Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989.
„Þetta er ótrúlegt." Þannig hljóm-
uðu raddir þeirra sem sáu fyrrum
fegurðardrottningu íslands, Unni
Steinsson, gamla. Og það er það. Á
rúmum klukkutíma var hægt að
breyta ungri, stórglæsilegri stúlk-
unni i gamla og frekar þreytulega
konu. „Ég veit ekki hvernig mannin-
um mínum kemur til með að lítast
á þetta,“ sagði Unnur. En sjálf virtist
hún bara sátt við ellimynd sína.
DV-myndir Hanna
Ung fegurðardís og ungur myndar-
legur karlmaöur orðin áttræð gamal-
menni á nokkrum tímum. Getur það
verið? Jú, þegar „réttu græjurnar",
eins og Laddi segir, eru annars vegar
þá er alveg ótrúlegt hvað hægt er að
gera.
Helgarblaðið fékk Unni Steinsson,
fyrrum fegurðardrottningu íslands,
og Atla Eðvaldsson, fyrirhða ís-
lenska landsliðsins í knattspymu, til
að láta farða sig og var ætlunin aö
gera þau eins og fimmtíu árum eldri
en þau eru í dag.
Hvemig kemur fegurðardrottning
til með að líta út um áttrætt? Víst
leyndi eftirvæntingin sér ekki, jafnt
á meðal fómarlambanna sjálfra og
áhorfenda.
Þegar Unnur og Ath vom fengin í
tilraunastarfsemina tóku þau bæði
strax mjög vel í uppátækið.
„Já, það væri mjög sniðugt. Mér
þætti gaman að sjá hvernig ég kem
th með að hta út í ellinni," sagði
Unnur þegar Helgarblaðiö sló á þráð-
inn til hennar og bar undir hana
hugmyndina. Og Ath tók í sama
streng: „Mig hefur lengi langað til
að sjá hvemig gamall karl ég verð.“
Það var ungur fórðunarmeistari,
Hildur Hauksdóttir, sem tók að sér
verkið. Hún er nýlega komin heim
frá námi í förðun í London. Hhdur
starfar nú sem hárskeri á hár-
greiðslu- og rakarastofunni Hár í
Hafnarfirði og hefur tekið að sér
fórðun fyrir tímarit og áhugamanna-
leikhús.
Ekki fór hjá þvi að viðstaddir létu
undrun sína í ljósi þegar undirbún-
ingiu- stóð sem hæst og einhver lét
þau orð falla að varla væri hægt að
gera unga konu eins og Unni að gam-
alh. En verkið var hafið og viðstadd-
ir fylgdust spenntir með.
Fyrst voru ahar hnur sem hægt var
aö mynda í andhtinu dýpkaðar með
brúnum ht. Þar á eftir setti Hhdur
ákveðið efni á húðina sem hún
þurrkaöi á með hárþurrku. Á meðan
efnið er þurrkað á er húðin teygð til
eins og hægt er. Efninu má líkja við
gúmmí og yfirleitt þarf að setja 2-3
lög af þvi á andhtið th að ná fram
góðum hrukkum. Því næst er andlit-
ið snyrt th meö því að búa th dæmis
th sprungnar æðar fyrir neðan aug-
un og bæta roða í kinnarnar.
Vilvera
gömul sæt kona
Unnur eltist ískygghega hratt á
meðan á förðuninni stóð. Sjálf fylgd-
ist hún vel með gangi mála í litlum
spegh og sagði, þegar forðunin var
rétt hálfnuð, að hún myndi nú löngu
vera farin í andhtslyftingu áður en
hún yrði svona gömul.
„Ég vh nú óska þess að verða sæt
gömul kona,“ sagði Unnur, „ef eitt-
hvað annað kemur í Ijós eftir þessa
fórðun þá veit ég ekki hvemig mann-
inum mínum líst á. Annars á ég ör-
ugglega eftir að verða mjög gömul.
Lifhncm er það löng og svo verður
fólkið í minni ætt yfirleitt mjög gam-
alt,“ sagði Unnur og hló.
Þeim karlmönnum, sem leið áttu
framhjá á meðan á förðuninni stóð,
leist ekkert ahtof vel á að verið væri
að gera Unni þetta. „Nei, það getur
ekki verið að þetta sé Unnur Steins-
son,“ sagði einn þeirra, eða „hvernig
getið þið gert henni þetta?"
„Ég get vel ímyndað mér mig sem
gamlan karl, keyrandi um á sportbíl
og eltandi ungu stelpurnar," sagði
Atli Eðvaldsson sem að förðuninni
lokinni iangaði mest til að bregða
sér á ball á Hrafnistu með Unni
Steinsson.
Þegar hrukkumar þóttu orðið
nógu margar varð að taka háriö til
endurskoöunar. Hárið var tekið í
hnút og gráum hárht var úðað yfir
það. Er slæðan var komin um háls-
inn var unga, fallega konan orðin
ansi gömul; svona rétt á einum og
hálfum tíma. Og hvernig leist henni
á sjálfa sig?
Lík
ömmu sinni
„Mér fannst ég sjá mynd ömmu
minnar, heitinnar, í speglinum,“
sagði Unnur þegar hún hafði skoðað
ellimynd sína í speglinum. Ekki var
að heyra annað á henni en að hún
væri bara ánægð meö útkomuna og
kviði ekki útlitinu í elhnni.