Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. 15 Að breyta fjalli Ég hef verið að glugga í bók Stefáns Jónssonar sem heitir „Að breyta fialh“. Satt að.segja skammast ég mín hálfpartinn fyrir að hafa ekki lesið hana fyrr en svona er það í önnunum og erlinum að bækur hggja utangátta hjá alltof mörgum og eiga kannske aldrei innangengt á þorra heimila. Það er því sorg-' legra sem bækurnar eru betri og perlunum er kastað á glæ og týnast innan um sorphaugana af léttmet- inu og ládeyðunni sem flæðir fram ur sjónvarpsskerminum dag hvem. Stefán er að rifjá upp endurminn- ingar sínar frá bernskudögunum á Djúpavogi og gerir það svo listavel að fjörðurinn og þorpið standa ljós- lifandi fyrir augum manns og per- sónurnar spretta fram af blaðsíð- unum hver af annarri í ísmeygi- legri og grátbroslegri frásögn höf- undar. Ekki þori ég að sverja fyrir aht sem riíjast upp fyrir Stefáni enda játar hann sjálfur að hann hafi verið lagnari við lygina en gengur og gerist um stráklinga inn- an við fermingaraldur. En lygasög- ur eru ekki verri sögur en aðrar sögur og fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Ef Stefán er að ljúga upp á þá Berfirðinga þá er sá skáldskapur allur af hinu góða og eigum við ekki heldur að segja að ýkjurnar, ef einhverjar eru, færist sögupersónunum til tekna. Að minnsta kosti er hægt að öfunda Stebba Djúp af samferðamönnun- um. Jafnvel þótt skáldsagnagáfa og frásagnarstíll Stefáns Jónssonar sé margrómaður eiginleiki þá stílfær- ir hann ekki sögupersónur sínar nema vegna þess að fyrirmyndirn- ar fundust. Fjórtán börn í framhjáhlaupi Þarna eru kynjakvistir og kot- ungar, sægarpar og sveitarhöfð- ingjar og reisn þeirra vex í öfugu hlutfalli við fátæktina. Þó er aðeins verið að lýsa litlu samfélagi yst og austast á landinu sem sjaldnast hefur þótt fréttnæmt nema fyrir þaö að þaðan kom Eysteinn og þar stendur Búlandstindur án þess að nokkur taki eftir honum. Djúpivog- ur liggur nefnilega ekki í alfaraleið og þar hafa konur heimþrá alla sína ævi meðan þær geta af sér íjórtán börn í framhjáhlaupi! Hvar eru allir þessir karakterar nú til dags? Guð hjálpi borgarbörn- unum sem þurfa að lýsa nábúum sínum í stigaganginum. Hver þekk- ir nágranna sína og hver er það sem fær uppeldi innan um marg- hertar sjóhetjur og pokapresta og hnahþórur fyrri tíma? Nútímafólk- ið gengur snemma til vinnu og snemma til sængur og það sést til þess milli bílskúrsins og lyftunnar. Einstaka maður kemur í ljós þegar hann hendir ruslinu. ÖU erum við gerilsneydd og fitusprengd og lifum í barnaherbergjum og húsbónda- herbergjum og Utlum kössum sem eru allir eins. AlUr eins. Annað er það sem vekur mig tíl umhugsunar við lestur þessarar bókar. Það er óðurinn til náttúr- unnar, tengslin við skepnumar, leiksvæði unglingsins uppi um fjöU og firnindi, íjörö og flóa í óbeisluðu umhverfi hins frjálsa manns. Þetta sjálfsagða og eðUlega samband manna og dýra, tengsUn mUU lífs- bjargar og náttúru. AUt er það sam- ofið, lífið í þorpinuog lífið í fuglun- um, húsdýrunum og fiskinum og leikur barnsins verður að starfi búmannsins. Öll fábreytnin verður að fjölþættu munstri óborganlegra stunda, sér í lagi þegar menn geta séð meinfyndnina í alvörunni, eru búnir að gleyma andvökunum og kartneglur eru orðnar að djásni húsfreyjunnar. Rómantík sveitarinnar Ég er nógu gamall til að muna þessa rómantík sveitarinnar og verð ástfangnari af henni eftir því sem hún fjarlægist. Hestalyktin af stóðinu í mýrinni, sprikhð í ham- stola lömbunum, murrið í stóísk- um beljunum og Umandi taðan í hlöðunni. Döggin í grasinu, garg- andi krían og yxna kýmar. Hæn- urnar voru ekki ómerkari en hest- arnir, heimalningarnir gegndu sínu hlutverki eins og hundarnir. Afkoman réðst af vetri og vori og lífið var einn samfelldur taktur við náttúruna og almættið. Hvar í heiminum er betra að alast upp fyrir ungUng sem mótast af um- hverfi sínu? Hvaða fræðsla jafnast á við forskriftina sem náttúran gef- ur? Sumir voru svo lánsamir að fæð- ast inn í þessa tilveru. Aðrir voru sendir í sveit og fengu af henni smjörþefmn. Öldum saman voru íslendingar sveitamenn og sjó- menn og þekktu ekki annað. LÚið var eintómur saltfiskur. Líka í sveitinni þar sem hann var étinn í alla mata og jafnvel löngu eftir að landinn fluttist á möUna þótti það sjálfsögð heUsuvemd aö hella þorskalýsi upp í æskuna úr einni og sömu könnunni. Þá voru þeir ekki búnir að finna upp smithætt- una eða gerlana. Það kom seinna þegar sveitamennskan þótt ekki lengur fín og heilbrigðiseftirUtið bannaði samdrykkju á lýsi. Og svo fundu þeir sömuleiðis upp á bann- settri tækninni sem leysti vinnu- fólkið af hólmi í landbúnaðarstörf- unum og margfaldaði framleiðsl- una í einu vetfangi. Eftir það hættu krakkar að fara í sveit og ríkis- stjórnir uppgötvuðu niðurgreiðsl- urnar í margfóldum miUjörðum. Ævilangt ástarsamband Nú mun það kosta tíu þúsund krón- ur á viku að koma krökkum í sveit og þar munu húsdýr höfð til sýnis miUi klukkan fimm og sjö á daginn áður en sjónvarpið hefst með sömu dagskránni og sést í Reykjavík. Fæstir telja það ómaksins vert að verja sUkum íjármunum í sveita- sæluna heldur taka á það ráð að fara í bíltúr með ómegðina í aftur- sætinu þangað til unglingarnir komast á gelgjuskeiðið og nenna ekki með. Og svo rýna menn út um rúðurnar og rekast kannske á bændurna fyrir tilviljun þegar borgarbúarnir láta svo lítið að þiggja húsaskjól á svokölluðum bændagistingum sem er aukabú- grein með loðdýraræktinni. Unga kynslóðin kærir sig kollótta um þessi endaskipti á búskapnum enda hefur hún aldrei komist í kynni við hann og kemur hann ekki við. Voðaleg fýla er þetta, seg- ir borgarbarnið og tekur fyrir nefið þegar húsdýrið gerir þarfir sínar. En fyrir okkur hin, sem höfum verið í ævUöngu ástarsambandi við æskuminningarnar, hefur róman- tikin breyst í angurvært samvisku- bit yfir þeirri uppgjöf sem blasir við sveitunum og landbúnaðinum. Við ríghöldum í tryggðina en neit- um að borga niðurgreiðsluna. Við vUjum að bóndinn Ufi en neitum að halda í honum lífinu. Við sökn- um kúnna og lambanna en bólsót- umst út í búvörusamningana sem veitir þeim vemd. Þessi tvöfeldni í tilfinningalífinu, þessi togstreita mUU buddu og bemsku hefur mglað þjóðina í rím- inu. í einni andránni söknum viö þess að börnin okkar fari á mis við uppeldi náttúrunnar, í þeirri næstu segjumst við ekki hafa efni á sveita- búskapnum. í einu orðinu sverj- umst við í fóstbræðralag með bús- malanum, í hinu orðinu áteljum við stjórnvöld fyrir vitlausa pólitík. Tilfinningarnar togast á við skyn- semina, rómantíkin tekst á við raunsæið. í darraðar- dansi nútímans í bók Stefáns Jónssonar segir frá því hvemig faðir hans lagði metnað sinn í að breyta fjaUi. Hann hlóð vörðu ofan á Búlandstind til að skerpa tindinn í augum aðkomu- manna og áhorfenda. Bókin dregur nafn sitt af þessari háleitu hugsjón. íslenska þjóðin stendur frammi fyrir sams konar ætlunarverki. Að breyta fjalU. Breyta sveitinni í sína fallegustu mynd, eiga hana áfram í huganum og minningunni í fuUri reisn rómantikurinnar, jafnvel að laga hana Utið eitt tll fyrir augað. En vita samt að þannig verðum við að yfirgefa hana, skilja hana eftir í einsemd sinni þar sem hún dagar uppi í darraðardansi nútírpans. Enginn stöðvar tímans hjól, hvað þá Búlandstindur sem gnæfir yfir Berufjörðinn og getur sig hvergi hreyft. Hvað sem líður niðurgreiðslum og útflutningsbótum, búvörusamn- ingum og loðdýrastyrkjum eiga sveitir landsins annað og betra skUið af erfingjum þessara vanda- mála en niðurlæginguna. Bóndinn er of stoltur til að segja sig á sveit- ina og lifa af opinberri framfærslu. Hlutverki landbúnaðarins er ekki lokið og byggðin þarf ekki að fara í eyði þótt neytandinn torgi ekki lengur öllum þeim kjötbirgðum sem af fjalli koma. Matarkistur þurfum við að eiga til að fæða okk- ur og klæða. Við étum ekki vextina eða gengið og við lifum ekki á vísi- tölum hvort sem þær hækka eða lækka. Neytendur og bændur eru ekki stríðandi fylkingar þótt dýrt sé drottins orðið úr munni ráð- herrans sem leggur á okkur skatt- ana í hvert skipti sem hann heldur blaðamannafund. Fleira matur en sauðfé íslendingar þurfa að sætta þessi sjónarmið áður en það verður um seinan. Meðan borgarbömin kunna ennþá skU á kúm og kind- um; áður en síðasti móhíkaninn úr Djúpavoginum er allur. Bændur verða að skUja að offramleiðslan er þá lifandi að drepa. Og hún er líka neytendur lifandi að drepa. Sveitafólkið þarf ekki að yfirgefa jarðir sínar nema þá kotbúin og útkjálkana sem aldrei hafa verið til annars en erfiðis og örbirgðar hvort sem er. Við eigum að gera fimm ára áætlun um hraðvirkan niðurskurð á fuUvirðisréttum og fjárkvótum en greiða bóndanum ríflega styrki fyrir að sitja áfram á jörðinni og halda henni í rækt. Við eigum að hætta þeirri handleiöslu sem ríkið hefur tamið sér í við- ' skiptum við bændur að stýra þeim inn í loðdýrabúskap og þrotabú- skap og aUra handa patentlausnir sem eru hálfu dýrari og vitlausari heldur en sauöfjárbúskapurinn. Við eigum að hætta að senda þá úr öskunni í eldinn. Bændur hafa hingað til lifað samkvæmt eigin hyggjuviti og þeir eiga sjálfir að fá . að finna sér farveg og við eigum að gefa þeim tíma til þess. Fólkið í Berufirði komst af þótt engar væru niðurgreiðslurnar og enginn dó í kreppunni. Búlands- tindur stendur ennþá. Við breytum ekki IjaUinu þótt tímabundin þoka byrgi okkur sýn og toppurinn sýn- ist flatur. Sveitin getur lifað þótt með öðrum formerkjum sé. Það er fleira matur en sauðfé. Rómantíkin getur orðið að raun- sæi og tilfmningarnar geta farið saman við skynsemina ef þjóðin, neýtendur og bændur taka hönd- um saman um að varðveita sveit- irnar og náttúruna án þess að það kosti margfalda milljarða á ári. En til þess þarf skilning á báða hóga, sams konar samhjálp og þeir stunduðu á Djúpavogi foröum. Enda þreifst þar mannlífið þótt engip kæmi björgin að sunnan. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.