Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 38
50 AStí: iK í;IIOA<1íáiDLíAJ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. Afrnæli Leifur Sigurðsson dLeifur Sigurðsson rafvirki, Akur- gerði 14, Reykjavík, er sextugur í dag. Leifur er fæddur á Akranesi og lauk próii í rafvirkjun hjá Eiríki Hjartarsyni 1949. Hann vann við rafvirkjun hjá Hauki og Ólafi í um þrjátíu og fimm ár og vinnur nú hjá Landsverki. Leifur kvæntist 17. nóvember 1951 Maríu Auði Guðna- dóttur, f. 6. júní 1932, verslunar- manni. Foreldrar Maríu voru Guðni Jón Þorleifsson, b. í Botni í Súg- andafirði, og kona hans, Albertína Jóhannesdóttir. Böm Leifs og Mar- íu em: Sólveig, f. 21. september 1951, hárgreiðslumeistari í Rvík, gift Gísla B. Blöndal rafiðnfræðingi, böm hennar eru, María Auður Steingrímsdóttir, f. 28. apríl 1970, og Leifur G. Blöndal, f. 4. maí 1975, og Halla, f. 6. mars 1957, deildarstjóri í Rvík, sambýhsmaður hennar er, Jón Pétur Guðbjartsson sölumaður, sonur hennar er Eiríkur Gísli Jo- hansen, f. 20. júní 1983. Systkini Leifs em: Magnús Eðvarð, f. 12. júlí 1913, d. 2. febrúar 1946, ekkja hans er Fanney Tómasdóttir, Sigrún, f. 28. nóvember 1914, d. 22. febrúar 1986, ekkja Andrésar Níelssonar, Guðrún Lovísa, f. 30. mars 1916, gift Amóri Sveinbjömssyni, Guðmund- ur Ásgrímur, f. 20. janúar 1919, d. 19. apríl 1983, Þórður, f. 2. september 1920, Aðalheiður, f. 13. janúar 1924, d. 13. janúar 1924, Rafn Eðvarð, f. 20. september 1928, d. 15. nóvember 1933, Ólafur Eðvarð, f. 12. janúar 1926, d. 13. júní 1964, ekkja hans er Ástríður Sveinsdóttir, Karl, f. 24. nóvember 1930, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur, Agnes, f. 24. október 1931, ekkja Trausta Ingvarssonar, og Rafn Eðvarð, f. 20. ágúst 1938, kvæntur Rannveig Emu Þórodds- dóttur. Foreldrar Leifs voru Sigurður Eðvarð Hallbjamarson, f. 28. júlí 1887, d. 3.júlí 1946, útgerðarmaður á Akranesi, og kona hans, Ólöf Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 30. desemb- er 1894, d. 18. janúar 1983. Sigurður var sonur Hallbjarnar, sjómanns, verkstjóra og kennara á Akranesi, Oddssonar, prests í Gufudal, Hall- grímssonar, prests í Görðum á Akranesi, Jónssonar, stiftprófasts á Hólum, bróður Skúla landfógeta. Jón var sonur Magnúsar, prests á Húsavík, Einarssonar, prests í Garði í Kelduhverfi, Skúlasonar, prests í Goðdölum, Magnússonar, prests á Mælifelli, Jónssonar. Móðir Skúla var Ingunn, systir Þorláks biskups, Skúladóttir, b. á Eiríks- stöðum í Svartárdal, Einarssonar og konu hans, Steinunnar Guð- brandsdóttur, biskups á Hólum, Þorlákssonar. Móðir Hallgríms var Þómnn, systir Vigfúsar, föður Guð- rúnar, konu Magnúsar Stephensen konferensráðs og föður Ragnheiðar, konu Stefáns Thorarensen, konfer- ensráðs og amtmanns á Möðruvöll- um. Þórunn var dóttir Hans Sche- ving, klausturhaldara á Möðmvöll- um, sonar Lárusar Scheving, sýslu- manns á Möðruvöllum, ættföður Schevingættarinnar. Móðir Þór- unnar var Guðrún Vigfúsdóttir, stúdents á Hofi á Höföaströnd, Gíslasonar, rektors á Hólum, Vig- fússonar. Móðir Guðrúnar var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum, Vigfússonar, bróður Gísla. Móðir Odds var Guðrún Egils- dóttir, systir Sveinbjamar rektors. Móðir Hallbjarnar var Valgerður Benjamínsdóttir, b. í Langeyjarnesi, Bjömssonar. Móðir Benjamíns var Ragnheiður Magnúsdóttir, sýslu-' manns í Búðardal, Ketilssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún Magn- úsdóttir, systir Jóns stiftprófasts. Móðir Ragnheiðar var Ragnhildur Eggertsdóttir, b. á Skarði, Bjama- sonar, sýslumanns á Skarði, Péturs- sonar. Móðir Valgerðar var Sigríður Sigmundsdóttir, gullsmiðs í Akur- eyjum, Magnússonar, bróður Ragn- heiðar. Móðir Sigríðar var Valgerð- ur Jónsdóttir, prests í Holti í Önund- arfirði, Eggertssonar, bróður Ragn- hildar. Móðir Valgerðar var Gunn- hildur Hákonardóttir, prests á Álftamýri, Snæbjörnssonar, bróður Magnúsar, langafa Jóns forseta. Móðir Sigurðar var Sigrún Sigurð- Leifur Sigurösson. ardóttir, b. í Gufudal, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Níelsdóttur. Ólöf var dóttir Guðmundar Ás- grímssonar, b. á Gelti í Súganda- firði, og konu hans, Guðrúnar Ólafs- dóttur. Leifur og María taka á móti gestum í sal Rafiðnaðarsambandsins, Háa- leitisbraut 68, á afmælisdaginn, kl. 17-19. Snæbjöm Kristjánsson Snæbjörn Kristjánsson, Æsufelh 4, verður fimmtugur á morgun. Snæ- bjöm er fæddur í Rvik og lauk Verslunarskólaprófi í VI1960. Hann var sjómaður í Rvík 1960-1965 og matvörukaupmaður í Rvík 1965- 1970. Snæbjöm var sendibílstjóri í Rvík 1971-1980 og hefur unnið við auglýsingasöfnun í Rvík frá 1980. Hann hefur gefið út Dagskrá Kópa- vogs frá 1982 og gefur út Sportveiði- blaðiö ásamt Gunnari Bender frá 1984. Snæbjöm hefur rekið mynd- bandaleiguna Myndberg í Rvík frá 1986. Snæbjöm giftist 19. febrúar 1965 Huldu Scheving Kristinsdóttur, f. 15. nóvember 1940, verslunar- manni. Foreldrar Huldu vom Krist- inn M. Þorkelsson, bifreiðastjóri í Rvík, og kona hans, Sigurlína Sche- ving. Böm Snæbjöms og Huldu em Guðný, f. 7. júlí 1963, skrifstofumað- ur í Rvik, sambýlismaður hennar er Páll Þórðarson, sölumaður og eiga þau einn son, Þórð Kristján, f. 3. mars 1987 og Kristján, f. 18. júlí 1968, trésmíðanemi í Rvík. Bróðir Snæbjamar er Smári, f. 26. maí 1947, sjómaðuríRvík. Foreldrar Snæbjamar eru Kristj- án Sigurmundsson, forstjóri í Rvík, og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir. Kristján er sonur Sigmundar, b. á Fossá á Barðaströnd, Guðmunds- sonar og konu hans, Kristínar, hálf- systur Snæbjarnar Kristjánssonar í Hergilsey, afa Snæbjarnar Jónas- sonar vegamálastjóra. Knstín var dóttir Kristjáns hreppstjóra í Herg- ilsey, Jónssonar, b. og hreppstjóra á Kleifum, Ormssonar, b. í Fremri- Langey, Sigurðssonar, ættföður Ormsættarinnar. Móðir Kristjáns var Kristín Eggertsdóttir, b. í Herg- ilsey, Ólafssonar, afa Ástríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds og langömmu Muggs. Móðursystkini Snæbjamar era: Friðnk, fyrrv. fangavörður í Rvík, Jón Ásbjöm, fyrrv. skattstjóri á ísafirði, Jensína Sigurveig, gift Guð- jóni E. Jónssyni, fyrrv. útibússtjóra Landsbankans á ísafirði, Bjamey Margrét, var fyrr gift Andrési Kristjánssyni, b. í Meðaldal, seinni maöur hennar var Brynjólfur Hannibalsson, b. í Meðaldal, Bjami Jóhann, útibússtjóri á Siglufirði, Guðmunda, Jónína Guðmunda, gift Páli Briem, fyrrv. útibússtjóra Bún- aðarbankans í Mosfellsbæ, og Sigur- leifur, jámsmiður á ísafirði. Guðný er dóttir Jóhanns skipstjóra og b. á Auðkúlu, og konu hans, Jóhann var sonur Jóns, b. á Ósi í Mosdal, Ás- bjömssonar, b. á Grófhólumí Bakkadal, Teitssonar, Arngríms- sonar, b. í Miðhlíð á Barðaströnd, Teitssonar, b. á Vindhæh á Skaga- strönd, Magnússonar. Móðir Teits Magnússonar var Margrét Bjama- dóttir, systir Páls, föður Bjarna landlæknis. Móðir Teits Arngríms- sonar var Ingibjörg Gísladóttir, systir Konráðs, föður Gísla sagna- ritara, föður Konráðs Fjölnismanns. Móðir Ingibjargar var Steinunn Eg- ilsdóttir, b. í Villinganesi, Jónsson- ar, og konu hans, Bjargar Stefáns- dóttur, systur Hjálms, afa Jóns Steingrímssonar „eldprests". Móðir Guðnýjar var Bjamey, syst- ir Guðmundar, afi Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dags- brúnar. Bjamey var dóttir Friðriks, b. í Tungu, Jónssonar, prests á Snæbjörn Kristjánsson. Hrafnseyri, Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önundarfiröi, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns for- seta. Móðir Jóns var Rannveig Matt- hiasdóttir, stúdents á Eyri í Seyðis- firði, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, ættföður Eyrarættarinnar. Móðir Bjarneyjar var Jensína Guð- rún Jónsdóttir, prests á Stað í Aðal- vík, bróður Þorkels, langafa Lúð- víks Krisfjánssonar rithöfundar. Jón var sonur Eyjólfs, prests í Mið- dalaþingum, Gíslasonar, prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Ól- afssonar, biskups í Skálholti, Gísla- sonar. Móðir Jóns var Guðrún Jóns- dóttir, prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. Snæbjörn tekur á móti gestum í Félagsheimili Raf- veitunnar við Elliðaá á afmælis- daginnkl. 15-18. Til hamingju með afmælið 22. júlí 90 ára 60 ára Elísabet .Júlíusdóttir. Pálina Þórunn Magnúsdóttir, Granaskjóli 1, Reykjavik. Grundarstíg 3, Reykjavík. Gunnar Víðir Magnússon, VestiirJu*rgi IfiS, Revkjflvík ap ' dónas Guðlaugsson, Oö ara IIólabcrgiJi2, Reykjavík. Margrét Ólafsdóttir, dón Magnússon, Álakvísl 114, Reykjavik. Engjnvegi Ifi, Tsflfirði Björn Gunnarsson, pA » Hofi R. FeUahreppi. OU 3l3 aa ' Víðimýri 3. Neskaupstað. OU ara Vilhjalmur Haraldsson, Hraunbæ 102D, Reykjavík. Stefán Ögmundsson, Höskuldur Stefánsson, Saíamýri 54, Reykjavík. Tunguvegi 52, Reykjavik. Laufey Þóru Einarsdóttir, «•»«« ' Guðmundur Einar Guðmundsson, /D ara Hverflsgötu 28, iiafníirfirði. Snœbjörn dóhannsson, M n » Móabaröi 12, HafnarílrðL 4U 3T3 Víðihliö 4, Sauðárkróki. Hrólfur Egilsson, Hvammstangabraut 29, Hvammstanga. | A»»q Kirkjubraut 40, Höfa í Homafirði. / U ara Sigurður Eiriksson, Meiðastaðavegi 7, Gerðahreppi. Ingólfur Mnjasson, Þórður G. Sigurösson, Mjóuhlið 14, Reykjavík. Eyjakoti, Vindhaelishreppi. Kristján Sæþórsson Kristján Sæþórsson, starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga, til heimilis að Harðarhóli 8, Húsavík, er sextug- urídag. Kristján fæddist aö Helgastöðum í Reykjadal en var á öðru árinu er hann flutti með foreldrum sínum að Presthvammi og fáeinum ámm síðar að Austurhaga í Aðaldal þar semhannólstupp. Kristján byrjaöi ungur að vinna utan heimilisins og flutti til Húsa- víkur 1957 þar sem hann hefur búið síðan. Þar hefur hann unnið ýmis störf, m.a. stundað vörubifreiða- akstur á þriðja áratug. Kristján er mikill hestamaöur og hefur ætíð átt góða hesta. Hann hef- ur starfað í Hestamannafélaginu GranaáHúsavik. Kristjánkvæntist 21.12.1957 Guð- rúnu Jósepsdóttur, húsmóður og verslunarmanni, f. 27.12.1935, dótt- ur Sigríðar Lovísu Loftsdóttur hús- móður, og Jóseps Vigfússonar, sjó- manns frá Böggvisstöðum í Svarfað- ardal. Börn Kristjáns og Guðrúnar era Ragna, f. 8.10.1957, húsmóðir á Húsavík, gift Karli Bjarkasyni og eiga þau einn son, Pétur; Sæþór, f. 6.9.1958, b. í Mývatnssveit og á hann tvö böm, Kristján og Ömu Yr; Sig- ríður Lovísa, f. 14.10.1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Þóri Garöarssyni, og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Bryndísi Eir; Guðrún Agnes, f. 9.6.1962, húsmóðir í Reykjavík, gift Elmari Emi Sigurðssyni, og er dótt- ir þeirra Ellen; Ingveldur, f. 13.11. 1965, búsett í Reykjavík. Systkini Kristjáns em Helga, f. 21.4.1931, ráðskona í Hafralækjar- skóla í Aðaldal; Gunnsteinn, f.12.10. 1933, b. í Presthvammi í Aðaldal, kvæntur Guðrúnu Matthildi Gunn- arsdóttur, og Kristín Friðrika, f. 25.10.1937, búsett á Akureyri. Foreldrar Kristjáns: Sæþór Krist- jánsson, b. að Austurhaga, f. 6.6. Kristján Sæþórsson. 1905, og Ragna Gísladóttir hús- freyja, f. 1.10.1899, d. 17.1.1985. Kristján verður að heiman á af- mælisdaginn. Helgi Gudmundur Ingimundarson Helgi Guðmundur Ingimundarson viðskiptafræðingur, Ghtvangi 31, Hafnarfirði, verður sextugur á morgun. Helgi fæddist í Grindavík og ólst þar upp. Hann lauk viðskiptafræði- prófi frá HÍ1956. Sama ár hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og hefur starfað þar síðan. Á árunum 1971-73 stundaði hann ásamt öðram útgerð á fiskibát samhliða starfínu. Síðustu árin hefur Helgi látið mik- ið að sér kveða í málefnum keilu- íþróttarinnar. Hann var einn af stofnendum Keilufélags Reykjavík-. ur árið 1985 og nú í vor var hann einn af stofnendum Keilufélags Garðabæjar. Helgi kvæntist 19.11.1953, Bimu Þórðardóttur afgreiðslukonu, f. 10.6. 1933, dóttur Þórðar Stefánssonar útgerðarmanns og Katrínar Guö- mundsdóttur húsmóður. Böm Helga og Bimu em Rósa Ei- ríka, f. 20.3.1954, fulltrúi hjá Fjár- festingarfélagi íslands, en dóttir hennar er Rebekka Silvía Ragnars- dóttir, f. 24.6.1978; Þóra, f. 19.2.1956, starfsmaður hjá Silfurlax, en henn- ar börn em Bima G. Guðmunds- dóttir, f. 9.8.1975, og Hrafn Guð- mundsson, f. 31.12.1983; Ingimund- Helgi Guðmundur Ingimundarson ur, f. 17.4.1962, bókari hjá Viðskipta- miðluninnihf. Systir Helga er Rósa Ingimundar- dóttir, f. 28.5.1932, húsmóðir í Reykjavík, gift Halldóri Þorsteins- syni flugvirkja og eiga þau þrjú börn, Guðmund Inga, Þorstein Elí og Elsu Eyrós, sem öll em búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Helga em Ingimundur Guðmundsson verslunarmaður, f. 12.11.1892, og Guðmunda Eiríks- dóttir húsmóðir, f. 24.10.1908.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.