Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 22. JÚLl 1989.
Fréttir
5 prósent
/ /•
1
á ári:
Tími til að horfast
í augu við vandann
segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„Þaö er kominn tími til að menn
horfist í augu við staöreyndimar
og vandann. Og það er þörf á nokk-
uð róttækum aðgerðum ef menn
vilja gera þaö,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra.
Á fundum ríkisstjórnarinnar á
Þingvöllum í vikunni lá fyrir grein-
argerð frá fjármálaráðuneytinu
um afkomu ríkissjóðs á undanföm-
um árum. Þar kemur fram að tekj-
ur ríkisins hafa vaxið að meðaltali
um 3 prósent á milli einstakra ára
á meðan útgjöldin hafa vaxið um 5
prósent.
Fyrirsjáanlegur halli á ríkissjóði
í ár er 4,2 milljarðar. Sá halli, sem
blasir viö ríkisstjóminni í upphafí
flárlagagerðar fyrir næsta ár, er
enn stærri, eða allt aö 7 til 8 milij-
aröar.
Meðal þess sem rætt hefur verið
á ríkissijómarfundunum á Þing-
völlum er hugmynd sem kom upp
við fjárlagagerð í fyrra; aö tekju-
tengja allar greiöslur tii ellilíí'eyris-
þega þannig að þeir sem njóta
hæsta lifeyris frá lifeyrissjóöunum
fengju ekkert greitt frá Trygginga-
stofhun.
„Það er staðreynd að greiðsiur
okkur til heilbrigðiskerfisins og
almannatrygginga eru að vaxa
okkur yfir höfuð. Þessi útgjöld hafa
vaxið miklu meira en tekjurnar og
það gengur aö sjálfsögðu ekki.
Menn verða þá annaöhvort að setja
einhveijar hömlur á velferöarkerf-
ið eöa aukatekjurnar," sagöi Stein-
grimur.
Þó ríkisstjómin hafi haldið tvo
fundi um fjárlög næsta árs nú í
vikunni kemst ekki almennilegur
skriður á þá vinnu fy rr en um miðj-
annæstamánuð. -gse
■J
Skagafiörður:
„Ætla að láta
minkinn borga mér“
- segir Haraldur Stefánsson 1 Brautarholti
„Mér dettur ekki í hug að henda
öllu dótinu verðlausu frá mér. Ég er
búinn að henda tveim milljónum í
þetta og ætlá að láta minkinn borga
mér þetta aftur,“ sagöi Haraldur
Stefánsson, loðdýrabóndi í Brautar-
holti í Seyluhreppi. Haraldur er að
hefja byggingu loðdýraskála og hefur
þessi brattleiki hans vakið furðu og
jafnvel hneykslan ýmissa vegna
stöðu loðdýraræktarinnar í dag.
„Ég byrjaði með minkinn fyrir
tveim árum, á besta tíma, þegar verð-
ið var í hámarki og mönnum var
otað út í þetta. Ég haföi reynt að fá
aukinn kvóta í sauðfénu en ekki
fengið. Síðan þurfti ég aö skera niður
vegna riðu og því lá beinast við að
fara í minkinn og nýta þannig hús-
næðið sem losnaði viö fórgun sauð-
fjárins. Ég setti því minkinn í hlöð-
una en mann óraði ekki fyrir þeim
stofnkostnaði sem fylgir þessu.
Mönnum er ekki gerð grein fyrir því
í upphafi. En ég er staöráðinn í að
ná þessum peningum aftur, láta min-
kinn borga. Ég fékk lánsloforð hjá
stofnlánadeildinni í fyrrahaust og
mér finnst þeir mannlegir að standa
við það, en þeir hafa verið gagnrýnd-
ir fyrir að lána til bygginga í loðdýra-
rækt vegna núverandi ástands.
Staðan er betri hjá mér en mörgum
öðrum þar sem loðdýrin eru aukabú-
grein hjá mér og því ekkert gjaldþrot
í aðsigi. Annars finnst mér voðalegt
að það er eins og menn líti bara und-
an og ætli að henda öllu dótinu frá
sér og þannig verður þetta náttúrlega
allt verðlaust.
Mér sýnist ástandið vera eins í öll-
um útflutningsgreinum okkar, allt á
hausnum. En einhvem tíma hlýtur
að rofa til. Það var ekki um annað
að ræða fyrir mig en að byggja undir
loðdýrin fyrst ég tek féð aftur í haust.
Ætli þaö passi líka ekki ágætlega að
húsið verði komið í stand þegar
skinnaverðið fer að stíga aö nýju,“
sagði Haraldur í Brautarholti.
Haraldur Stefánsson að steypa grunninn að minkahúsinu
DV-mynd Þorhallur
Gert er ráð fyrir að íslenska grænmetið lækki seinna í verði i ár en venju-
lega vegna hins slæma tiðarfars. En mörgum þykir þetta íslenska betra
en það erlenda og kaupa það þrátt fyrir mun hærra verð.
DV mynd Hanna
Nýtt íslenskt grænmeti:
Tómatar lækka á ný
Bessastaðahreppur:
Nýtt íþróttahús
Nú er nýtt íslenskt grænmeti kom-
ið á markaðinn. Fæst nú víða ís-
lenskt blómkál, kínakál, gulrófur og
hvítkál. Blómkálið er á um 300 kr.
kg frá dreifingaraðilum og kostar um
470 kr. kg í smásölu. Verðið á kínak-
áli er í kringum 200 kr. kg frá dreif-
ingaraðilum og um 300 kr. kg í smá-
sölu. Rófur eru á svipuðu verði og
kínakálið. íslenska hvítkáhð frá
dreifingaraðilum er á um 125 kr. kg
og tæplega 200 kr. kg í smásölu.
Gert er ráð fyrir að grænmetisverð-
iö lækki á næstu vikum með síauknu
framboði þó eitthvað muni uppsker-
an vera seinna á ferðinni í ár en
venjulega.
íslensku tómatamir hafa verið
lækkaðir um 30% vegna skyndilegr-
ar aukningar á framboði og kostar
kfióið út úr búð nú 225-230 krónur.
Hins vegar hefur gúrkan ekki lækk-
að, og það sem af er sumri hefur ís-
lenska paprikan ekki lækkað neitt.
-gh
„Við erum að ljúka framkvæmdum
við íþróttahús og á að taka það í notk-
un þann 17. september. Húsið er um
600 fermetrar að stærð og einnig
munum við taka í notkun 450 fer-
metra fyrir félags- og kennsluað-
stöðu,“ sagði Sigurður Valur Ás-
bjarnarson, sveitarstjóri í Bessa-
staðahreppi.
Mikill uppgangur hefur verið í
bænum að undanfömu. Fram-
kvæmdir við íþróttahúsið em rétt að
byrja en stefnt er aö því aö það verði
búiö fyrir miðjan september. Sagði
Sigurður Valur að þeir í hreppnum
væru með fastan samning við
menntamálaráðuneytiö og fjármála-
ráöuneytið og þaö gerði þeim kleift
að hafa byggingatímann svona hrað-
an. Einnig sagði Sigurður að þeir
hefðu samið við sinn viðskiptabanka
og endurgreiðslur frá ríkinu bættu
upp mismuninn. Áætlaður kostnað-
ur við íþróttahúsið er um 40 milljón-
ir.
Hreppurinn mun taka miklum
breytingum við komu íþróttahússins
því hingað til hafa böm í hreppnum
orðið að sækja sund og leikfimi til
Hafnarijarðar og Garðabæjar. Og
hreppsbúar hafa ekki haft hús til að
taka á móti fólki eða sinna félags-
þörfum.
Vegakerfi hreppsins mun einnig
taka miklum breytingum í sumar. í
fyrra var lagt yfir sjö götur og í ár
er lagt yfir Þóroddarkot, Gerðakot,
Mýrarkot, Gesthúsavör og Sjávar-
götu, og Norðumesveg. I leiðinni
verða steyptar gangstéttar í þessum
götum. Kostnaður við gatnagerðar-
framkvæmdirnar mun vera um 15
milljónir króna.
„Það er búiö að teikna nýjan leik-
skóla og áætlaö er að koma sökklun-
um upp í haust. Framkvæmdir hér
í hreppnum em því feykilegar miklar
miðað við hve við erum fámenn, eða
rétt um þúsund, sagði Sigurður Val-
ur aö lokum.
-GHK
Framkvæmdum við íþróttahús í Bessastaðhreppi er nú að Ijúka
DV-mynd JAK