Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Page 9
LAUGÁRDAGUR 22. JÚLÍ 1989.
Frú Skjem úr Matador heimsækir ísland:
íslenskir hestar
eru dásamleg dýr
- segir leikkonan Ghita Norby sem kemur til að ríða út
„Eg hef riðið íslenskum hestum
hér heima í Danmörku síðastliðin
þrjú ár. Það er reyndar orðið nokkuð
síðan síðast. íslenskir hestar eru ai-
veg dásamleg dýr. Það sem mér líkar
sérstaklega við þessa hesta er þetta
hreina og náttúrulega eðli þeirra. Ég
hiakka mjög mikið til að koma til
íslands og fá tækifæri til að sjá og
upplifa landið - og ríða út,“ sagði
danska leikkonan Ghita Norby í
samtali við DV.
Ghita Norby og eiginmaður henn-
ar, tónhstarmaðurinn Svend Skipp-
er, eru væntanleg til landsins í dag.
Þau koma hingað í boöi Eldhesta sf.
í Hveragerði en þar á bæ vissu menn
um dálæti leikkonunnar á íslenska
hestinum.
Ghita Norby er flestum íslenskum
sjónvarpsáhorfendum kunn sem frú
Skjern í dönsku sjónvarpsþáttaröð-
inni Matador sem naut geysilegra
vinsælda hérlendis í vetur sem leið.
Hún er ein fremsta leikkona Dana,
hefur leikið í fjölda leikrita á sviði,
sjónvarpsleikritum og kvikmyndum.
Meðal fjölmargra skrautfjaðra á
leikferh hennar er aðalhlutverkið í
leikriti Edwards Albee, Hver er
hræddur við Virginíu Woolf?. Hlaut
Ghita mikið lof fyrir leik sinn þar á
síðasta ári.
Varð strax hugfangin
- Hvemig stóð á því að þú fékkst
þennan áhuga á íslenska hestinum?
„Mjög gott vinafólk okkar í Kaup-
mannahöfn hefur lengi átt íslenska
hesta og haft gífurlegt dálæti á þeim.
Vinkona min var alltaf að dásama
þessar skepnur þannig að ég gat ekki
annað en prófað að fara á bak. Það
er ekki að sökum að spyrja að ég
varð mjög hugfangin af þessum stór-
kostlegu skepnum."
- Þúáttþásjálfengaíslenskahesta.
„Nei, við hjónin fengum okkur
hunda. Viö erum bæði mjög önnum
kafin við störf okkar og sáum að við
gætum ekki komist yfir að sinna
hestum líka. Því létum við hundana
nægja. Hins vegar get ég alltaf farið
til vinkonu minnar og fengiö að ríða
út. Það er sem betur fer ekki svo
langt.“
Til íslands í fyrsta skipti
- Hefurðu komið tii íslands áður?
„Nei, þetta er í fyrsta skipti sem
ég heimsæki ísland og ég hlakka al-
veg óskaplega th. Við verðum á ís-
landi fram á fostudag og reynum að
ríða eins mikið út og þrekið leyfir.
Við verðum hklega tvo til þrjá daga
á hestbaki."
Hefur maðurinn þinn sama áhuga
á íslenska hestinum?
„Já ég hef séð fyrir því. Við erum
bæði með þessa bakteríu."
-hlh
Vinsamlegast
athugið
ENGIN
BÍLASÝNING
ÞESSA HELGI
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
HLUTHAFA-
FUNDUR
Hluthafafundur í Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Haga-
torg í Reykjavík, þriðjudaginn 1. ágúst 1989 og hefst fundurinn kl. 17:00.
Dagskrá:
1 • Tillögur bankaráðs að breytingum á samþvkktum félagsins, fluttar að ósk aðila að
samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. dags. 29.
júní 1989, og m.a. lúta
— að breytingum á nafni félagsins
— að breytingum á ákvæðum um hlutafé sbr. 3. dagskrárlið
— að breytingum á ákvæðum um takmörkun afls atkvæða
— að breytingum á ákvæðum um bankaráð þ.á m. kjör þess og samsetningu
— að breytingum á ákvæðum samþykkta til samræmis við þær breytingar sem leiða
— af nýsettum breytingalögum nr. 15 og nr. 32/1989 á lögum um viðskiptabanka nr.
86/1985 um breytt hlutverk bankaráðs og hæfiskröfur til bankaráðsmanna.
— að breytingum á ákvæðum um breytingar á samþykktum og félagsslit.
Zi Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3 • Tillaga bankaráðs um hækkun hlutafjár, að fjárhæð kr. 1.500.000.000.00, flutt að
ósk aöila að samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
dags. 29. júní 1989.
Skv. tillögunni skulu hluthafar eiga áskriftarrétt að hlutafjáraukningunni í réttu
hlutfalli við hlutafjáreign sína, að Fiskveiðasjóði íslands frátöldum. Þá gerir tillag-
an ráð fyrir því að hluthafarnir, Alþýðubankinn hf., Iðnaðarbanki íslands hf. og
Verslunarbanki íslands hf., megi greiða hlutafjárauka sinn með bankárekstri sín-
um og eignum bankanna þriggja, sbr. samning þeirra og viðskiptaráðherra um
kaup þeirra, að V$ hluta hver, á hlutafé ríkissjóðs í bankanum, dagsettan 29. júní
1989, en að öðru leyti verði áskrift greidd með reiðufé.
Skv. tillögunni á áskriftarskrá að liggja frammi á skrifstofu bankans að Austur-
stræti 19, Reykjavík, í þrjá mánuði eftir hluthafafundinn og hluthafar að skrá sig
þar fvrir hlutafjárauka innan þeirra tímamarka.
4« Kosning í bankaráð.
5 • Kosning skoðunarmanna.
6* Önnur mál, löglega upp borin.
Hluthafar, sem vilja fá ákveðið mál borið upp á hluthafafundi, skulu í samræmi við
ákvæði 25. greinar samþykkta bankans senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf
að berast bankaráði í síðasta lagi mánudaginn 24. júlí. -
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðs-
mönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð dagana 27., 28. og 31. júlí
nk. svo og á fundardag við innganginn.
Viku fyrir fundinn munu eftirtalin gögn liggja frammi hluthöfum til sýnis og afhending-
ar að Austurstræti 19, Reykjavík.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Tillögur skv. 1., 2. og 3. dagskrárlið og ef berast skv. 6. lið dagskrár.
Eftirrit reikninga síðasta reikningsárs með áritun um afgreiðslu aðalfundar og
eftirrit endurskoðunarskýrslu varðandi þessa reikninga.
Skýrsla bankaráðs, þar sem gefnar verða upplýsingar um þau atriði, sem verulegu
máli skipta um fjárhagslega stöðu félagsins og breytingum hafa tekið, eftir að reikn-
ingar voru gerðir.
Umsögn endurskoðenda um fyrrgreinda skýrslu bankaráðs.
Skýrsla Iöggilts endurskoðanda um greiöslu hlutafjárauka hluthafanna Alþýðu-
bankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka íslands hf. með banka-
rekstri sínum og eignum bankanna og skjöl þau er þetta varða sbr. 31. gr. hluta-
félagalaga.
Samþykktir bankans.
Samningur viðskiptaráðherra og Alþýðubankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og
Verslunarbanka Islands hf. dags. 29. júní 1989.
Reykjavík, 17. júlí 1989
Bankaráð Útvegsbanka íslands hf.
úo
Utvegsbanki Islands hf