Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Side 4
4 Fréttir „Sama sem að grafa sig að hætta að vinna“ - segir Matthías Jóhannsson, verslunarmaður á Sigluflrði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; í versluninni Tröö á Siglufirði er Matthias Jóhannsson viö völd. Tröð er matvöru- og nýlenduvöruverslun og Matthías hefur verslað þar síðan 1971 en áður hafði hann m.a. stundað sjómennsku. „Ég var á togaranum Hafliða þang- að til hann sökk og ég var líka á Ell- iða þegar hann sökk út af Snæfells- nesi. Eg var þó ekki búinn aö fá nóg af sjónum en var fenginn til að taka að mér verslun hér á Siglufirði og þess vegna fór ég í land. Nei, það er ekki hægt að segja að það sé bjart yfir versluninni í dag. Tekjur fólks hafa minnkað og það kemur hart niður á versluninni. Þá hafa unglingar í bænum ekki haft eins mikla vinnu og áöur og þetta segir allt tíl sín.“ Matthías segist hafa hætt að selja tóbak um síðustu áramót. „Ólafur Ragnar borgar svo lítíö fyrir að selja þetta að það tekur því ekki að standa í því. Ég tapa ekkert verslun á því að vera ekki með tóbak, fólk kemur hingað m.a. til að kaupa blöðin og til að spjalla." Sjómenn munu vera tíðir gestír í versluninni hjá Matthíasi, enda fylg- ist hann vel með á þeim vettvangi og er með tæki í herbergi inn af versl- uninni þar sem hann fylgist með gangi mála í talstöðvum skipanna. „Nei, ég fer ekki að hætta þessu, ég held að það væri eins og grafa sig að hætta og ég er bara 65 ára. Ég neita því ekki að það hefur hvarflað að mér að hætta en svo finn ég ein- faldlega að það er of snemmt." Karl Magnús rotaði mink á Ströndum. DV-mynd Rúnar Kristinsson Rotaði mink á Ströndum Regína Thoiarensen, DV, Gjögii: Mikiö er um mink í Ámeshreppi og tíu ára kaupamaöur minn rotaði einn i Sigurðarvogi mánudaginn 17,- júlí. Hann var ásamt bamabörnum mínum aö veiða síh á stöng og sáu þau mink skjótast úr holu í klettun- um og stökkva í sjóinn. Karl Magnús Magnússon var snöggur til, kastaði steini í haus minksins og rotaði hann. Minkahundur, sem var hjá bömunum, var fljótur að ná minkn- um, sem var í dauðateygjunum í sjónum, og bera hann í land. Ég fór til Norðurfjaröar eftir há- degiö sama dag ásamt dóttur og tengdasyni og fór með minkaskottið til Gunnsteins kaupfélagssljóra sem borgaði 750 krónur fyrir það. Karl Magnús, kaupamaður minn, er sonur læknishjónanna á Selfossi, Kristjönu og Magnúsar Sigurðsson- ar, læknis við sjúkrahús Selfoss, mikið efnisbam, duglegur, yfirlætis- laus, fjölhæfur og borðar allan mat með jafngóðri lyst. Afi hans er Karl á Hellu Kortsson, fyrrum dýralækn- ir, af þýskum ættum, og amma hans, María, er frönsk. Góð blanda í min- um snjalla kaupamanni. Sýslumaöur Suður-Múlasýslu: Fréttin ekki frá embættinu komin „Laugardaginn hinn 1. júh 1989 birtíst í DV grein eða frétt undirrituð af Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði, þar sem m.a. var vikið að lögreglubifreið á Fáskrúðs- firði og í því sambandi rætt um við- gerðaverkstæðið Skúffuna í Kópa- vogi sem hafði annast viögerð á greindri lögreglubifreið. Af þessu tilefni óskar undirritaður aö taka fram að efni í þessa frétt er ekki frá embættinu komið og fréttin er ekki á þess vegum. Þá skal tekið fram að embættið hefur ekki kvartað um lélegar viðgeröir greinds verk- stæðis, enda ekki annað vitað en verkstæðið hafi leyst það vel af hendi sem það hefur verið beðið um að vinna en vera kann að verkstæðið hafi ekki verið beðið um að vinna þá hluti sem reyndust vera í ólagi í ofangreindri lögreglubifreið en ekki verður sakast við verkstæðið um það atriði. Undirritaður telur að heiðri ofan- greinds fréttaritara hefði ekki verið stefnt í neinn voða þótt hann hefði borið efni fréttarinnar undir rétt stjómvöld áður en hann lét birta hana. Sigurður Eiríksson, sýslumaður í Suður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Eskifirði." Humall hf. Berum ekki brigður á rannsóknirnar Vegna greinar í Dagblaðinu 19. þessa mánaðar undir fyrirsögninni „Þorskur seldur sem ýsa“ förum við vinsamlegast fram á að eftírfarandi verði birt: Eftir að hafa kynnt okkur máhð, m.a. með viðræðum við sérfræðinga Rannsóknastofnunar fiskiðnaöarins, sjáum við ekki ástæðu til að bera brigður á gildi þeirrar rannsóknar sem fram fór í Danmörku á vegum RF, enda höfum við átt gott samstarf við stofnunina svo áram skiptir. Greinilega hafa átt sér staö mann- leg mistök þótt eftírlit eigi að koma í veg fyrir að vara getí ruglast fyrir pökkun og merkingu. Þau mistök hljóta að skrifast á okkar reikning og biðjum við viðskiptamenn og neytendur afsökunar á þeim og mun- um gera sérstakar ráðstafanir til þess að þau geti ekki endurtekið sig. Á undanfórnum mánuöum höfum við framleitt í tilraunasendingar til kaupenda í Svíþjóð, Bretlandi og á Taiwan. Erlendir aðilar krefjast þess aö hráefnið sé þorskur en ekki ýsa. í áöumefndri grein er hátt reitt til höggs og talað um vörusvik. í því sambandi viljum við benda á þá stað- reynd að aht hráefni sem við notum, hvort sem það er þorskur fyrir er- lendan markað eða ýsa fyrir innlend- an, er það besta fáanlega og má einn- ig benda á þá staðreynd aö meðal- verð á ýsu á fiskmörkuðum er yfir- leitt lægra en á þorski. Hráefni höf- um við keypt af mörgum aðilum og aldrei haft ástæðu tíl að efast um gæði þess eða að það.sé rétt merkt. Við vhjum taka það sérstaklega fram að okkur hafa aldrei borist kvartanir undan okkar vöru - hún hefur þótt bæði ódýr og góð og selst meira en nokkur önnur sambærileg matvara á markaðnum. Að lokum vhjum við benda á hve þýðingarmiklu hlutverki dagblöð og aðrir fjölmiðlar gegna í þágu neyt- enda með eftirliti og hvetjum Dag- blaðið th að halda áfram, t.d. með því að láta rannsaka fiskfarsiö á markaðnum. Humall hf. Bjarni Bærings LAUGARDAGUR 22. JOlI 1989. Viðtalið dv Áhugamanneskja um garðrækt ............ 11 Nafn: Erla Hatlemark Aldur: 46 ára Starf: Flugfreyja og formaður samninganefndar Flugfreyjufé- lagsins. „Eitt af mínum helstu áhuga- málum er garðurinn og blómin í stofunni. Aht sumarið er ég meira og minna á fjórum fótum í garðinum við að gróðursetja, reyta arfa og snyrta," segir Erla Hatlemark, flugfreyja og for- maður samninganefndar flug- freyjufélagsins. Garðurinn sem Erla sinnir í fríum er 1400 m2 að stærð og því í mörgu að snúast. Hún segjr að í bígerð sé að breyta skipulagi garðsins svolítið þannig að umhirða hans verði ekki eins tímafrek. „í frítíma mínum síöustu vetur hef ég aðahega veriö í þvi aö end- urskipuleggja húsiö, brjóta veggi og breyta." Erla hefur verið flugfreyja í 23 ár og fram aö síöasta hausti var hún ahtaf í fullu starfi. í kjölfar samdrátts hjá Flugleiðum minnkaði hún vinnuna um helm- ing, eins og margar aðrar flug- freyjur, til að ekki þyrfti að koma til uppsagna í stéttinni. Hún er fædd í Noregi og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963. Sklðabakterian skemmtileg „Flugfreyjustarfið er nú einu sinni þannig að á ákveðnum tím- um er vinnan erfið og ströng en svo eru fri inni á millL Ég er mikiö að heiman og vh þvx helst eyða friinu með fjölskyldu minni. Við förum töluvert á skíði og reynum að fara einu sinni á vetri í skíðaferð saman, helst til Aust- urríkis. Þetta er hrikaleg bakter- ía en ofsalega skemmtheg. í þessu starfi er erfitt að eiga eitthvert skipulagt tómstimda- gaman. Ég fer oft i gönguferðir hér i nágrenni heimhisins, enda bý ég við náttúruparadísina Heiö- mörk. Sund er íþrótt sem hægt er aö stunda hvar og hvenær sem er og hentar þvi flugfóltó vel. Sundið er líka svo hökandi og afslappandi fyrir alla." Hvikl I RakhmaninoH Erla hóf fyrst bein afstópti af félagsmálum Flugfreyjufélagsins 1971. Á árunum ’72-'77 var hún formaöur félagsins og frá árinu 1985 hefur hún veriö formaður samninganefhdar. „Fjölskyldan, félagsstarfiö og gróöurinn er það sem ég eyöi mínum fritíma í. Ég hef alltaf haft gaman af lestri góðra bóka og reyni að grípa í þær nýjustu tíl aö fýlgjast með. Einnig hlusta ég töluvert á tónlist, helst klass- fska, og er Rakhmaninoff í miklu dálæti. Fátt finnst mér betra, þeg- ar ég er þreytt eða þungt hugsi, en píanókonsert hans númer 2.“ Erla er gjft Hhmari Ingimund- arsyni lögfræöingi og eiga þau þijá stráka, Snorra Örn, 26 ára, Örvar Hatlemark, 12 ára, og yngstur er Darri Orn, 5 ára. Eitt baraabam er í fjölskylduxmi og hún heitir Sunniva Hrund Snorradóttir. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.