Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Side 41
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989.
53
Sviðsljós
lisa Marie Presley:
Stolt
af litlu
dótturinni
Um miöjan júní eignaðist Lisa
Marie Presley og Danny Keought
dóttur, Daniellu, sem er auðvitað
bamabam rokkkóngsins Elvis heit-
ins Presley. Þegar dró að fæðingu
bamsins vissi enginn ættingi Lisu
að hún væri komin á sjúkrahús. Eig-
inmaðurinn var þó til staðar og hélt
í hönd eiginkonu sinnar. Sagt er að
Lisa Marie hafi verið mjög þunglynd
fyrir fæðinguna og kvíðin. Lisa
Marie er 1,57 sm á hæð og vó aðeins
48 kíló áður en hún varð ófrísk. En
fæðingin gekk vel þrátt fyrir að hún
tæki langan tíma.
Eins og svo margt frægt fólk vilja
þau Lisa Marie og Danny að Daniella
fái að alast upp eins og venjuleg böm,
flarri sviðsljósinu. Enginn blaða-
maður slapp inn um dyr sjúkrahúss-
ins á meðan Lisa Marie dvaldi þar.
Aðeins einn blaðaljósmyndari fékk
að fara einsamall inn og smella
myndum af íjölskyldunni. Það var
óþekktur ítalskur ljósmyndari, Ces-
are Bonanzza, sem fékk þann heiður.
Hann hitti parið í Hollywood fyrir
ári. Lisa Marie kunni vel við ljós-
myndarann og fannst hún geta treyst
honum. Vegna þess fékk hann nú að
mynda Daniellu htlu fyrstur manna.
Ljósmyndarinn tók myndir í tíu
mínútur en fyrir þær hefur hann nú
þénað um fimmtíu milljónir. Mynd-
irnar eru seldar um allan heim. Lisa
Marie og Danny em búsett í Kah-
fomíu. Prisciha Presley, móðir Lisu
Marie, keypti stórt hús handa dóttur
sinni. Þar er stöðug örygisgæsla og
öryggisbúnaður er í húsinu fyrir
margar mihjónir. Bæði Prischla og
Lisa Marie vita að það em til sjúkar
Danielle litla. Skyldi hún líkjast afa sínum rokkkonginum þegar fram í sækir?
Lisa Marie Presley með litlu dótturina Danielle. Eins og fleiri frægir foreldr-
ar óttast Lisa Marie og eiginmaöur hennar Danny barnaræningja.
manneskjur sem áhuga hafa á að
ræna htla barninu og krefjast síðan
lausnargjalds.
Reyndar hófst öryggisgæslan yfir
barninu strax á sjúkrahúsinu því í
kringum það og innandyra voru
margir alvopnaðir verðir. Sennilega
urðu það mörgum Elvis-aðdáendum
vonbrigði að Lisa Marie eignaðist
ekki son. Margir vonuðust eftir htl-
um Elvis Presley sem væntanlega
myndi feta í fótspor afa sins þegar
fram hðu stundir.
Lisa Marie er ekki mikið fyrir th-
stand í kringum sig. Hún og eigin-
maður hennar lifa fremur kyrrlátu
og látlausu lífi. Þó að Lisa Marie sé
ein af ríkustu konum í Bandaríkjun-
um hefur hún aldrei látið það hafa
áhrif á lífemi sitt.
Þegar Lisa Marie verður þritug
árið 1998 erfir hún mikla peninga
eftir föður sinn. Lisa Marie og fjöl-
skylda hennar þurfa ekki að kvíða
framtiðinni með þau auðæfi sem bíða
hennar.
Bæði Lisa Marie og móðir hennar,
Prisciha, fara oft í heimsókn í Grace-
land, sem nú er opið til sýnis fyrir
almenning. Engu hefur verið breytt
síðan Elvis bjó þar. Lisa Marie var
niu ára gömul er faðir hennar lést.
Sjónvarps-
hjónabönd
algeng
Svíar halda því fram að hjónabönd
innan sænska sjónvarpsins og jafn-
vel þess norska einnig séu mjög tíð.
Sjónvarpshjónabönd séu algengt fyr-
irbæri og nú sé svo komið að innan
sjónvarpsstöðvanna séu hehu fjöl-
skyldumar. „Fólk hittist og tilfinn-
ingamar komast af stað í matsaln-
um, í kaffitímum eða bara á meðan
fólk er við vinnu,“ segir í sænsku
tímariti nýlega. En hvemig er að
vera giftur vinnufélaga sínum? Því
svarar Áke Wilhelmsson, sem áður
var kvæntur vinnufélaga sínum,
Gun Ahroth, í átján ár en er nú
kvæntur Kari Storækre. „Við ræðum
mikið um vinnuna og höfum alltaf
mjög mikið að tala um,“ segir Ake.
Síðan Kari og Áke stofnuðu kapal-
stöðina Nordic Channel hafa þau
þurft að vinna helmingi meira sam-
an. „Við höfum ekki tíma th að skhja.
Ekki er einu sinni tími th að hugsa.
Það er kannski ágæt leið th aö halda
hjónabandinu í lagi,“ segja þau.
Mörg þekkt sjónvarpsnöfn eru
nefnd í sænska blaðinu, nöfn sem
íslendingar þekkja ekki. Staðhæft er
að mörg hjónaböndin hafi orðið til í
vinnustaðaveislum. Margir þessara
aðha telja það mjög til bóta að hjónin
vinni á sama vinnustað. Áhugamálin
em þau sömu og makinn veit ná-
kvæmlega hvernig vinnufyrirkomu-
lag er og á því auðveldara með að
setja sig í spor hins ef um yfirvinnu
eða óvænta uppákomu er að ræða.
Sagt er að hjónabönd séu ekki eins-
dæmi innan sjónvarpsstöðva. Á flest-
um fjölmiðlum sé ástandið svipað.
Annaðhvort giftist fólk innan síns
vinnustaðar eða sem starfar á sitt
hvorum fjölmiðlinum. Enda er sagt
um fjölmiðlamenn að þeir tah ekki
um annað en vinnuna hvar sem þeir
koma og hugurinn er við starfið jafnt
að degi sem nóttu. Kannski er þetta
besta lausnin...
Áke Wilhelmsson og Kari Storækre kynntust í vinnunni. Nú hafa þau komið upp eigin sjónvarpsstöð. Kari var áður
gift Arne Treholt sem situr i fangelsi i Noregi vegna njósna.