Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 8
24
FÖSTUDAGUR ál. JÚLÍ 1989.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hiimar Karlsson
V
Þessa vikuna gerist þaö sama og í
síðustu viku. Fyrstu tvær mynd-
imar á listanum skipta um sæti.
Empire of the Sim sest í fyrsta
sætið og Big, sem hefur verið þaul-
sætin í toppsætunum, fer í annað
sætið. Þessar myndir mega þó vara
sig á sakamálamyndinni D.O.A.
sem siglir hraðbyri upp hstann og
fer úr því tíunda í það þriðja. Það
ætti ekki að koma neinum á óvart
þótt hún yrði í efsta sætinu í næstu
viku.
Tvær nýjar myndir koma inn á
listann. Ber þar fyrst að nefna tán-
ingamyndina Licence to Drive sem
fjallað er nánar um annars staðar
á síðunni og sakamálamyndina í
skugga morðs sem leikstýrt er af
John Badham sem er þekktur
spennumyndaleikstjóri.
DV-LISTINN
1. (2) Empire Oí the Sun
2. (1) Big
3. (10) D.O.A.
4. (3) Midnight Run
5. (4) The Great Outdoors
6. (-) Licence to Drive
7. (5) Real Men
8. (6) Red Heat
9. (7) Nico
10. (-) í skugga morðs
Fyrirsjánlegur dauði
DEAD ON ARRIVAL (D.O.A.)
Útgefandi: Bergvik
Leikstjóri: Ricky Morton og Annabel
Jankel. Handrit: Charles Edward Pogue.
Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Meg Ryan
og Charlotte Rampling.
Bandarísk 1988. 93 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Dennis Quaid er líklega með efhi-
legri leikurum í vesturheimi og
hefur að undanfömu fengið hlut-
verk í nokkrum athyghsverðum
spennumyndum (Innerspace).
Honum svipar nokkuö til Harri-
sons Ford og það spillir ekki fyrir
pilti. Quaid er kröftugur leikari
með ríkulega kímnigáfu. Þó að hér
sé ekki á ferðinni neitt gamanmál
þá tekst honum að vekja samúð
með persónu prófessorsins.
Prófessor þessi kemst aö því að
honum hefur verið byrlað eitur og
hann á aðeins einn sólarhring eftir
á lífi. í stað þess aö sitja með hend-
ur í skauti fer hann á stúfana til
að komast að þvi hver myrti hann.
Þetta er forvitnilegur söguþráður
sem minnir á gamla leynilögreglu-
sögu. Þá er myndataka sérstæð og
ýtir vel undir þau hughrif sem
söguþráðurinn vekur. Það em þó
alvarlegir hnökrar 1 handritinu.
Það er skipt nokkuð hratt á milli
timaskeiða og gengur það ekki að
fuhu upp. Þá vekur hinn fyrirsjá-
anlegi dauði nokkrar spumingar í
lokin en endirinn verður að teljast
mistök. -SMJ
Sykursæt harmsaga
BREAKING HOME TIES
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: John Wilder
Aóalhlutverk: Jason Robards, Eva
Marie Saint og Douglas McKeon
Bandarísk, 1987 - sýningartimi 100 min.
Leyfö öllum aldurshópum
Breaking Home Ties er bandarísk
sjónvarpsmynd sem segir frá ung-
um pilti sem er að byrja langskóla-
nám. Foreldramir styðja vel við
bakið á honum og framtíðin blasir
við piltinum. Það er þó ekki aht
sem sýnist. Móðir hans gengur meö
hættulegan sjúkdóm sem mun
draga hana tíl dauða. Hún tekur
loforð af eiginmanni sínum að segja
ekki syninum hvað um sé að vera.
Skapar þetta togstreitu mihi feðg-
anna og heldur sonurinn að faðir
hahs sé orðinn honum fráhverfur.
Eldri hjónin em leikin af úrvals-
leikurunum Jason Robards og Eva
Marie Saint og ná þau góðum tök-
um á hlutverkum sínum. Fara
aldrei yfir strikið í dramatískum
leik þótt thefiii gefist. Annað er upp
á teninginn hjá Douglas McKeon
er leikur son þeirra. Ofleikur hans
og kunnáttuleysi nánast eyðheggur
myndina. Að vísu er honum nokk-
ur vorkunn því sum atriðin sem
hann þarf að leika í eiga betur
heima í dramatískri mynd frá tím-
um þöglu myndanna en nútíma
sjónvarpsmynd.
-HK
Róttækur tónlistannadiir
IMAGINE JOHN LENNON
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Andrew Solt.
Bandarisk, 1988 - sýningartími 99 min.
Bönnuó börnum innan 12 ára.
Á sínu stutta lífskeiði var John
Lennon umdeildur maður en um
leið virtur af meðbræðrum sínum.
Hann er einn af stórsljörnum tón-
hstarsögu tuttugustu aldarinnar og
sem talsmaður The Beatles opin-
skár og deildi í hreinskhni á það
sem honum fannst miður fara í
heiminum.
Imagine John Lennon er heimhd-
armynd sem auk þess að sýna opin-
berar kvikmyndir af honum er
mikið th unnin úr einkasafni hans
og eiginkonu hans, Yoko Ono, sem
var jafnvel enn umdeildari en
Lennon sjálfur.
í myndinni kynnumst við John
Lennon með orðum hans sjálfs, en
texti myndarinnar er að langmestu
leyti tekinn úr viðtölum við hann
og samtölum við aðra.
Enginn vafi leikur á því að Lenn-
on var flókinn persónuleiki sem
erfitt er að átta sig á. Ýmis uppá-
tæki hans voru umdeilanleg þótt
ávaht hafi hann verið samkvæmur
sjálfum sér.
í Imagine John Lennon er stiklað
á stóru um athafnir hans - athafn-
I M A G I N E
ISLENSKUR TEXTi m
ir sem alhr þekkja sem fyldust með
heimsmálum á árunum um og eftir
1970. Þá er einnig mikið fjallað um
samband hans og Yoko Ono, og úr
einkasafni þeirra hjóna koma þær
myndir sem ekki hafa sést áður.
Imagine John Lennon er sem sagt
gerð með leyfi og dygghegri aðstoö
ekkju Lennons, Yoko Ono, og er
það stærsti gahi myndarinnar. Við
kynnumst Lennon frá sjónarhorni
aðdáanda sem að sumu leyti skap-
aði hinn róttæka Lennon er leit
dagsins ljós eftir að The Beatles
hætti.
Sá hluti sögunnar um Lennon er
þó sannfærandi og þar kynnast
áhorfendur manni sem var stund-
um ekki sáttur við thveru sína,
samdi gullfaheg lög sem munu óma
um ókomna framtíð og virtist
kunna best við sig í fjölskylduhópi.
Sá hluti myndarinnar sem fjallar
um The Beatles er ekki jafn vel
heppnaður. Að vísu ijahar myndin
um John Lennon en áhorfandinn
fær það yfir sig að Lennon hafi
verið aht í öhu í hljómsveitinni,
sem er alrangt.
Þótt vissulega hafi John Lennon
verið áhrifamikih innan hljóm-
sveitarinnar þá var The Beatles
skipuð fjórum einstaklingum sem
hver fyrir sig lögðu grunninn að
því að gera hljómsveitina að áhrifa-
mestu hljómsveit sem enn hefur
komið fram.
Imagine John Lennon gefur
áhorfandanum mörg tækifæri th
vangaveltna um ævi John Lennon
og þann boðskap sem hann lét frá
sér fara á stuttri en stormasamri
ævi. Hann var hreinskilinn og leit-
andi persóna sem átti sjálfsagt jafn-
marga óviiji sem og vini. I hehd
gefur Imagine John Lennon góða
lýsingu á honum þótt nokkrir ann-
markar komi í ljós þegar htið er á
heimildagildihennar. HK
Öku-
leikni
LICENSE TO DRIVE
Útgefandí: Steinar.
Leikstjóri: Greg Beeman. Handrit: Neil
Tolkin. Framleiðandi: Jeffrey A. Mueller
og Andrew Licht. Aðalhlutverk: Corey
Haim, Corey Feldman og Richard Mas-
ur.
Bandarísk 1988. Úllum leyfó.
Bandaríkin eru land bhsins og
að sjálfsögðu verða menn ekki fuh-
ghdir þjóðfélagsþegnar nema þeir
geti fhkaö ökuskírteini. Myndin
segir frá ungum phti sem dreymir
vihta drauma um það dásemdar líf
sem uppheflist eftir að hann fái
skírteinið. Því miður fyrir phtinn
fellur hann á prófinu. Hann ákveð-
ur þá að þykjast bara og leggur upp
í mikinn bhtúr með kunningjunum
á kádhják afa síns.
Á köflum bregöur fyrir bráð-
skemmtilegum húmor og er t.d.
bílprófsatriðiö óborganlegt. Fleiri
atriði eru mjög fyndin og kemur
myndin á óvart því oft á tíðum eru
unghngamyndir (sem þessi óneit-
anlega flokkast undir) með heldur
klén handrit. Þá er leikur þeirra
nafna í aðalhlutverki ágætur þó að
ofleikur hijái dálítið annan þeirra.
-SMJ
Draugagangur
BRIDE OF MR. BOOGEDY
Útgefandi: Bergvik/Walt Disney
Leikstjóri: Oz Scott. Handrit: Michael
Janover. Aóalhlutverk: Richard Masur,
Mimi Kennedy, Tammy Lauren, David
Faustino, Joshua Rudoy.
Bandarisk 1987. 89 min. Bönnuð mjög
ungum börnum.
Bandarísk flölskylda flytur út á
land þar sem draugarnir láta ófriö-
lega. Hún kemst í kast við einn ih-
skeyttan sem vhl hrifsa th sín
mömmuna. Pabbi og börnin sætta
sig auðvitaö ekki við það og upp-
hefst mikh barátta viö draugsa.
Dæmigerð Walt Disney barna-
myndaframleiðsla með vönduðum
leik og þokkalegri sviðsmynd.
Myndin mun vera framhaldi af ein-
hverri annarri og er nokkuð klifað
á því. Draugsi er ansi skæður á
köflum og því varasamt að láta
mjög ung börn horfa á. Aðrir ættu
að geta skemmt sér yfir þessum
draugagangi. -SMJ
Varúlfar á sveimi
HOWLING III - THE MARSUPIALS
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Philippe Mora.
Aóalhlutverk: Barry Otto, Imogen An-
nesley og Barry Humphreys.
Áströlsk, 1987 - sýningartimi 94 min.
Bönnuó börnum innan 16 ára.
Sumar kápur á myndböndum
gefa ranga mynd af innihaldinu og
ein slík prýðir Howling III - The
Marsupials. Á kápuhulstri má sjá
ófreskju sem gæti verið komin
beint úr Ahen myndunum en er
hvergi að finna þegar myndin er
skoðuð. Þótt svo varúlfar séu í hug-
um manna ófreskjur þá eru þær í
þessari mynd varla óhugnanlegri
en grimmur hundur.
Það er fleira sem kemur á óvart.
Howhng Ih flallar um varúlfa. Sem
eru samkvæmt sögnum mennskt
fólk sem breytist í grimma úlfa
þegar fullt tungl er. Aðalpersónan
er Jeroba, ung og falleg stúlka sem
sleppur úr varúlfanýlendu ein-
hvers staðar í eyðimörk Ástralíu
og stingur af th Sidney. Þó að hún
að ytra úthti líti út fyrir að vera
eins og annað fólk getur hún ekki
hamiö það vhlta eðh sem býr í
henni þegar rökkva tekur og fullt
tungl rís.
Ekki er söguþráður Howling III
merkilegur og heldur er handritið
iha skrifað en greinilegt er að
kunnáttumaður situr í leikstjóra-
sætinu og því verður myndin aldrei
leiðinleg á að horfa. Nokkur atriði
eru virkilega vel gerð og spennandi
og ekki eru varúlfarnir í myndinni
sýndir sem skepnur sem áhorfand-
inn fær fyrirlitningu á heldur eru
þessar ólánsömu manneskjur
sýndar með tilfmningar og þrár
rétt eins og aðrir menn. HK