Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Page 20
20 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. Kvikmyndir Andrew Wyke, “Sleuth1972. SyeU, “Meratfaon Men,'’ 1976. StrickUnd, “Tbe Mooo and Sixpence,” 1959. Dr. Chebutilán, Heetbdiff, “Wutherim; KejghU," 1939. ‘Hmnlet,’’ 1948. ■" .ÆlW .m .-Vv (GngLeer, “KingLeer,” 1946. GeneralBurgoyne,“TheDevil’iDúcipie,’’1955 Þau urðu mörg, hlutverkin sem Laurence Olivier lék á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi á rúmlega sextíu ára leikferli. Á þessum myndum má sjá hann í sextán eftirminnilegum hlutverkum sem gerðu hann að mesta leikara á þessari öld. SbBHBR Hin mörgu andlit Laurence Olivier Um síðustu helgi lést á heimili sínu í Englandi Sir Laurence Olivier sem margir telja mesta leikara á þessari öld. Hvort sem það er rétt eða ekki er víst að fáir eða engir leikarar hafa notið slíkrar virðingar sem hann naut mestalia starfsævi sína. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Laurence Ohvier fæddist 22. maí 1907 í smábænum Dorking í Engl- andi. Ekki gekk honum allt of vel að skapa sér nafn sem leikari þótt fljótt kæmu hæfileikar hans í ljós. Eftir nokkur ár á sviði reyndi hann fyrir sér í kvikmyndum án mikils árang- urs. Meira að segja neitaði Greta Garbo að hafa hann sem mótleikara í Queen Christina. Það er svo á miðjum fjórða ára- tugnum sem Olivier vinnur hvem leiksigurinn á fætur öðrum á sviði. Um leið fara framleiðendur í Holly- wood að taka eftir honum og má segja að síðan hafi ferill hans verið ein sig- urganga þar sem hinir miklu hæfi- leikar hans nutu sín í hverju stór- hiutverkinu á fætur ööru. í styrjaldarlok leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, Hinrik V. Var þessi kvikmynd mikill sigur fyrir hann og ekki urðu gagnrýnendur minna hrifnir af kvikmyndagerð af Hamlet sem hann leikstýrði og lék í 1948. Síðari hluta ævi sinnar var Olivier mjög virkur. Hann lék minna og minna á sviði en naut þess að taka að sér hin ólíklegustu hlutverki í kvikmyndum og sjónvarpi þótt ekki væru þau alltaf stór. Þá var hann þjóðleikhússtjóri Breta í nokkur ár. Margs konar heiður féll Laurence Olivier í skaut á langri starfsævi. Má þar nefna óskarsverölaun, bæði fyrir leik og leikstjórn, auk þess að fá sérstök óskarsverðlaun fyrir störf sín í þágu kvikmyndanna. Hann var aðlaður 1947 og 1971 var hann geröur Hinrik V, sem Laurence Olivier leikstýrði og lék titilhlutverkiö i 1945, telja margir bestu kvikmynd sem gerð hefur verið eftir leikritum Shakespeares. að lávarði, eini leikarinn sem hlotið hefur þann heiður. Laurence Ohvier kvæntist þrisvar, ávallt leikkonum. Sú fyrsta var Jill Esmond. Síðan kvæntist hann Vivian Leigh og 1961 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Joan Plowright. -HK DV Préttírúr kvikmyndaheiminum Feriil leikstjórans Peters Bogd- anovic hefúr vægast sagt veriö hlykkjóttur. Eftir að hafa vakið hrifningu gagnrýnenda sem og áhorfenda með Last Picture Show 1971 hafa gæði mynda hans veriö æði misjöfn og engin þeirra náð aö uppfylla þær vonir sem bundnar voru við hann. Það er þó aldrei að vita hvað hann gerir með Texasville sem hann er að vinna að þessa dagana. Texasville er framhald Last Picture Sho w og hefiir Bogdanovic fengið sömu leikara í hlutverkin. Leikararnir eru Jeff Bridges, Cybill Shepard, Cloris Leachman, Timothy Bot- toms, Eileen Brennan og Randy Quaid. Þegar Last Picture Show var gerö voru þau nánast öll óþekkt en eru nú vinsælir og virt- ir leikarar. Gerist Texasville í smábænum Anarene eins og Last Picture Show og er handrits- höfundur einnig sá sami, Larry McMurtry. ★ ★ * John Boorman vann mikinn sig- ur með Hope and Glory. Þessi hugljúfa kvikmynd, sem byggð er á bernskuminningum hans, fór vel í fólk og er vinsælasta kvikmynd sem þessi ágæti leik- stjóri hefur gert. Nú er Boorman tekinn til við nýja k vikmynd, Where the Heart Is, og er aftur kemur fiölskylda hans við sögu því dóttir hans, Telsche, átti hug- myndina að myndinni. Hún fiall- ar um forstjóra fyrirtækis sem hefur það að sérgrein sinni að fella gömul hús og hreykir hann sér af því að hafa eyðilagt fieiri hús en voru eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni. Christopher Plummer íeikur aðalpersónuna. Stór hlutverk leikaeinnig Una Thurman, Dabney Coleraan, Jo- anna Cassidy og Grispin Glover. ★ * * {ágústmánuði verður Lethal Weapon II sýnd í Bíóhöllinni. Þar leikur, semog í fyrri myndinni, Mel Gibson harðsvíraðan lög- reglumann. Mynd þessi nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og er það ekki síst Mel Gibson að þakka. Þær fréttir ber- ast nú að næsta hlutverk, sem Mel Gibson ætlar aö takast á við, sé Hamlet í kvikmyndagerð hins kunna ítalska leikstjóra Franco Zeffirelli. Þessi frétt kemur sjálf- sagt öllum á óvart en eitthvað hefur Zeffirelli séð í leik Gibsons sem hefur sannfært hann um aö hann væri rétti leikarinn til að leika Hamlet Danaprins. Mel Gib- son fær örugglega góða aðstoö hjá Glenn Close sem einnig mun leikaimyndinni. ★ ★ ★ í Holly wood koraa upp á yfirborö- ið margar hugmyndir „sem geta ekki brugöist" þóttannað korai í ljós síðar meir. Síðasta hugmynd af þessari gerð gæti staðið undir vonum. Það datt nefnilega ein- hverjum í hug aö láta aöalleikar- ann í The Terminator leika undir stjórn leiksfióra RoboCop. Þessi hugmynd þótti svo stórkostleg að fariö var að leita að handriti sem Araold Schwarzenegger gæti sætt sig við og Paul V erhoven gæti hugsað sér að leikstýra. Handritið fannst, hafði aö vísu verið á flakki milli kvikmy nda- vera í nokkur ár, en allir vor ánægðir meö það og nú er bara að bíða og sjá hvort Total Recall verður vinsælli en The Terminat- ör og RoboCop. Veðmálin eru henniíhag. -HK Kvikmyndir Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.