reykjanes:
Síöan skein sól:
Ferðalok á, Borginni
Hljómsveitin Síöan skein sól ætl- verið aö kynna efni af væntanlegri mannahelgina veröur haldið á
ar að reka endahnútinn á tónleika- breiöskífu en hljómsveitin fer í rokkhátíðina miklu í Húnaveri.
ferð sína um landið með hljómleik- hljóðver í ágúst. Tónleikarnir á Liðsmenn Síðan skein sól eru
um á Hótel Borg í kvöld og leika Borginni hefjast kl. 22. þeir Eyjólfur Jóhannsson, Helgi
piltamir eingöngu á órafmögnuð Á morgun leikur hljómsveitin Bjömsson, Ingólfur Sigurösson og
hljóðfæri. svo fyrir dansi á Hlöðum á Hval- Jakob Smári Magnússon.
Liðsmenn Síðan skein sól hafa fjarðarströnd en um verslunar-
Gróður og dýraríki rannsakað
Náttúmverndarfélag Suðvestur-
lands efnir til dagsferðar um Reykja-
nesskagann á morgun, laugardag, til
skoðunar á ýmsum þáttum úr gróð-
ur- og dýraríki. Á leiðinni verður
staðnæmst á eftirtöldum stöðum:
Tóum í Afstapahrauni, Hrafnagjá,
Vogavik, Snorrastaðatjömum, Garð-
skaga, Ósabotnum, Valbjamargjá,
Arfadalsvík, Latsfjalli, Seltúni og
skóglendi í Almenningum.
Lagt verður upp frá Náttúrufræði-
stofu Kópavogs að Digranesvegi 12
kl. 9. Leiðsögumaður verður Stefán
Bergmann líffræðingur og lektor við
KHI. Komið verður th baka um kl. 18.
Tilgangur ferðarinnar er m.a. að
skoða nokkra fásótta en fagra staði
á Reykjanesi og kynnast sérstæðu
lífríki þeirra, ræða ástand gróðurs
og dýralífs og samskipti manns og
náttúm.