Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Page 17
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. 17 „Við erum það sem við borðum," er gamalkunnur frasi sem hlotið hef- ur misjafnar undirtektir í gegnum tíðina, því mismunandi er hve fólk er tilbúið að samþykkja að andleg og líkamleg líðan grundvalhst á þeirri fæðu sem það neytir. En síð- astliðin ár hefur almenn vakning og áhugi á heilsufari og hreysti átt sér stað á Vesturlöndum. Samhliða gíf- urlegri iíkamsræktarbylgju hefur al- menningur farið að huga nánar að mataræði sínu sem nú er litið á sem mikilvægan þátt í heilsusamlegu líf- erni. Það er orðin viss tegund lífs- stíls að huga að heilsunni; láta sér annt um líkamlegt og andlegt heil- brigði, jafnt með því að vanda fæðuvalið og að stunda einhverja tegund líkamsþjálfunar. Hugrækt, íhuguij, nudd og ýmis andleg málefni eiga einnig vaxandi vinsældum að fagna. Hlutum sem losa um og slaka á streitu er gefinn aukinn gaumur, enda veitir vart af í því álagi sem búið er við í þjóðfélögum Vestur- landa. Makróbíótík er lífsspeki sem hygg- ir á að ákveðinn skilningur á um- hverfinu, sjálfum sér og líkamanum verði að vera fyrir hendi til að hægt sé að lifa í jafnvægi. Fæðan er mikil- vægur þáttur í því að fmna,þetta jafn- vægi í lífmu og er hún notuð til að ná því. Makróbíótískt fæði og sú lífs- speki sem makróbíótíkin byggir á hefur rutt sér til rúms á Vesturlönd- um. Það var japani, Georges Oshawa, sem fyrstur kynnti þessa lífsstefnu í hinum vestræna heimi. Sem unglingi hafði honum vart verið hugað líf en þá sökkti hann sér í makróbíótíkina og segir hana hafa bjargað sér; gert það að verkum að hann lifði sextíu árum lengur en honum hafði verið hugað. Þegar litið er til þess matar- æðis sem tíðkaðist til forna þá kemur í ljós að það byggðist á makróbíótík. Hvar sem fornmennirnir bjuggu í heiminum lifðu þeir á því sem óx og dafnaði í kringum þá hverju sinni og var oftar en ekki um að ræða hvers kyns korn og grænmeti. hefur á logandi bálið. Eldurinn minnkar og jafnvel kæfist. Því er talið óheppilegt að borða sig mjög saddan . Heilbrigði er jafnvægi; jafnvægi á milli innra og ytra umhverfis og kringumstæðna, milh andlegrar og hkamlegrar þátttöku, á mihi hrárrar og eldaðrar fæðu, á milli grænmetis og kjöts, á milli salts og olíu, og enda- lausra annarra þátta. Til að finna þetta jafnvægi er fyrst og fremst að geta gert sér grein fyrir hvað er yang og hvað yin, jafnt í fæðunni sem og í öhu umhverfinu. Ef við lítum á matinn þá er kjöt, fiskur, fuglakjöt, harðir ostar, egg og salt mest yang, það er, áhrif þess eru samdragandi. Dæmi um fæðuteg- undir sem eru lengst úti í hinum endanum, yin, sem hefur útvíkkandi áhrif, eru mjólkurvörur, hitabeltis- ávextir, kartöflur, tómatar, eggaldin, hunang, sykur, sterkt krydd, hreins- að hveiti, kaffi og ávanalyf. Þessar fæðutegundir ber að nota í litlum mæli. Fæðuvalið endurspeglar persónu einstaklingsins Fæðan sem hver og einn matreiöir er endurspeglun á persónu hans sjálfs, viðhorfum hans til lífsinS og hðan. Skiptir þá máli hvaða fæðuteg- undir hann velur, hvemig fæðan er sneidd og skorin, hve lengi elduð, hve mikið krydduð og hvernig borin fram. Gert er ráð fyrir að fæðan taki mið af einstakhngsbundnum þörfum. Einstaklingarnir eru óhkir og því hentar ekki sama fæðan öllum. Tvær manneskjur sem borða makróbíót- ískt fæði geta borðað talsvert ólíkan mat. Þótt undirstaðan sé korn og grænmeti hjá báðum þá borðar ann- ar einstaklingurinn ef th vill meira af hrísgrjónum og baunum en hinn af fiski og ávöxtum. Við neyslu á makróbíótískt fæði þarf að taka tillit til einstaklingsbundins mismunar. Uppistaðan er samt jafnan korn og grænmeti. Makróbíótík - leið til bættrar heilsu Andstæðurnar Yin og Yang Undirstaða makróbíótíkur eru andstæðumar yin og yang. Þær bæta hvor aðra upp í átt til jafnvægis. Fæðutegundir eru ýmist yin eða yang. Svo er einnig um flest annað í umhverfi okkar. Dæmi um yang í umhverfi okkar er, karlkyn, harðn- eskja, drifkraftur, þyngsli og hiti. En kvenkyn, mýkt, hlutleysi, léttleiki og kuldi hafa yin eiginleika. Við borðum til að halda okkur gangandi. Fæðan er orkulind líkamans og hefur bein áhrif á andlega líðan okkar og hugar- orkuna. Þegar andlegur jafnt sem hkamlegur kraftur eykst eða minnk- ar er yfirleitt um að ræða áhrif fæð- unnar sem innbyrð hefur verið. í fæðunni eru margar tegundir orku. Eldurinn er veigamesta orkan. Við verðum að halda á okkur hita til að lifa. Líkamsorkan er eins og eldur og munninum má líkja við eldstæði. Fæðan er vökvinn sem heldur eldin- um logandi, rétt eins og olíu er skvett á bál tíl viðhalds loganum. Og fæð- unni má einnig líkja við eldsneytið sem báhð stendur af, því betri viður þeim mun betra bál. Of mikil fæða hefur svipuð áhrif á líkamann og of mikill eldiviður sem bætt er á eld Makróbíótískt fæði þarf að taka til- ht til einstaklingsbundins mismun- ar. Það felur í sér meðfæddan styrk og veikleika, núverandi heilsufar, aldur, kyn, starf, fyrrverandi neyslu- venjur og umhverfi. Hvað umhverfislega þætti varðar þá eru þeir, þ.e. ytri aðstæður, mjög breytilegir. Fæðuna ætti að aðlaga því loftslagi sem við búum við. Þeim sem lifir í köldu loftslagi er eðlilegra að neyta meiri afurða úr dýraríkinu til að halda sér heitum. í tempruðu loftslagi næst jafnvægi með korni og grænmeti en í heitu loftslagi kæla ávextir og ferskt grænmeti niður lík- amann. Tími ársins er einnig veigamikið atriði. Fæðan ætti að vera hringrás árstíðanna og matreiðsla og fæðuval að ráðast af því sem hver árstíð veit- ir, sérstaklega hvað ávexti og græn- meti varðar. íslendingum er því sam- kvæmt þessu ekki eölilegt að borða innflutta ávexti frá hitabeltislöndun- um um hávetur. En það sem ræktan- legt er á hverjum árstíma í því lofts- lagi sem búið er við er ákjósanleg- asta fæðan. Að finna jafnvægið Aðrir breytilegir þættir eins og fuht tungl, nýtt tungl, dagur, nótt og tími dags, morgunn, síðdegi, og kvöld þarf einnig að hafa í huga. Sam- kvæmt makróbíótíkinni eru þessir þættir undirstaðan í matreiðslu. Eft- ir því sem heilsa og innsæi verður betra munum við eðlilega skynja breytingarnar og matreiða með þessa þætti að leiöarljósi. Hérlendis hafa verið námskeið í gangi í makróbíótík. Það eru þær stöllur Helga Mogensen og Gunn- hildur Emilsdóttir sem að undan- förnu hafa verið leiðbeinendur á slík- um námskeiðum. Þær reka veitinga- staðinn Á næstu grösum við Lauga- veginn. En það er eini staðurinn í borginni sem sérhæfir sig í makró- bíótísku fæði og jurtafæöi. Það er enginn einn hehagur sann- leikur i makróbíótíkinni, engar vís- indalegar niðurstöður eða annað í þeim dúr. Hún er einungis leið th að hjálpa einstaklingunum að skhja bet- Ur sjálfa sig, umhverfi sitt og hvaða áhrif fæðan hefur á andlegt og líkam- legt jafnvægi. Það er svo hvers og eins að vinna úr þekkingu sinni og fikra sig áfram og njóta þess. -RóG. NÝ ÖLKRÁ í Skipholti 37 - sími 685670 Verið velkomin. « Ölbarinn ~ Opið frá kl. 18.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.